Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 13 ERLENT London. AP. | Breska sjónvarps- stöðin Channel 4 hefur framleitt leikna sjónvarpsmynd sem á að gerast árið 2010 og fjallar um Tony Blair, sem þá er fyrir nokk- uð löngu sestur í helgan stein sem forsætisráðherra Bretlands. Blair á hins vegar ekki sjö dagana sæla því að hann er á leið fyrir stríðs- glæpadómstólinn í Haag vegna at- burða í Írak. Channel 4 framleiddi á síðasta ári leikna sjónvarpsmynd þar sem George W. Bush Bandaríkja- forseti var ráðinn af dögum. Nýj- asta afurð stöðvarinnar, The Tri- al of Tony Blair, á sjálfsagt eft- ir að verða umdeild líka því að í henni vofir Íraksstríðið aldeilis yfir Blair. Myndin verður sýnd 15. janúar og gerist 2010, þá er Hillary Clinton orðin forseti Bandaríkj- anna og Gordon Brown er for- sætisráðherra Bretlands. Með hlutverk Blairs í myndinni fer leikarinn Robert Lindsay. Forráðamenn Channel 4 segja myndina blöndu af kómedíu og háalvarlegri mynd; það eigi þó að taka dýpri merkingu hennar al- varlega. „Við höfum það hlutverk að gagnrýna allt yfirvald,“ sagði Gavin Dawson, talsmaður Chan- nel 4. „Það á að ýta við fólki og fá það til að að hugsa um það sem er að gerast í umhverfi þess.“ Myndin fjallar ekki um hin eig- inlegu réttarhöld; henni lýkur þar sem Blair er að stíga upp í flug- vél á leið til Haag í því skyni að verjast ásökunum um stríðsglæpi. Tony Blair ákærður fyrir stríðsglæpi Robert Lindsay í hlut- verki Tony Blair STJÓRNVÖLD á Srí Lanka gripu til sérstakra öryggisráðstafana í gær í kjölfar þess að tamílskir skæruliðar, Tígrarnir, stóðu þar fyrir sprengjutilræðum um helgina sem kostuðu 21 lífið. Þá réðst stjórnarherinn gegn vígjum Tígr- anna í austurhluta landsins. Svo á að heita að vopnahlé ríki á Srí Lanka en þó týndu um 3.500 manns lífi í átökum stríðandi fylkinga í fyrra. Lögregla og her voru í viðbragðs- stöðu vegna árása Tígranna á tvo strætisvagna í höfuðborginni Col- ombo og nágrenni hennar um helgina. Farþegar þurftu að fara í gegnum öryggisskoðun áður en þeir stigu um borð í strætisvagna og lestir í gær; en um 70% þeirrar einnar milljónar manna sem býr ut- an Colombo, en ferðast þangað til vinnu dag hvern, notar almennings- samgöngurnar til þess. Endurskipuleggja starfsemi norrænu eftirlitssveitanna Íslendingar taka þátt í starfi SLMM, norrænna sveita sem eiga að hafa eftirlit með að skilmálum vopnahléssamninga Tígranna og stjórnvalda frá 2002 sé fylgt. Allir liðsmenn SLMM voru hins vegar fyrir jól kallaðir til Colombo – en SLMM hefur verið með eftirlit á nokkrum stöðum í norður- og aust- urhluta Srí Lanka – og höfuðstöðv- ar SLMM í Colombo hafa verið fluttar tímabundið en þær eru nú miðja vegu milli Colombo og al- þjóðaflugvallarins í útjaðri borgar- innar. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður SLMM, segir að menn séu alls ekki búnir að leggja árar í bát. Nú standi yfir endurskipulagning á starfsemi SLMM. Búið sé að koma upp tveim- ur skynditeymum sem eiga að geta farið hvert sem er, hvenær sem er, til að skoða aðstæður á vettvangi. Hugsanlegt væri að starfsemi SLMM yrði framvegis þannig að hluti liðsins starfaði alfarið í þessum teymum og hefði þá höfuðstöðvar t.d. í miðju landinu í því skyni að gera farið skjótt og vel á vettvang; í stað þess að hafa fasta búsetu í austur- og norðurhluta Srí Lanka þar sem væringar eru mestar. Aukin viðbúnað- ur á Srí Lanka Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Reuters Mannfall Hermenn skoða verks- ummerki eftir tilræði í Peraliya, um 70 km suður af Colombo. HLÝNUN andrúmsloftsins gæti meðal annars aukið enn skilin á milli auðugra ríkja í Norður-Evrópu og fátækra í suðurhlutanum, segir í nýrri skýrslu á vegum framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins sem birt verður í vikunni. Að sögn breska blaðsins Financial Times gæti hækk- andi hitastig valdið ótímabærum dauða tugþúsunda Evrópubúa á ári hverju innan nokkurra áratuga. Forseti framkvæmdastjórnarinn- ar, Jose Manuel Barroso, mun í vik- unni hitta George W. Bush Banda- ríkjaforseta og reyna að fá hann til að styðja hugmyndir um hnattrænt samkomulag um viðskipti með kvóta á svonefndum gróðurhúsaloftteg- undum. Framkvæmdastjórnin hyggst nota skýrsluna, sem er afar ítarleg, til að rökstyðja tillögur sínar um að hraðað verði alþjóðlegum að- gerðum til að reyna að koma í veg fyrir að hitastig verði á næstu ára- tugum tveim gráðum hærra en með- altalið var 1990. Við útreikningana á áhrifunum er miðað við annars vegar 2,2 stiga hækkun, hins vegar þriggja stiga hækkun ef ekki yrði gripið til neinna gagnráðstafana. „Plöntur og dýr sem tengjast ákveðnum landsvæðum eru á far- aldsfæti – eða að deyja,“ segir í skýrslunni. Auk þess sem hitabylgj- ur, þurrkar, flóð og skrælnuð upp- skera myndu valda mann- og eigna- tjóni er sagt að sjávarborð gæti hækkað um einn metra. Gagnráð- stafanir vegna þeirra umskipta myndu kosta milljarða evra. Sýrustig í hafinu er sagt munu hækka og það valda tjóni á veiði- stofnum. Enn umfangsmeiri yrðu áhrifin af miklum þurrkum en einnig flóðum á vatnasvæði Dónár. Áhrifin af hlýnun yrðu verst í sunnanverðri álfunni; í norðlægum Evrópulöndum myndi hækkandi meðalhiti auka landbúnaðarframleiðslu og íbúarnir myndu ekki lengur þurfa að ferðast til suðrænni landa til að fá sól á kroppinn. Er ljóst að suðlæg ESB- ríki gætu þá misst miklar tekjur sem þau hafa af ferðaþjónustu. Hlýnun kæmi illa niður á S-Evrópu Í HNOTSKURN » Uppskera gæti aukist um70% í N-Evrópu en minnk- að um 20% í S-Evrópu ef hita- stig hækkaði um þrjár gráður. » Verja þyrfti sem svarar0,19% af landsframleiðslu ESB til að minnka losun gróð- urhúsalofttegunda um 25%. Laugavegi 63 • S. 551 4422 Stórútsala 30-70% afsláttur Mikið úrval af vetrarkápum og dúnúlpum Hluthafafundur Icelandic Group hf. verður haldinn þriðjudaginn 16. janúar n.k. á Hótel Loftleiðum og hefst hann kl. 11:00 Dagskrá 1. 2. Önnur mál. Fundargögn verða afhent hluthöfum á fundarstað. Stjórn Icelandic Group hf. Hluthafafundur Icelandic Group Hf Tillaga stjórnar um heimild til lántöku með sérstökum skilyrðum samkvæmt VI. kafla hlutafélagalaga nr. 2/1995. Lántakan má vera allt að kr. 5.000.000.000 og verði lánið víkjandi. Verði félagsstjórn heimilt að auka hlutafé félagsins með útgáfu nýrra hluta að nafnvirði allt að kr. 1.100.000.000. Dagskrá og endanlegar tillögur geta hluthafar nálgast á skrifstofu félagsins að Borgartúni 27, Reykjavík eða á vefsíðu félagsins www.icelandic.is Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.