Morgunblaðið - 20.12.2006, Side 40

Morgunblaðið - 20.12.2006, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundaSjöfn Sölvadótt- ir eða Sjöfn, eins og hún var alltaf köll- uð, var fædd á Flat- eyri við Önund- arfjörð hinn 19. mars 1952. Hún lést á heimili sínu á Akranesi hinn 13. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Fanney Annasdóttir, f. 14.7. 1910, d. 19.10. 1982, og Sölvi Ásgeirsson, f. 14.11. 1895, d. 25.12. 1983. Hún var yngst af átta börnum þeirra. Hin eru: Guðbjörg, f. 22.6. 1929, d. 18.10. 1943; Ásgeir Sölvi, f. 25.9. Tryggvasyni og fluttu þau sama ár með Sölva Fannar til Ólafsvíkur. Þau eignuðust saman börnin Önnu Sigríði, f. 19.4. 1975, og Trausta Ægi, f. 28.12. 1980. Ólafur lést ár- ið 1990 úr krabbameini. Sjöfn hóf búskap með Jakobi Sigtryggssyni árið 1991 og bjó með honum allt til dauðadags, þau giftu sig 11.11. árið 2000. Jakob átti börnin Kristján, Guðbjörgu og Steindór fyrir. Sjöfn og Jakob bjuggu saman í Ólafsvík til 1997 og fluttust þá til Þorlákshafnar, þar sem þau bjuggu til ársins í ár er þau fluttu síðan á Akranes. Sölvi Fannar er kvæntur Sól- veigu Hólm og eiga þau saman dæturnar Silju Sjöfn, Söru Mist og Telmu Sif. Anna Sigríður og mað- ur hennar Úlfur Þór Úlfarsson eiga von á sínu fyrsta barni. Guð- björg á dótturina Guðlaugu Maríu Jónsdóttur. Útför Sjafnar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 1930; Torfi Ólafs, f. 8.1. 1933, d. 28.10. 1983; Bergur Magn- ús, f. 26.3. 1935, d. 25.1. 1958; Ingibjörg Finney, f. 19.9. 1936; Lilja Ólöf, f. 25.7. 1939; og Guðbjörn Páll, f. 18.10. 1945. Sjöfn bjó uppvaxt- arár sín á Flateyri, lauk þar grunnskóla og dvaldi síðan tvo vetur á Núpi við Dýrafjörð þar sem hún lauk gagnfræða- prófi. 19 ára gömul eignaðist hún soninn Sölva Fannar Jóhannsson, f. 7.11. 1970. Sjöfn giftist árið 1974 Ólafi Elsku mamma. Þau voru þung skrefin að tölvunni til að skrifa þér þessa kveðju. Allir þeir hlutir sem gera dauða þinn svo raunverulegan og kveðjuna svo endanlega koma ekki auðveldlega til mín, því auðvit- að hefði ég viljað fá að hafa þig leng- ur hérna megin. Nóttin sem síminn hringdi og bar fregnina um andlát þitt á aldrei eftir að líða mér úr minni, því þetta er eitt þeirra símtala sem ég trúi að við kvíðum alla ævi upp að vissu marki, símtalið eða fregnin af því að móðir okkar hafi kvatt þessa veröld. Sím- talið hefur borist og á ekki eftir að gera það aftur. Mamma mín, ég veit að lífið var þér ekki alltaf auðvelt. Þú varst eins og viðkvæmt blóm í harðri veröld sem aldrei gat náð að blómstra til fullnustu. Við þekkjum þetta við- kvæma listamannseðli, þar sem ein leiðin til að þrauka lífið er að deyfa sig með áfengi og pillum. Baráttan sem þú háðir við þessi efni, sem hjálpuðu þér í aðra röndina að þrauka en í hina fylltu þig skömm og angist, var lengst af stór þáttur í lífi þínu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að elska þig og eiga svo fal- legt samband við þig þrátt fyrir það, að ég hafi ekki látið veikindi þín koma í veg fyrir að við gætum átt gott samband, sem við sannarlega áttum. Brotthvarf þitt frá þessari tilvist hryggir mig svo djúpt. Ég man svo vel röddina þína, snertinguna, hlýjuna og kærleikann sem voru þér svo eðlislæg og þú áttir svo gott með að sýna. Ég veit hvað þú elskaðir okkur systkinin mikið og það á sennilega enginn nokkurn tímann eftir að vera eins stoltur af okkur og þú varst. Það var hrein unun að segja þér frá hversdagslegum afrek- um okkar því maður hreinlega gat séð þig lyftast frá jörðinni af stolti. Núna þegar þú ert farin verð ég bara að muna þetta og hafa aðgang að þessu stolti í sjálfri mér og láta sem þú sért hér til að veita mér það þegar það blæs byrlega. Ég man líka svo vel hvernig þú sagðir „elsku stelpan mín“ og klappaðir mér blítt á kinnina. Ég vil þakka þér, mamma mín, fyrir að vera svona samþykkj- andi eins og þú varst og leyfa stelp- unni þinni alltaf að fá að vera skrýtna skrúfan sem hún er, það hefur hjálpað mér mikið í minni eig- in baráttu við að elska sjálfa mig rétt eins og ég er. Elsku mamma, það er erfitt að gera sér í hugarlund þjáninguna sem þú hefur upplifað sem knúði þig til að taka þá ákvörðun að binda enda á þessa tilvist þína. Ég vona svo innilega að þér líði betur á nýja staðnum, hugsunin um það veitir allavega einhverja huggun í harm- inum. Ég vona líka, mamma mín, að þú gægist ofan af himnunum þegar barnið fæðist og þegar við Úlfur giftum okkur því ég á eftir að sakna þess að hafa þig hjá mér í þessum stórviðburðum í lífi mínu. Ég elska þig alltaf og vona svo innilega að þú hafir nú fundið frið í sálu þinni. Þín dóttir, Anna Sigríður (Annska). Kæra Sjöfn. Ég gæti skrifað heila bók um okkar stundir saman. Þín verður sárt saknað en við vitum að þú ert á góðum stað þar sem þeir sem í kringum þig eru fá að njóta nærveru þinnar, kærleika og vin- áttu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir Og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Megi Guðs englar vaka yfir þér. Við biðjum Guð um að blessa fjöl- skyldu þína og gefa henni styrk á all- an hátt. Blessuð sé minning þín. Hvíldu í friði, elsku Sjöbba mín. Hólmfríður, Erlingur og fjölskylda. Guðmunda Sjöfn Sölvadóttir Gengin er glæsileg kona, Anna eða amma á Þrastó, eins og hún var ávallt kölluð. Hún var svo hlý og góð við alla, ekki bara fjölskylduna heldur einnig við alla þá sem hún þekkti. Því kynntist ég þegar ég hóf mín fyrstu kynni við hana fyrir rúm- um fimm árum eftir að ég og Gunni dóttursonur hennar fórum að vera saman. Hún tók á móti mér og dóttur minni með opnum örmum þegar við komum inn í fjölskylduna og hefur reynst okkur vel alla tíð síðan. Amma á Þrastó var heilsteypt, glað- vær og yndisleg kona. Hún vildi allt fyrir alla gera, var alltaf boðin og bú- in. Enda heilluðust allir af henni. Það var svo notalegt að koma til þeirra hjóna, Önnu og Egils. Hún alltaf með eitthvað á prjónunum, til að gefa barnabörnunum og öðrum fjöl- skyldumeðlimum, og Egill í kjallar- anum að smíða. Fallegt handverk þeirra hjóna gladdi augað. Ég er þakklát fyrir að eiga ljúfar og fal- legar minningar um þig til að geta sagt litlu dóttur okkar Gunna, henni Berglindi, frá þér þegar hún verður eldri. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Anna Sigurðardóttir Strange ✝ Anna Sigurðar-dóttir Strange fæddist í Hafnarfirði 13. nóvember 1931. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi 12. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 19. desember. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma á Þrastó, ég kveð þig nú í hinsta sinn. Hvíl þú í friði. Kveðja Þórdís. Kveðja frá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði Félagi okkar og stjórnarmaður í FebH, Anna Sigurðardóttir Strange, er látin. Anna var kosin í stjórn félagsins á síðasta ári en hefur í langan tíma verið mjög virk í starfi þess. Með hliðsjón af fyrri störfum voru miklar vonir bundnar við störf hennar, en því miður fór fljótt að bera á erfiðum veikindum svo kraftar hennar nýtt- ust ekki sem skyldi. Það er skarð fyrir skildi hjá okkur í Félagi eldri borgara í Hafnarfirði. Við söknum góðs vinar og félaga, sem með starfi sínu fyrir félagið okk- ar hefur lagt svo margt gott til okkar málefna, sem við þökkum fyrir. Við sendum eiginmanni hennar og félaga okkar, Agli Strange, börnum og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hennar. F.h. Félags eldri borgara í Hafnarfirði, Sigurður Hallgrímsson, formaður. ✝ Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi, séra MAGNÚS GUÐMUNDSSON fyrrverandi sóknarprestur, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudag- inn 21. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Grundar- fjarðarkirkju, sími 438 6725. Sigurbjörn Magnússon, Kristín Steinarsdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR, Sólvangsvegi 2, áður Öldugötu 10, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, miðvikudaginn 20. desember, kl. 13.00. Jóhanna Kristjánsdóttir, Þórarinn Óskarsson, Sigurrós Kristjánsdóttir, Stefán Árnason, Salómon Kristjánsson, Ingibjörg Kjartansdóttir, Fjóla Kristjánsdóttir, Stefán Vilhjálmsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Ingvi Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, HARALDUR HALLDÓRSSON, Aðallandi 8, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 6. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kristmundur Halldórsson, Baldur Halldórsson, Edda Halldórsdóttir. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Kæri frændi og al- nafni. Fyrir einu og hálfu ári lést systir þín og móðir mín úr sama sjúkdómi og hefur lagt þig að velli. Hún háði stutta baráttu, en þín barátta var þegar hafin þegar að hennar dánardægri kom. Þú háðir þína baráttu, studdur áfram af vin- um og ættingjum, allt fram á síð- asta dag. Nú er vegferð þinni lokið og við tekur hvíld eftir harða og langvarandi baráttu. Aðrir munu rekja lífshlaup þitt. Egill Egilson ✝ Egill Egilsonfæddist í Reykjavík 22. ágúst 1944. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut aðfara- nótt miðvikudagsins 29. nóvember síð- astliðins og var út- för hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 6. desem- ber. Mig langar með þess- um orðum að kveðja þig og þakka þér fyr- ir þann tíma sem ég átti með þér í upp- vexti mínum hjá ömmu minni, móður þinni. Eftir því sem ég varð eldri leit ég upp til þín sem frænda míns og jafn- framt „bróður“ þar sem þú varst hluti af æviskeiði mínu. Oft kastaðist í kekki milli okkar, enda báðir þverhausar þegar því var að skipta. Eftir lát ömmu minnar og móður þinnar myndaðist ákveðin fjarlægð á milli okkar, sem varð lengri og fjarlægari eftir því sem árin liðu. Þegar mér varð ljóst hvert í stefndi varðandi sjúkdóm þinn reyndi ég að fylgjast með þér í gegnum Val- borgu systur mína sem fylgdist með þér allt fram á síðasta dag. Ég veit að hún og hennar fjölskylda ásamt vinum og ástvinum syrgja þig sárt enda sinnti hún þér af kostgæfni ásamt ættingjum og vin- um. Mig tekur sárt að þessi fjarlægð var á milli okkar og ef ég hefði tök á myndi ég svo gjarnan vilja hafa breytt ýmsu í mínu lífi til þess að við hefðum getað kvaðst sáttir. Ég fæ því miður engu breytt hvað það varðar en í staðinn mun ég minnast þeirra stunda sem ég átti með þér í mínum uppvexti. Ég þakka þér fyrir þín heilræði og ráðgjöf. Guð blessi þig og varðveiti að ei- lífu, Egill minn. Egill Egilson, Esbjerg, Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.