Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞJÓÐFÉLAG OFBELDIS
Ekki voru margir dagar liðnirfrá því að þrír piltar réðust átvo aðra, börðu þá og spörk-
uðu í þá, þar á meðal í höfuðið með
þeim afleiðingum að annar piltanna
liggur alvarlega slasaður á sjúkra-
húsi, þar til nýtt ofbeldisverk var
framið.
Að þessu sinni voru það tvær ung-
lingsstúlkur, sem réðust á þá þriðju
með svokallaðri hafnaboltakylfu. Þær
létu ekki nægja að berja hana með
kylfu heldur fylgdu árásinni eftir með
hnefahöggum. Notkun hafnabolta-
kylfa í þessu skyni er alþekkt úr bíó-
myndum og öllum má ljóst vera, að
það er mikil mildi, að fórnarlambið
varð ekki verr úti. Það er hægt að
drepa annað fólk með þessum kylfum.
Það er líka hægt að drepa fólk með því
að sparka í það og ekki sízt í höfuð
þess.
Ætli þessir unglingar geri sér grein
fyrir því? Er einhver skynsamleg
ástæða til þess að ætla að þeir geri sér
ekki grein fyrir því?
Það dugar hins vegar ekki að ásaka
unglingana eina. Íslenzkt þjóðfélag er
orðið þjóðfélag ofbeldis. Það er hægt
að beita ofbeldi með hafnaboltakylf-
um og spörkum en það er líka hægt að
beita ofbeldi á margan annan hátt
eins og allir vita. Það er kominn tími
til að þjóðin skeri upp herör gegn öllu
ofbeldi hvar sem því er beitt. Verði
það ekki gert og þessi þróun stöðvuð
verður óþolandi að búa á Íslandi.
Ofbeldið, sem einkennir orðið ís-
lenzkt samfélag, er eitt helzta um-
ræðuefnið manna á meðal um þessar
mundir og hver spyr annan hvernig
bregðast eigi við. Það er ekki auðvelt
að svara þeirri spurningu en eitt svar
hlýtur þó að leita mjög á fólk í um-
ræðum um ofbeldisþjóðfélagið og það
er einfaldlega að þetta samfélag þurfi
á auknum aga að halda. Kannski hef-
ur það alltaf þurft á auknum aga að
halda.
Agaleysi er eitt helzta einkenni
samfélags okkar. Það birtist okkur
alls staðar. Ekki sízt í umferðinni þar
sem agaleysi á mikinn þátt í þeim
fjölda umferðarslysa, sem við þurfum
að kljást við. Agaleysi er líka einkenni
á framkomu ýmissa aldurshópa, ekki
sízt unglinga. Agaleysi hinna full-
orðnu kemur m.a. fram í því, hvernig
talað er um annað fólk og hvernig
skrifað er um annað fólk.
Það þarf að skapa hér þjóðarhreyf-
ingu gegn ofbeldi í öllum myndum,
bæði hinna yngri og þeirra eldri. Þótt
aukinn agi geti verið svarið við of-
beldinu að einhverju leyti leysir hann
ekki allan vanda. Rætur ofbeldis-
hneigðarinnar í samfélagi okkar
liggja dýpra og við verðum að rífa
þær upp með öllum tiltækum ráðum.
Við, hinir fullorðnu, höfum búið til
það umhverfi, sem kallar fram ofbeld-
ishneigðina í ungu fólki, sem ræðst á
jafnaldra sína með þeim ógeðslega
hætti, sem dæmi eru um. Við höfum
búið þetta umhverfi til. Við verðum að
taka höndum saman um að hreinsa
þennan óþrifnað út. Það verður ekki
lítið verk.
FLUGELDAÆÐIÐ
Notkun flugelda í kringum ára-mótin er komin út í fullkomna
vitleysu. Talið er að um þessi áramót
hafi Íslendingar skotið upp 30% fleiri
flugeldum en í fyrra, sem var auðvit-
að líka metár. Þjóðin eyddi 500–600
milljónum króna í hamaganginn.
Skothríðin á þrettándanum í ár var
eins og á gamlárskvöld fyrir nokkr-
um áratugum.
Um hver áramót berast fréttir af
afleiðingum þessa skotæðis sem
rennur á þjóðina. Fólk slasast vegna
rangrar notkunar flugelda, vegna
gallaðra flugelda eða fikts með
sprengiefni. Póst- og ruslakassar eru
sprengdir í loft upp. Húsdýr tryllast
og týnast. Stundum kviknar í af völd-
um flugelda. Þeir valda heyrnar-
skemmdum, hræðslu hjá börnum og
ónæði að næturlagi í meira en viku.
Skothríðin í Reykjavík er orðin svo
yfirgengileg að svifryksmengun er
langt yfir heilsuverndarmörkum á
gamlárskvöld, með tilheyrandi óþæg-
indum fyrir þá sem eru veikir fyrir;
hafa öndunarfæra- eða lungnasjúk-
dóma.
Á móti þessu kemur auðvitað að
flestum finnst flugeldar skemmtileg-
ir. Og sala þeirra er mikilvægasta
fjáröflunarleið björgunar- og hjálp-
arsveita í landinu. En er sóunin,
mengunin og slysin óhjákvæmilegir
fylgifiskar þess að hafa gaman af
flugeldum og styrkja björgunarsveit-
irnar? Það má draga verulega í efa.
Víða um lönd er einfaldlega bannað
að skjóta upp flugeldum nema með
sérstöku leyfi. Annars staðar eru
reglur rýmri. Þannig hefur til dæmis
háttað til í Noregi, en þar eru menn
nú að verða búnir að fá nóg af slysum
af völdum skotelda um áramót. Stutt
er síðan ungur Norðmaður lézt er
hann fékk í sig rakettu. Nefnd á veg-
um norsku almannavarnanna hefur
einróma lagt til að sala á stórum rak-
ettum til almennings verði bönnuð. Í
Noregi hafa komið fram hugmyndir
um að í stað almenns skotæðis verði
komið á flugeldasýningum á vegum
sveitarfélaga um áramótin.
Það gleymist stundum að flugeldar
eru búnir til úr sprengiefni og heyra
undir vopnalög. Sala þeirra og með-
ferð, nema með sérstöku leyfi, er
bönnuð 355 daga á ári. Það er góð
ástæða fyrir því banni. Og auðvitað er
ákveðin þversögn í því fólgin að
mestu af flugeldum skuli skotið upp
einmitt þá nótt ársins, sem einna
flestir eru undir áhrifum áfengis, þótt
allir ættu að gera verið sammála um
að áfengi og meðferð sprengiefna fer
alls ekki saman.
Er ekki hægt að vinda ofan af
þessu flugeldaæði með því að tengja
saman fjáröflun björgunarsveitanna
og glæsilegar flugeldasýningar í bæj-
um og borgarhverfum? Gæti almenn-
ingur með öðrum orðum ekki heitið á
björgunarsveitirnar að standa fyrir
sem glæsilegustum flugeldasýning-
um á gamlárskvöld? Þá gætu allir
skemmt sér við að horfa á flugeldana
og skothríðin væri í höndum alls-
gáðra fagmanna.
MORGUNBLAÐIÐ á þakkir
skildar fyrir umræðu um húsnæð-
isvanda Landspítalans í frétt þ. 2.
janúar („Heilbrigðisstarfsfólk mót-
fallið sölu Heilsuverndarstöðv-
arinnar“) og í ritstjórn-
argrein þ. 3. janúar sl.
(„Vond sala á góðu
húsi“). Raunar er nú-
verandi húsnæðisvandi
spítalans miklu meiri
en fram kemur í
blaðinu. Hvort sem það
var vond ákvörðun eða
ekki að selja Heilsu-
verndarstöðina er
nokkuð augljóst að
þetta mikla og fallega
hús, í nágrenni Land-
spítalans við Hring-
braut, hentar mjög vel
til að leysa þann mikla
húsnæðisvanda sem takast þarf á
við á næstu árum og allar götur
þar til nýi spítalinn neðan Hring-
brautar hefur verið tekinn í notk-
un. Undirrituðum, sem starfar á
sérhæfðri rannsóknastofu í 30 ára
gömlu „bráðabirgðahúsi“, er málið
skylt.
Eign eða afnot
Reynir Tómas Geirsson prófess-
or rekur málið út frá sjónarhorni
mæðraverndar og fæðingar- og
kvennadeildar LSH. Hann segist
ekki hafa „hitt þann heilbrigð-
isstarfsmann sem hefir verið
hlynntur sölunni“ á Heilsuvernd-
arstöðinni. Óhætt er að taka undir
þau orð. Undirrituðum finnst það
þó ekki skipta öllu máli hver eða
hverjir eru eigendur hússins, hitt
skiptir miklu meira
máli að húsið fáist til
afnota fyrir LSH
næsta áratuginn,
fyrir þá nauðsynlegu
heilbrigðisþjónustu
sem þar er veitt
borgarbúum og
landsmönnum öllum.
Neyðarkall frá
starfsmönnum
Ekki er mikill
vandi að setja fram
skoðanir starfs-
manna LSH á hús-
næðisvandanum.
Hjúkrunarráð gerir til dæmis með
reglulegu millibili athugun á stöð-
unni á spítalanum og ástandinu á
öllum sviðum. Setningabrot úr
fundargerðum frá 2004 og 2005
lýsa vel þeim vanda sem hjúkr-
unarfræðingar hafa átt við að etja
undanfarin ár. „Mikið álag, mjög
veikt fólk, tæpt á mönnun.“ –
„Húsnæðisvandi sem allir finna
fyrir, viðhaldi húsnæðis ábóta-
vant.“ – „Enn mikill vandi vegna
takmarkaðrar aðstöðu.“ – „Hús-
næðisvandi. Gengur illa að koma
sjúklingum á deildir.“ – „Y
lagnir eru almennt vandm
staðar á sviðinu.“ (Aths.:
nefnt „yfirinnlögn“ þegar
sjúklingar eru á deild en
fyrir, hefur einnig verið n
sjúklingar liggi „á göngum
„Ljóst að nú eru veikari s
á deildum.“ – „Dagdeild þ
stækka, alltaf yfirlagnir.“
mætti áfram telja, en skil
eru skýr: Húsnæðið er ví
þröngt að starfsemin er í
Ákall frá stjórn spítala
Á sama hátt má leiða fr
horf yfirstjórnar spítalan
að vitna í nokkrar fundar
Stjórnarnefnd Landspítal
skólasjúkrahúss í ágúst 2
„Brýnt er að bæta aðstöð
manna og sjúklinga, óháð
ingaráformum. Bent var á
Eftir Jóhann
Heiðar Jóhannsson »Hér með er skheilbrigðisráð
neytið að hlusta á
ir stjórnar og star
manna spítalans o
taka það til vandl
athugunar hverni
hægt er að leysa þ
alvarlega vandmá
Jóhann Heiðar
Jóhannsson
Alvarlegur húsnæðisvandi
Í október sem leið gaf GuðjónKristinsson, framkvæmda-stjóri Íslensks textíliðnaðarhf. í Mosfellsbæ, þýskum vini
sínum annað nýra sitt. Guðjón er
ósköp venjulegur fjölskyldumaður í
Mosfellsbæ, en það sem er óvenju-
legt við nýrnagjöf hans er að hann
gaf annað nýra sitt útlendingi sem
býr í öðru landi. Runólfur Pálsson,
yfirlæknir nýrnalækninga á Land-
spítala – háskólasjúkrahúsi, segir
að sér sé ekki kunnugt um að slíkt
hafi gerst áður.
Vinur í raun
„Þetta kom þannig til að þessi
ágæti vinur minn til margra ára,
Carl Eden, er með ólæknandi
nýrnasjúkdóm, svokallað blöðr-
unýra,“ segir Guðjón. „Þessi sjúk-
dómur er í fjölskyldu hans og þess
vegna gat hann ekki fengið nýra úr
börnum sínum eða systkinum.
Kona hans vildi gefa honum annað
nýra sitt en nýrun pössuðu ekki
saman. Hann sá fram á átta ára bið
eftir nýra, þar sem mjög erfitt er að
fá nýra úr lifandi einstaklingum í
Þýskalandi og átta ára bið eftir
nýra úr látnum einstaklingi. Carl
hefur komið til Íslands á hverju ári í
29 ár og við höfum farið saman að
veiða. Hann segist ekki þrífast
nema hann komi til Íslands að
minnsta kosti einu sinni á ári og ég
lít á hann sem Íslandsvin númer
eitt. Frá því í nóvember 2005 var
hann bundinn við nýrnavél þrjá
daga í viku og ég fann það á honum
að lífslöngunin var að hverfa hjá
þessum 67 ára gamla manni. Fyrir
tæplega ári spurði ég hann í hvaða
blóðflokki hann væri og hann
reyndist vera í sama blóðflokki og
ég. Þá bauð ég honum annað nýra
mitt, fannst ég ekki geta gert ann-
að, en hann vildi alls ekki þiggja
það. Eftir að hafa rætt málið nokkr-
um sinnum féllst hann á að við lét-
um skoða hvort þetta gengi upp. Ég
talaði við Þorvald Magnússon
nýrnalækni og að lokinni skoðun
hjá honum staðfesti hann að ég
væri alveg hæfur og nógu hraustur
til að gefa nýra. Í kjölfarið sendi ég
blóðprufur út til Bremen og í sept-
ember fór ég sjálfur út í rannsókn.
Þá sat ég fyrir svörum hjá lækna-
ráði Bremen sem samanstendur af
lækni, lögfræðingi og sálfræðingi.
Allt sem viðkemur nýrnaskiptum
óskyldra einstaklinga í Þýskalandi
er háð mjög ströngum skilmálum
og til dæmis er gengið úr skugga
um að ekki sé verið að versla með
líffæri enda það stranglega bannað.
Í stuttu máli þá kom í ljós að nýru
okkar pössuðu 100% saman, ég var
samþykktur sem nýrnagjafi og fór
aftur út í október í aðgerðina.“
Frískir veiðivinir
Guðjón segir að um frekar mikla
aðgerð hafi verið að ræða og hann
hafi verið nokkrar vikur að ná sér
fyllilega en hann hafi ekki verið
lengi frá vinnu. „Ég var í tölvusam-
bandi tveimur dögum eftir aðgerð
og kominn í vinnu tveimur vikum
síðar.“ Hann bætir við að það taki
nokkurn tíma fyrir hitt nýrað að
taka við virkni beggja nýranna.
Blóðhreinsunin hafi ekki verið al-
veg nógu góð til að byrja með en
það eigi að lagast smám saman.
„Hins vegar er Carl, vinur minn,
eins og nýr maður, en á þriðja degi
eftir aðgerðina var blóðhreinsunin
komin í fullt lag hjá honum.“
Félagarnir kynntust í gegnum
viðskipti en samfara því að við-
skiptatengslin minnkuðu stöðugt
jókst vinskapurinn með hverju
árinu. Guðjón lærði í Þýskalandi og
leiðir þeirra lágu saman í fyrstu Ís-
landsferð Carls 1977. „Í ljós kom að
hann var áhugamaður um veiði og
ég bauð honum með mér í veiðitúr
sem hefur verið árlegur viðburður
síðan þar til í sumar sem leið, þegar
hann komst ekki til Íslands vegna
veikindanna. En við stefnu
að taka upp veiðiskapinn
ný næsta sumar.“
Hvatning fyrir aðra
Nýrnagjöfin vakti töluv
Óvenjuleg nýrna
Þegar rætt er um nýrnagjöf lifandi gjafa er í lang-
flestum tilfellum um líffræðilega skylt fólk eða maka
að ræða. Guðjón Kristinsson er undantekning, en
hann gaf þýskum vini sínum í Bremen annað nýra
sitt. Steinþór Guðbjartsson ræddi við Guðjón.
Nýrnagjafinn Guðjón Kri
Veiðimaður Carl Eden he
í 29 ár og ætlar að nota na