Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG KANN Hjalta Jóni Sveins-
syni, skólameistara Verkmennta-
skólans á Akureyri,
kærar þakkir fyrir að
vekja máls, í útskrift-
arræðu á dögunum, á
hinu hvimleiða og sí-
vaxandi vandamáli
sem er námsleti nem-
enda á æðri skólastig-
um. Ekki var síður
gleðilegt að sjá Morg-
unblaðið taka upp
þráðinn Hjalta Jóns og
fjalla um þetta alvar-
lega vandamál í leið-
ara föstudaginn 29.
desember s.l. Það er
nefnilega svo, að okkur, sem fáumst
við kennslu í háskólum landsins,
verður tíðrætt um þessi mál og
löngu tímabært orðið að taka þessa
umræðu upp á opinberum vettvangi.
Það er auðvitað ekkert nýtt að
kennarar þurfi að brýna fyrir nem-
endum sínum að nám sé full vinna,
og gott betur ef vel á að vera, en það
er þó mál manna við kaffikönnuna
að slagurinn verði harðari með
hverju árinu. Það er jafnvel svo að
ósjaldan fallast manni hreinlega
hendur yfir metnaðarleysi stúdenta,
þó auðvitað séu í hverjum árgangi
kærkomnar undantekningar frá
þeirri reglu.
Hjalti Jón bendir réttilega á að
úti á vinnumarkaðinum er það ekki
liðið að fólk sinni starfi
sínu með hangandi
hendi. En, sá munur er
á að starfsmaðurinn
ber ábyrgð á eigin
gjörðum. Standi hann
sig ekki er hann látinn
fjúka. Manni sýnist oft
vera annað uppi á ten-
ingnum í skólakerfinu.
Allt virðist snúast um
að koma sem flestum
nemendum í gegnum
skólakerfið sem hrað-
ast og með sem
minnstri fyrirhöfn.
Ekki má á það minnast að nemandi
falli á prófi – slíkt hlýtur að vera
kennarans sök en ekki nemandans
og er skólanum til vansa. Sjálfum
þykir mér þetta ankannaleg
hundalógík. Ég vandist þeim hugs-
unarhætti að þar sem fallið væri
hátt hlyti námið að vera erfitt og þar
af leiðandi gott. Kannski er það ekki
rökréttasta ályktunin sem hægt er
að draga, en ef til vill má eitthvað á
milli vera. Í öllu falli ætlast góðir
nemendur til þess að nám sé krefj-
andi og hvernig getur það verið
krefjandi ef engin er fallhættan?
Það er ábyggilegt að þessi land-
læga námsleti á sér margar og mis-
jafnar orsakir. Hjalti Jón benti á
aukna vinnu nemenda með námi og
leiðarahöfundur Morgunblaðsins
bætti við sívaxandi neyslufíkn ung-
menna. Ég vil gera hér að umtals-
efni eitt atriði til viðbótar, sem er
skert faggreinamenntun kennara á
flestum skólastigum. Það er óum-
deild staðreynd að undanfarna ára-
tugi hefur kennaranám hérlendis
snúist í síauknum mæli um „obbeld-
isfræði“ (uppeldis- og kennslufræði)
og, eins og allir sem að hvers kyns
skipulagsmálum hafa komið geta
vitnað um, ef eitt er tekið inn þarf
annað að víkja. Fyrir vikið hefur
fagnám kennaranema skerst til mik-
illa muna. Það er erfitt að sjá fyrir
sér hvernig kennari sem hefur ekki
nema tæpan grunnskilning á
kennsluefninu á að vera fær um að
koma því sómasamlega til skila,
hvað þá að vekja áhuga á því hjá
nemendum sem ef til vill koma alls-
endis grunlausir um efnið til náms.
Eins og málum er nú háttað er það
að mestu undir kennaranum sjálfum
komið hvort hann ber sig eftir lág-
marksþekkingu á kennsluefni sínu.
Því fer fjarri að ég sé að mælast
til að upp verði teknar gömlu
ítroðsluaðferðirnar. Eins og kenn-
arar eru sjálfir manna duglegastir
að benda á, þá er það eitt sem kennt
er og annað sem numið er. Það er
bæði óhjákvæmilegt og að mínu viti
mjög æskilegt að nemandinn taki
virkan þátt í námi sínu og efa ég
ekki að kennslufræðin hafi hér
margt gagnlegt og gott til málanna
að leggja. En, það má ekki ganga
svo langt að kennarinn dansi alfarið
eftir pípu nemandans og fleyti hon-
um í gegnum öll próf fyrirhafn-
arlaust. Ef nemendur þurfa aldrei
að bera ábyrgð á eigin frammistöðu
er ekki von á góðu.
Ég vil gera það að tillögu minni að
kennaranám verði stokkað upp og
fært til fagdeilda háskólanna, þ.e.
raun-, hug- og félagsvísindadeilda.
Þar mætti hanna fjögurra ára B.Ed.
nám sem saman væri sett úr hefð-
bundnu þriggja ára B.Sc. námi, að
viðbættu einu ári í uppeldis- og
kennslufræðum. Þetta yrði þá sam-
bærilegt við „kennsluréttindanám-
ið“ sem háskólaborgurum hefur ver-
ið boðið upp á um nokkurt skeið.
Þannig mætti sjá fyrir sér að nem-
andi sem tæki t.d. B.Sc. gráðu í líf-
tækni gæti bætt við sig einu ári í
kennslufræðum til að öðlast B.Ed.
gráðu í náttúrufræðum. Fyr-
irkomulag sem þetta myndi tryggja
að kennaranemar hefðu á hverjum
tíma greiðan aðgang að færustu sér-
fræðingum síns fræðasviðs og ættu
því að geta orðið sér úti um fag-
þekkingu á við það sem best gerist.
Frekara nám á sviði uppeldis- og
kennslufræða mætti síðan útfæra á
meistarastigi. Ef til vill eru aðrar
leiðir en þessi vænlegri til árangurs
– um það verða kennarar sjálfir að
fjalla, en nú þegar Kennaraháskóli
Íslands er að sameinast Háskóla Ís-
lands er lag að huga að breytingum
á kennaranáminu. Einnig ættu að
vera hæg heimatökin hér við Há-
skólann á Akureyri, a.m.k. hvað
varðar kennaranám á sviði raun- og
félagsvísinda, en hér höfum við
ágætar fagdeildir á þeim sviðum,
auk góðrar kennaradeildar sem vel
er mönnuð sérfræðingum í kennslu-
fræðum.
Af námsleti nemenda og kennara
Oddur Þ. Vilhelmsson fjallar
um námsleti »Ég vil gera það aðtillögu minni að
kennaranám verði
stokkað upp og fært til
fagdeilda háskólanna,
þ.e. raun-, hug- og fé-
lagsvísindadeilda.
Oddur Þ. Vilhelmsson
Höfundur er dósent í líftækni
við Háskólann á Akureyri.
VARLA þarf að fara mörgum orð-
um um þá miklu blóðtöku sem átti
sér stað í umferðinni á
síðasta ári. Því miður
hefur komið í ljós að
alltof margir sátu með
bílbeltin óspennt þeg-
ar þeir fóru í sína síð-
ustu ökuferð og má því
leiða líkur að því að
þeir hefðu lifað slysið
af ef þeir hefðu notað
þennan nauðsynlega
öryggisbúnað. Þegar
þessi grein er rituð
sendur talan 0 á skilt-
inu á Hellisheiði sem
sýnir fjölda látinna í
umferðinni á árinu. Ef
að líkum lætur er lík-
legt að sú tala eigi eftir
að breytast. En það er
þó ekkert náttúrulög-
mál að banaslysin
verði á þriðja tug í lok
þessa árs, ef marka
má meðaltal síðustu
ára. Það er ekki langt
síðan við máttum þola
mikla slysaöldu í um-
ferðinni; svo mikla að
öllum þótti okkur nóg
um. Í kjölfarið var
krafist úrbóta í vega-
málum, m.a. krafa um
tvöföldun umferð-
armestu þjóðveganna.
Ráðamenn þjóð-
arinnar brugðust við með því að
hækka umferðarlagasektir og
þyngja refsingar auk þess sem góð
orð voru höfð um tvöföldun Suður-
landsvegarins. Þá hefur nýtt lög-
regluembætti höfuðborgarsvæðisins
gefið fyrirheit um aukna umferð-
arlöggæslu og m.a. endurvakningu
sérhæfðrar umferðardeildar. Allt
lofar þetta góðu – sérstaklega þykir
mér jákvætt ef loksins á að auka
áherslur umferðarlöggæslu því það
sér hver maður að hert viðurlög eru
til lítils ef framfylgni þeirra fylgir
ekki í kjölfarið. Það sem vekur at-
hygli, þegar umferðarslys síðasta
árs eru skoðuð, er sú staðreynd að
ofsaakstur kemur oft við sögu sem
orsök. Þegar rætt er um ofsaakstur
er átt við hraða sem er jafnvel meira
en tvöfaldur hámarkshraði en það er
löngu þekkt staðreynd að þegar eitt-
hvað ber út af á slíkum hraða er það
ávísun á mjög alvarlega áverka – oft-
ast dauðaslys. Því miður er ungt fólk
á fyrstu árum sínum sem ökumenn
áberandi meðal alvar-
lega slasaðra og látinna
eftir slíkan ofsaakstur.
Oft er rætt um hvort
umferðaráróður sé
hættur að virka á þenn-
an aldurshóp og kann
að vera að svo sé; a.m.k.
virkar ekkert á ákveð-
inn hóp ökumanna í
þeim efnum. Þeir ein-
staklingar sem þannig
haga sér ítrekað skilja
fátt annað en þungar
refsingar; ökuleyf-
issviptingar og/eða
mjög háar sektir.
Hækkun umferð-
arlagasekta og þynging
refsinga er áhrifarík
leið til að sporna við
ofsaakstri en það þarf
meira að koma til. Ég
hef lengi verið þeirrar
skoðunar að hækka beri
ökuleyfisaldurinn í 18
ár og láta hann þar með
fylgja sjálfræðisaldr-
inum. Það nær engri átt
að fólk skuli mega setj-
ast undir stýri og aka
oft og tíðum stór-
hættulegu mann-
drápstæki (ef ekki er
rétt með farið) á sama
tíma og viðkomandi má
ekki eignast ökutækið nema með
undanþágu. Þá tel ég vænlegt til ár-
angurs að banna alfarið notkun far-
síma á meðan ekið er. Þá þarf að
taka mun harðar á vanrækslu við
notkun bílbelta. En umfram allt
þurfa allir ökumenn að taka sig á
þannig að þeir geri sér grein fyrir
þeirri ábyrgð sem hvílir á þeim sem
hlekkur í þeirri keðju sem umferðin
er. Ökutækið er nauðsynlegt sam-
göngutæki sem við getum ekki án
verið en það er með öllu óverjandi að
það sé notað sem leikfang til þess að
fá útrás fyrir hraðafíkn eða annars
konar spennu. Þeir sem þannig haga
sér eiga undantekningarlaust að
sæta ábyrgð. Okkar allra vegna.
Hert viðurlög –
aukið eftirlit
Ragnheiður Davíðsdóttir
fjallar um umferðarlagabrot
og hert viðurlög
Ragnheiður
Davíðsdóttir
» Ökutækið ernauðsynlegt
samgöngutæki
sem við getum
ekki án verið en
það er með öllu
óverjandi að það
sé notað sem
leikfang til þess
að fá útrás fyrir
hraðafíkn eða
annars konar
spennu.
Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS.
Í ÁRAMÓTAGREIN í Morg-
unblaðinu 31. desember sl. segir
Geir H. Haarde forsætisráðherra að
þótt ekki séu líkur á að næstu árin
verði reist önnur stórvirkjun á borð
við Kárahnjúkavirkjun væri glap-
ræði að segja skilið við stóriðjustefn-
una. Sama dag sagði hann í þætti á
Stöð 2 að hann væri meðmæltur ráð-
gerðri stækkun álvers-
ins í Straumsvík. Sú
„stækkun“ er reyndar
lítið minni en álverið á
Reyðarfirði og þarfn-
ast því viðlíka mikillar
orku. Landvirkjun
undirbýr nú útboð við-
komandi virkjana í
Þjórsá strax næsta
haust. – Enginn fer í
grafgötur um óbreytta
stefnu Framsókn-
arflokksins þótt for-
maður hans reyni nú
að skýla sér á bak við
sveitarstjórnir og orkufyrirtæki.
Hæg eru heimatökin með núverandi
stjórnarformann Landsvirkjunar
innarlega úr búri Framsóknar.
Straumsvíkurál og
Samfylkingin
Stefna Samfylkingarinnar í stór-
iðjumálum er í reynd hin sama og
stjórnarflokkanna og feluleikurinn
gagnsær ekki síður en hjá oddvitum
þeirra. Fagra Ísland er aðeins
ábreiða til að reyna að hylja raun-
verulegan ásetning. Í Hafnarfirði
stjórnar nú Samfylkingin sveitarfé-
laginu með auknum meirihluta og
hefur þannig öll ráð í sinni hendi.
Bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson fer
ekki dult með þá skoðun sína að
heimila beri Alcan umrædda stækk-
un, sem í reynd er nýtt risaálver upp
á 280 þúsund tonn. Sviðsetningin
með atkvæðagreiðslu um málið inn-
an sveitarfélagsins er til þess gerð
að reyna að fela stóriðjustefnu Sam-
fylkingarinnar. Þar er sami lodd-
araleikurinn viðhafður og í Skaga-
firði þar sem Samfylkingin ásamt
Framsókn beitir sér fyrir atkvæða-
greiðslu um virkjun jökulánna.
Bygging risaverksmiðja með til-
heyrandi virkjunum er auðvitað ekki
aðeins mál viðkomandi sveitarfélaga
heldur landsins alls. Eigi að skera úr
slíkum málum með sérstökum at-
kvæðagreiðslum verða þær að lág-
marki að fjalla um allan pakkann,
verksmiðjur, virkjanir og raflínur,
og raunar að vera liður í lands-
skipulagi.
Óskastærðin nú
500–700 þúsund tonn
Það hefur legið fyrir í heilan ára-
tug að álrisarnir telja sig þurfa ein-
ingar sem hver geti
framleitt 500–700 þús-
und tonn árlega. Töl-
una 700 þúsund tonn
nefndi Finnur Ingólfs-
son á Alþingi haustið
1997 sem óskastærð
Norsk Hydro á Reyð-
arfirði. Flestum
blöskraði og þá voru
búnir til minni áfangar
í leið að marki. Nú
nefnir talsmaður
Norsk Hydro hérlendis
óhikað óskatöluna 600
þúsund tonn. Alcan tel-
ur sig þurfa um 500 þúsund tonna
verksmiðju í Straumsvík ella pakki
fyrirtækið saman innan tíðar. Þess
verður ekki langt að bíða að Alcoa
leggi fram óskir um stækkun verk-
smiðjunnar á Reyðarfirði. Sama
verður uppi á Grundartanga og í
Helguvík eftir að menn hafa komið
sér þar fyrir. Harður heimur sam-
keppninnar sér fyrir því og þá er að
kaupa sér velvild lítilla sveitarfélaga
eins og nú birtist í sýnikennslu í
Hafnarfirði. Í bæjarkassann þar
eiga að renna 800 milljónir og stjórn
Landsvirkjunar eða Orkuveitu
Reykjavíkur á að reiða fram orkuna.
Ýmsum hentar að láta sem þeir sjái
ekki í gegnum vefinn, eins og for-
maður Frjálslynda flokksins sem
reynir í áramótagrein í Morg-
unblaðinu að telja sér og öðrum trú
um að annað sé í boði og talar um
„álver af hæfilegri stærð“.
Blekkingaleikurinn
á Austurlandi
Austfirðingar gengu að meirihluta
til í gildru álrisanna og forystu-
manna stjórnarflokkanna sem nutu
eindregins stuðnings Samfylking-
arinnar. Náttúru og samfélagi á
Austurlandi er nú umturnað í þágu
Alcoa og ekki skeytt um skömm né
heiður varðandi leikreglur. Það blas-
ir við eftir Hæstaréttardóm að álveri
Alcoa var troðið í gegn í blóra við lög
og rétt. Því var m.a. hampað í mats-
ferli og á Alþingi að íbúum á Austur-
landi muni fjölga um þúsundir í kjöl-
far framkvæmdanna. Síðustu tvö
árin, 2005 og 2006, færir Hagstofan
okkur þau tíðindi að íslenskum rík-
isborgurum á svæðinu hafi fækkað
bæði árin. Þetta gerist þótt búið sé
að ráða fólk í um helming þeirra
starfa sem í boði verða í álverinu.
Ruðningsáhrif framkvæmdanna eru
í fullum gangi og það má teljast gott
ef íbúafjöldinn í fjórðungnum á
næstu árum hangir í því að verða sá
sami og „fyrir ál“. Í fyllingu tímans
kemur að því að Alcoa eða nýr eig-
andi setur fram kröfuna um stækk-
un verksmiðjunnar, ella verði henni
lokað. Hætt er við því að fyrr en var-
ir verði sveitarstjórnarmenn eystra
tengdir álveri Alcoa margvíslegum
hagsmunaböndum og það er vel
þekkt að eftir höfðinu dansa lim-
irnir. Það samfélagslíkan sem þarna
er í mótun á síðan að kópíera á Hús-
vík og víðar.
Afdrifaríkar kosningar
Alþingiskosningarnar eftir aðeins
fjóra mánuði verða afdrifaríkar. Í
þeim og stjórnarmyndun að þeim
loknum mun það ráðast hvort álfyr-
irtækin ná því kverkataki á íslensk-
um orkulindum sem þau stefna að. Í
kosningabaráttunni eigum við eftir
að sjá feluleik frambjóðenda stór-
iðjuflokkanna stundaðan af miklu
kappi. Það reynir því á að kjósendur
láti ekki villa um fyrir sér. Aðeins
stórsigur Vinstrihreyfingarinnar
græns framboðs getur knúið fram
straumhvörf og komið í veg fyrir
framhald á stóriðjustefnunni sem
einkennt hefur landsstjórina í heilan
áratug.
Feluleikur með
stóriðjustefnuna
Hjörleifur Guttormsson fjallar
um stóriðjustefnuna » Í þeim og stjórn-armyndun að þeim
loknum mun það ráðast
hvort álfyrirtækin ná
því kverkataki á íslensk-
um orkulindum sem þau
stefna að.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.