Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.12.2006, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í SÍÐUSTU viku gerði fyrirtæki Friðriks Karls- sonar, River of Light Records, dreifingarsamn- ing við New Leaf Distribution í Bandaríkj- unum. Fyrirtækið er stærsta dreifingarfyrirtækið í Bandaríkjunum á sviði nýald- artónlistar. Það hefur starfað í um tuttugu ár og dreifir í rúmlega tólf þúsund verslanir vítt og breitt um Norður-Ameríku. Þetta er því stór áfangi í uppbyggingu fyrirtækis Friðriks sem sérhæfir sig í gerð slökunartónlistar og er það nú þegar með dreifingu á tónlist sinni í tutt- ugu löndum víðsvegar um heiminn. Þess má geta að Friðrik er með tvær plötur til útgáfu á Íslandi núna; Álfa og fjöll, þar sem hann nýtur að- stoðar leik- og söngkonunnar Þór- unnar Lárusdóttur, og hina tvöföldu plötu Móður og barn. Stór áfangi Friðrik Karlsson gerir góðan samning Friðrik Karlsson SEX brjóst- myndum úr bronsi hefur ver- ið stolið af nokkr- um 19. aldar leið- um í Père-- Lachaise kirkju- garðinum í París. Þeirra á meðal er stytta af leiði tónskáldsins Georges Bizets sem samdi m.a. Carmen. Brjóstmyndirnar eru frá síðari hluta 19. aldar og eru verk frægra listamanna frá þeim tíma. Er verðmæti hverrar þeirra talið vera á bilinu 650 þúsund til einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Að sögn lögreglu lítur út fyrir að um verk sérfræðinga sé að ræða en talið er að mikill markaður sé fyrir listmuni úr frönskum kirkjugörðum. Í Père-Lachaise kirkjugarðinum eru m.a. grafir Molières, Marcels Prousts og Edith Piafs. Árlega heimsækja um tvær milljónir manna garðinn. Stolið af leiði Bizets Georges Bizet RITHÖFUNDURINN El- ísabet Jökulsdóttir hefur sent frá sér bókina Ísbjörninn á Hótel Viktoría. Á kápubaki útskýrir Elísabet tilurð bók- arinnar; fyrir tólf árum hafi hún sagt tvíburunum sínum að henni hafi ekki enn tekist að gráta andlát föður síns sem á þeim tíma hafi átt sér stað sextán árum áður. Tví- burarnir hafi þá hvatt hana til að hugsa í viku um allt það góða og fallega sem tengdist honum. Nú hefur Elísabet fest hinar góðu og fallegu minningar á blað og telur bókin 34 frásagnir. Bókmenntir Elísabet Jökuls með minningarbók Elísabet Kristín Jökulsdóttir ÁRLEGIR styrktartónleikar útvarpsstöðvarinnar X-ins 977, X-mas, fara fram á Nasa við Austurvöll í kvöld. Húsið opnar klukkan 20 og er aðgangseyrir 977 krónur. Rennur hver ein- asta króna til Barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans, BUGLS. Á tónleikunum koma fram: Brain Police, DR Spock, Skak- kamanage, Reykjavík!, Toggi, Lay Low, Pétur Ben, Sprengjuhöllin, Dikta, Fut- ure Future, Noise, Ultra Mega Teknóbandið Stef- án og Wulfgang. Kynnir kvöldsins er Gunnar Sig- urðsson. Tónleikar X-mas 2006 á Nasa við Austurvöll Pétur Ben ANNAÐ kvöld, fimmtudags- kvöldið 21. desember, klukkan 22 heldur Dómkórinn jóla- tónleika i dómkirkjunni. Þar gefst tilvalið tækifæri að slaka á eftir jólaverslunina og láta kórinn koma sér í jólaskap. Á efnisskrá eru mótettur gömlu meistaranna frá 16. og 17. öld og jólasálmar í fallegum út- setningum. Stjórnandi Dómkórsins er Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Sesselja Kristjánsdóttir syngur einsöng. Aðgangur að tónleikunum er öllum opinn og ókeypis. Tónleikar Dómkórinn syngur jólasöngva Marteinn H. Friðriksson Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is ÞAÐ VAR mikið um dýrðir þegar Sam- tímalistastofnunin í Boston (ICA) lukti upp dyrunum að nýjum húsakynnum sínum hinn 10. desember sl. Öllum íbúum Boston var boðið til opnunarinnar og mátti þá telja í þúsundum sem nýttu sér tækifærið og börðu aug- um innviði tilkomumikillar byggingarinnar og nutu þeirrar dagskrár sem blásið var til í tilefni dagsins. Vegna fjöldans var fólki hleypt inn á safnið í hollum. Það var þó séð til þess að engum leiddist meðan beðið var og hafði flennistóru, upp- hituðu tjaldi verið slegið upp fyrir framan safnið þar sem boðið var upp á skemmtan af ýmsu tagi, þó fyrst og fremst af tónlistartaginu. Meðal þeirra sem glöddu hina bíðandi gesti var tónlistarhópurinn Andromeda. Íslenski fiðluleikarinn Íma Þöll Jónsdóttir er einn af fjórum meðlimum hópsins sem annars er skip- aður þeim Evan Harlan á harmóniku, Andrew Blickenderfer á kontrabassa og Adam Larra- bee sem spilar á banjó, gítar og mandólín. Alls konar fólk á öllum aldri Að sögn Ímu sveif mikil hátíðarstemning yfir vötnum þennan dag. „Þetta var mjög gaman,“ segir hún og upplýsir að fólk hafi þurft að bíða í tvo til þrjá tíma eftir að komast inn. Það hafi þó ekki verið að sýta biðina og skemmt sér vel. „Þetta voru mjög góðir áhorfendur,“ heldur hún áfram. „Þarna var saman komið alls konar fólk og úr öllum aldurshópum sem átti það sameiginlegt að vera þarna til að skemmta sér. Við spiluðum fyrir fullt af fólki sem hefur ekki heyrt í okkur áður og það er alltaf gaman að komast að nýjum áhorfendum.“ Spurð um safnið sjálft segir hún það vera „alveg meiriháttar flott“. „Ég mæli mikið með því að Íslendingar sem koma hingað í ferðir skoði það. Það er vel þess virði.“ Hún segir staðsetningu safnsins ekki síst vel heppnaða en jafnframt óhefðbundna. Bygg- ingin standi við hafnarbakkann í suðurhluta Boston en fram að þessu hafi lítið verið gert til að laða fólk að þeim hluta borgarinnar. Því stendur hins vegar til að breyta og er safnið fyrsta skrefið í þá átt. Þetta er í fyrsta skipti á u.þ.b. hundrað ár- um sem safn tileinkað samtímalistum er reist í Boston og er það von yfirvalda að það verði kennileiti sem dragi að ferðafólk og auki hróð- ur borgarinnar. Byggingin, sem er hönnuð af arkítektunum Diller Scofidio og Renfro, er að stórum hluta úr gagnsæju og hálfgagnsæju gleri, viði og dökkum málmi. Hún er á fjórum hæðum, samtals 6.000 fermetrar og tók um tvö ár í byggingu. Kostaði framkvæmdin andvirði tæpra þriggja milljarða króna. Þar eru nokkrir sýningarsalir auk 325 sæta salar undir sviðs- listir og aðrar uppákomur. „Meiriháttar flott safn“ Hljómsveitin Andromeda, með fiðluleikarann Ímu Þöll Jónsdóttur innanborðs, spilaði við opnun Samtímalistastofnunarinnar í Boston hinn 10. desember Safnið Samtímalistastofnunin í Boston er í glæsilegri byggingu. Að sögn Ímu Þallar Jónsdóttur er hún sömuleiðis tilkomumikil að innan. Hún mælir með að Íslendingar í Boston heimsæki safnið. Íma Þöll Jónsdóttir www.icaboston.org www.andromeda4.com NÚ FYRIR jólin komu út á mynd- diskum nýjustu þáttaraðir gam- anþáttanna Stelpurnar, Strákarnir og Svínasúpan sem allir voru sýnd- ir á Stöð 2 í vetur. Mynddiskarnir hafa allir selst mjög vel, hver í yfir fimm þúsund eintökum. Af því tilefni var leikurum og að- standendum þáttanna afhentir gull- diskar síðastliðinn laugardag en gullsala miðast við að fimm þúsund eintök séu seld. Afhendingin fór fram í húsnæði Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur en við sama tækifæri var Mæðra- styrksnefnd afhent eintök af þess- um mynddiskum og spurn- ingaspilið Meistarann til að gefa þeim fjölskyldum sem neyðast til að leita aðstoðar við að halda jól- in. Þetta er ennfremur gert til að minna sérstaklega á það góða og mikilvæga starf sem Mæðra- styrksnefnd vinnur í þágu íslensks samfélags á aðventunni, að því er segir í fréttatilkynningu frá 365. Stelpurnar, Strák- arnir og Svínasúpan Gjafmild Fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd veittu gjöfunum viðtöku úr hendi Strákanna, Stelpnanna og Svínasúpugengisins. Yfir 15 þúsund eintök seld af mynd- diskum með gamanþáttunum TYRKNESKI rithöfundurinn Opek Calisar hefur verið sýkn- uð af ákæru um að hafa móðgað stofnanda lýð- veldisins Tyrk- lands og fyrsta forseta þess, Mu- stafa Kemal Ataturk. Sak- sóknari hélt því fram að Calisar hefði gerst sek um umræddan glæp þegar sagði í ævisögu Latife, eig- inkonu Ataturks, að hann hefði eitt sinn flúið dulbúinn sem kona. Ef Calisar hefði verið fundin sek hefði hún þurft að dúsa allt að fjögur ár í fangelsi. Í Tyrklandi eru mjög ströng lög gegn ófrægingu þess sem tyrkneskt er. Í krafti þessara sömu laga hafa fjölmargir rithöfundar og blaða- menn mátt sæta ákærum, m.a. Or- han Pamuk, handhafi Nóbelsverð- launanna í bókmenntum 2006. Mustafa Kemal Ataturk Opek Cal- isar saklaus ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.