Morgunblaðið - 20.12.2006, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„Engar samninga-
viðræður í gangi“
„ÞAÐ eru engir
kjarasamningar
lausir og engar
samninga-
viðræður í
gangi,“ segir Þor-
geir Pálsson,
verðandi forstjóri
Flugstoða ohf.,
um þau mál sem
snúa að þeim
tæplega 60 flugumferðarstjórum
sem ekki hafa ráðið sig til starfa hjá
félaginu.
Þorgeir bendir á að 160 manns,
sem áður unnu hjá Flugmálastjórn,
hafi þegar ráðið sig til Flugstoða á
sama kjarasamningi og þeir hafi ver-
ið á hjá Flugmálastjórn Íslands.
„Það er ein af forsendum þessara
skipulagsbreytinga að menn haldi
áfram að vinna samkvæmt gildandi
kjarasamningi,“ segir Þorgeir.
Kjarasamningar flugumferðarstjóra
losna í byrjun mars 2008 en þeir fara
nú fram á verulegar hækkanir, sem
geta numið 18–25% hjá þeim sem
vinna vaktavinnu.
Spurður um viðbrögð við þeirri yf-
irlýsingu flugumferðarstjóra að þeir
ráði sig ekki til Flugstoða fyrr en
búið verður að semja við þá, segir
Þorgeir að þjónustu verði haldi úti
með þeim starfsmönnum sem fyrir
hendi eru. Hátt í 30 flugumferð-
arstjórar hafa ráðið sig til Flug-
stoða.
Munum halda
fluginu gangandi
Hann segist ekki geta tekið undir
þá fullyrðingu formanns FÍF að
flugumferð skerðist að fullu verði
ekki samið. „Við munum halda flug-
inu gangandi, bæði millilandaflugi
og innanlands og ekki síst hinu al-
þjóðlega flugi gegnum svæðið en það
verður gert með öðrum hætti en
venjulega.“ Þorgeir segir að sér
finnist með ólíkindum sú „óskamm-
feilni að geta staðið frammi fyrir al-
þjóð og sagt að loka eigi landinu“.
Þorgeir bendir á að samkeppni Ís-
lands við erlenda aðila fari vaxandi
og harðnandi og til þess sé vísað í
lagagerðinni. „Það hafa komið fram
beinar tillögur um það að þeirri
þjónustu sem við veitum við alþjóða-
flugið verði skipt á milli flugstjórn-
armiðstöðvanna í Gander í Kanada
og Prestvíkur í Skotlandi,“ segir
hann. „Svona hnútar eru alltaf nei-
kvæðir og auðvitað ekki okkar mál-
stað til framdráttar. En ég held að
menn hafi ekki órað fyrir því að
þetta tækifæri yrði notað til þess að
þrýsta fram kröfu um hærri laun og
aðra hluti sem teljast til breytinga á
kjarasamningi,“ segir Þorgeir.
Óskammfeilni að segja við alþjóð að loka eigi landinu
Þorgeir Pálsson
TÆPLEGA 60 flugumferðar-
stjórar, sem ekki hafa ráðið sig til
starfa hjá Flugstoðum ohf. segja
ástæðuna þá að þeir séu ósáttir við
þau kjör sem bjóðast og nefna líf-
eyrisréttindi, mál er snúa að skil-
greiningu vinnudags og ákvæði í
kjarasamingi um vaktaálag. Loftur
Jóhannsson, formaður Félags ís-
lenskra flugumferðarstjóra, FÍF,
segir lífeyrissjóðsmálin vega
þyngst og einhliða yfirlýsingar
Flugstoða um að þau réttindi verði
tryggð dugi ekki.
Loftur segir FÍF hafa komist að
því, sem það hafi grunað, að allar
yfirlýsingar um það „að erlendir
aðilar væru að taka yfir þetta
svæði, eða að Íslendingar ætluðu
að semja við erlenda aðila um að
taka það yfir eru í rauninni bara
hrein lygi. Það stendur ekkert slíkt
til og hefur ekki gert. Þetta var
hræðsluáróður
sem við erum svo
sem vanir.“
Flugumferð-
arstjórar séu
harðákveðnir í að
ráða sig ekki hjá
Flugstoðum fyrr
en búið sé að
gera samninga
við FÍF.
Loftur segir
ljóst að flugumferð muni skerðast
að fullu, náist ekki samningar í
málinu.
Loftur segir flugumferðarstjóra
líta svo á að vegna aðilaskipta við
hlutafélagavæðinguna hafi samn-
ingar flugumferðarstjóra losnað.
Um þann möguleika að fá er-
lenda flugumferðarstjóra til starfa
hér segir Loftur að þeir vilji „alveg
örugglega ekki“ koma til starfa hér
á landi. Skortur sé á flugumferð-
arstjórum eins og margoft hafi
komið fram í fréttum. „Það er al-
veg öruggt mál að ef flugumferð-
arstjórar ákveða á annað borð að
fara til starfa annars staðar en
heima hjá sér, þá munu þeir ekki
koma þangað þar sem verið er að
brjóta á flugumferðarstjórum.“
Um frumvarpið um hluta-
félagavæðingu Flugmálastjórnar
segir Loftur að FÍF hafi mótmælt
því í upphafi en svo sætt sig við
það og viljað hag Flugstoða sem
bestan og mestan.
Loftur segir að hlutafélagavæð-
ingin hafi farið í gegnum Alþingi
án mikillar umræðu.. „Ég held því
fram að margir þingmenn hafi
aldrei lesið frumvarpið né þær
skýrslur sem lágu að baki,“ segir
Loftur um hlutafélagavæðingu
Flugmálastjórnar.
Lífeyrismálin vega þyngst
Loftur
Jóhannsson
GENGIÐ var frá stofnun opinbera
hlutafélagsins Flugstoða ohf., sem
er að öllu leyti í eigu ríkisins, í júlí í
sumar, en félagið tekur til starfa
um áramótin. Á vorþingi lagði
Sturla Böðvarsson, samgönguráð-
herra, fram frumvarp um hluta-
félagavæðinguna sem var samþykkt
skömmu fyrir þinglok í júní s.l.
Í athugasemdum sem frumvarp-
inu fylgja segir að ákvörðun sam-
gönguráðherra um að gera tillögur
um breytingar á skipulagi Flug-
málastjórnar og að stofnað yrði sér-
stakt hlutafélag um flugleiðsögu-
þjónustu og flugvallarekstur
Flugmálastjórnar, byggist á vinnu
stýrihóps um framtíðarskipan flug-
mála. Stýrihópurinn skilaði skýrslu
til samgönguráðuneytisins í mars
2005.
Í skýrslu hópsins kom fram að
viðamiklar breytingar hefðu orðið á
rekstrarumhverfi flugsamgangna á
undanförnum árum, að því er fram
kemur í frumvarpinu. Þyngst vegi
öryggissjónarmið, kröfur um gagn-
sæjan og hagkvæman rekstur, sam-
keppnissjónarmið og það að greinin
geti verið sjálfbær.
Um samkeppnissjónarmiðin var í
niðurstöðu stýrihópsins vísað til
þess að samkeppni væri hafin í veit-
ingu flugumferðarþjónustu. Að
teknu tilliti til þess að íslenskir
flugrekendur hefðu aukið starfsemi
sína verulega á erlendum mörk-
uðum væri það mat stýrihópsins að
bregðast þyrfti við og haga málum
þannig að íslenskri flugumferðar-
þjónustu yrðu sköpuð skilyrði til að
eflast enn frekar þannig að unnt
yrði að takast á við aukna sam-
keppni og breyttar aðstæður. Nefnt
var að breytingar hefðu orðið á
skipulagi flugmála í nágrannalönd-
unum, en þær miðuðu að því að
auka samkeppnishæfni flugumferð-
arþjónustu.
Rekstur og uppbygging
flugleiðsöguþjónustu
Með stofnun Flugstoða ohf. í
sumar var skilið á milli stjórnsýslu
og eftirlits Flugmálastjórnar Ís-
lands annars vegar og flugvallar-
rekstrar og flugleiðsöguþjónustu
hins vegar.
Í lögunum sem Alþingi sam-
þykkti segir að tilgangur hins nýja
opinbera hlutafélags skuli vera að
annast rekstur og uppbyggingu
flugleiðsöguþjónustu, þar með talin
flugumferðarþjónusta, fjarskipta-
og leiðsögukerfi, að annast rekstur
og uppbyggingu flugvalla, svo og
aðra skylda starfsemi.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Að störfum Flugumferðarstjórar við eftirlitsstörf.
Samkeppnismál
nefnd sem rök
Breyttur rekstur flugsamgangna
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
SÍÐARI umræða
um frumvarp til
fjárhagsáætlunar
Reykjavíkurborg-
ar fór fram í gær
en sú fyrri fór
fram 5. desember
sl. Á milli um-
ræðna gerðu
borgarfulltrúar
meirihluta Fram-
sóknar- og Sjálf-
stæðisflokks nokkrar breytingatillög-
ur við frumvarpið án þess að hækka
fjárhagsáætlun.
Á meðal breytinga má nefna að lagt
var til að fjárhagsáætlun íþrótta- og
tómstundasviðs hækkaði um 180
milljónir króna vegna innleiðingar á
frístundakorti.
Meirihlutinn lagði líka til að niður-
greiðslur til dagforeldra hækkuðu um
85,5 milljónir króna frá fjárhagsáætl-
un eða 34%. Þannig hækkuðu þessar
greiðslur um 50% frá útkomuspá 2006
og verður meðaltalsgreiðsla til dag-
foreldra um 38 þúsund kr. á mánuði.
Einnig lögðu fulltrúar Framsókn-
arflokks og Sjálfstæðisflokks til að
niðurgreiðsla til sjálfstætt rekinna
leikskóla hækkaði þannig að framlag
til þeirra yrði ekki minna en meðal-
talskostnaður borgarrekinna skóla.
Fram kom að með þessum hætti yrði
sjálfstætt reknum leikskólum skapað
eðlilegt rekstrarumhverfi og foreldr-
um þeirra 600 til 700 barna sem eru á
þessum leikskólum væri tryggt jafn-
ræði á við foreldra með börn í borg-
arreknum skólum.
Þá voru lagðar fram ýmsar breyt-
ingar á fjárhagsáætlun velferðar-
sviðs.
Margar tillögur minnihlutans
Borgarfulltrúar Samfylkingarinn-
ar kynntu breytingartillögur sínar í
fyrradag og var greint frá þeim í
Morgunblaðinu í gær.
Borgarfulltrúar Vinstri grænna
lögðu fram nokkrar tillögur á fund-
inum í gær. Þeir lögðu m.a. til að 10
milljónum yrði varið til heimilislausra
umfram það sem þegar hefur verið
lagt til. Þeir vildu hækka húsvernd-
arstyrki skipulagsráðs um 7,5 millj-
ónir, vildu endurráða jafnréttisráð-
gjafa borgarinnar og leggja tvær
milljónir króna til rannsókna á
Reykjanesfólkvangi. Ennfremur
lögðu þeir til að styrkir til menningar-
mála yrðu auknir um 10 milljónir
króna og að framlag til að bæta að-
gengi að opinberum byggingum borg-
arinnar yrði aukið um 15 milljónir.
Fulltrúi F-lista, frjálslyndra og
óháðra, lagði til að 10 milljónum
króna yrði varið til að hefja undirbún-
ing að aðstoð við heimanám í 1.–3.
bekk grunnskóla fyrir börn af erlend-
um uppruna og börn sem búa við erf-
iðar félagslegar aðstæður.
Fjárhagsáætlun
hækkaði ekki
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson