Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag þriðjudagur 9. 1. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Sir Alex Ferguson líkir Larsson við Cantona >> 3 LAKERS STÖÐVAÐI DALLAS ÞJÁLFARINN GÓÐKUNNI PHIL JACKSON ER Á RÉTTRI LEIÐ MEÐ LOS ANGELES LAKERS LIÐIÐ Í NBA >> 4 Arsenal, sem sló bikarmeistara Liverpool út úr keppninni, fær Bolton í heimsókn á Emirates-völl- inn laugardaginn 27. janúar. Þetta er þriðja árið í röð sem Arsenal og Bolton mætast í bikarkeppn- inni. Fyrir tveimur árum skoraði Freddie Ljung- berg sigurmark Arsenal á Reebok Stadium í Bolt- on í átta liða úrslitum, 1:0, og fyrir ári lagði Bolton Arsenal að velli á sama stað í fjórðu umferð, 1:0. Stelios Giannakopoulos skoraði sigurmarkið með skalla rétt fyrir leikslok. Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, segir að það sé alltaf erfitt að sækja Arsenal heim. „Ars- enal hefur ekki tapa að nýja vellinum á þessu keppnistímabili, en gert nokkur jafntefli. Það er takmarkið hjá okkur að leggja Arsenal að velli, eða að ná jafntefli og fá nýjan leik heim á Reebok.“ Manchester United, sem trónir á toppi úrvals- deildarinnar, tekur á móti Portsmouth á Old Traf- ford. Þar hefur Portsmouth ekki náð að fagna sigri síðan 1957. Íslendingaliðið West Ham dróst gegn Watford á heimavelli og takist Reading, liði Ívars Ingimars- sonar og Brynjars Björns Gunnarssonar, að leggja Burnley að velli mætir liðið sigurvegaran- um í leik Birmingham og Newcastle á útivelli.  Drátturinn í heild sinni er á B2. AP Glæsimark Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, gulltryggir sigurinn á Anfield, 3:1, eftir að hafa sundurtætt vörn Liverpool. Chelsea datt í lukkupottinn – fær Forest í heimsókn ARSENAL, Chelsea og Manchester United höfðu öll heppnina með sér þegar dregið var til 4. um- ferðar, 32 liða úrslitum, í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær. Öll drógust liðin á heimavelli, Arsenal og United gegn úrvalsdeildarliðunum, en Englandsmeistarar Chelsea duttu í lukku- pottinn. Chelsea fær 2. deildar lið Nottingham Forest í heimsókn en Forest sló Charlton út á sannfærandi hátt á laugardaginn. GUÐJÓN Valur Sigurðsson, leik- maður Gummersbach og íslenska andsliðsins, er sá leikmaður í ýsku 1. deildinni í handknattleik em skorað hefur flest mörk í eildinni að frádregnum vítaköst- m. Hann hefur skorað 112 mörk 18 leikjum með Gummersbach g ekkert þeirra úr vítaköstum. Næstmarkahæstur á þessum lista r Svíinn Kim Andersson hjá Kiel með 111 mörk og þriðji er Rolf Hermann, TuS Lübbecke með 96. Kóreumaðurinn Kyung-Shin Yoon já Hamburg, sem skorað hefur est mörk í deildinni til þessa, 36, hefur skorað 46 marka sinna r vítaköstum. Sverre Jakobsson er grófasti eikmaður þýsku 1. deildarinnar f marka má tölfræði vikuritsins andballwoche. Hann hefur verið tan vallar í 30 mínútur í þeim íu leikjum sem hann hefur leikið með Gummersbach. Það eru 3 mínútur að jafnaði í leik auk þess ð hafa eini sinni fengið rauða pjaldið. Guðjón og Sverre í fremstu röð ÞETTA er eins fjarri sanni og mögulegt er því ég hef ítrekað tal- ð máli Kristins Jakobssonar hjá UEFA í langan tíma,“ sagði Egg- rt Magnússon, formaður KSÍ, við Morgunblaðið í gærkvöld. Í frétt- m Stöðvar 2 í gærkvöld var sagt ð Kristinn hefði misst af því að ærast upp um flokk í dómgæslu já UEFA vegna þess að Eggert efði ekki ýtt á eftir því innan ambandsins, en Eggert á þar sæti framkvæmdastjórn. „Kristinn er búinn að fá öldann allan af leikjum og þar er að að sjálfsögðu undir honum álfum komið að standa sig. Það r fjöldi sérfræðinga á vegum UEFA sem fylgist með frammi- töðu dómaranna og tekur afstöðu t frá því hvaða dómari fær hvaða erkefni. Þetta er rétt eins og í Meistaradeildinni, það eru ekki érvalin lið sem komast þangað, eldur verða þau að standa sig til ess. Það eina sem ég get gert sem tjórnarmaður í UEFA er að enda mönnum á að fylgjast með iðkomandi dómara, og það hef ég rekað gert. Síðan er hans frami ndir honum sjálfum kominn, svo infalt er það, og ég er vonsvikinn fir því að vera dreginn inní um- æðuna á þennan hátt,“ sagði Egg- „Hef ítrekað bent á Kristin“ EGGERT Magnússon, stjórnarfor- maður enska knattspyrnufélagsins West Ham, sagði við Morgunblaðið að ekkert væri hæft í fréttum Sky- sports í gær um að Shaun Wright- Phillips, leikmaður Chelsea, hefði hafnað því að koma til félagsins. „Við gerðum Chelsea tilboð í Wright-Phillips og bíðum eftir við- brögðum við því. Það gæti dregist því mér skilst að Peter Kenyon, lendis sem stendur. Þessi frétt hjá Sky á því ekki við nein rök að styðj- ast, og ekki heldur frétt hjá þeim um að viðræður milli okkar og Wright- Phillips stæðu yfir. En það eru fleiri lið um hituna svo það er óvíst hvern- ig þetta fer,“ sagði Eggert. Keyptu Quashie í gærkvöld Hann hefur nóg fyrir stafni um þessar mundir, enda var fé- áramót og West Ham þarf nauðsyn- lega á liðstyrk að halda fyrir barátt- una seinni hluta vetrar. „Já, við Alan Curbishley (knatt- spyrnustjóri West Ham) höfum hvað eftir annað fundað fram á nótt að undanförnu. Við náðum mjög fljótt í Luis Boa Morte frá Fulham og það kom mörgum á óvart hversu hratt það gekk fyrir sig því hann hafði ekki verið orðaður við önnur félög. Í skoska landsliðsmanninum Nigel Quashie frá WBA,“ sagði Eggert Magnússon. West Ham greiðir WBA 1,5 millj- ónir punda fyrir Quashie, rúmar 200 milljónir króna, og við það bætast 250 þúsund pund, um 34 milljónir króna, ef West Ham sleppur við fall í vor. Quashie er 28 ára gamall miðju- maður sem lék áður með Southamp- ton, Portsmouth, Nottingham For- „Bíðum eftir viðbrögðum frá Chelsea“ Y f i r l i t                                  ! " # $ %                  &         '() * +,,,                                  Í dag Sigmund 8 Umræðan 24/26 Veður 51 Forystugrein 26 Staksteinar 51 Viðhorf 24 Úr verinu 11 Bréf 26 Viðskipti 12 Minningar 27/30 Erlent 13/14 Menning 15,33/36 Akureyri 16 Dagbók 36/41 Austurland 16 Víkverji 40 Suðurnes 17 Velvakandi 40 Landið 17 Staður og stund 3841 Daglegt líf 18/21 Ljósvakamiðlar 42 * * * Innlent  Spilafíkn verður sífellt algengari meðal yngra fólks og kvenna að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Sjúkrahúsinu Vogi. Alls eru um 970 spilakassar starfræktir um allt land í dag, en auk Happdrættis Háskóla Íslands og Háspennu annast Ís- landsspil, sem eru í eigu Rauða kross Íslands, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, rekstur spilakassa. Árlegur hagnaður er um 1,5 milljarðar kr. » Baksíða  Í langflestum tilvikum hafa lif- andi nýrnagjafar verið líffræðilega skyldir nýrnaþega eða makar þeirra. Guðjón Kristinsson er undantekn- ing, en hann gaf þýskum vini sínum í Bremen annað nýrað úr sér og heils- ast báðum vel eftir aðgerðirnar. » Baksíða  Verð á mat- og drykkjarvöru er 62% hærra hér á landi en að með- altali innan þeira 15 ríkja Evrópu- sambandsins í Vestur- og Suður- Evrópu sem mynduðu það áður en það stækkaði í austur, samkvæmt nýjum tölum Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. » Forsíða  „Konur þurfa að glíma við ýmsar hömlur og því þykir mér jákvætt að koma hingað með sendinefnd kvenna frá Íslandi, ræða þessi mál og kynna okkar viðhorf,“ segir Sól- veig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sem um þessar mundir er í opinberri heimsókn í Sádi-Arabíu. » 4 Erlent  Líkur eru leiddar að því í sænsk- um fjölmiðlum að utanríkisráðherr- ann og hægrimaðurinn Carl Bildt muni ef til vill verða að segja af sér. » 14  Dómstólar í Írak hafa fellt niður allar ákærur gegn Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks, vegna fjöldamorða á Kúrdum á níunda ára- tug síðustu aldar. Saddam var líflát- inn 30. desember sl. eftir að hafa verið fundinn sekur í aðskildum rétt- arhöldum um morð á 148 sjítum. Bú- ist er við að tveir samverkamenn hans verði líflátnir í vikunni. »14  Rússneska orkufyrirtækið Trans- neft skrúfaði í gær fyrir flutning olíu frá Rússlandi til Póllands og Þýska- lands um Hvíta-Rússland, eftir að talsmenn þess sökuðu stjórnvöld í Minsk um að hafa stolið um 79.000 tonnum af olíu. Aðeins rúm vika er liðin frá því Hvít-Rússar mótmæltu miklum verðhækkunum gasrisans Gazprom um áramótin og er talið að þeir hafi litið á olíuna sem greiðslu fyrir nýja útflutningstolla, sem Transneft telur ólöglega. » Forsíða Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is STJÓRN Gildis lífeyrissjóðs hefur ákveðið að leggja það til við ársfund sjóðsins í vor að viðmiðunartekjur vegna útreiknings örorkulífeyris taki breytingum í samræmi við launavísitölu í stað vísitölu neyslu- verðs. Það þýðir, ef samþykkt verð- ur, að skerðing á greiðslum til ör- yrkja verður mun minni en ef haldið hefði verið í fyrri viðmið- unina. Gildi er lífeyrissjóður almenns verkafólks og sjómanna og þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins. Árni Guðmundsson, forstjóri Gildis, sagði aðspurður að ekki lægi fyrir nákvæmlega hver útgjöld sjóðsins yrðu vegna þessarar ákvörðunar, „en menn telja að það sé miklu rétt- látari og sanngjarnari leið heldur en hin sem hafði verið tekin ákvörð- un um að fara áður.“ Árni sagði að þetta snerist um framreikning á tekjum öryrkja fyrir orkutap. Út- borgaður örorkulífeyrir myndi áfram eins og ávallt hingað til mið- ast við hækkun neysluverðsvísitölu. Viðmið launavísitölu gerði það að verkum að tekjumörkin yrðu hærri en ella og þar af leiðandi gætu ör- orkubæturnar orðið hærri. Framkvæmd frestað Árni sagði að þessi ákvörðun stjórnar Gildis þýddi það líklegast að framkvæmd skerðingar á greiðslum til öryrkja, sem mikið voru í fréttum sl. haust, yrði frestað fram yfir ársfund sjóðsins í vor. Það væri hins vegar ekki samstaða innan Greiðslustofu lífeyrissjóða að fara þessa leið, en þar eru auk Gild- is ellefu aðrir lífeyrissjóðir. Það væri enda í ákvörðunarvaldi hvers og eins og lífeyrissjóðs að taka ákvörðun um að breyta samþykkt- um sínum að þessu leyti. Viðmiðunartekjur miðist við launavísitölu Ekki kemur til skerðingar á greiðslum til öryrkja að svo komnu Í HNOTSKURN » Greiðslustofa lífeyrissjóðasér um greiðslu lífeyris fyrir tólf lífeyrissjóði sem standa sameiginlega að henni. » Til stóð að skerðagreiðslur til fjöldamargra öryrkja vegna þess að bætur til þeirra voru hærri en þær tekjur sem þeir höfðu fyrir orkutapið eftir þeim reglum sem reiknað var eftir. » Launavísitala mælir með-altalshækkun launa frá ári til árs, en neysluverðsvísitala meðaltalshækkun verðlags. HJARTAVERND hefur tekið í notkun nýjan og full- kominn hjartarita sem keyptur var fyrir áheitafé sem safnaðist í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis í ágúst sl. Alls tóku 502 starfsmenn Glitnis þátt í maraþoninu og greiddi bankinn þrjú þúsund krónur fyrir hvern hlaup- inn kílómetra – um 800 þúsund krónur söfnuðust. Á myndinni eru Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir Hjartaverndar, Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir yfirhjúkr- unarfræðingur og fulltrúar starfsmanna Glitnis sem hlupu í maraþoninu síðastliðið sumar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjartariti keyptur fyrir áheitafé UM 30 ruslastampar voru eyðilagðir með flugeldasprengingum um þessi áramót í Reykjavík. Urðu stampar áfastir staurum í Breiðholti einkum fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Hins vegar kvað mjög lítið að þessu í Vesturbæ Reykjavíkur. Sighvatur Arnarsson, skrifstofu- stjóri gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkurborgar, segir starfs- menn borgarinnar yfirleitt hafa tek- ið niður nokkra stampa í Breiðholt- inu yfir áramótin til að vernda þá gegn skemmdarverkum, í ljósi slæmrar reynslu á vissum stöðum um áramótin. Reykjavíkurborg er með um 1.000 ruslastampa staðsetta víðsvegar um borgina og segir Arnar að á hverju ári séu á bilinu 20–30 stampar sprengdir. Hver þeirra kostar um 20–30 þúsund krónur og lætur því nærri að tjónið nemi nærri einni milljón króna. Sighvatur minnir á að í miðbænum hafi verið settir niður jarðfastir ruslastampar sem hafi staðið fyrir sínu. Stefna borgarinnar sé að fækka hinum svokölluðu staurastömpum því þeir hafi ekki reynst sérlega vel. Auk skemmda af völdum flugelda sé nokkuð um að fólk í leit að tómum dósum geri sér lítið fyrir og slái botnana úr þeim til að spara sér fyr- irhöfnina við að seilast með hendurn- ar ofan í þá til að veiða upp verðmæt- ar umbúðirnar. Því sé verið að skoða hvort ekki sé vænlegra að skipta um ruslaílát í borginni. Ruslastampar gjöreyðilagðir MAÐURINN sem lét lífið við fall- hlífarstökk í Ástralíu á sunnudag hét Benjamín Árnason, til heimilis í Vesturbergi 35 í Reykjavík. Benja- mín fæddist 20. júní árið 1979, hann var ógiftur og barnlaus. Slysið er til rannsóknar hjá lög- regluyfirvöldum í Ástralíu en sam- kvæmt lögregluskýrslu opnaðist fallhlíf Benjamíns of seint og óeðli- lega. Var hann staddur á lokadegi tón- listarhátíðar sem nefnist North Coast Dance Festival sem haldin var á Bonalbo, nærri Lismore, og var stökkið í tengslum við hana. Um átta hundruð manns sóttu hátíðina og urðu fjölmargir vitni að slysinu en Benjamín stökk ásamt öðrum úr þyrlu í um 2.500 feta hæð. Lést við fallhlífar- stökk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.