Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 35 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið mánud.–föstud. 11–18 laugard. 11–16 afsláttur hefst í dag 10–70% ÚTSALAN MEÐAL bóka, sem komu út fyrir jólin er bókin „Guðni í Sunnu“. Ég fékk strax áhuga á þessari bók og gafst tækifæri til þess að lesa hana yfir jólin. Ég varð ekki fyrir von- brigðum með bókina. Hún er skemmtileg aflestrar enda hefur Guðni Þórðarson frá mörgu að segja, frá litríkum blaðamannsferli, ferðaskrifstofurekstri og flug- rekstri. Guðni telst merkur braut- ryðjandi á sviði íslenskra ferða- mála. Heimur flokksblaðanna Guðni var kornungur ráðinn blaðamaður á Tímann. Kynntist ég honum er ég hóf störf sem blaða- maður á Alþýðublaðinu árið 1953. Á þessum tíma voru Tíminn og Al- þýðublaðið flokksblöð, Tíminn gef- inn út af Framsóknarflokknum og Alþýðublaðið gefið út af Alþýðu- flokknum. Guðni gefur lesendum innsýn í þennan heim flokksblaða og flokksforingja. Hann skýrir frá því að Hermann Jónasson, formað- ur Framsóknarflokksins, hafi ráðið hann sem blaðamann á Tímann og síðar hafi Hermann ráðið hann sem framkvæmdastjóra Tímans en þá var Hermann forsætisráðherra. Sama kerfi ríkti við útgáfu Alþýðu- blaðsins. Guðmundur Í. Guðmunds- son var formaður blaðstjórnar Al- þýðublaðsins þó hann væri utanríkisráðherra. Þannig gáfu æðstu embættismenn landsins, for- sætis- og utanríkisráðherra, sér tíma til þess að vasast í dagblaða- útgáfu fyrir flokka sína. Slíkt væri óhugsandi í dag. Frumkvöðull í myndablaða- mennsku Guðni Þórðarson vakti strax at- hygli sem blaðamaður. Voru það einkum myndskreyttar stórar greinar hans um menn og málefni sem vöktu eftirtekt en hann tók ljósmyndirnar sjálfur. Var þetta nýjung í íslenskri blaðamennsku sem Guðni varð fyrstur til þess að kynna hér. Guðni ferðaðist mikið til útlanda sem blaðamaður og hafði mörg járn í eldinum sem ungur maður. Er ég fór í mína fyrstu utanlandsferð 1954 til Danmerkur var ég sam- ferða Guðna í flugvélinni til Kaup- mannahafnar en hann hélt þá áfram til Hamborgar í viðskiptaerindum og var þá að huga að innflutningi. Brautryðjandi í hópferðum til sólarlanda Ferðalög Guðna til útlanda vöktu áhuga hans á ferðamálum. Hann var fljótlega beðinn að vera far- arstjóri í utanlandsferðum og í framhaldi af því ákvað hann 1959 að stofna ferðaskrifstofu. Valdi hann nafnið Sunna á skrifstofuna. Guðni varð fyrstur Íslendinga til þess að skipuleggja ódýrar hópferð- ir til sólarlanda. Hann lagði strax áherslu á að hafa ferðirnar ódýrar. Hann miðaði verðið við mán- aðarlaun Sóknarkvenna, þ.e. verð á orlofsferð til sólarlanda t.d. til Mal- lorka sem var uppáhaldsstaðurinn lengi vel, en Guðni varð fyrstur til þess að skipuleggja hópferðir þang- að. Guðni Þórðarson vann mjög merkilegt brauðryðjendastarf við að skipuleggja ódýrar sólar- landaferðir og orlofsferðir til ann- arra landa. Það má segja að hann hafi gert slíkar ferðir að almenn- ingseign. Stofnaði flugfélagið Air Viking Umsvif Guðna Þórðarsonar í ferðaskrifstofurekstri urðu fljótlega mjög mikil og leiddu til þess að hann stofnaði sitt eigið flugfélag, Air Viking. Keypti Guðni 3 þotur fyrir þann flugrekstur. Guðni lýsir rekstri Sunnu og Air Viking vel í bók sinni. Á þeim tíma sem Guðni starfaði við þennan rekstur voru ströng gjaldeyrishöft í gildi og allar lántökur erlendis háðar leyfum. Á þessum tíma sat viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks við völd í landinu. Það var ekki vel séð af öllum að Guðni Þórðarson skyldi hefja millilandaflug og rjúfa þá einokun sem verið hafði í flugrekstr- inum. Með því var veg- ið að Kolkrabbanum. Guðni tók ekki aðeins viðskipti frá Flug- leiðum heldur einnig frá dótturfyrirtæki þess, ferðaskrifstofunni Úrvali. Guðni lýsir því vel í bók sinni hvernig samgönguráðherra reyndi að torvelda og stöðva rekstur hans. Hvað eftir annað var honum neitað um gjaldeyrisyfirfærslur vegna leigu á flug- vélum og skemmti- ferðaskipum. Þurfti Guðni iðulega að ganga á fund Gylfa Þ. Gíslasonar við- skiptaráðherra til þess að fá leiðréttingu mála sinna. Guðni ber Gylfa vel söguna. Guðni skýrir frá því í bók sinni að Seðlabankinn (og Alþýðubankinn) í samráði við samgönguráðuneytið hafi að lokum stöðvað flugrekstur hans. Birtir Guðni minnisblað ráðu- neytisstjóra samgönguráðuneytis því til staðfestingar. Var ákveðið af þessum aðilum að loka öllum reikn- ingum Air Viking í Alþýðubank- anum vegna skulda að því er sagt var. Skuldir Air Viking voru þó ekki meiri í bankanum en margra annarra fyrirtækja sem voru í við- skiptum þar. Vegna þessara að- gerða stöðvaðist flugreksturinn fljótlega. Guðni segir í bók sinni að hér hafi verið um hreinar ofsóknir að ræða gegn honum og fyr- irtækjum hans til verndar Kol- krabbanum. Ævintýri líkast Í bókinni er skýrt frá ýmsum öðrum atvinnurekstri sem Guðni stundaði eða átti aðild að. Það má sjá í bókinni að ævi Guðna hefur verið ævintýri líkust. Hann er kom- inn af alþýðufólki og hóf sig upp á eigin verðleikum og iðjusemi. Hvað eftir annað var reynt að stöðva hann en hann lét aldrei bugast. Guðni er enn að þrátt fyrir háan aldur. Merkur brautryðjandi í ferðamálum Björgvin Guðmundsson fjallar um bókina um Guðna í Sunnu » Það má sjá í bókinniað ævi Guðna hefur verið ævintýri líkust. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.