Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Makassar. AFP. | Indónesískt flutn-
ingaskip bjargaði í gær fimmtán
manns sem eytt höfðu síðustu níu
dögunum í björgunarbáti eftir að
ferja sökk undan strönd eyjunnar
Jövu. Fólkið var afar veikburða og
dó einn á leið flutningaskipsins til
hafnar.
Fólkið fannst um 160 km norður
af Balí og um 400 km austur af
þeim stað þar sem ferjan sökk í
hafið í ofsaveðri. Um sex hundruð
manns voru í ferjunni þegar hún
fórst en þar af hafa um 250 bjarg-
ast.
Hundruð manna biðu flutninga-
skipsins þegar það kom til hafnar í
Makassar á Sulawesi-eyju. Leit
stendur einnig yfir í nágrenni
Sulawesi að flaki flugvélar sem
fórst á nýársdag. 102 voru um
borð.
Enn verið
að bjarga
fólki
Fimmtán fundust
á björgunarbáti
THABO Mbeki, forseti Suður-Afríku (t.v.) fagnar 95 ára afmæli Afríska þjóðarráðsins (ANC) ásamt Zulu-leiðtog-
anum Jacob Zuma í Jóhannesarborg í gær. Zuma virðist ætla að eiga greiða leið aftur í forystusveit ANC eftir að
ákæru á hendur honum fyrir nauðgun var vísað frá á síðasta ári. Áður hafði ákærum um spillingu verið vísað frá.
Reuters
Glatt á hjalla í Jóhannesarborg
MJÖG er nú deilt í Danmörku um til-
lögur sem ríkisstjórnin hyggst
leggja fram á þingi og miða að því að
gera innflytjendum skylt að gangast
undir próf þar sem kunnátta þeirra í
dönsku og þekking á dönsku sam-
félagi er könnuð áður en þeir fá leyfi
til að sameinast fjölskyldu sinni í
Danmörku. Er ætlunin að leggja
samskonar próf fyrir trúarleiðtoga
sem vilja setjast að í landinu, þ. á m.
múslímaklerka, að sögn Berlingske
Tidende.
Ljóst er að umræddar tillögur eru
runnar undan rifjum Danska þjóð-
arflokksins, sem ekki á sæti í rík-
isstjórn Venstre, og Íhaldsflokksins
er veitir henni stuðning á þingi. En
komið er babb í bátinn. Æ fleiri liðs-
menn stjórnarflokkanna lýsa nú
andstöðu við tillögurnar sem eiga sér
fyrirmynd í lögum í Hollandi. „Það
getur ekki verið rétt að við setjum
lög um svo lítinn hóp af fólki,“ segir
Eyvind Vesselbo, talsmaður Venstre
í umhverfismálum. Danski þjóðar-
flokkurinn mun hafa komist að því að
með lögunum verði ekki komið bönd-
um á marga af þeim múslímaklerk-
um sem gagnrýndir hafa verið fyrir
ofstæki og jafnvel dufl við stefnu
hryðjuverkamanna.
Herða
kröfur til
nýbúa
Danir deila hart
um nýjar tillögur
Washington. AFP. | Öldungadeildar-
þingmaður demókrata, Joseph Bi-
den, hyggst sækj-
ast eftir
útnefningu flokks
síns vegna for-
setakosninganna
bandarísku 2008.
Biden hefur
setið á þingi frá
árinu 1972, en
hann er 64 ára
gamall. Hann
reyndi fyrir sér í
aðdraganda forvals demókrata 1988
en hætti við framboð. Biden hefur
lengi verið áhrifamaður í bandarísk-
um utanríkismálum og er nýtekinn
við sem formaður utanríkismála-
nefndar öldungadeildarinnar.
Biden
fer fram
Joseph Biden
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
DÓMSTÓLAR í Írak hafa fellt niður
allar ákærur gegn Saddam Hussein,
fyrrverandi forseta Íraks, vegna
fjöldamorða á Kúrdum á níunda ára-
tuginum en Saddam var líflátinn 30.
desember sl. eftir að hafa verið fund-
inn sekur í aðskildum réttarhöldum
um morð á 148 sjítum í Dujail 1982.
Margir Kúrdar eru ósáttir við að
Saddam skyldi tekinn af lífi áður en
búið var að ljúka réttarhöldum yfir
honum vegna ofsókna hans gegn
Kúrdum, 1980–88. Voru uppi vanga-
veltur um að réttað yrði yfir Saddam
vegna svonefndra Anfal-aðgerða,
sem kostuðu a.m.k. 182.000 Kúrda
lífið, jafnvel þó að hann sé látinn.
Af því verður hins vegar ekki. Er
ekki litið svo á að það sé gerlegt.
Áfram verður hins vegar réttað yfir
sex samverkamönnum Saddams,
sem sakaðir eru um stríðsglæpi og
glæpi gegn mannkyni vegna Anfal-
aðgerðanna. Meðal ákærðra er Ali
Hassan al-Majid, sem stundum er
nefndur „efnavopna-Ali“; hann er
raunar sakaður um þjóðarmorð.
Allir sakborningarnir eiga yfir
höfði sér dauðadóm verði þeir fundn-
ir sekir.
Barzan Ibrahim, hálfbróðir Sadd-
ams og yfirmaður leyniþjónustunnar
í valdatíð hans, var dæmdur til dauða
um leið og Saddam. Hið sama á við
um Awad Hamed al-Bandar, fyrr-
verandi yfirmann byltingarráðsins.
Írösk stjórnvöld sögðu að dauða-
dómum yfir þeim yrði framfylgt eftir
Eid al-Adha-trúarhátíðina, en henni
lauk fyrir sex dögum. Írösk stjórn-
völd hafa sætt ámæli fyrir aðdrag-
anda aftökunnar á Saddam og verið
hvött til að taka tvímenningana ekki
af lífi í bráð. BBC hefur hins vegar
eftir embættismönnum að aftökun-
um verði framfylgt í þessari viku.
Mannfall þrefaldaðist
Frá því er greint í The Wash-
ington Post í gær að meira en 17.000
Írakar hafi týnt lífi á seinni helmingi
ársins 2006; en um þreföldun var að
ræða frá fyrri helmingi ársins.
Sameinuðu þjóðirnar hafa áætlað
að meira en 28.000 óbreyttir borg-
arar hafi dáið í ofbeldisverkum á
fyrstu tíu mánuðum ársins 2006.
Fella niður allar frekari
ákærur gegn Saddam
Dauðadómi yfir Barzan Ibrahim og Awad Hamed al-Bandar framfylgt í vikunni?
Reuters
Bíða niðurstöðu Ali Hassan al-
Majid í réttarsalnum í gær.
Í HNOTSKURN
»Fullyrt er að 5.640óbreyttir borgarar og lög-
reglumenn hafi týnt lífi í of-
beldisverkum á fyrra helmingi
síðasta árs. Síðari sex mánuði
ársins var talan 17.310.
»Sakborningar í Anfal-réttarhöldunum segja að
aðgerðirnar hafi verið lög-
mætar aðgerðir yfirvalda
gegn uppreisnaröflum, þ.e.
Kúrdum sem studdu Írani í
stríði landanna, 1980–1988.
NÝJASTA tískubylgjan í New York
gengur út á að gera borgina að
bleiulausu svæði. Stofnuð hafa ver-
ið samtök sem breiða út kenningar
um að hægt sé að venja smábörn á
að nota koppinn eða klósettið þegar
á fyrstu vikum lífsins.
The New York Post ræddi nýlega
við Beth Schwartz sem á litla dótt-
ur, Eden, sem nú er 15 mánaða
gömul. Eden var aðeins fimm vikna
þegar hún pissaði í klósett í fyrsta
sinn og hefur varla notað bleiur eft-
ir það. Aðferðin er sögð byggjast á
því að foreldrar einbeiti sér að því
að skilja margvísleg boð sem börn
sendi frá sér um að nú þurfi þau að
hægja sér, læri að lesa í líkamstján-
ingu og ýmis hljóð.
Kostirnir eru meðal annars sagð-
ir vera að foreldrar nái góðu til-
finningasambandi við börnin með
því að fylgjast ávallt grannt með
þeim til að geta brugðist fljótt við
boðunum, eins og segir á vefsíðu
samtakanna, DiaperFreeBaby.org.
Strax á
koppinn
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
LÍKUR eru leiddar að því í sænsk-
um fjölmiðlum að utanríkisráðherr-
ann og hægrimaðurinn Carl Bildt
muni ef til vill verða að segja af sér.
Hann er nú í kastljósi ríkissaksókn-
ara landsins, Christer van der
Kwast, vegna sölu hlutabréfa sinna í
rússneska gas- og olíufélaginu Vo-
stok Nafta þar sem Bildt sat í stjórn
til skamms tíma. Hafa andstæðingar
Bildts gefið í skyn að um óbeinar
mútur hafi verið að ræða af hálfu
Rússa þegar ráðherrann nýtti sér
samninga um kauprétt.
Bildt sagðist í útvarpsviðtali í gær
fagna rannsókn saksóknarans. „Ég
tel prýðilegt að botn fáist í málið,“
sagði hann. „Ég átti rétt á umbun
fyrir þau störf sem ég hafði innt af
hendi [fyrir Vostok Nafta].“ Hann
var hins vegar afar ósáttur í sjón-
varpsþætti hjá TV4 á sunnudags-
kvöld og sakaði þáttastjórnandann
Ulf Kristofferson um að ofsækja sig
af flokkspólitískum ástæðum. „Þú
veist að þetta er ósatt. Þú tekur þátt
í að breiða út lygar,“ sagði ráð-
herrann í þættinum.
Bildt neitaði að svara spurningum
um tengsl sín við rússneska fyr-
irtækið. Danska blaðið Jyllands-
posten segir Bildt hafa „gengið af
göflunum“ þegar búið var að slökkva
á upptökuvélunum, hann hafi steytt
hnefann framan í Kristofferson.
Bildt var forsætisráðherra Sví-
þjóðar 1991–1994 og gegndi síðar
mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir
alþjóðasamfélagið á Balkanskaga.
Flokksbróðir hans, Fredrik Rein-
feldt forsætisráðherra varði Bildt í
gærmorgun í viðtali við TV4. Sagðist
Reinfeldt telja að ástæðan fyrir
gagnrýninni á Bildt og gerðir hans
væri að fæstir Svíar vissu hvað
kaupréttarsamningar væru. Sé því
auðvelt að gera þá sem hagnast á
slíkum samningum tortryggilega.
Þegar Bildt varð utanrík-
isráðherra í október sagði hann af
sér sem stjórnarmaður í Vostok
Nafta. Sænskir fjölmiðlar segja að
þar með hefði Bildt átt að missa
kaupréttinn en hann hafi þrátt fyrir
það fengið að kaupa bréfin.
Bildt seldi hlutabréf sín í Vostok
Nafta fyrir sem svarar tæplega 50
milljónum íslenskra króna í haust.
Vostok Nafta byggir afkomu sína
aðallega á hlutabréfum í rússneska
gasfyrirtækinu Gazprom sem er að
mestu í ríkiseigu og hyggst leggja
gasleiðslu um Eystrasalt. Gagnrýn-
endur Bildts telja hann vera í lyk-
ilstöðu sem utanríkisráðherra til
hafa áhrif á þá ákvörðun hvort Gazp-
rom fær að leggja leiðsluna í grennd
við eyjuna Gotland.
Umrædd leiðsla er mikið hitamál,
m.a. vegna deilna um hugsanlegar
afleiðingar hennar á umhverfið.
Reinfeldt forsætisráðherra segist
ekki sjá neitt athugavert við að Bildt
taki þátt í umfjöllun stjórnarinnar
um málið og bendir á að allar
ákvarðanir verði teknir af rík-
isstjórninni í sameiningu.
Kaupréttarsamningur sænska utanríkisráðherrans við rússneskt olíufyrirtæki
Bildt sakaður um spillingu
Reuters
Þungar sakir Carl Bildt, utanrík-
isráðherra Svíþjóðar.
♦♦♦