Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 4

Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 4
4 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Helgarferð til Tallinn 19. apríl frá kr. 39.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum í fjögurra nátta helgarferð til Tallinn í Eistlandi 19. apríl. Gríptu þetta frábæra tækifæri á helgarferð til þessarar fegurstu borgar Eystrasaltsins á frábærum kjörum - fyrstur kemur fyrstur fær. Verð kr.49.990- Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Grand Hotel Tallinn ****. Allra síðustu sætin - takmörkuð gisting! Verð kr.39.990 -L'Ermitage Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel L'Ermitage ***. *** Grand Hotel Tallinn **** Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is LÍTIÐ ferðaveður var á landinu í gær. Segja má að vegfarendur um allt land hafi átt í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar þegar hvass- viðri með snjókomu gekk yfir landið. Á laugardag féllu nokkur snjóflóð á Vestfjarðasvæðinu og þegar líða fór á hádegi sunnudags fóru bílar að fest- ast vegna ófærðar á Hellisheiði, Holtavörðuheiði, í Víkurskarði og á ýmsum öðrum vegum. Mikið rok, nokkur ofankoma og mikill skafrenn- ingur olli því að ökumenn á þessum vegum sáu lítið fram fyrir sig og fest- ust. Barist við að halda leiðinni til Ísafjarðar opinni Á laugardagskvöldinu var veður orðið slæmt á Norðvesturlandi og féllu snjóflóð víða á Vestfjörðum. Talið er að þrjú snjóflóð hafi fallið í Kirkjubólshlíð milli Ísafjarðar og Súðavíkur um kvöldið og nóttina. Guðbjartur B. Ólafsson, starfsmaður Vegagerðarinnar, lenti í einu flóð- anna en slapp ómeiddur þrátt fyrir að bíll hans kastaðist til í flóðinu. Á svipuðum slóðum, við Kambsnes, sátu 12 manns fastir þar til björg- unarsveitarmenn hjálpuðu þeim til Súðavíkur. Tvö flóð til viðbótar féllu á Hnífsdalsveg norðan við Ísafjörð aðfaranótt sunnudags. Ók bifreið inn í flóðið og komu lögreglumenn far- þegum hans til aðstoðar. Tókst starfsmönnum Vegagerð- arinnar að halda vegunum opnum en á sunnudaginn var Kirkjubólshlíðinni lokað og Óshlíðinni einnig á tímabili vegna snjóflóða sem féllu á vegina báða. Í gærkvöldi hafði þó tekist að opna þessa vegi að nýju. Á laugardag féll einnig snjóflóð á Siglufjarðarveg og annað á leiðinni milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Bílar skildir eftir á Hellisheiði Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út um klukkan tíu í gær- morgun þegar ökumenn gátu ekki lengur komist greiðlega yfir Hellis- heiði og var veginum lokað í kjölfarið og bílum beint á Þrengslaveg. Reynt var að opna heiðina klukkan tvö en síðdegis varð að loka veginum aftur. Hátt á þriðja tug bíla festist og þurftu margir að skilja bíla sína eftir á heiðinni. Hjálparsveit skáta var með tvo bíla og átta menn við störf og tókst að ná öllum bílum niður af heið- inni í gærkvöldi. Eitthvað var um árekstra sökum veðursins á þessum slóðum. Fjórir bílar lentu í árekstri nærri Hvera- gerði í gærmorgun og jeppi keyrði aftan á kyrrstæðan fólksbíl síðdegis. Farþegar fólksbílsins, þrír útlend- ingar ásamt barni, voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra voru ekki talin alvarleg. Á Þingvöllum slasaðist enginn þegar jeppi keyrði á rútu fulla af ferðamönnum. Var umferð hleypt aftur á Hellisheiði í gærkvöldi. Árekstur jepplings og snjómoksturstækis Nokkru færri bílar festust á Holta- vörðuheiði en veginum þar var lokað skömmu upp úr hádegi eftir að björgunarsveitir frá Hvammstanga og Varmalandi voru kallaðar út til að aðstoða vegfarendur. Tveir minni háttar árekstrar urðu en klukkan fjögur hafði tekist að losa alla bíla úr snjónum. Höfðu þá sumir beðið í bíl- um sínum í hátt á fjórðu klukku- stund. Ákvað Vegagerðin í gærkvöldi að ekki yrði reynt að moka heiðina fyrr en nú í morgun. Lögreglan á Akureyri fékk á ell- efta tímanum í gærmorgun tilkynn- ingu um árekstur jepplings og snjó- moksturstækis í Víkurskarði. Reyndust ökumenn ómeiddir en jepplingurinn mikið skemmdur. Á leið á vettvang komu lögreglumenn að nokkrum fjölda bíla sem áttu í erf- iðleikum með að komast leiðar sinnar og þurfti lögreglan að snúa þeim við og leiðbeina í gegnum bylinn. Björg- unarsveitin á Svalbarðseyri var skömmu síðar kölluð út og hjálpaði ökumönnum tveggja bíla úr ófærð- inni. Var skarðinu lokað í kjölfarið en óvíst var í gærkvöldi hvenær það yrði opnað á ný. Fjölmargir vegir aðrir voru ill- færir eða lokaðir. Vatnsskarð var ófært til Borgarfjarðar eystra og ekkert ferðaveður var í gærkvöldi frá Mývatnssveit að Höfn í Hornafirði. Var m.a. ófært milli Hafnar og Djúpavogs vegna grjóthruns. Ófærð víða um land  Á þriðja tug bíla festist á Hellisheiði  Holtavörðuheiði og Víkurskarð lokuð vegna slysa og blindbyls  Snjóflóð tepptu vegi á Vestfjörðum  Starfsmenn Vegagerðarinnar urðu frá að hverfa Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Fastur Fjölmargir ökumenn þurftu aðstoð til að komast leiðar sinnar í gær. Þessir menn hjálpuðust að við að koma bíl af stað eftir að hann festist í ófærð á Ísafirði. Almennt voru þó fáir á ferli enda ekkert ferðaverður. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Snjóflóðahætta Veginum frá Ísafirði til Súðavíkur var lokað síðdegis í gær vegna snjóflóða- hættu. Starfsmaður Vegagerðarinnar lenti í snjóflóði á veginum á laugardagskvöld. Ljósmynd/Frank Bradford Á vettvangi Björgunarsveitarmenn mættir á slysstað í Víkurskarði. Jepplingur á röngum vegarhelmingi keyrði þar framan á snjóplóg. Veginum var lokað eftir óhappið. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Gerir klárt Þrátt fyrir óveður voru trillusjómenn á Ísafirði að gera línuna klára fyrir næstu veiðiferð. Spáð er éljagangi og mun hægari vindi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.