Morgunblaðið - 19.03.2007, Side 6
6 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SAMTÖKIN Framtíðarlandið
kynntu í gær, undir slagorðinu
„grátt eða grænt“, sáttmála um
framtíð Íslands sem ráðamönnum
og allri íslensku þjóðinni er boðið að
staðfesta á vefsíðu samtakanna eða
með smáskilaboðum. Í sáttmálanum
er hvatt til að unnið verði að um-
hverfisvernd og framsæknu og fjöl-
breyttu atvinnulífi á næsta kjör-
tímabili og gert ráð fyrir að lögfest
verði áætlun um náttúruvernd áður
en frekar verður aðhafst í orku-
vinnslu.
Einnig er hvatt til þess að ís-
lenska ákvæðið í Kyoto-bókuninni
verði ekki notað frekar í bili en þeg-
ar hefur verið gert.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver-
andi forseti Íslands, er verndari
verkefnisins, sem kynnt var á blaða-
mannafundi í Þjóðmenningarhúsinu,
en Andri Snær Magnason, rithöf-
undur, og María Ellingsen, leikari
og stjórnendaþjálfari, kynntu verk-
efnið.
Taka stórar ákvarðanir
á miklum hraða
Andri Snær gagnrýndi stóriðju-
stefnu og sagði eina kynslóð vera að
taka risavaxnar ákvarðanir á gríð-
arlegum hraða. Með þeim áformum
sem fyrir lægju um stækkun og
byggingu stóriðju myndi orkuþörf
aukast úr níu terawattstundum í um
þrjátíu.
„Núna er verið að tala um að
virkja nánast tvo þriðju af öllu sem
hægt er að virkja á landinu, þá er
spurning, ef við erum komin í 30
terawattstundir árið 2015, á þessum
hraða, munu menn vilja hætta þá?“
sagði Andri Snær.
Þá gagnrýndu forsvarsmenn
Framtíðarlandsins m.a. að ef fram
færi sem horfði yrðu 85% af orku-
framleiðslu Íslands bundin í álver-
um, sem væru afar orkufrekur iðn-
aður, til langs tíma, meðan allur
íslenskur iðnaður notaði um 0,5
terawattstundir á ári.
Engin frekari rannsóknarleyfi
verði gefin út
Sagði Andri tilhneiginguna þá að
álver um allan heim færu stækkandi
og spurði hvort ekki yrði lögð fram
sú krafa að þau álver sem nú væru
fyrirhuguð fylgdu þeirri þróun og
yrðu stækkuð í um 500 þúsund tonn
hvert.
„Fullvirkjað Ísland, 2,5 milljónir
tonna, myndi skila um 2.070 störf-
um, eða atvinnu fyrir 0,69% þjóð-
arinnar,“ sagði Andri.
Í sáttmálanum er kveðið á um að
áður en ráðist verði í frekari virkj-
ana- eða stóriðjuframkvæmdir verði
búið að afgreiða fyrsta og annan
áfanga rammaáætlunar um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma og áætlun-
inni gefið lögformlegt vægi. Tekið er
fram að þetta útiloki í bili ný álver í
Helguvík og á Húsavík, sem og
stækkun álveranna í Straumsvík og
á Grundartanga, auk þess sem eng-
in frekari rannsóknarleyfi verði gef-
in út.
Bjóða stjórnmálamönnum að stað-
festa sáttmála Framtíðarlandsins
Morgunblaðið/Sverrir
Framtíðarlandið Andri Snær Magnason, Vigdís Finnbogadóttir og María Elllingsen ræða saman á blaðamanna-
fundinum í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Með þeim á myndinni eru Þóra Ellen Þóhallsdóttir og Birkir Björnsson.
Framtíðarlandið vill gera
sáttmála um framtíð
Íslands. Þessi sáttmáli,
„grátt eða grænt“, var
kynntur á blaðamanna-
fundi í gær. Gísli Árna-
son kynnti sér hug-
myndir samtakanna.
Á MEÐAL fyrstu stuðningsmanna sáttmálans eru eft-
irtalin: Sigurbjörn Einarsson, biskup, Ólafur Jóhann
Ólafsson, rithöfundur og aðstoðarforstjóri Time Warn-
er, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, Jón Eiríkssson, bóndi á Vorsabæ, Skeiðum,
Tryggvi Guðmundsson, markaðsráðgjafi og knatt-
spyrnumaður úr FH, Vilhjálmur Árnason, heim-
spekiprófessor, Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndafram-
leiðandi, Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor í eðlisfræði,
Orri Vésteinsson, fornleifafræðingur, Bjarni Haukur
Þórsson, leikari og leikhúsframleiðandi, Margrét Harð-
ardóttir arkitekt, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í fé-
lagsráðgjöf við HÍ, Mugison, tónlistarmaður, Hilmar
Veigar Pétursson, forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins
CCP, Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona, sr. Örn Bárð-
ur Jónsson, sóknarprestur, Guðný Halldórsdóttir Lax-
ness, kvikmyndaleikstjóri, sr. Gunnar Kristjánsson,
sóknarprestur og prófastur, Steinunn Stefánsdóttir að-
stoðarritstjóri Fréttablaðsins, Guðrún Agnarsdóttir,
læknir og forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, Hjálm-
ar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, Orri
Vigfússon, viðskiptamaður og formaður Verndarsjóðs
villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi, Sigurður Gísli
Pálmason, viðskiptamaður, dr. Hörður Arnarson, for-
stjóri Marels og Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í
handknattleik.
Fjölbreyttur hópur stuðningsmanna
Eftir Bryndísi E. Jóhannsdóttur
Í ÁR verður Jafn-
ingjafræðsla Hins
Hússins í boði
fyrir unglinga
sem hafa nýlokið
við níunda bekk,
en jafningja-
fræðslan hefur yf-
irleitt verið fyrir
unglinga sem eru
að ljúka við tí-
unda bekk.
Ástæðu þessarar breytingar segir
Ösp Árnadóttir, framkvæmdastjóri
Jafningjafræðslunnar, vera þá að
áhættuhegðun ungs fólks sé að fær-
ast neðar samkvæmt könnunum
Rannsóknar og greiningar.
Jafningjafræðslan er forvarnar-
starf þar sem ungt fólk ræðir við
unglinga um fíkn, siðferði kynlífs,
heilbrigðan lífstíl og jákvæða hugs-
un. Þrír leiðbeinendur fara í fimmtán
manna hópa hjá Vinnuskóla Reykja-
víkur í sumar þar sem fræðslan fer
fram í formi samtala við unglingana.
Nú er leitað að ungu fólki til starfa
hjá Jafningjafræðslunni.
Unglingarnir ánægðir
Almenn markmið fræðslunnar eru
meðal annarra að styrkja einstak-
linginn, hvetja ungt fólk til að takast
á við erfiðar aðstæður á jákvæðan
hátt og að vekja það til umhugsunar
um að fólk ber ábyrgð á eigin lífi
óháð aðstæðum.
Ösp sagði í samtali við Morgun-
blaðið að Jafningjafræðslan hefði
mælst mjög vel fyrir í fyrra. „Ung-
lingum fannst gott að tjá sig við ann-
að ungt fólk sem er nálægt því í aldri
og þeim sem veittu fræðsluna þótti
starfið bæði þroskandi og gefandi.“
Fjölbreytni er lykillinn
Í könnun sem var lögð fyrir ung-
linga í Vinnuskólanum í fyrra kom
fram að þeir voru sérstaklega
ánægðir með sitt hlutverk í
fræðslunni. Fræðsluformið er
óformlegt og hópurinn stýrir um-
ræðuefninu í sameiningu. Þetta býð-
ur upp á virka þátttöku unglinganna.
Líka er hægt að vera með nafnlausar
fyrirspurnir í hópnum sem dregnar
eru úr hatti í lok hverrar umræðu.
Samkvæmt könnuninni þótti unga
fólkinu þægilegt að hafa annað ungt
fólk í forsvari, var þannig óhræddara
við að bera upp viðkvæmar spurn-
ingar.
Starfsmenn Jafningjafræðslunn-
ar, sem eru á aldrinum 16 til 25 ára,
fara á tveggja vikna námskeið þar
sem þeir fræðast um margvísleg
málefni eins og fíkn, sjálfsmynd, leik-
list, átraskanir og unglingamenn-
ingu. Ösp sagði að hópurinn sem
starfaði að fræðslunni í fyrra hefði
verið mjög fjölbreyttur, fólk með
mismunandi bakgrunn og um margt
ólíkt. Fjölbreytileikinn hefði stuðlað
að velgengi Jafningjafræðslunnar
því hópurinn hefði verið frábær.
Jákvæðni meðal jafningja
Í könnun sem var lögð fyrir unglinga í Vinnuskólanum á síðastliðnu ári kom
fram að þeir voru sérstaklega ánægðir með sitt hlutverk í jafningjafræðslunni
Ljósmynd/Hitt húsið
Fræðsla Jákvæðni, virðing og traust er markmið Jafningjafræðslunnar.
Ösp Árnadóttir
SEX voru teknir grunaðir um ölv-
unarakstur í fyrrinótt og þurfti lög-
regla að veita einum ökumannanna
eftirför. Sá sinnti ekki stöðv-
unarmerkjum lögreglu á Vest-
urlandsvegi og veitti lögregla hon-
um eftirför. Eftirförinni lauk þegar
maðurinn ók bifreið sinni á lög-
reglubíl sem kominn var á vettvang
til að aðstoða við eftirförina á Vík-
urvegi við Þúsöld.
Ók drukkinn
á lögreglubíl
FRUMVARP til laga um aukna
refsivernd handhafa lögregluvalds
var samþykkt samhljóða á nýaf-
stöðnu þingi. Með hinum nýju lög-
um er hegningarlögum breytt á
þann veg að sá, sem ræðst með of-
beldi eða hótunum að opinberum
starfsmanni, sem að lögum hefur
heimild til líkamlegrar beitingar,
skuli sæta allt að átta ára fangelsi.
Fyrir breytinguna var ekki gerður
greinarmunur á eðli þeirra starfa
sem opinberir starfsmenn hafa með
höndum, heldur aðeins kveðið á um
6 ára hámarksrefsingu við brotum
gegn opinberum starfsmönnum.
Fram kemur í athugasemdum við
frumvarpið að rökrétt sé að refsi-
vernd opinberra starfsmanna sé í
réttu hlutfalli við þá hættu á lík-
ams- eða heilsutjóni sem leiðir af
eðli starfsins. Með lögunum sé
refsivernd opinberra starfsmanna
sem heimild hafa til líkamlegrar
valdbeitingar, skerpt og aukin,
enda lendi þeir mun oftar í þeirri
aðstöðu að sæta ofbeldi eða hót-
unum um ofbeldi en aðrir opinberir
starfsmenn.
Refsivernd
lögreglu aukin