Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● Hlutabréf hækkuðu í verði í kaup- höllinni í gær. Úrvalsvísitalan hækk- aði um 0,69% í viðskiptum fyrir rúma 11,2 milljarða króna og var skráð 6.773 stig undir lok dagsins. Tölu- verð velta var sömuleiðis á skulda- bréfamarkaði eða fyrir 12.813 millj- ónir króna. Hlutabréf 365 hækkuðu um 2,7% og bréf Kaupþings um 1,46% og bréf Glitnis um 1,25%. Bréf Alfesca lækkuðu um 1%. Úrvalsvísitalan hækk- að um 5,66% á nýju ári ● VÍS hefur gert samning við franska fyr- irtækið Comp- agnie de Ges- tion et d’Assurances (COGEAS) um vátrygg- ingasamstarf á sviði frum- og end- urtrygginga. Samningurinn tekur til sjó- og farmtrygginga í Frakklandi. COGEAS selur vátryggingar í gegn- um nokkra af virtustu sjó- og farm- tryggingamiðlurum Frakklands, segir í tilkynningu frá VÍS. Samkomulagið veitir VÍS aðgang að franska sjó- og farmtryggingamarkaðnum og felur í sér að félagið tekur þátt í sam- áhættu með öðrum vátryggjendum á franska markaðnum á borð við Gro- up AMA, Generali, SIAT og AXA. COGEAS mun vera leiðandi félag á sínu sviði í Frakklandi og nær saga þess aftur til ársins 1954. Á síðasta ári námu iðgjöld vátrygginga sem miðlað var fyrir tilstuðlan COGEAS hátt í 10 milljónum evra, eða um 900 milljónum króna. VÍS semur við franskt fyrirtæki ● FJÁRMÁLASTJÓRASKIPTI hafa orð- ið hjá Alfesca hf. Kristinn Albertsson tilkynnti stjórn félagsins að hann ætlaði að láta af störfum, en hann hefur ráðið sig til Samskipa. Við starfi hans hjá Alfesca tekur Philippe Perrineau, sem hefur verið fjár- málastjóri Labeyrie, dótturfélags Al- fesca í Frakklandi. Kristinn mun starfa hjá félaginu næstu mánuði á meðan nýr maður tekur við starfi fjármálastjóra. Hættir hjá Alfesca magnsmarkaði enda telja þeir horf- ur þar góðar í ár. Þetta sé þó að mestu leyti þegar komið inn í gengi bréfa Kaupþings. Sérfræðingar Morgan Stanley reikna með að fjármögnunarkostn- aður Kaupþings eins og hann birt- ist í álagi ofan á millibankavexti muni minnka eftir því sem innlán verði stærri hlutur af fjármögnun og eins er bent á að líklegt sé að hærra eiginfjárhlutfall með hluta- fjárútboðinu í nóvember muni einn- ig ýta undir lækkandi fjármögnun- arkostnað. Jákvæð matsskýrsla frá Morgan Stanley Gengi bréfa í Kaupþingi hefur hækkað um 7,6% í ár Morgunblaðið/Sverrir Jákvæð skref Á meðal jákvæðra aðgerða að mati Morgan Stanley er að losað var um krosseignarhald milli Kaupþings og Exista. Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÞAÐ ER skammt stórra högga á milli í greiningu stærstu alþjóðlegu fjármálafyrirtækjanna á Kaup- þingi; í síðustu viku gaf Citigroup, stærsti banki heimsins, út ýtarlega verðmatsskýrslu um Kaupþing þar sem mælt var með kaupum á bréf- um félagsins. Í gær kom síðan út ný verðmatsskýrsla frá Morgan Stanley þar sem mælt er með markaðsvogun hlutabréfa í Kaup- þingi en svokallað verðmats- og markgengi Morgan Stanley er þó yfir gengi bréfa Kaupþings eða 937 íslenskar krónur á hlut. Yfir núverandi gengi Gengi bréfa Kaupþings hækkaði um 1,5% í gær og fór í 905 krónur á hlut og hefur hækkað um 7,6% frá áramótum en verðmatsgengi Morgan Stanley er þó engu að síð- ur um 3,5% hærra. Von er á að minnsta kosti tveim- ur skýrslum alþjóðlegra fjármála- fyrirtækja til viðbótar um Kaup- þing á næstu vikum en greinilegt er að alþjóðlegt hlutafjárútboð Kaupþings í nóvember hefur orðið til þess að auka áhuga erlendra greinenda og þá væntanlega um leiða erlendra á Kaupþingi. Sérfræðingar Morgan Stanley er jákvæðir gagnvart virkri þátttöku Kaupþings á heildsölu- og fjár- Í HNOTSKURN » Sérfræðingar MorganStanley telja að Kaupþing geti vaxið enn frekar utan Ís- lands þótt stöðnun verði á Ís- landi. » Þeir gera ráð fyrir áfram-haldandi ytri vexti Kaup- þings enda sé slíkt beinlínis „í genum bankans“. Þeir reikna þó síður með að Kaupþing muni ráðast í yfirtökur á þessu ári. EFTIR að Promens, dótturfyrirtæki Atorku, gekk frá yfirtöku á norska fyrirtækinu Polimoon nú milli jóla og nýárs nemur velta sameinaðs fyrir- tækis 720 milljónum evra, jafngildi 65 milljarða íslenskra króna. Fyrir kaupin var velta Promens um 14 milljarðar króna. Forsvarsmenn Promens og Atorku kynntu starfsemi félagsins að yfirtökunni lokinni í gær. Á fundin- um kom m.a. fram að nú rekur félag- ið 60 verksmiðjur í 20 löndum í þrem- ur heimsálfum. Starfsmenn eru 5.400 talsins og fyrirtækið framleiðir 160 þúsund tonn af plastvörum árlega. Starfsemi á Íslandi 2% af heild Promens greiddi um 15 milljarða fyrir Polimoon en heildarvirði fé- lagsins, miðað við greitt verð, er um 27 milljarðar. Kaupin voru fjár- mögnuð með eigin fé og breytanleg- um lánum sem eru sölutryggð af Atorku og Landsbanka Íslands. Eftir yfirtökuna nemur starfsemi Promens á Íslandi aðeins 2% af heildarumsvifum fyrirtækisins. Velta Promens í 65 milljarða Reka 60 verksmiðjur í 20 löndum eftir yfirtöku á Polimoon Morgunblaðið/Árni Sæberg Sameining Promens kynnti þær breytingar sem hafa orðið á starfsemi fé- lagsins í kjölfar yfirtöku á norska plastfyrirtækinu Polimoon. Heimastjórn Grænlands og orkufyrirtækið Norsk Hydro hafa gert með sér sam- komulag um rannsókn á byggingu álvers á Grænlandi. Samkomulagið var kynnt á blaðamannafundi í gær og þar kom fram að Hydro vill reisa 300 þúsund tonna álver á Grænlandi, að því er kemur fram í norska viðskiptadagblaðinu Da- gens Næringsliv. Orkunotkun Álvers af þessari stærðargráðu er um 500 MW, en til samanburðar var álframleiðsla á Íslandi rúm 300 þúsund tonn í fyrra og framleiðslugeta álversins á Reyðarfirði verður um 340 þús- und tonn á næsta ári. Skoða gufuaflsvirkjanir „Grænland er góð staðsetning fyr- ir álframleiðslu því þaðan getum við þjónað helstu mörkuðum fyr- irtækisins í Evrópu og Bandaríkj- unum,“ er haft eftir Torstein Dale Sjøtveit, aðstoðarforstjóra Norsk Hydro, á heimasíðu fyrirtækisins, en hann er yfirmaður álfram- leiðslu fyrirtækisins. Sjøtveit segir að samkomulagið feli m.a. í sér rannsókn á því hvort hægt verði að reisa gufuafls- virkjun á Grænlandi. Fyrirhugað er að fyrstu niðurstöður sam- starfsverkefnisins muni liggja fyr- ir í apríl á þessu ári. Hydro íhug- ar álver á Grænlandi              3##4 89  :  '  3* $5 6 ) 73* $* 5 3* $  58 ) %8' $ ) & 6 ) 73*  &&  6 ) 73* 26 ) 73* 6  9 &3* :*%&7 *4 (" # - 7+ (9 &3* 2 #9 &" #3* 1 3* 1) 5 3) 3*  %   ! *93* ; 3* ; /9&<' < 3*  ( 6 ) 73* =5  #  6 ) 7:)# (3* =5  #56 ) 73* >?3 !3* @1A$ B C%3* B C(( ( %  3* D    3* ='/  (##  *4 (   # * '1>  ' :6 #3* : %7! 3* '#   ' 0$ "#0 0$ "0$, " 0  !#0 !0  !0 $0 !,0# ##0 0 ,0  0 ! 0$ !0"! !#0 0 "0!                                              : #  &7  # (  B9) )&# ( - 7                                                                                                    D&7  & 0 % $B:F$ 3 (   !# &7                           &  > # G H8 !+ , + 10! 10! I I B J$A "+$ "+", 20 10! I I K$K @1A )&&3 +$ +# 0 20! I I @1A-3* >&&  #+$! 0 0 I I =KA J)LM) "+## !+! 10# 10! I I Frumsýnum 2007 árgerðirnar 5.–10. janúar! Komdu og sjáðu það allra nýjasta í hjólhýsum, fellihýsum og öðru tilheyrandi, að Fiskislóð 1. Við minnum á að við tökum gamla vagninn upp í nýjan. Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.