Morgunblaðið - 20.12.2006, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 41
✝ Þorsteinn Ein-arsson fæddist
þann 22. ágúst 1944
að Syðri Hlíð á
Húsavík. Hann lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
þann 12. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Einar M. Jóhann-
esson, f. 21.6. 1913,
d. 15.7. 1990, og
Sólveig Bergþóra
Þorsteinsdóttir, f.
31.7. 1915, d. 15.5.
1998. Systkini hans eru: Hanna S.
Hofsdal, f. 10.4. 1931, maki Magn-
ús L. Sveinsson. Sædís Birna, f.
17.09. 1938, d. 18.11. 1940. Einar
Georg, f. 19.06. 1941, maki Pálína
Skúladóttir. Þórdís Steinunn, f.
14.06. 1943, maki Birgir Magn-
ússon. Jóhannes Geir, f. 29.01.
seinna vann hann hjá Arnljóti
Sigurjónssyni rafvirkjameistara
og Hauki Ákasyni rafvirkjameist-
ara á Húsavík. Hann vann sem
rafvirki hjá Norðurverki h.f. sem
var aðalverktaki við byggingu
Laxárvirkjunar 3 en síðan lá leið
hans til Kísiliðjunnar við Mývatn
en þar vann hann til ársins 1979.
Þá réðst hann sem verkstjóri til
Rafveitu Húsavíkur og sinnti því
starfi til ársins 2001. Þá var heilsu
hans þannig komið að hann gat
ekki sinnt því starfi lengur. Þó
vann hann hluta úr degi, nú í sum-
ar hjá Orkuveitu Húsavíkur.
Eftir að foreldrar hans skildu
árið 1971 hélt hann heimili með
móður sinni, fyrst að Garðars-
braut 32 en síðan að Ketilsbraut
18. Þá fluttu þau í þorpið í
Reykjahlíð uns þau fluttu að
Baughól 26, sem Þorsteinn hafði
þá byggt, og var það heimili
þeirra upp frá því.
Útför Þorsteins verður gerð frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
1947, maki Vilborg
Njálsdóttir. Baldur,
f. 11.08. 1948, maki
Kristjana J. Stefáns-
dóttir. Þórhallur
Valdimar, f . 22.12.
1953.
Þorsteinn lauk
hefðbundinni skóla-
göngu á Húsavík.
Hann fékk snemma
áhuga á myndlist og
þegar gagnfræða-
skóla lauk var hann
einn vetur í Mynd-
lista- og handíðaskól-
anum í Reykjavík. Myndlist stund-
aði hann síðan alla ævi sem
áhugamál. Síðar lauk hann raf-
virkjunarnámi hjá rafvirkjameist-
urunum Grími og Árna, samhliða
rafvirkjanámi í Iðnskóla Húsavík-
ur. Eftir námslok vann hann sem
rafvirki hjá Grími og Árna, en
Þegar ég settist niður til að minn-
ast mágs míns og vinar, Þorsteins
Einarssonar, sem við kveðjum
hinstu kveðju í dag, kom mér í hug
svar átta ára dótturdóttur minnar
við spurningu, sem kennarinn lagði
fyrir bekk hennar fyrir nokkrum
dögum. Spurt var: Hvers myndir þú
óska þér, ef þú mættir velja þér eina
ósk? Svar hennar var: „að allir væru
góðir“. Því miður er raunveruleikinn
mjög fjarri þessari frómu ósk litlu
stúlkunnar. En ég sé Þorstein fyrir
mér sem mann sem uppfyllti ósk litlu
frænku sinnar, með lífsgöngu sinni,
sem öll einkenndist af góðvild og
virðingu fyrir öllu sem hann um-
gekkst. Þorsteinn var einn besti og
heiðarlegasti maður sem ég hefi
kynnst.
Þorsteini, sem við kölluðum
Steina, var tamt að sjá alltaf það já-
kvæða við þá sem hann umgekkst
eða ræddi um. Ég heyrði hann aldrei
tala illa eða leggja illt til nokkurs
manns. Auðvitað hafði hann misjafn-
ar skoðanir á mönnum og málefnum,
en hann tamdi sér að beina um-
ræðunni að því sem var jákvætt í fari
manna. Það geislaði frá honum já-
kvæðum straumum hvar sem hann
fór. Ég hygg að öllum sem kynntust
Steina hafi þótt vænt um hann fyrir
góðvild hans og mannkosti. Handtak
hans var fast og traust og bar vitni
um hans innri mann; gegnheilan
heiðursmann í orðsins fyllstu merk-
ingu.
Ég minnist kærleika Steina og
vináttu við börn okkar hjónanna. Allt
frá því að þau voru ungbörn um-
gekkst hann þau eins og hann ætti í
þeim hvert bein. Hann var einstakur
vinur þeirra og átti stórt pláss í
hjarta þeirra alla tíð. Það var alltaf
jafn gaman þegar Steini kom í heim-
sókn, hann var stóri vinurinn þeirra,
sem þau dáðu.
Steini hélt mikla tryggð við öll
systkinabörn sín og voru þau mjög
hænd að honum. Hann fylgdist vel
með þroska þeirra og lífsgöngu og
bar hag þeirra mjög fyrir brjósti og
var ætíð reiðubúinn að rétta þeim
hjálparhönd, ef með þurfti. Hann
skreytti heimili sitt með fjölskrúð-
ugum myndum af öllu þessu frænd-
fólki sínu og mátti vel sjá hvernig
hann ræktaði tengsl sín og hug til
þeirra með myndasafninu.
Í vinahópi var Steini jafnan léttur í
lund og átti það til að gera góðlátlegt
grín að sjálfum sér og hló þá oft
glatt.
Steini var mjög listrænn og skilur
hann eftir sig mikið safn mynda sem
hann málaði og teiknaði. Hann tók
þátt í nokkrum samsýningum, m.a.
sýningu sem haldin var á Húsavík,
þar sem voru myndir af staðháttum
og fólki á Húsavík, sem hafa að
geyma sögulega heimild þaðan.
Steini las mikið og lagði rækt við
að afla upplýsinga og fræðast um
frændfólk sitt og ættingja.
Það urðu mikil kaflaskipti í lífi
Steina þegar Sólveig móðir hans lést
1998. Þau höfðu haldið saman heimili
eftir að foreldrar hans slitu samvist-
um 1971, allt til 1993, er Sólveig lam-
aðist og dvaldi á sjúkrahúsinu á
Húsavík þar til hún lést. Þau voru
mjög samrýnd og Steini auðsýndi
móður sinni einstaka umhyggju alla
tíð, ekki síst þann tíma sem hún
dvaldi á sjúkrahúsinu. Þá heimsótti
hann hana á hverjum degi og sat hjá
henni langar kvöldstundir og hélt
uppi samræðum við hana og strauk
hendur hennar. Þannig stytti hann
lamaðri móður sinni stundirnar.
Eftir að móðir hans dó var eins og
Steina fyndist tilgangurinn með líf-
inu hafa brostið. Hið daglega líf hans
hafði fram að því snúist um að hlúa
að móður sinni, og gera allt sem í
hans valdi stóð til að gera líf hennar
sem bærilegast, allt annað varð að
víkja og hafði ekki tilgang. Það var
eins og Þorsteinn næði ekki áttum
og ætti erfitt með að laga sig að
þeirri breytingu sem varð við fráfall
móður hans. Hann fann ekki lengur
þá lífsfyllingu, sem hann naut við að
annast og hlúa að móður sinni. Lífs-
viljinn fann sér ekki þá rót, sem um-
hyggja fyrir móður hans hafði gefið
honum.
Heilsu Þorsteins tók að hraka,
hann gat ekki sinnt vinnunni eins og
áður og varð loks öryrki. Hann var
einn og lét lítið fara fyrir sér þessi
síðustu ár. Hann fann helst skjól hjá
Jóhannesi bróður sínum og Vilborgu
konu hans. Ég vil þakka þeim fyrir
þá umhyggju og hlýju sem þau auð-
sýndu honum á erfiðri göngu hans,
þegar halla tók undan fæti hjá hon-
um.
Ég og fjölskylda mín söknum góðs
vinar og þökkum allar góðu stund-
irnar sem hann gaf okkur á lífshlaup-
inu, sem gott er að minnast.
Magnús L. Sveinsson.
Síminn hringir snemma á þriðju-
dagsmorgni. Steini frændi hafði lát-
ist þá um nóttina. Þó ég hafi fylgst
með á síðustu dögum og verið var-
aður við að svona gæti farið þá trúi
ég því varla að þetta sé niðurstaðan.
Eftir alla baráttuna síðustu árin við
illvígan sjúkdóm, sjúkdóm sem oft
beit sig svo fast í sálina, þá er meinið
sem að lokum sigrar eitthvað allt
annað. Eitthvað sem jafnvel færustu
læknar vita ekki hvað er og réðu ekki
við.
Þorsteinn var móðurbróðir minn.
En það lýsir varla nægilega vel
hvaða hlutverki hann gegndi í fjöl-
skyldunni. Hann var eiginlega bæði
frændi og afi. Hann hélt alla tíð
heimili með ömmu og þegar farið var
í heimsókn til Húsavíkur þá var það
alltaf til ömmu og Steina. Á meðan
fullorðna fólkið gerði það sem full-
orðið fólk gerir við slík tækifæri þá
var það Steini sem sá til þess að smá-
fólkinu leiddist ekki. Hann fór með
okkur í bíltúra og gönguferðir, upp
að Botnsvatni, niðrí bæ eða ofaní
fjöru. Alltaf var myndavélin með í
för. Í barnsminni mínu sýndi hann
kærleika sinn með klappi á höfuðið
eða stroku um kinn. Þegar ég kynnti
mín eigin börn fyrir Steina frænda
þá er framkoman við þau alveg sú
sama. Steini átti aldrei sín eigin
börn. Þess í stað gekk hann öllum
systkinabörnum sínum, og seinna
börnum þeirra, í afastað. Betri afa
var ekki hægt að hugsa sér. Hjá
Steina voru börn prinsar og prins-
essur og komið fram við þau sem
slík. Inní skáp dóttur minnar hangir
bleikur pífukjóll með púffermum og
kögri. Kjólinn valdi Steini og gaf 5
ára prinsessunni. Tilefnið það eitt að
hann vildi gleðja hana.
Sem ég skrifa þessar línur skotra
ég augunum uppá mynd sem hangir
á stofuveggnum. Myndin er eftir
Steina og er af elsta syni mínum.
Þetta er blýantsteikning með fínleg-
um og nákvæmum línum. Myndina
málar hann síðan með vatnslita-
blýanti einsog hann gerði svo gjarn-
an á síðustu árum. Fyrir aftan strák-
inn teiknar hann síðan gamla fjósið í
brekkunni. Lítinn torfkofa þar sem
varla hefur verið pláss fyrir meira en
eina kú. Þarna er líka heysáta og í
bakgrunninn glittir í undirhlíðar
Húsavíkurfjalls. Þetta var leikvöllur
barnanna í Hlíð og þarna bjuggu
amma og afi. Í myndinni tengir
Steini saman 4 kynslóðir og sögu
sem spannar næstum sjö áratugi.
Fráfall Steina þýðir að heimilið
sem amma bjó verður bráðum ekki
lengur til. Að koma í heimsókn til
Steina á síðustu árum var einsog að
koma í heimsókn til ömmu. Þó hún
hafi fallið frá fyrir átta árum þá var
heimilið á Baughólnum svo nátengt
minningu hennar og nærvera hennar
svo sterk að það er eins og að stíga
afturábak í tímann.
Steini hugsaði um ömmu síðustu
árin hennar með þeirri takmarka-
lausu ást og virðingu sem honum ein-
um var lagið. Árin síðan hún dó hafa
verið honum erfið þó oft hafi einnig
komið ánægjustundir. Í veikindum
sínum hefur hann notið aðstoðar
systkina sinna og systkinabarna sem
hafa eftir megni reynt að vera hon-
um stoð og stytta í harðri glímu. Það
er á engan hallað þó minnst sé sér-
staklega á þau Jóa og Villu og hafi
þau þakkir fyrir.
Magnús Birgisson
og fjölskylda.
Margar af mínum bestu minning-
um á ég af félagsskap okkar Þor-
steins Einarssonar eða Steina
frænda eins og ég og fleiri systkina-
börn hans kölluðum hann. Sem barn
að aldri fór ég margar ferðir norður
á Húsavík til ömmu og Steina. Sam-
an fórum við frændurnir í fjölda eft-
irminnilegra göngu- og bíltúra norð-
ur á Tjörnes þar sem hann leiddi mig
um ævintýraheima margbrotinnar
og stórfenglegrar náttúru. Þar
fræddi hann mig um það sem fyrir
augu bar, sagði skemmtilegar sögur
og af mikilli þolinmæði og nærgætni
setti hann þarfir og langanir barns-
ins í fyrirrúm.
Ég man vel eftir því þegar ég var
eitt sinn á leið heim frá skóla og sá úr
fjarska blágræna Volvoinn hans
Steina standa framan við heimili
mitt. Ég tók undir mig stökk og
hljóp eins hratt heim og fætur mínir
og þol leyfðu. Þessi minning er lýs-
andi fyrir þá eftirvæntingu sem ætíð
fylgdi því að hitta hann. Vitandi það
að ég var á fyrsta ári skólagöngu
minnar gaf hann mér pennaveski
með öllu tilheyrandi í. Þessi gjöf var
bæði til þess að ég fengi skrifað það
sem fyrir mig var lagt í skólanum en
einnig fylgdi gjöfinni hvatning um að
nota hana til myndlistariðkunar en
því áhugamáli deildum við frænd-
urnir. Hann bjó yfir ótrúlegri nátt-
úrugáfu í þeirri list að draga upp
myndir af fegurð þessa heims á lér-
eft og ég komst ekki hjá því að líta
upp til frænda míns hvað þann hæfi-
leika varðar. Hæfni hans í þeim efn-
um varð takmark mitt. Eftir heim-
sókn okkar á sýningu á
Kjarvalsstöðum kvaddi hann mig
með þeim orðum að hann ætlaði sér
að koma á sýningar á verkum mínum
sem haldnar yrðu á Kjarvalsstöðum í
framtíðinni. Yfirlætisleysinu, fyrir
mína hönd, var ekki fyrir að fara.
Hann reyndist hins vegar ekki sann-
spár um þetta enda áttu leiðir mínar
eftir að liggja um aðra vegu en
myndlistarinnar. Eftir hann liggur
fjöldi mynda sem frægustu lista-
menn þessa heims gætu verið stoltir
af.
Það sem helst einkenndi Steina
var fordómaleysi hans. Þessa gætti
ekki síst þegar hann ræddi um
breyskleika sinn og veikindi. Fráfall
Sólveigar ömmu var Steina mikill
harmur. Hann annaðist móður sína
af svo mikilli alúð og umhyggju að
með eindæmum þykir. Eftir andlát
hennar þurfti hann að kljást við erf-
iðan sjúkdóm sem fyrir margan
manninn reynist erfitt að takast á við
og viðurkenna, m.a. vegna út-
breiddra fordóma. Steini talaði hins
vegar um veikindi sín af fullkominni
hreinskilni og sló með því á hleypi-
dóma og ranghugmyndir manna.
Hann hafði svo sannarlega kímni
fyrir sjálfum sér og átti það m.a. til
að segja sögur af klaufalegum sam-
skiptum sínum við hitt kynið, til þess
eins að menn hefðu gaman af.
Nú leitar maður huggunar í því að
þau séu loks saman á ný Steini og
Sólveig amma. Líklega situr hann
henni við hlið og strýkur hönd henn-
ar líkt og hann gerði í heimsóknum
sínum til hennar á spítalann á Húsa-
vík.
Ég veit að ég tala fyrir hönd allra
þeirra sem hafa verið svo heppnir að
kynnast Þorsteini Einarssyni þegar
ég segi að minningarnar um hann
eru geymdar í sæluríki huga okkar.
Blessuð sé minning hans.
Einar Magnús Magnússon.
Þorsteinn Einarsson
✝ Almar Guð-laugur Jónsson
fæddist á Dalvík 11.
júní 1927. Hann lést
á Dvalarheimilinu
Dalbæ 14. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Jón Emil Ágústsson,
f. 22.6. 1888, d. 4.4.
1947, og Jóhanna
Sigurbjörg Hall-
dórsdóttir, f. 3.10.
1891, d. 7.2. 1975.
Systkini hans eru:
Páll Sigurvin, lát-
inn, Óli Arelíus, látinn, Halldór
Ragnar, látinn, Ágúst Árni, lát-
inn, Kristján Sigurberg, býr í
Hafnarfirði, og Sigríður Margrét,
býr á Dalvík.
Árið 1955 kvæntist Almar Guð-
rúnu Rut Danelíusdóttur frá Hell-
issandi. Foreldrar hennar voru
Danelíus Sigurðsson, f. 13.6. 1895,
d. 24.10. 1961, og Sveindís Ingi-
gerður Hansdóttir, f. 28.2. 1897,
d. 13. 9. 1982. Börn Almars og
Guðrúnar eru: 1) Alfreð, maki
Helga Haraldsdóttir, þau eiga
einn son og Helga á tvær dætur
frá fyrra hjónabandi. 2) Halldór,
maki Helena Jónasdóttir, þau
eiga tvær dætur. 3) Sigfús, maki
Sigrún Sigurðardóttir, þau eiga
tvö börn. 4) Pálmi, maki Vilborg
Sverrisdóttir, þau eiga þrjú börn.
5) Sveindís, maki Kjartan Snorra-
son, þau eiga þrjú börn, Kjartan á
son frá fyrra sambandi. 6) Vignir,
maki Inga Yngvadóttir, þau eiga
tvö börn, Vignir á son frá fyrra
sambandi og Inga á son frá fyrra
sambandi. 7) Dag-
björt, sambýlis-
maður Gunnar
Gunnarsson, hún á
tvær dætur frá
fyrra hjónabandi.
Fyrir átti Guðrún
son, Danelíus Sig-
urðsson, hans maki
er Margrét Ellerts-
dóttir, eiga þau þrjú
börn, Margrét á
dóttur frá fyrra
sambandi. Almar og
Guðrún skildu.
Árið 1977 flutti
Almar til Dalvíkur og hóf sambúð
með Valrósu Árnadóttur, ekkju
Jóhanns Ásgrímssonar Helgason-
ar frá Siglufirði. Börn Valrósar
og Jóhanns eru: 1) Friðbjörg,
maki Ottó Gunnarsson, þau eiga
þrjú börn. 2) Helga, maki Ævar
Jónsson, þau eiga tvö börn. 3)
Árni Steinar. 4) Óli Þór, maki Ing-
unn Bragadóttir, þau eiga þrjá
syni.
Almar ólst upp í Holti á Dalvík.
Eftir hefðbundna skólagöngu
vann hann ýmis störf en mestan
hluta starfsævi sinnar var hann
kokkur til sjós fyrst á bátum frá
Dalvík en í 17 ár á Skarðsvíkinni
frá Rifi. Eftir að Almar flutti til
Dalvíkur hóf hann störf hjá bygg-
ingavörudeild KEA og vann þar
þangað til hann lét af störfum
vegna aldurs. Síðasta árið dvaldi
Almar í góðu yfirlæti á Dvalar-
heimilinu Dalbæ.
Útför Almars verður gerð frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Þinn andi var sem undurblíður blær,
sem bætti andrúmsloftið fólki í hag.
Í kringum þig var kærleikurinn nær,
þín kæra minning lifir sérhvern dag.
Og þó að ríki sorg um sólarlag
og söknuðurinn væti marga brá.
Ég veit þú lifir fagran dýrðardag
í dásemdum sem reyndar allir þrá.
(Vilhj. S. V. Sigurj.)
Aron, Daði og Freyja.
Almar Guðlaugur
Jónsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella
á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningar-
greinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem
kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt
að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst.
Minningargreinar