Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 40
Bók vegna sjötugsafmælis ÞANN 25. maí nk. verður Guðjón Sveinsson, rithöfundur að Mána- bergi í Breiðdal sjötugur. Að því til- efni ætlar Mánabergsútgáfan að gefa út bók, til að gleðja höfundinn og fyrir þá er vilja gleðja hann og gleðjast jafnframt með honum. Bók þessi mun innihalda 11 smá- sögur, 4 ljóð og leikrit sem eiga það sameiginlegt að gerast við eða á sjó, enda valt afmælisbarnið á sætrjám um árabil. Við upphaf hverrar sögu, ljóðs og leikritsins verður svart/hvít mynd eftir jafn marga listamenn. Ekki mun útgáfan gefa upp nöfn lista- mannanna. Verða þau leyndarmál þar til bókin kemur út. Þess má þó geta að nærri alla þessa listamenn þekkir höfundur persónulega, meira og minna. Af Austurlandi eru 7 lista- menn (nokkrir ættaðir þaðan en bú- settir annars staðar), 1 úr Grindavík, 2 úr Kópavogi og 6 frá Reykjavík. Bókin verður því sem næst 190–200 bls. (13x21) og í bandi er sæmir slík- um degi, prentuð á vistvænan pappír hjá Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Bókin hefur enn ekki hlotið nafn en slíkt er oft vandi höfunda – en það kemur með kalda vatninu. Ekki er enn afráðið hvort bókin fer í al- menna dreifingu. En þeir sem vilja eignast bókina skrái sig á heilla- óskalista er prentaður verður fremst í bókina. Ef um hjón eða sambúð- arfólk er að ræða er æskilegt að fá bæði nöfnin. Einnig skal gefa upp heimilisfang. Samkvæmt þessum upplýsingum kemur bókin til með að kosta áskrif- endur um 4.000 krónur. Kemur hún út sem áður sagði á afmælisdegi rit- höfundarins þann 25. maí 2007. Þeir sem eru svo vinsamlegir að gerast þátttakendur „meldi“ sig skriflega (utanáskrift: Mánabergs- útgáfan 760 Breiðdalsvík), munnlega (sími 475 6633) eða í netpósti (mana- berg@simnet.is). Ath. að bókin fer snemma í prentun. Þeir sem ætla að vera með geymi það ekki of lengi. Með bestu kveðju, Mánabergsútgáfan Guðjón Sveinson Mánabergi 760 Breiðdalsvík. Hrekkir og hryðjuverk NÚNA um áramótin lenti maður í því að nokkrir unglingar, um 16 ára, köstuðu sprengju í húsið hans klukk- an hálftólf um kvöld. Hann fór með einn strákanna á lögreglustöðina og í bakpokanum hans voru heima- tilbúnar rörsprengjur. Móðir drengsins kærði manninn fyrir að hafa farið með strákinn á lög- reglustöðina. Hvað myndir þú gera? Barnið þitt er með glás af heimagerðum sprengjum í bakpokanum sem það kastar í hús nágrannans. Ef að það hefði kviknað í bakpoka strákanna hefðu þeir líklegast allir dáið. Ég myndi ekki leyfa mínu barni að kaupa, selja, sprengja eða búa til flugelda, og hvað þá kæra manninn fyrir að fara með barnið mitt á lög- reglustöðina, eftir að það hefði kast- að sprengju í húsið hans og stofnað sínu eigin lífi og annarra í hættu. Þykir fólki ekkert vænt um börnin sín? Hvar eru skilin á milli hrekkja og hryðjuverka? Ég hvet alla til að fylgjast með því hvað börnin þeirra eru að gera, bæði um áramótin og allan ársins hring. Stefanía. velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 40 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ "SNJÖLL OG BRÁÐFYNDIN!" eeee HJ, MBL Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is KÖLD SLÓÐ kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára CHILDREN OF MEN kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 6 - 9 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:40 LEYFÐ DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára THE DEPARTED kl. 7:40 - 10:30 B.i. 16 ára BOSS OF IT ALL kl. 5:30 B.i. 7 ára / KEFLAVÍK EMPLOYEE OF THE MONTH kl. 8 - 10:10 LEYFÐ FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 B.i. 16 ára SAW 3 kl. 10:30 B.I. 16 ára STRANGER THAN FICTION kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / AKUREYRI FLUSHED AWAY eeee S.V. MBL. SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 20% afsláttur fyrir alla viðskiptavini Kaupþings ef greitt er með korti frá Kaupþingi „AFBRAGÐS SAKAMÁLASAGA“ VJV TOPP5.IS „ HÉLT ATHYGLI ALLAN TÍMANN OG PLOTTIÐ KOM Á ÓVART“ ASB VÍSIR.IS SANNKALLAÐ MEISTARAVERK SEM KVIKMYNDAÐ VAR AÐ MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI eeee L.I.B. TOPP5.IS eee Þ.J. FRÉTTABLAÐIÐ eeee S.V. MBL. FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD FRÁ FRAMLEIÐENDUM WEDDING CRASHERS SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is GEGGJUÐ GRÍNMYND „TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG” árnað heilla ritstjorn@mbl.is 50ára af-mæli. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmda- stjóri Hrað- frystihússins Gunnvarar hf., er fimmtugur í dag, 9. janúar. Hann og fjöl- skylda hans taka á móti gestum í tilefni afmælisins, laugardaginn 13. janúar nk. kl. 19.30 í sal Frímúrara á Ísafirði. Víkverji fékk marg-ar góðar jólagjaf- ir. Ein þeirra var geisladiskur með jóla- lögum í flutningi Baggalúts, fyrirbæris sem notið hefur sívax- andi vinsælda meðal þjóðarinnar. Á jólaplöt- unni hafa verið samdir nýir textar við nokkur kunn dægurlög og í stuttu máli sagt fílar Víkverji þessa drengi í botn – og er ekki einn um það. Þrátt fyrir galgopa- hátt og aðra gam- ansemi tekst þeim að snerta taug í sálartetri landsmanna, jafnvel þótt gert sé stólpagrín að jóla- haldi okkar og siðum. Svo langt hafa vinsældir þeirra náð að þeir rötuðu í hugvekju sem biskupinn yfir Íslandi, herra Karl Sigurbjörnsson, flutti á jólanótt í dómkirkjunni. Yfirskrift hugvekjunnar var: „Baggalútur, barnið og þú“. Í messunni höfðu Hamrahlíðarkórinn og Kór Mennta- skólans í Hamrahlíð nýlokið sér af og minntist biskup þess að hafa séð Baggalútsdrengi syngja í þeim kór- um á jólanótt. Vitnaði biskup því næst í einn texta plötunnar, þar sem hann sagði að jólaguðspjallið væri flutt á fremur óhefðbundinn hátt. Niðurlag textans er eftirfarandi: „ … Ó, Jósep sendi SMS. Ó, María var bara furðu hress. Ó, barnið lá og snuðið saug með bros á vör og soldinn geislabaug. Þannig hljómar nú sag- an af því þegar Sússi kom heiminn í. Þið ráðið sjálf hvort þið trúið því.“ Karl biskup sagði að mörgum þætti vafalaust sumt á mörkunum í flutningi Baggalúts og vart eftir hafandi á helgri jólanótt í sjálfri dómkirkju landsins. Þó hefði hann ekki staðist mátið. „Það er ekkert nýtt að sagan af Jesú örvi skáld og listamenn til ný- túlkana, og menn leyfa sér jafnvel að verða smá svona prakkaralegir, teygja sig jafnvel út á mörk hins sæmilega“, sagði biskup. Ef marka má það sem Víkverji heyrði í einu jólaboði þá hefur boð- skapur Baggalúts ekki fallið í kram allra guðsmanna. Þannig munu tveir mætir prestar í Borgarfirði hafa gengið á dyr á tónleikum í héraðinu er þeir heyrðu jólaguðspjall Bagga- lúts í flutningi heimamanna. Biskupi er greinilega verk á hönd- um að viðhalda prakkaraskapnum og efla húmorinn í hjörtum presta sinna – a.m.k. sumra þeirra. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is        dagbók MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Í dag er þriðjudagur 9. janúar, 9. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34.) Hópur harðsnúinna aðdáendabandaríska kvikmyndaleik- arans Eddie Murphy hefur búið um sig framan við íbúð bresku söngkon- unnar Mel B í Los Angeles og gerir hróp að Mel í hvert skipti sem hún sýnir sig. Hefur lögreglan sett menn á vakt við íbúðina til að tryggja ör- yggi söngkonunnar sem á von á barni með Murphy en þau eru skilin að skiptum. Breska blaðið The Sun segir að aðdáendum Murphys hafi gramist að Mel sigaði á hann lögmönnum eftir að sambandi þeirra lauk. Blaðið hefur eftir vinum Mel, sem er komin fimm mánuði á leið, að hún þori varla út fyrir hússins dyr af ótta við hópinn. Eddie Murphy tilkynnti í sjón- varpsviðtali fyrir jólin að ástarsam- bandi hans og Mel B væri lokið. Mun sú yfirlýsing hafa komið söngkon- unni í opna skjöldu en hún segist bera barn Murphys undir belti. Murphy hef- ur raunar op- inberlega lýst efa- semdum um að hann eigi barnið. Murphy hefur nú tekið upp sam- band við kvikmyndaframleiðandann Tracey Edmonds.    Bandaríski leikarinn Chevy Chaseþakkar Betty Ford, eiginkonu fyrrverandi Bandaríkjaforseta Ger- alds Ford, að hann hafi leitað sér hjálpar vegna fíknar sinnar á níunda áratugnum. Chase var að eigin sögn háður verkjalyfjum en horfðist ekki í augu við vandamálið fyrr en Betty greindi opinberlega frá fíkn sinni í áfengi. Chase fór í meðferð á meðferðarstöð Betty Ford og sneri í kjölfarið baki við fyrra líferni. Sem kunnugt er lést Gerald á dög- unum , 93 ára að aldri. Chase ritaði minningarorð um hann í New York Times þar sem ofangreint kemur meðal annars fram. Chase sagði mikið hafa verið leitað til sín eftir dauða Fords, en sá fyrr- nefndi hermdi eftirminnilega eftir forsetanum fyrrverandi í sjónvarps- þáttunum Saturday Night Live á átt- unda áratugnum. Í greininni segir Chase einnig frá heimsókn sinni til forsetahjónanna, sem hann kveið fyrirfram að eigin sögn, en eftirherma Chase sýndi Ford sem hálfgerðan klaufa. Chase sagði heimsóknina þó hafa Fólk folk@mbl.is 50ára af-mæli. Í dag, 9. janúar, er fimmtugur Runólfur Þór Sigurðsson. Hann er að heiman í dag. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn- ingar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudagsblað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569–1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Hægt er að senda tilkynningar í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Árnað heilla ásamt frekari upplýsingum. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla Morgunblaðinu Hádegismóum 2 110 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.