Morgunblaðið - 20.12.2006, Síða 35

Morgunblaðið - 20.12.2006, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 35 Í BORGARSTJÓRNARKOSN- INGUM berjast menn um að fá að vinna fyrir Reykvíkinga sam- kvæmt bestu getu og samvisku. Menn lýsa því sem þeir ætla að gera fyr- ir borgarbúa og biðja um að verða kosnir til þeirra verka. Borg- arfulltrúinn er ekki ráðinn en þegar hann hefur verið valinn þiggur hann laun fyr- ir störf sín í þágu borgarbúa. Hann sit- ur í nefndum og ráð- um borgarinnar sem fjalla um skipulags- mál, umhverfismál, velferðarmál og fleira og fleira. Hann vinnur að þessum málum samkvæmt sinni pólitísku sannfæringu og áhuga. Borg- arfulltrúar sinna sumir störfum ut- an veggja ráðhússins. Það er auð- vitað ekkert að því að borgarfulltrúi sé lögfræðingur, aki leigubíl eða sinni einhverju öðru starfi sem hann kýs. Nú hefur það aftur á móti gerst að sjálfstæðis- og framsóknarmenn í borginni láta eins og það sé í góðu lagi að borgarfulltrúar ráði sig í vinnu úti í bæ við að verja hagsmuni fyrirtækja gagnvart Reykvíkingum. Þeir virðast hafa ákveðið að það sé í góðu lagi að skrifa undir samning sem segir að það sé starf þitt að gæta hags- muna vinnuveitenda þíns gagnvart Reykjavíkurborg. Hvað eru menn eiginlega að hugsa? Ég hélt að Vilhjálmur, Hanna Birna og Gísli hefðu boðið sig fram til að vinna að hagsmunum Reyk- víkinga. Var það ekki líka svo með Björn Inga og Óskar? Mörg stórfyrirtæki eiga mikið undir ákvörðunum borg- arstjórnar og fátt væri betra til að tryggja hagsmuni sína en að geta ráðið borg- arfulltrúa fyrir hálfa milljón á mánuði til að gæta þessara stóru fyrirtækjahagsmuna gagnvart borginni. Það mætti halda áfram að velta upp ýmsum flötum á þessu máli og benda á einstaklinga og fé- lög en aðalatriðið er að auðvitað hljóta allir að sjá að þetta gengur ekki upp gagnvart samstarfsfólki og kjósendum. Hvar endar þetta ef það er talið eðlilegt að borgarfulltrúar gæti hagsmuna lögaðila gagnvart borg- inni á launum? Baugur hlýtur að gera Birni Bjarnasyni tilboð um að gæta hagsmuna fyrirtækisins gagnvart ríkisvaldinu. Auðvitað myndi Björn ekki þekkjast slíkt boð en minni spámenn gætu freist- ast. Meirihluti borgarstjórnar verður að taka ákveðna afstöðu í þessu máli og hafna því að borg- arfulltrúar geti starfað við að gæta hagsmuna vinnuveitenda sinna gagnvart borginni. Það má ekki leika vafi á því í hugum borgarbúa að borgarfulltrúarnir séu eingöngu og einungis að vinna að hags- munum Reykvíkinga samkvæmt bestu getu og samvisku. Núver- andi staða er ljótur blettur á sögu Reykjavíkur og lyktar himinhátt af spillingu og skapar vantraust og tortryggni. Samningsbundin spilling í borginni? Stefán Benediktsson skrifar um stöðuveitingar Reykjavík- urborgar »Hvar endar þetta efþað er talið eðlilegt að borgarfulltrúar gæti hagsmuna lögaðila gagnvart borginni á launum? Stefán Benediktsson Höfundur er arkitekt og 9. maður borgarstjórnarflokks Samfylking- arinnar í Reykjavík Jón S. Sigurjónsson, Hdl.& Löggiltur FFS. gsm: 893 3003, jon@vidskiptahusid.is Haraldur A. Haraldsson, Viðskiptafræðingur. gsm: 690 3665 haraldur@vidskiptahusid.is ● Nýtt glæsilegt tæplega 1.900 fm verslunar,- lager,- og skrifstofuhúsnæði, þar af 1.500 fm grunnflötur með allt 10 metra lofthæð og 4-6 stórum innkeyrsluhurðum. ● Stækkunarmöguleikar í milliloftum og einnig hægt að skipta húsinu í minni einingar. ● Mjög gott útisvæði með 41 bílastæði. ● Húsið er afhent tilbúið til innréttinga samkvæmt skilalýsingu 1. júlí 2007. ● Með tilkomu Sundabrautar er staðsetning í nálægð við hafnar- og miðborgarsvæðið. ● Kynningarmappa ásamt teikningum og skilalýsingu til afhendingar á skrifstofu. Til sölu eða leigu við Bæjarflöt 1 í Grafarvogi Atli Viðar Jónsson, Sölumaður. gsm: 898 2533 atli@vidskiptahusid.is Þórhallur Björnsson, Lögg. leigumiðlari. gsm: 899 6520 thorhallur@vidskiptahusid.is Jóhann Ólafsson, Löggiltur FFS. gsm: 863 6323, johann@vidskiptahusid.is LAUS við kaupsamning. Tveggja herbergja íbúð í góðu húsi í hjarta Vesturbæjar. Tvennar svalir. Stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Svefnherbergi með rúmgóðum skápum. Möguleiki á að gera annað svefnherbergi. Eld- hús, parket á gólfi, viðarinnréttingar. Baðher- bergi með baðkari, flísar á gólfi. Sérgeymsla í kjallara, sameiginlegt þvottahús og hjóla- og vagnageymsla. Verð 21,2 millj. BRÆÐRABORGARSTÍGUR - LAUS LAUST við kaupsaming. Einbýlishús á frá- bærum stað, neðan götu, á Flötunum í suður- hlíðum Garðabæjar: Efri hæð: Forstofa og for- stofuherbergi. Stofa er stór og björt, parket- lögð. Borðstofa og sólstofa, flísalögð. Eldhús er flísalagt, falleg innrétting. Í svefnherbergja- álmu eru 3 herbergi auk baðherbergis með baðkari og sturtuklefa. Neðri hæð: Hefur ný- lega verið standsett, þar eru þrjú svefnher- bergi, öll parketlögð. Bílskúr er tvöfaldur. Timburlögð sólverönd. Glæsilegur og vel gróinn garður. Lóðin er 1.200 fm. Verð 68 millj. MARKARFLÖT - GARÐABÆ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.