Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.01.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sara Líf Sigurð-ardóttir fæddist á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík hinn 12. október 2005. Hún lézt á Barnaspítala Hringsins hinn 4. janúar síðastliðinn, tæplega 15 mánaða gömul. Foreldrar hennar eru Sigurður Villi Stefánsson, f. 23.1. 1972, og Sig- urbjörg Guðdís Hannesdóttir, f. 10.9. 1976 (Villi og Systa). Tvíbura- systir Söru Lífar er Sóley Líf. Foreldrar Villa eru Stefán O. Sigurðsson, f. 8.6. 1941, og Jónína Friðriksdóttir, f. 9.12. 1950, og systkini hans eru Dagný, Friðrik Smári, Halldór Þor- leifs og Stefán Ei- ríks, Stefánsbörn. Foreldrar Sig- urbjargar eru Hann- es Freyr Guðmunds- son, f. 16.7. 1951, og Hanna Sigríður Jós- afatsdóttir, f. 23.10. 1951, og systkini hennar eru Guð- mundur Ragnar, Pétur, Ólöf Þóranna, Þórey, Sigríður Ósk og Sunneva Ósk, Hannesarbörn. Útför Söru Lífar verður gerð frá Kapellunni í Hafnarfjarð- arkirkjugarði í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Elsku yndislegi sólargeislinn okk- ar, líf þitt var svo stutt og veikindi þín svo mikil og erfið. Þrátt fyrir öll veikindin var alltaf stutt í brosið þitt ljúfa, og lítið þurfti til að gleðja þig og kalla fram yndislegt bros. Það var nóg að vera hjá þér, halda í litlu hendurnar þínar, hjala við þig eða strjúka og kyssa mjúkan vanga, þá brostir þú og allt varð svo bjart. Þú skynjaðir nærveru okkar svo sterkt og þekktir raddirnar okkar og gladdist þegar þú fannst nálægðina. Brosið þitt sólskinsbjarta gaf mömmu og pabba svo mikið og yljaði okkur um hjartarætur í hvert sinn. Við munum geyma það hlýtt og fag- urt í sjóði minninganna um þig og þú munt ávallt vera í hjörtum okkar. Sóley Líf tvíburasystir þín passaði alltaf svo vel upp á þig, klappaði þér og kyssti, hún mun alltaf vera hluti af þér, við vitum að hún mun sakna þín. Elsku litli gimsteinninn okkar, nú hefur þú fengið friðinn og þarft ekki að finna lengur til. Það er okkur huggun. Við geymum þig vandlega í hjörtum okkar og þú munt alltaf vera dýrmætur hluti af okkur. Guð blessi alla þá mörgu sem komu nálægt henni Söru Líf og önn- uðust hana eins og hún væri þeirra eigin. Elsku barnið okkar, Guð geymi þig og blessi. Sofðu rótt, við elskum þig. Guð, ég fel þér barnið mitt sem gengið hefur um dauðans dyr. Ég bið þig um að hugsa um það, eins og ég hefði viljað gera. Haltu á því, í föðurörmum þínum. Barnið mitt mun aldrei kynnast unglings- né fullorðinsárum. Í huga mínum verður það barn að eilífu. Guð, ég fel þér barnið mitt. Hjartans kveðjur, Sara Líf. Mamma, pabbi og Sóley Líf. Veikburða fæddist Sara Líf í þennan heim og háði frá fæðingu stöðuga baráttu fyrir lífi sínu. Bar- áttuþrek hennar og lífsvilji lengdi tíma hennar umfram vonir. Foreldr- ar hennar báru hana á höndum sér í öllum raunum af takmarkalausu ást- ríki og trúfesti. Á milli mislangra sjúkrahúsdvala komu á stundum bjartari tímar sem gáfu ástvinum betri von, meiri væntingar og einnig ómetanlega samveru. Á heimili sínu naut Sara Líf alls hins bezta sem einu barni verður veitt í ást og um- hyggju og systir hennar var við hana ljúf og góð. Þá fékk Sara á stundum umönnun í Rjóðrinu og dagvist á Lyngási. Starfsfólki þessara heimila er hér þökkuð kærleiksrík umönnun. Að áliðnu sumri gekkst Sara undir aðgerð til að bæta heilsu hennar og tók í framhaldi af því að eflast og braggast til muna. Þrátt fyrir þetta héldu aðrir kvillar áfram að hrjá hana. Rétt fyrir jólin lagðist hún enn inn á Barnaspítala Hringsins vegna lungnabólgu. Allt virtist á réttri leið, engar sérstakar áhyggjur í gangi og foreldrar og ástvinir bjuggust við út- skrift og heimkomu hennar á hverri stundu. Árla dags hinn 3. janúar dró skyndilega ský fyrir sólu og veikindi hennar ágerðust til muna. Aðfara- nótt þess 4. hvarf Sara á braut í faðmi föður síns, umvafin örmum móður sinnar umkringd ástvinum. Það er trú okkar og vissa að enn hlýrri armar og öflugri hafi tekið á móti henni. Kyrrð og friður, ást og kærleiki einkenndi lát hennar sem veitti ástvinum huggun. Sara Líf var falleg stúlka og ynd- isleg mannvera. Þótt augun hennar sæju ekki var heyrnin næm og auð- velt að gleðja hana með návist og snertingu. Mamma hennar sagði hana hafa yndislegasta og fallegasta bros í heimi um leið og hún kallaði hana elsku dúlluna sína eða elsku stelpuna sína. Tími Söru með foreldrum, tví- burasystur sinni, öðrum ástvinum og þeim sem henni kynntust og önn- uðust var hrein og tær lind ótak- markaðs kærleika og sérhver sá sem veitti henni þáði margfalt í staðinn. Foreldrar hennar, systir, afar og ömmur og ástvinir áttu hana í tæpa 15 mánuði og væntu og vonuðu lengri samveru. Okkur mönnum er ekki gefið að skilja hinstu rök tilverunnar og tím- ann og stundina þekkir enginn nema almáttugur og eilífur Guð. Það var mikil gæfa og Guðsgjöf að eignast og eiga Söru Líf og fyrir tímann með henni verður ekki nógsamlega þakk- að. Litla veika stúlkan okkar hefur á skammri ævi kennt svo mörgum svo margt, gefið svo mikið, veitt nýja sýn og breytt lífsgildum. Hún efldi og styrkti kærleikssamband foreldra sinna og bjó sér varanlegan bústað í hjörtum okkar, elskuð af öllum. Þannig hefur líf hennar ótakmarkað gildi í tilveru okkar, við verðum aldr- ei söm og aðeins með því að verða betri og kærleiksríkari manneskjur getum við auðsýnt þakklæti okkar. Af öllu hjarta þökkum við Guði fyrir gjafir hans og það mikla traust og ástúð sem hann sýndi okkur og fel- um yndislega barnið okkar í hlýja faðminn hans. Starfsfólki Barnaspítala Hrings- ins er hér sérstaklega þakkað fyrir alla umönnun og sérstaklega fyrir kærleiksríka umönnun og stuðning síðustu stundirnar. Einnig séra Gunnari Matthíassyni sjúkrahús- presti fyrir handleiðslu og fagrar fyrirbænir. Við kveðjum elskulegu litlu og yndislegu stúlkuna okkar með sár- um söknuði í sátt við Guð með orðum föður hennar og móður við dánar- beð: „Sara ég elska þig.“ Fyrir hönd ástvina. Hannes afi og Hanna amma, móðursystkin og fjölskyldur. Lítil kveðja frá ömmunum og af- anum í sveitinni. Sara mín, elsku litla ömmustelpa. Þú fæddist í þennan heim svo ósköp veikburða en þó svo sterk. Frá þeirri stundu er ég sá þig fyrst elskaði ég þig. Síðan hefur enginn dagur liðið svo ða þú hafir ekki verið í huga mé. Stundirnar með þér og minning þín munu lifa í hjarta mínu að eilífu. Það var svo gott að fá þig í heimsókn í sveitina að Laugamýri og svo mikil forréttindi að fá að annast þig elsku stelpan mín. Þar fengum við að eiga svo margar og góðar stundir saman og tengdumst svo sterkum böndum. Við fengum líka að vera heilmikið saman í borginni og nærveran þín var svo ljúf og góð og þið systurnar báðar svo yndislegar. Tíminn með þér, elsku Sara Líf, var allt of stutt- ur en svo mikilvægur og dýrmætur af því að þú gafst mér svo miklu meira en hægt er að tjá í orðum. Nú ert þú farin frá okkur elsku litla stelpan mín og ég kveð þig með sorg í hjarta en samt svo miklu rík- ari af því að ég átti þig. Það var mikil huggun að fá að vera með þér síð- ustu stundirnar og finna friðinn og kærleikann sem var yfir þér. Nú ert þú Guði falin og veikindi og erfiðleik- ar að baki en sá kærleikur sem þú veittir svo ríkulega af fylgir okkur um ófarinn æviveg. Sigga langamma í Laugahvammi syrgir þig líka mikið og grætur það að fá aldrei aftur að sjá yndislega fallega brosið þitt. Við elskum þig, farðu í Guðsfriði. Jónína amma og Stefán afi. Kveðja frá langömmu. Sara líf kvaddi þennan heim hinn 4. janúar eftir erfið veikindi. Þessi elskulega stúlka sem var svo ljúf og yndisleg og skynjaði nærveru okkar sterkt. Hún hafði líka unun af tónlist. Hún hafði einstaka nærveru og frá henni stafaði ljúfleiki og friður sem birtist í fallega brosinu hennar. Ég finn ennþá hlýjuna af litlu hend- inni sem hélt utan um fingurinn minn á kveðjustund. Það var lær- dómsríkt að kynnast henni. Ég fel hana Guði. Sunna langamma. Kveðja frá föðursystkinum og fjöl- skyldum. Elsku Sara Líf. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Farðu í Guðs friði, litla frænka. Með kærri þökk fyrir kynnin. Elsku Villi, Systa og Sóley Líf. Guð styrki ykkur á erfiðum tím- um. Friðrik og Rikke, Halldór og Elísabet, Stefán og Steinunn, Dagný og Róbert. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson) Í dag kveðjum við litla vinkonu, hana Söru Líf. Í september sl. kom hún til okkar í Lyngás þar sem hún var mikill gleðigjafi. Með sitt fallega bros og dillandi hlátur. Sara Líf átti misjafna daga sökum veikinda en þrátt fyrir það stóð hún sig eins og hetja í öllu því nýja sem fyrir hana var lagt. Sara Líf fékk ekki að vera lengi hjá okkur en við trúum því að nú líði henni vel. Mér er sem leggi ég lófann á litla höfuðið þitt, biðjandi Guð að geyma gullfagra barnið mitt. (Þýð. B. Gröndal) Við biðjum góðan Guð að styrkja og styðja Sigurbjörgu, Sigurð og litlu Sóleyju Líf og aðra aðstandend- ur í sorginni. Vinir á stofu A á Lyngási. Það er alltaf sárt að þurfa að skrifa minningargreinar um lítil börn sem kvatt hafa þennan heim. En mig langar að fá að skrifa nokkur orð um litla fallega stúlku, hana Söru Líf, sem lést í byrjun janúar. Þessi stúlka var svo yndisleg og falleg, ofsalega kát og sterkur persónuleiki. Ég fékk að njóta þess að fara með Systu, bestu vinkonu minni og móð- ur Söru Lífar, í fyrsta sónarinn til að fá staðfestingu á þunguninni og Systa kom brosandi út því hún fékk það staðfest að tvö lítil kríli væru í maganum, það var mikil gleði að fá þessar fréttir og Systa þurfti að sannfæra marga að það væru tvö kríli en ekki eitt vegna þess að frétt- irnar fékk hún 1. apríl 2005! Sara Líf fékk þó ekki að vera með okkur leng- ur en þessa 15 mánuði sem hún lifði, en minningin um hana geymist í huga okkar sem urðum þess aðnjót- andi að fylgjast með henni þennan stutta tíma sem hún dvaldi með okk- ur. Sara Líf var ofsalega sterk eins og áður sagði og þurfti að ganga í gegnum mikla baráttu í veikindum sínum en aldrei var langt í fallega brosið hennar. Það var ekki hægt að sjá að henni liði illa því hún bar sig svo vel þessi litla stúlka, enda á hún yndislega foreldra sem hugsuðu ofsalega vel um hana og litu aldrei af henni. Ég bið því góðan Guð að gefa Systu, Villa og litlu Sóleyju Líf styrk í þessari miklu sorg. Ég hugsa til ykkar daglega litla fjölskylda og bið fyrir ykkur og Söru Líf í bænum mínum. Megi Sara Líf hvíla í friði og minningin um litla fallega stúlku lifir ávallt með okkur. Guð blessi ykkur. Ykkar vinkona Berglind. Elsku Sara Líf. Líf þitt var stutt en mjög ánægju- legt fyrir okkur vini þína. Þín stund hér á jörðu var erfið og mikil barátta en þú stóðst þig ótrúlega vel miðað við aðstæður. Foreldrar þínir stóðu sem klettur við hlið þér hverja ein- ustu mínútu og héldu á þér á þinni lokastundu í þessu lífi. Allir sem þekktu þig stóðu með þér og vildu allt fyrir þig gera. Ég fór eitt sinn með móður þinni til þín í Rjóðrið og hún Sóley Líf systir þín var með okkur, þar sá ég hversu mikil samstaða var á milli ykkar systranna. Sóley kom til þín og lék við þig og þú teygðir þig til hennar því þú vissir alveg hver var hjá þér og þér leið vel. Bros lék um varir þínar og Sóley hló og skemmti sér með þér. Svona stundum er seint hægt að gleyma og aldrei mun ég gleyma þér. Ég sá ljóð sem ég vil til- einka þér og móður þinni: Hún situr við vögguna og ruggar barni sínu í svefn. Hún horfir á það með stolti og finnst ekkert eins fallegt því barnið hennar er það fallegasta. Allt hennar líf er barnið. Grátur þess, sorgir og gleði. Móðurástin er yfirsterkari en vandamálin. Úti er eymd og volæði. En hún hugsar ekki langt. Hennar hugsun er í vöggunni. (Anna Soffía Halldórsdóttir) Þú ert nú vonandi komin á betri stað og laus við allar raunir. Við sjáumst síðar og hlakka ég til þeirr- ar stundar því að þú ert yndisleg manneskja og sterkari en margur maður mun nokkurn tímann geta vonast eftir að verða. Elsku Sara Líf, vinir þínir og vandamenn munu halda anda þínum á lofti og segja systur þinni sögur af baráttu þinni og styrk. Guð veri með þér elsku dúllan mín. Minning þín lifir í hugum okkar og hjörtum. Elsku Systa, Villi, Sóley Líf og aðrir ættingjar, ég votta ykk- ur samúð mína og bið þess að Sara Líf hvíli í friði. Ykkar vinkona, Birna Guðmundsdóttir. Sara Líf Sigurðardóttir REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR HELGASON, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki sunnudaginn 7. janúar. Jarðsungið verður frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 20. janúar kl. 14.00. Sigurlaug Jónsdóttir, Jón Júlíusson, Helgi Dagur Gunnarsson, Kristín Jóhannesdóttir, Gunnar Gunnarsson, Helga Sigurðardóttir, Þorgeir Gunnarsson, Elín Steingrímsdóttir, Anna María Gunnarsdóttir, Þorleifur Konráðsson, Elísabet Jóna Gunnarsdóttir og afabörn. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA HREFNA ÞRÁINSDÓTTIR, Stekkjarseli 3, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnu- daginn 7. janúar. Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 17. janúar k. 13.00. Jónas Guðmundsson, Ragnheiður Jónasdóttir, Skúli Jónsson, Guðmundur Jónasson, Guðfinna Helga Þórðardóttir, Þráinn Jónasson, Elísabet, Hilmar, Birgir, Hrefna Lind og Jónas Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.