Morgunblaðið - 20.12.2006, Side 51

Morgunblaðið - 20.12.2006, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2006 51 menning Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Æskilegt er að setja reglur um kerti og kertaskreytingar á vinnustöðum og að þær séu öllum starfsmönnum vel kynntar. Aldrei má skilja eftir logandi kerti eða kertaskreytingu í mannlausu herbergi s.s. í fundarherbergi eða á kaffistofu vinnustaðar. Munið að slökkva á kertunum i PIPAR OG SALT-KVARNIR MEÐ RAFHLÖÐUM I I Klapparstíg 44 sími 562 3614 Gjafasett 6.900 Opið kl. 10-22 alla daga til jóla SNORRI Wium hefur getið sér mjög gott orð undanfarið fyrir góðan söng og líflega sviðsframkomu, nú síðast í Brottnáminu úr kvenna- búrinu þar sem hann þótti sýna frá- bæra frammistöðu. Því er alls ekki úr vegi fyrir söngvarann að fylgja velgengni sinni eftir með útgáfu hljómdisks. Hann fær til liðs við sig gamalreyndan samstarfsmann, Jón- as Ingimundarson píanóleikara, sem er flestum hnútum kunnugur þegar kemur að meginviðfangsefni plöt- unnar, íslenskri sönglagahefð. En auk íslensku laganna hefur disk- urinn einnig að geyma ítalskar aríur og sönglög. Þetta er fyrsti geisla- diskur Snorra og finnst undirritaðri það gleðiefni að hann skuli velja að gera íslensku hefðinni skil. Hann blandar skemmtilega saman ten- órlögunum sem allir þekkja, eins og „Í fjarlægð“, „Draumalandið“ og „Hamraborgin“ og öðrum sem ekki eru eins mörgum kunn, t.d. „Mána- skin“ eftir Eyþór Stefánsson og „Vögguljóð“ eftir Sigurð Þórðarson sem þeir Jónas gera reyndar ein- staklega góð skil með hárfínum blæ- brigðum og mýkt. Það er vel til fundið að hafa íslensku lögin saman fyrst og færa sig svo yfir í ítölsku söngtónlistina þar sem Snorri er greinilega á heimavelli. Lipur og lýr- ísk túlkun einkennir söng hans, blæ- brigðum raddarinnar fjölgar og manni verður enn ljósara hversu mikilli færni hann býr yfir, sem hon- um tekst þó að koma frá sér á til- gerðarlausan og afslappaðan hátt. Í næstsíðasta laginu á diskinum vend- ir Snorri sínu kvæði í kross og syng- ur á þýsku, Gern hab’ich die Frau’n geküsst úr óperettunni Paganini eft- ir ungverska tónskáldið Frans Leh- ár, sem er skemmtileg tilbreyting frá ítölskunni, lauflétt lag með glettnum undirtón. Snorri hefur mjög fallega rödd. Hún er stöðug og alltaf þýð, líka þegar sprengikraftur hennar losnar úr læðingi sem er einstakur kostur fyrir tenórsöngvara. Samspil Snorra og Jónasar er hnökralaust, hlustu- nin á milli þeirra er fínstillt og næm svo skapast nánd sem nær alveg heim í stofu. Platan rennur ljúflega í gegn og hefur á sér hátíðlegan sunnudagsblæ, sem er þó í senn al- þýðlegur og aðgengilegur. Tvímæla- laust góður kostur í jólapakkann. Hárfín blæbrigði og mýkt Morgunblaðið/RAX Næmir „Samspil Snorra og Jónasar er hnökralaust, hlustunin á milli þeirra er fínstillt og næm,“ segir meðal annars í dómi Ólafar Helgu Einarsdóttur. TÓNLIST Geisladiskur Snorri Wium syngur Aríur og sönglög við meðleik Jónasar Ingimundarsonar. Tekið upp í salnum, Kópavogi, í mars og júní 2005. Hljóðritun annaðist Sveinn Kjart- ansson hjá Stafræna hljóðupptökufélag- inu. Snorri Wium gefur út en dreifing er í höndum 12 tóna. Snorri Wium og Jónas Ingimundarson – Aríur og sönglög Ólöf Helga Einarsdóttir TÖLVULEIKJAGÚRÚINN og slagsmálamyndasmiðurinn Paul V.S. Anderson, á að baki vinsælar brellu- og átakamyndir á borð við Alien vs Predator, Resident Evil, Event Horizon og Mortal Kombat. Þessar myndir leikstjórans, og e.t.v. fleiri, draga dám af tölvuleikjum, eru fyrirmyndir þeirra eða af- sprengi. Dead or Alive er af sama toga, byggð á samnefndum bardagaleik (að því ég best veit, ef hann er ekki kominn á markaðinn, er hans örugg- lega ekki langt að bíða). Nokkrar kattliðugar stúlkur halda til fagurrar Kyrrahafseyju til að taka þátt í útsláttarkeppni í aust- urlenskum bardagaíþróttum. Ekki líður á löngu uns þeim skilst að eitt- hvað meira en lítið gruggugt búi undir yfirborðinu. Það kemur á dag- inn að á bak við tjöldin er keppn- isstjórinn Donovan (Roberts) að taka upp slagsmálin og hyggst nýta þau við gerð næsta leiks fyrirtækis hans. Það þarf ekki að kvarta undan því að stúlkurnar er fimar og fallegar og í fögru umhverfi en átökin verða sjálfsagt leiðigjörn flestum öðrum en unnendum harðsnúinna tölvu- leikja. Yuen leikstjóri var í röð fræg- ustu og vinsælustu bardagamynda- leikara áður en hann tók að stýra þeim. Hann vakti talsverða athygli í þessum geira með The Transporter, fyrstu myndinni sem hann leikstýrði á Vesturlöndum og fór hún nánast beint í raðir „költ“-mynda. Það skásta við DOA er bardaga- dansinn sem er mun betri og hug- myndaríkari en efnisþráðurinn og leikurinn þar sem einsleit smástirni fara mikinn. Eina kunnuglega and- litið er á Eric Roberts sem maður hefur reyndar ekki saknað neitt til- takanlega. Gellusprell Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Cory Yuen. Aðalleikendur: Jaime Pressly, Holly Valance, Devon Aoki, Sarah Carter, Eric Roberts, Na- tassia Malthe, Matthew Marsden. 87 mín. Bandaríkin/Þýskaland/Bretland. 2006. DOA –  Dans „Það skásta við DOA er bardagadansinn, sem er miklum mun betri og hugmyndaríkari en efnisþráðurinn og leikurinn.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.