Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 8. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SELLÓDRAUMAR SÆUNN ÞORSTEINSDÓTTIR SPILAR Í SALNUM >> 33 Í JAKKAFÖTUM, MEÐ BINDI OG BYSSU LÍFVERÐIR ÖRYGGISGÆSLA >> 18 LJÓNIÐ Júpíter smellir kossi á Önu Juliu Torres, konuna sem bjargaði honum van- nærðum úr hringleikahúsi fyrir sex árum. Torres má ekkert aumt sjá og hlúir að yfir 800 dýrum á dýraheilsuhæli sínu í Kólumbíu. AP Rómantískt ljón Eftir Hjálmar Jónsson og Kristján Torfa Einarsson VERÐ á mat- og drykkjarvöru er 62% hærra hér á landi en að með- altali innan þeirra 15 ríkja Evr- ópusambandsins í Vestur- og Suð- ur-Evrópu sem mynduðu það áður en það stækkaði í austur, sam- kvæmt nýjum tölum Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Matarverðið er hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi, sem er einnig á toppnum þegar kemur að öllum útgjöldum heimilanna, en þau eru 46% hærri hér en að meðaltali inn- an ESB. Raunar skera löndin utan ESB, Ísland, Noregur og Sviss, landbúnaðarvörum hér á landi. „Ef við viljum ná verðinu hér niður á svipað plan og annars stað- ar á Norðurlöndunum er sú toll- vernd sem landbúnaðurinn býr við stærsti þátturinn í því,“ segir Andrés en bætir við að fleira geti haft áhrif eins og mikill kaupmátt- ur, óhagstæð innkaup og ónóg samkeppni á smásölumarkaði. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, tekur undir með Andrési hvað varðar landbúnaðinn en að auki telur hann legu landsins og smæð markaðarins geta skýrt 10–12% verðmun milli Íslands og hinna Norðurlandaþjóðanna. sig úr hvað varðar hátt matarverð í samanburði við ríkin innan ESB. Noregur kemur næstur Íslandi með 52% hærra matarverð og í Sviss er það 40% hærra. Hæsta matarverðið innan ESB er í Dan- mörku þar sem það er 30% hærra en að meðaltali í „gamla“ Evrópu- sambandinu. Í Bretlandi er mat- arverð það sama og meðaltalið innan ESB. Í Svíþjóð er matar- verð 12% hærra en að meðaltali í ESB og í Finnlandi er það 16% hærra. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, segir nærtæk- ustu skýringuna vera hátt verð á Matarverð 62% hærra Öll útgjöld heimilanna 46% hærri hér en að meðaltali innan ESB                                     !   Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í LANGFLESTUM tilvikum hafa lifandi nýrnagjafar verið líffræðilega skyldir nýrna- þega eða makar þeirra. Guðjón Kristinsson er undantekning, en hann gaf þýskum vini sínum í Bremen annað nýrað úr sér og heilsast báð- um vel eftir aðgerðirnar. Með ólæknandi sjúkdóm Í samtali við Guðjón Kristinsson, fram- kvæmdastjóra Íslensks textíliðnaðar hf. í Mosfellsbæ, kemur fram að vinur hans til margra ára, Carl Eden, sé með ólæknandi nýrnasjúkdóm. „Þessi sjúkdómur er í fjöl- skyldu hans og þess vegna gat hann ekki feng- ið nýra úr börnum sínum eða systkinum. Kona hans vildi gefa honum annað nýrað úr sér en staðfesti hann að ég væri alveg hæfur og nógu hraustur til að gefa nýra. Í kjölfarið sendi ég blóðprufur út til Bremen og í september fór ég sjálfur út í rannsókn. Þá sat ég fyrir svörum hjá læknaráði Bremen sem samanstendur af lækni, lögfræðingi og sálfræðingi. Allt sem viðkemur nýrnaskiptum óskyldra einstaklinga í Þýskalandi er háð mjög ströngum skil- málum. Í stuttu máli þá kom í ljós að nýrun í okkur pössuðu 100% saman, ég var sam- þykktur sem nýrnagjafi og fór aftur út í októ- ber í aðgerðina.“ Guðjón er 54 ára, kvæntur og þriggja barna faðir. Hann segir að fjölskyldan hafi í fyrstu óttast aðgerðina en samþykkt hana að lokum. „Ég gat ekki annað en bjargað lífi vinar míns.“ nýrun pössuðu ekki saman. Hann sá fram á átta ára bið eftir nýra.“ Guðjón segir að frá því í nóvember 2005 hafi Carl verið bundinn við nýrnavél þrjá daga í viku. „Ég fann það á honum að lífslöng- unin var að hverfa hjá þess- um 67 ára gamla manni. Fyrir tæplega ári spurði ég hann í hvaða blóðflokki hann væri og hann reyndist vera í sama blóðflokki og ég. Þá bauð ég honum annað nýrað úr mér, fannst ég ekki geta gert annað, en hann vildi alls ekki þiggja það. Eftir að hafa rætt málið nokkrum sinnum féllst hann á að við létum skoða hvort þetta gengi upp. Ég talaði við Þorvald Magnússon nýrnalækni og að lokinni skoðun hjá honum Bjargaði lífi vinar síns í Þýskalandi  Óvenjuleg nýrnagjöf | Miðopna Guðjón Kristinsson Blíðviðrið suðvestanlands í gær varð m.a. til þess að eigendur lítilla flugvéla viðruðu var amalegt að líta yfir Perluna og önnur mannvirki í litríkri skammdegissólinni. fáka sína á Reykjavíkurflugvelli. Á hverjum klukkutíma fóru tugir véla á loft og ekki Morgunblaðið/ÞÖK Flogið í faðmi vetrar og sólar RÚSSNESKA orkufyrirtækið Transneft skrúfaði í gær fyrir flutning olíu frá Rússlandi til Póllands og Þýskalands um Hvíta-Rússland, eftir að talsmenn þess sökuðu stjórnvöld í Mínsk um að hafa stolið um 79.000 tonnum af olíu. Aðeins rúm vika er liðin frá því Hvít-Rúss- ar mótmæltu miklum verðhækkunum gasris- ans Gazprom um áramótin og er talið að þeir hafi litið á olíuna sem greiðslu fyrir nýja út- flutningstolla, sem Transneft telur ólöglega. Málið þykir undirstrika mikilvægi orkufram- boðs í stjórnmálum álfunnar, en í yfirlýsingu Transneft sagði, að Hvít-Rússar hefðu dælt eldsneyti úr hinni 4.000 km löngu olíuleiðslu „Druzhba“, eða „vináttu“, sem flytti það til Vestur-Evrópu. Hækkanirnar um áramótin þóttu koma harðstjóranum Alexander Lúkasj- enkó afar illa, en sérfræðingar óttast að þetta kunni að leiða til þess að birgjar hækki verð á olíu, dragist deila ríkjanna á langinn. Á móti kemur að birgðastaða ríkjanna er góð, en um 96% olíunotkunar Pólverja koma úr leiðslunni. Óttast áhrif olíudeilu á orkuverðið Rússar skrúfa fyrir olíu um Hvíta-Rússland ÍRÖSK fréttavefsíða sem hefur verið yfirlýst- ur stuðningsaðili Baath-flokksins, flokks Sadd- ams Husseins, fyrrverandi forseta, setti seint í gærkvöldi nýtt myndskeið á Netið sem sýnir Saddam látinn á líkbörum að lokinni aftökunni 30. desember sl. Saddam virðist hafa opið sár á hálsinum en upptakan var kynnt með þeim orðum að þar færi nýtt myndbrot „af hinum ódauðlega píslarvotti, Saddam Hussein“. Óljóst var hvort áverkarnir tengdust aftökunni sjálfri, en birtingin vekur fleiri óþægilegar spurningar fyrir Íraksstjórn eftir að mynd- band frá aftökunni olli mikilli reiði súnníta. Nýtt myndband birt af Saddam ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.