Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 11 FRÉTTIR !  "#   ! " # $ % &  $"#   ! " # $ % &  %&'"#   ! " # $ % &  (&'"#   ! " # $ % &                !"! !# !#  "$ " ## # # #" $ #!            & '&(                           %      %    &   '()  * )           ++ ++!++$++,++ + !) "*+ , $ )  #  )  *&% & + % # ( !  ,  * )  )  *& & '&( %    )( )  * & & '&( %    - * .* ,) & / ++ ++!++$++,++ + !    0 1     $  0 1     ( '  0 1     #-          *  ".'/, $ )  # )  **& *&% &  %+ % # ( !  1    & '&( 0 ' & '&( )  (  '  #  &   %34  ( ++ ++!++$++,++ +  (  (   (   - ( Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SALA á fiskmörkuðum jókst milli áranna 2005 og 2006 um 2.852 tonn, sem er 2,75% aukning. Árið 2005 voru seld 103.684 tonn en 106.536 tonn í fyrra. Þetta er mesta sala á fiskmörkuðum frá upphafi ef tekin er út sala á loðnu. Verðmæti sölunnar jókst um 27%, fór úr tæpum 11,7 milljörðum króna í rúma 14,8. Þetta er mesta verðmæti sem selt hefur verið fyrir á einu ári hjá fiskmörkuðunum. Selt fyrir meira en milljarð í hverjum mánuði Á síðasta ári var selt fyrir meira en einn milljarð króna í hverjum mánuði. Þá hækkaði meðalverðið milli ára um 23,6% og fór úr 112,58 krónum í 139,13 krónur. Meðalverð hefur þó tvívegis orðið hærra, það var árin 2001 og 2002, en þá fór með- alverðið í 154 og 155 krónur. Skýringar á hækkun meðalverðs og verðmæta milli ára nú eru meðal annars miklar hækkanir á afurða- verði erlendis og lækkun gengis krónunnar. Hvort tveggja hefur aukið getu innlendra fiskverkenda til að greiða hærra verð fyrir fiskinn. Árið 2005 var hins vegar vinnslunni afar erfitt vegna hás gengis krón- unnar og skýrir það fremur lágt meðalverð á fiskmörkuðunum það ár. Gera má ráð fyrir að salan á þessu ári verði svipuð og á því síðasta mælt í magni, þrátt fyrir minni þorsk- kvóta. Aldrei meira selt á fiskmörkuðum hérlendis    .+ / +. 1&'    '2345 6 '7                              Verðmætið jókst um 27% eða 3,1 milljarð ÚR VERINU Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is TVEIR dvergkafbátar sem íslenska fyrirtækið Hafmynd hefur þróað voru nýlega seldir til tveggja vin- veittra þjóða fyrir um 100 milljónir króna. Fram kom á blaðamannafundi í gær að ástralski flotinn hefur keypt einn kafbát af Hafmynd, en ekki er hægt að greina frá því að svo stöddu hvaða ríki hefur keypt hinn bátinn sem nýlega var seldur. Hafmynd von- ast til þess að selja 5–8 slíka dverg- kafbáta á þessu ári, en fyrirtækið hlaut nýlega alþjóðlega viðurkenn- ingu fyrir byltingarkennda lausn í ör- yggismálum ríkja. Torfi Þórhallsson, framkvæmda- stjóri Hafmyndar, segir þekktasta viðskiptavin fyrirtækisins til þessa vera bandaríska flotann, en hann fékk afhentan kafbát frá fyrirtækinu í ágúst 2005. Unnið hafi verið að kynn- ingarmálum og í framhaldi af því hafi selst tveir kafbátar til viðbótar. Dvergkafbáturinn, sem nefnist Gavia, er hannaður sem alhliða mæl- inga- og rannsóknartæki, en að sögn Torfa er hann notaður við umhverf- isrannsóknir, sjómælingar, eftirlit með mannvirkjum og öryggiseftirlit. Kafbáturinn er sjálfskiptur og útbú- inn myndavélum og sónartæki. Um tíu ár eru liðin frá því verkefnið hófst og á kafbáturinn uppruna sinn að rekja til umhverfisrannsókna í hafi. „En síðan hefur þetta víkkað út þann- ig að þessir bátar eru notaðir í um- hverfisrannsóknir og við erum að fikra okkur inn á sjómælingasviðið í tengslum við hvers kyns neðansjáv- arframkvæmdir,“ segir hann og nefn- ir sem dæmi skolplagnir, olíuleiðslur og strengi neðansjávar. Þá sé hafið tilraunaverkefni í samvinnu við Há- skóla Íslands, en í því er verið að kanna notkun dvergkafbáta við stofn- stærðarmælingar á tilteknum fisk- tegundum. Viðurkenningin heiður Torfi segir að nýlega hafi Hafmynd fengið viðurkenningu Frost og Sulliv- an, eins þekktasta rannsóknarfyrir- tækis heims. Hún hafi verið veitt fyrir byltingarkennda nýjung í hafnaeftir- liti og öryggismálum þjóða, einkum varnir gegn hryðjuverkum. Arnar Steingrímsson, viðskiptaþróunar- stjóri Hafmyndar, segir viðurkenn- ingu Frost og Sullivan heiður, en meðal þeirra sem það hefur verð- launað eru stór fyrirtæki í hergagna- iðnaði á borð við Thales og Lockheed Martin. Arnar segir þróunarkostnað vegna verkefnisins nema mörg hundruð milljónum króna. Aðaleigandi Haf- myndar er Össur Kristinsson, en aðr- ir eigendur eru m.a. Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins og starfsmenn Hafmyndar. Morgunblaðið/RAX Kafbátur Torfi og Arnar við dvergkafbátinn Gavia, en báturinn er um 30 cm í þvermál og um 1,5 metrar að lengd. Dvergkafbátar seldir fyrir 100 milljónir Í HNOTSKURN » Hafmynd var stofnuð1999, en þar starfa um 15 manns. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og markaðssetningu á sjálf- virkum kafbátum. » Hafmynd fékk nýlega al-þjóðlega viðurkenningu fyrir byltingarkennda lausn í öryggismálum ríkja. FYRIRTÆKI í útrás eru mun virk- ari í nýsköpun en fyrirtæki sem ein- göngu starfa á heimamarkaði. Þetta kemur fram í niðurstöðum samnor- rænnar rannsóknar á alþjóðavæð- ingu fyrirtækja. Ásdís Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís, segir að rannsóknir sem gerðar voru á ís- lenskum fyrirtækjum bendi til að reynsla þeirra sé sú sama og fyrir- tækja annars staðar á Norðurlönd- unum. Vinna við þessa rannsókn hófst ár- ið 2005. Niðurstöðurnar byggjast á nýsköpunarkönnuninni CIS 3 sem gerð er meðal fyrirtækja í Evrópu en auk þess var skoðuð reynsla 17 nor- rænna fyrirtækja sem eru það sem kallað er fjölþjóðleg heimafyrirtæki. „Fjölþjóðleg heimafyrirtæki eru fyr- irtæki sem farið hafa í útrás og starfa því á alþjóðlegum vettvangi en hafa jafnframt áfram höfuðstöðvar í heimalandinu. Þetta er það sem við Íslendingar köllum í daglegu tali út- rásarfyrirtæki,“ sagði Ásdís. „Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvernig stjórnendur taka ákvörðun um staðsetningu lykil- starfsemi í útrás. Hvaða áhrif útrás- arfyrirtækin hafa á nýsköpun heima fyrir, bæði innan og utan fyrirtæk- isins. Í þriðja lagi hvaða þýðingu út- rásin hefur fyrir starfsemi fyrirtæk- isins í heimalandinu. Er þetta blóðtaka fyrir þekkingarþunga starfsemi heima við eða er þetta víta- mínsprauta? Rannsóknin sýndi að fjölþjóðleg heimafyrirtæki á Norðurlöndunum voru virkari í nýsköpun, vörðu meiri fjármunum til nýsköpunar og nýttu sér betur tengsl heim fyrir, t.d. við háskóla, birgja og stofnanir, við ný- sköpun,“ sagði Ásdís. Íslensk vinnumenning eftirsóknarverð Í íslenska hluta rannsóknarinnar var sérstaklegt horft til reynslu Act- avis og Össurar af útrásinni. Ásdís sagði að þetta væru ólík fyrirtæki en reynsla þeirra af útrásinni væri þó svipuð að því leyti að útrásin hefði styrkt starfsemina á Íslandi. „Útrás- in hefur gjörbreytt báðum þessum fyrirtækjum og aukið möguleika þeirra til nýsköpunar hér heima. Það sem meira er, reynsla eins öflugs fyrirtækis eins og Össurar eða Act- avis af útrás nýt- ist öðrum fyrir- tækjum. Reynslan dreifist út í umhverfið, t.d. með mann- auðnum, svo út- rásarfyrirtækin verða eins konar leiðslur þekking- ar inn og út úr landinu.“ Ásdís sagði að fyrirtækin vildu gjarnan vera áfram með starfsemi á Íslandi. Ein ástæða væri sú að fyr- irtækin teldu ávinning af þeirri vinnumenningu sem hér er. „Í við- tölum við stjórnendur fyrirtækjanna kom fram að íslenskir starfsmenn hefðu eiginleika eða færni sem nýtt- ust vel til nýsköpunar. Þeir væru sveigjanlegir, duglegir, sýndu frum- kvæði, bentu á nýjar leiðir o.s.frv. Þetta snýst ekki bara um að hafa að- gengi að menntuðu fólki heldur ekki síður að kraftmiklu fólki sem sýnir frumkvæði. Það er spurning hvort það sé eitthvað í okkar samfélagi eða menntakerfi sem ýtir undir þetta. Ef svo er þurfum við að leggja rækt við það því þetta er samkvæmt stjórn- endum fyrirtækjanna einn af styrk- leikum Íslands þegar þeir taka ákvarðanir um staðsetningu mikil- vægrar starfsemi, eins og t.d. rann- sókna og þróunar.“ Þegar stjórnendur fyrirtækja eru spurðir hvers vegna þau færu í útrás nefna þeir gjarnar fyrst að þau geri það til að fá aðgang að stærri mark- aði. Ásdís sagði að það sem knýði menn til útrásar væri ekki síður að fá aðgang að þekkingu. Útrás íslenskra fyrirtækja hefði fyrst og fremst átt sér stað með yfirtöku eða samein- ingu fyrirtækja, en ekki með stofnun nýrra fyrirtækja. „Menn eru að taka yfir fyrirtæki þar sem býr gríðarleg reynsla í starfsmönnunum. Enn sem komið er eru höfuðstöðvarnar á Ís- landi þekkingarmiðjur fyrirtækja eins og Actavis og Össurar. En það má því spyrja hvort fyrirtækin muni þróast á þann veg að það verði þekk- ingarmiðjur á fleiri stöðum en ein- um. Raunar eru vísbendingar um að slíkt sé að gerast.“ Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar á morgunverðarfundi á Grand hóteli sem hefst kl. 8.30 í dag. Útrásin virðist örva nýsköpun Ásdís Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.