Morgunblaðið - 02.12.2006, Qupperneq 64
64 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK
eeee
DV
eeee
Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com
eeeee
Jón Viðar – Ísafold
eeeee
Hallgrímur Helgason
– Kastljósið
5 Edduverðlaun
besta mynd ársins, besti leikar ársins, besti leikstjórinn,
besti aukaleikarinn og besta tónlistin (Mugison)
eeee
T.V. KVIKMYNDIR.IS
eee
H.J. MBL
FRÁFÖLLNUHINIR
HAGATORGI • S. 530 1919 WWW.HASKOLABIO.IS
/ KEFLAVÍK
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ
CASINO ROYALE kl. 8 B.I. 14
SANTA CLAUSE 3 kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
THE LAST KISS kl. 8 B.I. 12
ADRIFT kl. 10:15 B.I. 16
- ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ -
23. nóv - 3. des.
NATIVITY STORY kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 7 ára
THE DEPARTED kl. 8 B.i. 16 ára
BÖRN kl. 4 - 6 B.i.12.ára
MÝRIN kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i. 12.ára
A SCANNER DARKLY ÓTEXTUÐ kl. 10:40 B.i. 16.ára
UOMO IN PIÚ, L'
(Honum er ofaukið) Sýnd kl. 3:40
FATE COME NOI
(Gerið eins og við) Sýnd kl. 5:50
CUORE ALTROVE, IL
(Með hjartað á öðrum stað) Sýnd kl. 8
CASA DALLE FINESTRE CHE RIDONO, LA
(Húsið með hlæjandi glugga) Sýnd kl. 10:10
Sýningartímar
á allar myndir sem sýndar eru
á ítölsku kvikmyndahátíðinni
Gegn framvísun miða sem var framan
á morgunblaðinu Á laugardaginn
Býður áskrifendum sínum
í bíó1fyrir2eeeS.V. MBL
BÖRN
ROFIN PERSÓNUVERND
kvikmyndir.is
eeee
H.J. Mbl.
FLUSHED AWAY
Frá framleiðendum
og
SÝND BÆÐI MEÐ
ÍSKLENSKU OG ENSKU TALI
Frábær
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna
STÓRKOSTLEGASTA SAGA ALLRA TÍMA LIFNAR
HÉR VIÐ Í STÓRBROTINNI MYND SEM ENGINN
MÁ MISSA AF.
UPPLIFIÐ HINA SÖNNU MERKINGU JÓLANNA
76.000 gestir!
flugstrákar
eee
V.J.V. Topp5.is
FRÁFÖLLNUHINIR
eeeee
V.J.V. TOPP5.IS
/ AKUREYRI
STURTAÐ NIÐUR m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ
FLUSHED AWAY m/ensku tali kl. 6 - 8 LEYFÐ
NATIVITY STORY kl. 8 - 10 B.I. 7
THE GRUDGE 2 kl. 10 B.I. 16
SANTA CLAUSE 3 kl. 2 - 6 LEYFÐ
DA ZERO A DIECI
(Frá einum upp í tíu) Sýnd kl. 4
á allar sýningar merktar með appelsínugulu
á laugardögum og sunnudögumSPARBÍÓ 450kr
Það er tímabært að
hefja 1. desember til
vegs á ný. Spurning er
hvort þessi dagur gæti
ekki orðið vettvangur
fyrir dýpri umfjöllun
um einhvern þátt í sögu
sjálfstæðisbaráttu okk-
ar bæði fyrr og nú.
Nú stöndum við á
tímamótum í utanríkis-
og öryggismálum. Þótt
ekki skuli gert lítið úr
því umræðuefni, sem
tekið var til meðferðar í
gær, hefði t.d. verið við
hæfi að fá Geir H.
Haarde forsætisráð-
herra eða Valgerði
Sverrisdóttur utanríkisráðherra til
þess að flytja stefnumarkandi ræðu
um utanríkispólitík okkar Íslendinga
á nýjum tímum.
Það hefði líka verið hægt að fá nýj-
ar kynslóðir sagnfræðinga okkar til
þess að skoða sjálfstæðisbaráttuna á
ný út frá sjónarmiðum nútímans. Og
þannig mætti lengi telja.
Víkverji skorar á Stúdentaráð Há-
skóla Íslands, sem sér um dagskrána
þennan dag, að endurskoða afstöðu
sína og vinnubrögð til hátíðahald-
anna 1. desember.
En auðvitað má segja, að umsjón
stúdentaráðs byggist á gamalli hefð
sem auðvitað má breyta.
Er ekki orðið tíma-bært að sýna full-
veldisdegi Íslendinga,
1. desember, þá virð-
ingu, sem honum ber.
Dagurinn er þar að
auki fánavígsludagur,
eins og Pétur Sig-
urgeirsson biskup vakti
athygli á í grein hér í
blaðinu hinn 17. júní sl.
Sú var tíðin, að 1.
desember var hátíðleg-
ur haldinn og stundum
stóðu miklar deilur um
dagskrá hátíðahalda
stúdenta þennan dag. Í
nokkra síðustu áratugi
hafa hátíðahöld stúd-
enta vakið takmarkaða athygli enda
ekki mikið í þau lagt.
Eldri kynslóðir Íslendinga hafa
hins vegar áhuga á þessum degi. Þær
kynslóðir, sem fylgdust með sjálf-
stæðisbaráttunni, líta á 1. desember
sem helgan dag.
Fyrir skömmu hafði lesandi Morg-
unblaðsins á tíræðisaldri samband
við Víkverja og hafði mestar áhyggj-
ur af því, að Íslendingar yrðu búnir
að missa sjálfstæði sitt á nýjan leik,
þegar kæmi að því að halda 100 ára
afmæli fullveldisins hátíðlegt. Og átti
þá við, að hugsanlega yrði Ísland bú-
ið að ganga í Evrópusambandið fyrir
hundrað ára afmælið.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og
þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp-
lokið verða. (Matt. 7, 7.)
Í dag er laugardagur
2. desember, 336. dagur
ársins 2006
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Maður, líttu þér nær
ÉG VAR alveg stórhneyksluð á
fréttinni í Kastljósi 29. nóv. sl. þar
sem fjallað var um greinina um vist-
fólkið á Grund „sem birtist“ í Ísa-
fold.
Við megum bara þakka fyrir að
hafa þetta erlenda fólk sem hugsar
um aldraða foreldra okkar, því alla
vega megum við ekki vera að því.
Þetta er þolinmótt og þjónustulund-
að fólk sem gerir sitt besta til að tala
okkar tungumál.
Móðir mín hefur verið um hríð á
Grund og er 91 árs. Henni líður bara
vel og er ein í herbergi sem er hlýtt
og notalegt. Hún fer í bað einu sinni
í viku og finnst það alveg nóg. Svo
fær hún permanent og hárgreiðslu
reglulega.
Ég er í ættingjabandi Grundar en
þar eru 280 meðlimir, 1 fyrir hvern
dvalarmann. Þar var boðað bréflega
til fundar. Fékk ég mitt bréf viku
fyrir fund sem var 27. nóvember, að
mig minnir. Það mættu 18 manns.
Hvar voru hinir?
Björg Björgvinsdóttir.
Þakkir
ÉG VIL þakka fyrir sunnudags-
leikritið Sandbylur eftir Thorstein
Marinósson sem flutt var núna í nóv-
ember í Ríkisútvarpinu. Frábært
leikrit, vel flutt með smáskammti af
dulrænu ívafi sem sjaldgæft er í nú-
tímaskáldskap. Þakkarvert væri líka
að fá að heyra endurflutning á leik-
ritinu Frakkinn eftir Gogol með Þor-
stein Ö. Stephensen í aðalhlutverki.
Hann átti marga skínandi spretti á
leikvangi listarinnar.
Guðrún Jacobsen.
Stöð 2 og Sjónvarpið
Í SAMBANDI við Stöð 2. Ég er
ósátt yfir því að borga afnotagjald
þegar margir geta horft á Stöð 2 í
opinni dagskrá þegar þeir vilja, ligg-
ur við, því hún er svo mikið opin. Því
velti ég því fyrir mér hvers vegna ég
sé að borga afnotagjöldin.
Eins fer í taugarnar á mér þessi
metingur á milli sjónvarpsstöðva,
vegna þess að maður er neyddur til
þess að borga af Sjónvarpinu. Það er
ekki hægt að bera þessar stöðvar
saman. Fólk ræður hvort það kaupir
afnot af Stöð 2 en ræður ekki hvort
það kaupir aðgang að Ríkis-
sjónvarpinu.
A.K.
Búseta í atvinnuhúsnæði
ÞAÐ hefur verið fjallað mikið um
það í fjölmiðlum að útlendingar og
íslenskir öryrkjar búa í húsnæði sem
er atvinnuhúsnæði, en eru ekki
mannabústaðir og því ótryggðir. Því
velti ég því fyrir mér hvort taka eigi
á leigu húsnæði á Keflavíkurflugvelli
fyrir þetta fólk og hafa strætisvagna
sem keyra það, þar er nægilegt hús-
næði. Þá getur fólkið litið eftir hús-
næðinu í leiðinni.
Að hafa fólk í atvinnuhúsnæði er
til algjörrar skammar.
Helgi Björnsson.
Sammála Reyni
ÉG TEK heilshugar undir það sem
Reynir skrifar Í Velvakanda
fimmtudaginn 30. nóv. sl. um Árna
Johnsen. Ef ég tek gamlan ref og
læt í búr og hef hann þar í búri í 2 ár
er hann í mínum huga enn þá refur
þegar hann kemur aftur út.
Þá eru töpuð tvö atkvæði til Sjálf-
stæðisflokksins.
Sigrún Magnúsdóttir.
Karlakvöld í Ríkissjónvarpinu!
MÉR ofbýður að konur skuli ekki
sjást í skemmtidagskrá Ríkissjón-
varpsins á laugardagskvöldum og
það á árinu 2006. Í skemmtiþætti
Jóns Ólafssonar talar hann við hvern
karlinn á fætur öðrum, síðan tekur
Spaugstofan við, sem skipuð er 5
körlum.
Við Íslendingar eigum fullt af
hæfileikaríkum tónlistarkonum og
leikkonum, sem eiga að fá tækifæri
til að koma fram til jafns við karla.
Sem skattgreiðandi hafna ég því
að skattpeningum mínum sé eytt í
skemmtiþætti þar sem körlum er
hampað en konur sniðgengnar.
Kristín Jóhannsdóttir.
Sony Ericson gsm-sími týndist
SONY Ericson gsm-sími með ól
týndist sl. laugardag, 25. nóv., lík-
lega í Mosfellsbænum. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma 617 6151.