Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Borgarfjörður eystri | Hreppsnefnd Borgarfjarðar eystri heiðraði ný- verið Magna Ásgeirsson fyrir frammistöðu hans í sumar í Rock- star Supernova og jákvæða kynn- ingu sem Borgarfjörður eystri fékk í því samhengi. Magna var afhentur blómvöndur sem ætlaður var fyrir konu hans og sérunninn gripur. Á gripinn var grafin mynd af Magna, merki Rockstar Supernova og áletrunin: „Frammistaða þín og framkoma er okkar sómi – hrepps- nefnd Borgarfjarðarhrepps“. Grip- urinn var afhentur Magna 23. des- ember sl. af oddvita hreppsins, Jakobi Sigurðssyni. Heiðursgrip- urinn var unninn í Álfasteini sem m.a. sérhæfir sig í að vinna sér- hannaða gripi til gjafa úr til dæmis íslensku bergi og silfri. Magni var einnig kjörinn Austfirðingur ársins 2006 á vefnum austurlandid.is. Magni heiðraður heima á Borg- arfirði eystri FRÉTTIR Kárahnjúkavirkjun | Hálslón er ríf- lega 10 metrum hærra nú en hefði verið miðað við meðalrennsli Jöklu undanfarin 20 ár. Lónið er orðið um 16 ferkílómetrar og hæð vatns- borðsins um 567 metrar. Það hefur hækkað um fimm metra á sl. hálf- um mánuði og er skýringin asa- hlákan með tilheyrandi flóðum skömmu fyrir jól. Vatnsborðið hækkaði m.a. um tvo og hálfan metra frá 20. desember til 4. jan- úar. Fyrr í desember hækkaði vatnsborðið hins vegar um hálfan metra á viku að jafnaði og má af því sjá að hlýindin í aðdraganda jóla höfðu mikil áhrif. Nú hefur kólnað í veðri og þá hægir á rennsli í lónið. Hálslón orðið 16 ferkílómetrar og 567 metra djúpt Egilsstaðir | Farþegafjöldi um Eg- ilsstaðaflugvöll hefur aukist um tæplega 24 þúsund farþega miðað við árið 2005 og farþegaflug Flug- félags Íslands til Egilsstaða jókst um tæp 9% á milli ára. 150.748 farþegar fóru um völlinn á síðasta ári og 2.737 flugvélar lentu á vellinum. Aukningin í lend- ingum er 153 vélar. Skv. Flugfélagi Íslands jókst farþegaflug milli Reykjavíkur og Egilsstaða mest af flugleggjum innanlands, en tala farþega á þessari leið hækkaði um næstum 9% milli ára. Farþegar á leiðinni voru um 130 þúsund talsins. Ingólfur Arnarson hefur nú látið af starfi umdæmisstjóra á Egils- staðaflugvelli eftir áratuga starf og við tekur tímabundið Jörundur Ragnarsson. Starfið heyrir nú und- ir Flugstoðir og reiknað með að ráðið verði í það innan skamms. Flugfélagið Ernir hóf nýlega áætlunarflug til Hornafjarðar og er það með nýja vél, 19 sæta Jet- stream 32 skrúfuþotu í fluginu. Ernir hyggjast fljúga til Horna- fjarðar á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum, alls sjö ferðir vikulega. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vetrarflug Umsetning á Egilsstaðaflugvelli hefur aukist mjög síðustu misserin og vantar t.d. mjög að bæta úr aðstæðum í flugstöðinni. Aukning um 24 þúsund farþega Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Aukning Farþegum og lendingum flugvéla fjölgar stöðugt milli ára. Egilsstaðir | Undirskriftir 895 íbúa á Fljótsdalshéraði voru afhentar Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og Eiríki Bj. Björgvinssyni, bæjar- stjóra Fljótsdalshéraðs, á Heilbrigð- isstofnun Austurlands (HSA) á Eg- ilsstöðum í gær. Krafist er úrbóta á hjúkrunarrýmum aldraðra og skýr- inga á hvers vegna heilbrigðisþjón- usta á svæðinu er lakari á sumum sviðum nú en fyrr á árum. Sigurlaug Gísladóttir, sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni, sagði í ávarpi að herða yrði róðurinn og hefja framkvæmdir. „Það er fyrir- liggjandi hvernig við viljum breyta til hins betra; það vantar hins vegar framkvæmdina. Stundum er borið við fjárskorti, sem er í rauninni hreinasta móðgun, því fjármunir eru til, þetta er bara spurning hvernig þeim er skipt og hvernig er for- gangsraðað,“ sagði Sigurlaug. Heilbrigðisráðherra sagði, að ráðuneytið hefði sérstaklega skoðað öldrunarmálefni upp á síðkastið. Gefin hefði verið út fyrir stuttu „Ný sýn ráðherra“ þar sem lögð væri áhersla á að stytta og útrýma bið- listum. Ákveðið væri að byggja ný öldrunarrými þar sem þörfin væri mest og sú vinna hafin. Næsta stór- verkefni á dagskrá yrði að bæta þau öldrunarrými sem fyrir væru og þarfagreining þar að lútandi byrjuð enda um brýnt úrlausnarefni að ræða. Krefjast umbóta í heilbrigðisþjónustu Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sigurlaug Gísladóttir, Siv Friðleifs- dóttir og Eiríkur Bj. Björgvinsson. Egilsstaðir | Ný vefsíða fyrir Múla- prófastsdæmi hefur verið opnuð. Segir sr. Jóhanna Sigmarsdóttir prófastur að á vefnum birtist upplýs- ingar um viðburði sóknanna í pró- fastsdæminu, fréttir af sóknarstarfi og tilkynningar. Vefurinn var opn- aður 21. desember sl. og nú er komin inn síða þar fyrir eina sókn en pró- fastur segir fleiri sóknir væntanleg- ar þar inn á næstunni. Í Múlapró- fastsdæmi eru sex prestaköll, sautján sóknir og sóknarkirkjur og nær það yfir Seyðisfjörð, Borgar- fjörð, Fljótsdalshérað, Vopnafjörð og Bakkafjörð. Nú er verið að sam- eina prestaköllin á Skeggjastöðum og Þórshöfn og flyst sóknarprestur- inn frá Skeggjastöðum til Þórshafn- ar en staðirnir eru nú í sama sveitar- félagi. Vefslóðin er www.kirkjan.is/mulaprofastsdaemi. Vefsíða opnuð fyrir Múlaprófastsdæmi UMDEILD tillaga að breytingu á deiliskipulagi sundlaugarsvæðisins við Skólastíg verður væntanlega samþykkt á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag. Skipulagsnefnd tók á síðasta fundi sínum fyrir sjö athugasemdir vegna tillögunnar og meirihluti nefndarinnar mælir með því að hún verði samþykkt í bæjarstjórn. Breytingin er ekki síst gerð í þeim tilgangi að heimila megi byggingu heilsuræktarhúss á svæðinu. Sundfélagið Óðinn hefur barist hart gegn breytingunni og telur nauðsynlegt að byggja 50 m sund- laug á svæðinu en hugmynd um að lengja núverandi 25 m sundlaug, líkt og sýnt er á deiliskipulags- uppdrættinum, standist ekki nánari skoðun. Henni fylgi mikill kostn- aður en tiltölulega lítill ávinningur. Íþróttaráð bæjarins telur hins vegar „áhugavert að skoða í sam- ráði við Sundfélagið Óðin stækk- unarmöguleika núverandi 25 metra laugar í 50 metra laug og útbúa hana með áhorfendaaðstöðu og yf- irbyggingu sem opna mætti að hluta yfir sumartímann“. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Deiliskipu- lagið sam- þykkt í dag? RÍKIÐ leggur 2,2 milljarða til mál- efna fatlaðra á Eyjafjarðarsvæðinu á næstu þremur árum, skv. þjón- ustusamningi sem Magnús Stef- ánsson félagsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, undirrituðu í gær. Enn fremur var skrifað undir samkomu- lag til eflingar búsetu, dagþjónustu og dagvist geðfatlaðra á Akureyri. Sá samningur er til fjögurra ára og hljóðar upp á 95 milljónir króna. Farsælt samstarf „Með samningnum heldur Akur- eyrarkaupstaður áfram að veita fötluðum börnum og fullorðnum á starfssvæði sínu þá þjónustu sem er á ábyrgð ríkisins samkvæmt lög- um um málefni fatlaðra,“ sagði Magnús Stefánsson í ávarpi sínu við undirrituna í Rósenborg, gamla barnaskólanum. Ráðherra sagði samstarfið við Akureyrarkaupstað á þessu sviði síðustu sjö ár hafa verið einkar farsælt og gjöfult og kvaðst sannfærður um að svo yrði áfram. Meginmarkmið samningsins er að samþætta þjónustu við fötluð börn og fullorðna í heimabyggð og fella hana sem framast er unnt að starfsemi annarra þjónustuaðila, færa þjónustuna nær notendum og auðvelda þannig aðgang að henni. Það er gert með meiri skilvirkni, betri nýtingu fjármuna og með aukin þjónustugæði að leiðarljósi. „Stór dagur“ „Þetta er stór dagur í sögu þess- arar þjónustu hér á Akureyri“, sagði Kristján Þór Júlíusson. „Sú reynsla og þekking, sem byggst hefur upp á þeim árum frá því að tilraunaverkefni um þjónustu fyrir fatlaða á Akureyri lauk, hefur verið með eindæmum góð. Ég tel að sam- vinnan um þetta verkefni við fé- lagsmálaráðuneytið hafi verið til fyrirmyndar og einkennst af vilja til að nýta þá þekkingu sem til er í bænum. Vonandi geta aðrir notið.“ Samkomulagið sem skrifað var undir til eflingar búsetu, dagþjón- ustu og dagvist geðfatlaðra á Ak- ureyri felur í sér að Akureyrar- kaupstaður leggur til fjórar leiguíbúðir fyrir geðfatlaða, starf- semi fyrir þá verður efld á ýmsum sviðum, meðal annars í Lautinni sem er dagvist geðfatlaðra rekin af Rauðakrossdeildinni á Akureyri í samvinnu við Geðverndarfélagið og Akureyrarkaupstað. Einnig verður lagður fram byggingarstyrkur til byggingar nýs áfangaheimilis/ íbúða fyrir geðfatlaða á Akureyri. Heildarframlag félagsmálaráðu- neytisins til þessa samkomulags er sem áður segir 95 milljónir króna. Rúmir 2 milljarðar til málefna fatlaðra Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Farsælt samstarf Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri staðfestu samningana með undirskrift á Akureyri. Í HNOTSKURN » Ríkisvaldið leggur 2,2milljarða til málefna fatl- aðra á Eyjafjarðarsvæðinu á næstu þremur árum. » Samkomulag var einniggert til eflingar búsetu, dagþjónustu og dagvistar geð- fatlaðra á Akureyri. Sá samn- ingur er til fjögurra ára og hljóðar upp á 95 milljónir króna. ÓVENJULEG flugeldasýning var haldin á Akureyri aðfaranótt sunnu- dagsins og hafa áhorfendur líklega verið fáir. Nokkrum flugeldatertum og flugeldum var nefnilega „skotið upp“ í bifreið sem brotist var inn í. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um skemmdarverk á bifreið sem lagt hafði verið í Frostagötu utan við hús- næði Bílaklúbbs Akureyrar. Eigandi hafði skilið bifreiðina eftir fyrir utan húsið um kl. fjögur um nóttina og í aftursætinu voru nokkrir flugeldar og svokallaðar tertur. Eigandinn kom aftur þegar klukkan var 20 mín- útur gengin í 10 og var þá búið að brjóta rúðu í bifreiðinni og skjóta upp tertunum og flugeldunum inni í bifreiðinni, sem er mikið skemmd eins og gefur að skilja og mildi er tal- in að ekki hafi kviknað í henni. Lögreglan á Akureyri óskar eftir að þeir sem geti gefið upplýsingar um mannaferðir og annað sem gæti hjálpað til við að upplýsa málið láti lögregluna vita. Brotist inn í VMA Í fyrrinótt var brotist inn í Verk- menntaskólann en engu stolið. Þjófavarnarkerfi fór í gang en þegar lögreglan kom á staðinn var enginn sjáanlegur. Þegar lögreglan stöðvaði skömmu síðar bifreið sem í voru pilt- ur og stúlka pössuðu ummerki á inn- brotsstað við þau. Játuðu þau að hafa brotist inn en ekkert haft upp úr krafsinu þar sem þau hefðu forðað sér hið bráðasta þegar þjófavarnar- kerfið fór í gang. Skólar og stofnanir þar sem mikið er af tölvum og skjávörpum hafa ítrekað orðið fyrir barðinu á inn- brotsþjófum síðustu ár. Óvenjuleg „flugelda- sýning“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.