Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 21
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 21
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Að hafa skipulögð og skýrmarkmið veitir fólki frelsi,“segir Þorsteinn Garð-arsson, viðskiptafræðingur
og höfundur Framkvæmdabók-
arinnar 2007. „Það er eitt sem við eig-
um öll jafnmikið af – og það er tími.
Það hefur enginn fleiri en 24 tíma í
sólarhringnum, enginn fleiri en sjö
daga í vikunni og enginn fleiri en 365
daga í árinu. Tímanum er hnífjafnt
skipt á milli okkar,“ segir hann og
brosir. „Líf okkar er þessi tími og það
skiptir því miklu máli hvernig við för-
um með hann. Kannanir hafa sýnt að
97% fólks setja sér ekki markmið.
Ástæður þess eru m.a. þær að það
hefur ekki fengið hvatningu, óttast að
mistakast eða það veit ekki hvernig á
að fara að því. Það er hins vegar eftir
miklu að slægjast því það að hafa
markmið kallar fram það besta í okk-
ur og vísar okkur í rétta átt. Það eyk-
ur sjálfstraustið og bætir sjálfs-
ímyndina. Markmiðasetning er
sterkasta aflið til þess að hvetja sjálf-
an sig áfram, efla sköpunargáfuna og
framkvæma.“
Skrifleg skuldbinding
og markmið
– En hvernig á að setja sér mark-
mið?
„Ég tel að viðhorf og gildi hverrar
manneskju endurspeglist í mark-
miðum hennar eða markmiðaleysi og
þess vegna sé fyrst mikilvægt að gera
sér grein fyrir þeim. Hugsun okkar
mótast annars vegar af staðreyndum
og hins vegar af viðhorfi okkar. Við
ráðum sjaldnast nokkru um stað-
reyndir og því þurfum við að temja
okkur að horfast blákalt í augu við
þær, hvort sem þær eru okkur í vil
eða ekki. Góðu fréttirnar eru hins
vegar þær að við getum valið með
hvaða viðhorfi við mætum til verka og
samskipta og hvaða viðhorf við höfum
til okkar sjálfra. Gullnáma hvers og
eins liggur í hugarfarinu. Þau viðhorf
sem við veljum ráða árangri okkar.
Þess vegna er mikilvægt að við séum
meðvituð um viðhorf okkar og gildi.
Það er mjög gott að skrifa gildi sín
og viðhorf niður, t.d. í formi yfirlýs-
inga, en þannig er auðvelt fyrir alla að
sjá fyrir sér þá manneskju sem mað-
ur vill vera. Ef eitt af viðmiðum þín-
um er frumkvæði þá skaltu sjá þig
fyrir þér sem þann sem hefur frum-
kvæði. Dæmi um aðrar yfirlýsingar
væru t.d.: „Ég tek á vandamálum af
festu, ró og öryggi,“ eða „Jákvæðni
mín vex dag frá degi.“ Í skriflegum
yfirlýsingum af þessu tagi felst
ákveðin skuldbinding.“
Sköpunin snýst um leiðirnar
Þorsteinn, sem hefur haldið fjölda
námskeiða um markmiðssetningu,
segir að þegar fólk hafi skilgreint við-
horf sín til starfs, samskipta og sjálfs
sín veitist því auðveldara að setja sér
markmið sem byggjast á þeim. „Það
er gott að setja sér markmið fyrir allt
árið og skrifa þau niður. Spurningar
eins og: Hvað vil ég vera, eiga og gera
á árinu? Hvers vegna vil ég það? Og
síðast en ekki síst hvernig mun ég
koma því í verk? Ársmarkmiðin get-
um við kallað meginmarkmið en með
vísun til þeirra er nauðsynlegt að fólk
setji sér markmið í hverri viku til að
vinna að. Þúsund mílna ganga hefst
ávallt á fyrsta skrefinu.“
Hann hefur sérhannað fram-
kvæmdadagbók til þess að hjálpa
fólki að ná markmiðum sínum og
koma hlutum í verk. „Í þekking-
arsamfélögum eru störf ekki eins
sýnileg og í bændasamfélaginu. Þess
vegna er mikilvægt að hafa verkfæri
sem auka skilvirkni og draga jafn-
framt úr streitu, sem er fylgifiskur
margra starfa. Framkvæmdabókin er
þetta skipulagsverkfæri, sem hjálpar
þér að framkvæma. Þar hefurðu
heildarsýn yfir öll þín mál á einni
opnu sem nær yfir viku í senn. Hverri
opnu er skipt í fjögur meginsvæði, í
fyrsta lagi er þar dagbókarhluti, í
öðru lagi dálkur fyrir smærri mál sem
þarf að afgreiða í vikunni, í þriðja lagi
dálkur fyrir markmið og verkefni vik-
unnar og í því fjórða eru svo verkefni
sem maður hefur framselt til annarra
en þarf ef til vill að fylgja eftir.
Þegar svo skipulag er komið á
markmiðin þá þarf ekki lengur að
velta því fyrir sér hvert er stefnt held-
ur er hægt að beita sköpunargáfunni
að því einu hvernig á að komast þang-
að. Í því felst frelsið.“
Njóttu frelsis, nýttu tímann
og framkvæmdu markvisst
Morgunblaðið/G.Rúnar
Sköpun Þorsteinn Garðarsson viðskiptafræðingur segir markmiðssetn-
ingu vel til þess fallna að leysa sköpunargáfu fólks úr læðingi.
Framkvæmdabókin Verkfæri til
þess að hjálpa fólki að setja og ná
markmiðum.
Kannanir hafa sýnt að
97% fólks setja sér ekki
markmið. Ástæður þess
eru m.a. þær að það hefur
ekki fengið hvatningu,
óttast að mistakast eða
það veit ekki hvernig á að
fara að því.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
TIL FASTEIGNAEIGENDA