Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 7

Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 C 7 www.radning.is Krókháls 5a • 110 Reykjavík • Sími: 588 7700 Fjöldi starfa í boði Persónuleg og fagleg þjónusta Vefstjóri Helstu verkefni felast í ritstjórn vefsins, daglegum rekstri, kröfugerð og stýringu vefverkefna. Um er að ræða síbreytilegt og krefjandi starf þar sem vænst er sjálfstæðra vinnubragða, metnaðar og atorkusemi. Við leitum að hugmyndaríkum og vel ritfærum einstaklingi sem getur sameinað tæknilega þekkingu og færni í mannlegum samskiptum. Háskólamenntun eða sambærileg menntun er æskileg en ekki nauðsynleg ef reynsla af vefmálum er fyrir hendi. Áhugasamir sendi umsókn og ferilskrá með tölvupósti á umsokn@skjarinn.is fyrir 9. desember. Skjárinn leitar að vefstjóra fyrir skjarinn.is. Óskað er eftir kraftmiklum og framtakssömum einstaklingi með góða samskiptahæfileika. Viðkomandi mun starfa sem ritstjóri eins vinsælasta vefs landsins ásamt því að hafa umsjón með rekstri hans og þróun. - Einn vinnustaður Framkvæmdasvið Framkvæmdasvið óskar eftir að ráða verkamenn við borgarframkvæmdir til starfa hjá dráttarvéladeild sviðsins. Starfssvið Dráttarvéladeild Framkvæmdasviðs sér aðallega um snjóruðning og hreinsun gönguleiða og slátt opinna svæða. Menntunar- og hæfniskröfur Starfsmenn verða að hafa gott atgervi, vera verklagnir og heilsuhraustir. Gerð er krafa um almenn ökuréttindi en einnig er æskilegt að viðkomandi hafi dráttarvélapróf. Um er að ræða framíðarstörf. Æskilegt er að starfsmenn geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Geirsson, verkstjóri, Skrifstofu gatna og eignaumsýslu 411-8467 og Pétur Kr. Pétursson (petur.k.petursson@reykjavik.is) í síma 411 8000 Umsóknarfrestur er til 18. desember. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í afgreiðslu mannauðsdeildar, Skúlatúni 2, sem er opin 8.20-16.15 alla virka daga eða senda umsóknir með tölvupósti til mannaudsdeild.fs@reykjavik.is. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar, nánari upplýsingar um þau veita starfsmenn man- nauðsdeildar í síma 411 11 11. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Starfsmenn í dráttarvéladeild

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.