Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 29
neytendur MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 29 E N N E M M / S IA / N M 18 9 4 2 af flví besta! Brot                                                 HVERSU pirrandi er ekki að kaupa salathöfuð sem lítur út fyrir að vera nýtt og ferskt í búðinni en verður slappt og brúnt daginn eft- ir? Nú hefur norskur vís- indamaður fundið út aðferð sem gerir lífið erfiðara fyrir ákveðna sveppategund sem eyðileggur sal- atið. „Þessi sveppur er aðalvandamál salatbænda,“ útskýrir Berit Nord- skog í samtali við forskning.no en hún skrifaði nýlega doktorsritgerð um efnið. „Hann verður oft að stjórnlausum faraldri og er því sérstaklega erfiður viðureignar.“ Hún segir þó ekki hættulegt að borða salat sem er smitað svepp- inum því hann gefi ekki frá sér eiturefni. Aðalvandinn sé að hann dragi úr gæðum salatsins sem rotni því hraðar en ella. Markmið doktorsverkefnisins var að finna upp e.k. aðvörunar- kerfi sem segði til um hvenær það þjónar tilgangi sínum að eitra fyr- ir sveppinum. Þannig þarf ekki að eitra oftar en nauðsyn er, að sögn Nordskog. Breytileiki í erfðaefni Algengt er að salat sé ræktað á stórum svæðum þar sem uppskera er mörgum sinnum yfir uppskeru- tímabilið. Þetta gerir framleiðsl- una sérlega viðkvæma fyrir sjúk- dómum. „Við höfum fundið út að það er talsverður breytileiki í erfðaefni sveppsins sem eykur hættuna á að harðgerar salatteg- undir verða móttækilegri fyrir honum,“ segir Nordskog. „Að auki eykur það hættuna á að svepp- urinn verði ónæmur fyrir eitur- efnum. Sem betur fer höfum við ekki orðið vör við það í Noregi. Hins vegar er það algengt í öðrum löndum og þeim mun mikilvægara er fyrir okkur að takmarka notk- un eiturefnanna.“ Morgunblaðið/ Sigurður Jökull Grænmeti Salat er oft ræktað á stórum svæðum þar sem margar uppskerur eru yfir uppskerutímann og framleiðslan því viðvkæm fyrir sjúkdómum. Mikilvægt að eitra á réttum tíma Sigrún Haraldsdóttir heyrði afþví að maður hefði verið dæmdur í 2 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela matvælum að verðmæti 1.133 krónur, en hann hafði kjamsað á fiðurfénu, banhungraður og ofurölvi, á verslunargólfinu: Yfirvöldin hirtu hal er hafði sljóa rænu, blankan róna er stjarfur stal steiktri, mjúkri hænu. Betri vitund burtu strauk bófinn glæpafúsi, hnuplaði einnig litlum lauk og lögg af aldindjúsi. Matnum hratt í munninn tróð maulaði og sleikti beinin uns löggan honum tregum tróð, tuktuðum í steininn. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Sandi í Aðaldal, bætti við: Fátækum rónum vill „réttlætið“ smala sem ræna sér bita í tóma vömb meðan nauðgarar leika lausum hala og leita uppi sín fórnarlömb. Davíð Hjálmar las um fjöldamorðingjann í Fréttablaðinu, en fannst fréttin af þessum voðaverkum sérkennilega orðuð: Illsku vora ótal dæmi sanna, oss þó kennir Fréttablaðið gleggst hve rangsnúið í raun er eðli manna er raðmorðingi á vændiskonur leggst. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af rónum og raðmorðingja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.