Morgunblaðið - 20.12.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
LEITUM AÐ ATVINNUHÚSNÆÐI FYRIR ÁKVEÐNA
FJÁRSTERKA KAUPENDUR.
Nánari upplýsingar á skrifstofu FM,
Magnús/Hinrik, sími 550 3000.
ATVINNUHÚSNÆÐI ÓSKAST
NÍUNDA Evrópuráðstefna
Klúbbhúsahreyfingarinnar (ICCD
International Center
for Clubhouse Deve-
lopment) var haldin
dagana 21. til 24. nóv-
ember sl. í München í
Þýskalandi. Klúbb-
húsin starfa og
byggja á hug-
myndafræði Fountain
House sem miðar að
því að gera geðsjúka
sjálfbjarga og virka
þátttakendur í sam-
félaginu. Klúbbhús-
ahreyfingin er alþjóð-
legur
samstarfsvettvangur klúbbhúsa
þar sem starfsmenn og félagar
ræða saman og móta sameiginlega
starfið til framtíðar; er þar mæst
á jafnræðisgrundvelli, þar sem
skoðanir og hugmyndir klúbb-
félaga eru ekki síður mikilvægar
en starfsmannsins.
Klúbbhúsahreyfingunni hefur
vaxið fiskur um hrygg frá því að
fyrsti klúbburinn var stofnaður í
New York árið 1948. Nú eru starf-
andi um 400 klúbbar í 30 löndum
með hátt í 60.000 þúsund félaga.
Klúbbhúsahreyf-
ingin heldur og utan
um gæðamál klúbb-
húsanna, þar sem
stöðugt vottunarferli
er í gangi svo að
hvert hús sem leitar
hennar nái að þróast
og þroskast í sam-
ræmi við ströngustu
kröfur. Klúbburinn
Geysir öðlaðist slíka
vottun til þriggja ára
árið 2005 og hafði þá
verið starfandi frá
árinu 1999.
Klúbburinn Geysir er eini
klúbburinn á Íslandi, sem starfar
samkvæmt hugmyndafræði Fo-
untain House og hefur því sér-
stöðu varðandi val og möguleika
geðsjúkra til að hafa áhrif á eigin
meðferð utan stofnanna hér á
landi. Til þess að vera sýnilegur
og virkur er nauðsynlegt fyrir
klúbbhús eins og Geysi að taka
þátt í umræðunni og leggja sitt af
mörkum til þess að geta haft
áhrif í alþjóðlegu samstarfi. Nú í
fyrsta skipti frá stofnun Klúbbs-
ins Geysis voru fulltrúar hans á
þessari ráðstefnu með fyrirlestur
og stjórnuðu málstofu. Fyrirlest-
urinn var um áhrif vottunar á
klúbbhúsið en í málstofunni var
rætt um eflingu vinnumiðaðs
dags.
Í síbreytilegum heimi er hug-
myndafræði klúbbhúsamódelsins
jafnframt í sífelldri endurskoðun.
Á ráðstefnum eins og þeirri sem
hér er getið gefst og tækifæri til
þess að móta sameiginleg mark-
mið, en það sem tryggir fyrst og
fremst tilvist framsækni og styrk
klúbbhúsanna í hverju landi er
meðal annars eftirfarandi: Klúbb-
húsin verða til í grasrótinni
vegna þess að samfélagsleg þörf
er fyrir þau, þau hafa sjálfstæða
stjórn sterkra leiðtoga úr sam-
félaginu, gæði eru sett ofar
magni, fjármögnunin að baki
þeirra sé fjölbreytt og síðast en
ekki síst að starfsfólk og félagar
fari í þjálfunarhús og að klúbb-
húsin hafi þann metnað og mark-
mið að sækjast eftir vottun
ICCD.
Á ráðstefnunni voru lögð fram
drög að stefnumótun og fram-
kvæmdaáætlun um eflingu og
þróun klúbbhúsamódelsins í Evr-
ópu sem á að vera lokið og komin
í framkvæmd í júlí 2007.
Til þess að styrkja tengsl
klúbbhúsa í Evrópu og auka veg
þeirra sem val í endurhæfingu
geðsjúkra er nauðsynlegt að efla
samvinnu og koma upp skilvirk-
um tengslum milli ICCD og evr-
ópskra klúbbhúsasamtaka, þjálf-
unarhúsa og ráðgjafastofnana.
Hugsanlega með tilstyrk Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar og ann-
arra hagsmunaaðila.
Hlutverk þessara aðila væri að
bæta þjóðfélagslega virkni og
þátttöku geðsjúkra í samræmi við
ályktanir Sameinuðu þjóðanna og
tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unarinnar um samfélagslega mið-
aða endurhæfingu. Að fjölga tæki-
færum geðsjúkra innan
Evrópusambandsins til þátttöku í
valdeflandi klúbbhúsasamfélagi og
færa þannig ICCD nær evrópsk-
um klúbbhúsum og öðrum hags-
munaaðilum sem vinnan að þróun
klúbbhúsahugmyndafræðinnar.
Í dag fer ráðgjöf til klúbbhúsa
og vottun fram í hinu alþjóðlega
umhverfi og starfshópur innan
ICCD um þróun klúbbhúsa hefur
stækkað og eflst, og fjöldi félaga
og starfsmanna frá ýmsum þjóð-
löndum aukist verulega á und-
anförnum árum. ICCD eru samtök
sem eflast hratt með hverju ári
með það að markmiði að aðstoða
klúbbhús til þess að styðja hvert
annað um allan heim.
Drög að stefnumótun fyrir Evrópu
Benedikt Gestsson segir frá ní-
undu Evrópuráðstefnu Klúbb-
húsahreyfingarinnar
»Klúbbhúsahreyf-ingin er alþjóðlegur
samstarfsvettvangur
klúbbhúsa þar sem
starfsmenn og félagar
ræða saman og móta
sameiginlega starfið til
framtíðar …
Benedikt Gestsson
Höfundur er verkefnisstjóri
í Klúbbnum Geysi.
Á ALÞINGI nú í desember sam-
þykktu stjórnarliðar að heim-
greiðslur sem foreldrar eða for-
ráðamenn barna fá frá
sveitarfélögum til að annast barn
heima verði und-
anþegnar skatt-
skyldu. Þessar heim-
greiðslur eru
hugsaðar aðallega
vegna barna þegar
fæðingarorlofi lýkur
til 2ja ára aldurs
barns og hafa enn
sem komið er ein-
ungis verið teknar
upp í örfáum sveit-
arfélögum. Þær eru
valkvæðar og yfirleitt
er fyrirkomulagið
þannig að foreldrar
geta ákveðið hvort þeir taka þess-
ar heimgreiðslur eða nýta sér leik-
skólapláss eða þjónustu dagmæðra.
Á sama tíma og stjórnarliðar
beittu sér fyrir skattfrelsi heim-
greiðslna felldu þeir tillögu okkar í
Samfylkingunni um að greiðslur til
foreldra langveikra barna verði
einnig undanþegnar skatti. Þó var
um að ræða sambærilegar eða eðl-
islíkar greiðslur og heimgreiðslur.
Í báðum tilvikum er um að ræða
greiðslur tengdar þjónustuskyldu
opinberra aðila. Hér er því um að
ræða að skattaundanþága á heim-
greiðslum vinnur bæði gegn jafn-
rétti og jafnræði í skattlagningu
Stefnubreyting
Í því að taka upp skattfrjálsar
heimgreiðslur felst stefnubreyting
á sviði jafnréttismála og í málum
ungbarnafjölskyldna sem orkar
mjög tvímælis. Í Noregi hafa slík-
ar greiðslur verið í gildi um ein-
hvern tíma en nú íhuga Norðmenn
að leggja af slíkar
greiðslur þar sem
þær hafa nær ein-
göngu verið nýttar af
mæðrum og stuðlað
að því að konur hverfi
af vinnumarkaðnum
sem vinnur gegn jafn-
rétti kynjanna. Full
ástæða er til að óttast
ef sveitarfélögin inn-
leiða heimgreiðslur og
þær festast í sessi að
það geti leitt til bak-
slags í jafnréttisbar-
áttunni. Þær gætu
líka leitt til þess að seinka því að
framþróun verði á fæðingarorlofs-
lögunum eða uppbyggingu leik-
skólaplássa fyrir yngri börn sem
nú hafa ekki aðgang að leikskóla.
Auk þess tryggja þessar greiðslur
sem eru um 30 þúsund krónur á
mánuði engan veginn að ná því
markmiði sem sett er fram með
þessum greiðslum, en tilgangur
þeirra er að styðja við foreldra
sem leggja áherslu á að vera með
börnum sínum eftir að fæðing-
arorlofi lýkur. Miklu fremur á að
vinna að því að lengja fæðing-
arorlof t.d. í 15 mánuði og að börn
komist á leikskóla við 15 mánaða
aldur. Fyrir Alþingi liggur nú til-
laga frá þingmönnum Samfylk-
ingarinnar um að fara þá leið.
Félagsmálaráðherra í samráði við
Samband íslenskra sveitarfélaga
er falið að kanna hvernig auka
megi þjónustu við ungbarna-
fjölskyldur frá því að fæðing-
arorlofi lýkur og þar til barn
kemst á leikskóla.
Opnað fyrir ójafnræði
í skattkerfinu
Ástæða er líka til að benda á
að með því að opna fyrir skatt-
frelsi heimgreiðslna er verið að
hola skattkerfið með undanþágu
sem ekki er séð fyrir hvar endar.
Einsýnt er að fleiri sambærilegar
greiðslur ættu þá líka að vera
undanþegnar skattir. Nærtæk-
asta dæmið er greiðslur til for-
eldra sem ekki geta verið á
vinnumarkaði vegna langveikra
barna sinna svo og umönn-
unargreiðslur vegna lífeyrisþega.
Full ástæða er til að taka upp
baráttu fyrir skattfrelsi þessara
greiðslna nú þegar búið er að
opna fyrir undanþágu á skatt-
frelsi heimgreiðslna.
Á hálum ís í jafnréttismálum
Jóhanna Sigurðardóttir skrifar
um heimgreiðslur til foreldra
og skattlagningu á þeim
» Skattaundanþága áheimgreiðslum vinn-
ur bæði gegn jafnrétti
og jafnræði í skattlagn-
ingu.
Jóhanna Sigurðardóttir
Höfundur er alþingismaður.
MAGNÚS R. Gíslason tann-
læknir skrifar ágæta grein um
tannvernd í Morgunblaðið 14. des-
ember sl. Þar sér hann
ástæðu til að taka sér-
staklega fyrir jóla-
dagatöl með litlum
súkkulaðimolum sem
börn gleðjast yfir með
því að opna daglega
glugga til að telja nið-
ur dagana til jóla.
Hann telur heppilegra
að börnum séu gefin
jóladagatöl þar sem
smáleikföng eru í
hverjum glugga.
Sennilega eru aðrir
læknar honum ekki
sammála, slík dagatöl
voru á heimsmark-
aðnum fyrir all-
mörgum árum en eru
það ekki lengur því all-
mörg börn létust af
völdum þessara litlu
leikfanga þegar þau
enduðu í munni
barnanna og þaðan of-
an í kok þeirra og
kæfðu börnin. Magnús
hefur áður haldið fram
þessum boðskap og
gerir enn þrátt fyrir að honum hafi
verið bent á hvaða hætta fylgir
dagatölum sem hann mælir með.
Lionsklúbburinn Freyr hefur um
35 ára skeið flutt inn þessi dagatöl
sem seld hafa verið af Lions-
klúbbum um allt land og hefur
hagnaðurinn sem skiptir verulegum
upphæðum runnið til góðra mála,
mest á heilbrigðissviðinu. Magnús
var yfirmaður Tannverndarráðs
heilbrigðisráðuneytisins um árabil.
Þá auglýsti hann í nafni ráðuneyt-
isins gegn sölu þessara dagatala og
uppskar áminningu frá Samkeppn-
isstofnun um óheilbrigða við-
skiptahætti og voru heilbrigðisráðu-
neytinu bönnuð afskipti af sölu
þessarar vöru.
Í tæp 30 ár hafa Lionsklúbbarnir
stuðlað að tannvernd með því að
gefa með hverju dagatali tann-
kremstúpu með hvatningu um að
bursta tennurnar eftir að hafa notið
innihalds dagatalsins og annarra
matvæla. Því má segja að klúbbarn-
ir hafi stuðlað að því að gera tann-
burstun vanabindandi en ekki að
gera sætindin vanabindandi, súkku-
laðimolarnir eru jú ekki nema 24 á
ári. Árlega fara tannfræðingar í
heimsókn til fyrstubekkinga í
barnaskólum landsins og kenna
tannhirðu. Í 8 ár styrkti Lkl. Freyr
Tannverndarráð með því að fram-
leiða og gefa kennsluverkefnið fyrir
tannverndina í öllum skólum lands-
ins, samtals um 34.000
verkefni en því fylgdi
bæði tannbursti og
tannkrem. Fyrir að-
komu Freysfélaga að
tannverndarkennsl-
unni höfðu tannfræð-
ingarnir ekkert áhuga-
vert kennsluefni frá
heilbrigðisráðuneyt-
inu. Verkefni þetta var
hannað af tannfræð-
ingunum sem sáu um
kennsluna fyrir heil-
brigðisráðuneytið og
þótti það hafa tekist
sérlega vel. Það má
lesa út úr könnunum
sem gerðar hafa verið
á tannskemmdum að
þeim fækkaði verulega
eftir að verkefni þetta
hófst.
Í þau ár sem Magn-
ús var yfirmaður
Tannverndarráðs
beitti hann sér aldrei
gegn neinni ákveðinni
vörutegund nema jóla-
dagatölunum. Það
vakti athygli að aðalstyrktaraðili við
útgáfu fræðsluefnis Tannvernd-
arráðs var Mjólkursamsalan, MS,
sem var eini aðilinn sem auglýsti í
þeim ritum. Drykkir sem MS fram-
leiðir og selur eru sennilega sýrð-
ustu og sætustu drykkir sem fram-
leiddir eru og því hættulegri
tönnum en nokkur önnur matvæli.
Af hverju skrifar Magnús bara
gegn gosdrykkjum en ekki gegn
þessum sýrðu drykkjum? Það kem-
ur mönnum stundum í koll að hafa
verið báðum megin borðsins, það
kallast að vera tvöfaldur í roðinu.
Magnús er sjálfsagt góður tann-
læknir en verður ekki hátt metinn í
markaðsfræðum. Áróðurinn um
tannvernd situr betur eftir í minni
barnanna en súkkulaðiátið og því
má segja að hún hafi fengið tæki-
færi til að verða ávanabindandi
frekar en súkkulaðiátið. Í hverjum
súkkulaðimolanna í dagatalinu er
rúmlega 1 gramm af náttúrusykri
og samtals eru þeir þá um 0,05% af
sykurneyslu hvers Íslendings á árs-
grundvelli.
Jóladagatal
tannlæknisins
Gunnar Kr. Gunnarsson svarar
grein Magnúsar R. Gíslasonar
um súkkulaði og jóladagatöl
Gunnar Kr. Gunnarsson
» Því má segjaað klúbbarn-
ir hafi stuðlað að
því að gera
tannburstun
vanabindandi en
ekki að gera
sætindin vana-
bindandi...
Höfundur er Lionsmaður.