Morgunblaðið - 20.12.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 20.12.2006, Síða 26
neytendur 26 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VÖRUKARFAN kostaði 13.837 krónur í Bónus en 16.720 krónur í Krónunni í gær þegar Morg- unblaðið gerði þar verðkönnun á jólamatnum. Munurinn nemur 2.883 krónum og karfan er því 20.8% dýrari í Krónunni en Bónus.. Mestu munaði á verði Emmess jólaíss sem kostaði 599 krónur í Krónunni en 398 krónur í Bónus. Þá var einnig mikill verðmunur á Ali hamborgarhrygg , á maísbaunum og Toppi með trönuberjabragði. Ekki var hægt að kaupa nákvæm- lega sömu þyngd af hamborg- arhrygg, hangikjöti, osti og kæfu og því var uppreiknað kílóverð á með- alstóran frampart, hamborg- arhrygg, ostpakka og kæfudós. Með innkaupalista í búðirnar Í gær voru fáir að kaupa inn enda kolbrjálað veður í Mosfellsbænum um miðjan dag. Blaðamenn Morgunblaðsins fóru með lista að kaupa í jólamatinn eins og aðrir sem eru í þeim erinda- gjörðum þessa dagana.. Þeir voru mættir í Krónuna og Bónus um tvö- leytið í gær og síðan voru þeir komnir á kassa um korter í þrjú. Gleymdist að stimpla inn Um fjörutíu vörutegundir voru á listanum sem lagt var af stað með í Krónuna og Bónus. Hinsvegar skila sér bara um þrjátíu vörur á þann lista sem hér er birtur og ýmsar ástæður liggja að baki þeirri ákvörðun. Á listanum voru t.d. sérvaldir ís- lenskir tómatar en þegar betur var að gáð hafði verðið ekki stimplast rétt inn í Krónunni og gullosturinn á listanum skilaði sér í pokann hjá Bónus en ekki á strimilinn. Keypt var Mackintosh konfekt og við fyrstu sýn þá litu pakkarnir út fyrir að vera af sömu stærð. Þegar betur var að gáð vó annar þeirra 480 g með umbúðum og hinn 454 g. Þarmeð datt konfektið út af listan- um því pakkningarnar þurfa að vera sambærilegar. Þá duttu rauð epli út þau voru keypt pökkuð í Bónus en í lausu hjá Krónunni. Ekkert tillit var tekið til gæða eða þjónustu í Krónunni eða Bónus, einungis er um beinan verðsam- anburð að ræða. Farið var með jólamatinn að lok- inni verðkönnun í Konukot. Morgunblaðið/G.Rúnar Jólamaturinn Mikill verðmunur var á jólakjötinu og á jólaísnum í gær þegar farið var með innkaupalista að kaupa í matinn hjá Krónunni og Bónus í Mosfellsbæ. Jólamaturinn ódýrari í Bónus Verðkönnun Morg- unblaðsins í lágvöruverðsversl- ununum Krónunni og Bónus B2&!, B2&!,           R.  &,""  RR"!2 &!' )3(!# /4!+! #115 ,#')011 1 3#6 1"!'(1( 7 -6&0# &,#'(&,#( 1 + 8#'/ 29 :9 2,(,+",#   #  #  (  3     +!  3  ) 4 3   "5'6* (   # 4%    ) $    ( 7  3   7  # )  8 9 3 '*'  (  ++ )           ) :   ( $*+ ) ;< *+ (  =    !).> #   00 ?+*3  ?+ *@5 ( '  5     (  A ' 5  '  )  %  ##    > ( B+  ( 7*+# (  *3#*+#  %  * )    '  (  ; '  '    * (3  C  . 6'   = , D    / D   '   #'   = ,0 ; 6  A  + )  !'*  E 'F  G   )/,  H $ I )  ; < 41 (  +  +( - ++ * * ++ ) ) + (+ ( +(  * *  * (* ++  ) + ++  + ( ) 9= #41!1  )  +* + ) () ( ++ +( * ** * + (* (+  -  ( ** + +  + ** () -+  )* - - + )+ 9>=                                         1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1   1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  1  R N RR R N R R R R N RR R Morgunblaðið/Golli MIKILVÆGT er að ganga úr skugga um að ljósabúnaður sem not- aður er vegna aðventunnar sé í góðu lagi. Fjöldi slysa og íkveikja verða ár hvert vegna gáleysis í umgengni við rafmagn. Einn stórvirkasti brennuvargur nútímans er rafmagn að því er kem- ur fram í grein frá Neytendastofu en nú er notkun rafmagnsskreytinga og kertaljósa í hámarki. Óvandaður, skemmdur og rangt notaður ljósa- búnaður getur hins vegar valdið bruna og slysum. Í þessu sambandi er mikilvægt að nota réttar ljósaperur fyrir viðkom- andi seríu og skipta þeim út sem bila. Best er að taka ljósabúnaðinn með sér þegar ný ljósapera er keypt til að tryggja réttan styrkleika per- unnar. Þá er óráðlegt að láta ljósa- keðjur og önnur jólaljós loga yfir nótt, sérstaklega þau sem eru á jóla- trjám. Kerti standi ekki á raftækjum Tryggja þarf að nægileg fjarlægð sé frá ljósi í brennanlegt efni enda geta rafljós engu síður kveikt í t.d. gluggatjöldum en kertaljós. Sér- staka varúð þarf að viðhafa gagnvart jólastjörnum og öðru pappírsskrauti sem sett er utan um ljósaperur. Þá er brýnt að láta kerti aldrei standa ofan á raftækjum á borð við sjón- vörp og hljómtæki. Gömlum jólaljósum er rétt að henda eða fá fagmann til að yfirfara og þá er áríðandi að skipta um brotnar klær og brotin perustæði. Kanna þarf hvort rafmagnsleiðslur séu heilar og að einangrun sé alls staðar í lagi. Utandyra á að nota jólaljós sem sérstaklega eru gerð til þess háttar notkunar enda getur verið lífs- hættulegt að nota inniljós utandyra. Útiljósakeðjur eiga að vera vatns- varðar og perurnar í þeim eiga að vísa niður til að hindra að vatn safn- ist fyrir í perustæðunum. Brýnt er að fá leiðbeiningar um notkun svokallaðra slönguljósa sem hafa notið aukinna vinsælda und- anfarið. Nokkuð hefur verið um íkveikjur af völdum þeirra, nánast undantekningarlaust vegna þess að ekki hefur verið vandað nægilega til samsetninga þeirra. Fuðrum ekki upp um jólin Morgunblaðið/Ásdís Öryggi Tryggja þarf að nægileg fjarlægð sé frá ljósi í brennanlegt efni enda geta rafljós engu síður kveikt í t.d. gluggatjöldum en kertaljós.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.