Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 8

Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þetta gengur nú ekki, það er hvert einasta hundkvikindi landins búið að frétta að Japanir nota orðið kjötið bara í hundafóður. VEÐUR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-maður Samfylkingar, gerði at- hugasemd hér í blaðinu í gær við fréttaskýringu eftir Agnesi Braga- dóttur, blaðamann, sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins sl. laug- ardag.     Í athugasemd-inni segir for- maður Samfylk- ingarinnar að samþykkt hafi verið á þing- flokksfundi flokksins hinn 5. marz sl. að efna til blaðamanna- fundar á vegum stjórnarand- stöðuflokkanna vegna stjórn- arskrármálsins. Síðan segir Ingi- björg Sólrún um fréttaskýringu Morgunblaðsins:     Þar er því haldið fram að ÖssurSkarphéðinsson hafi efnt til fundarins í „fullkominni óþökk flestra samfylkingarmanna“, eins og það er orðað. Það er einfaldlega ekki satt og rakalaust með öllu hjá blaðamanni Morgunblaðsins.“     Hvað sagði Agnes Bragadóttir ífréttaskýringu sinni? Hún sagði eftirfarandi: „Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kann svila sínum Össuri Skarphéðinssyni litlar þakkir fyrir þann einleik, sem hann hefur í nafni Samfylking- arinnar leikið í auðlindaákvæð- ismálinu í fullkominni óþökk flestra Samfylkingarmanna, samkvæmt mínum heimildum.“     Hvar er talað um blaðamanna-fund? Hvergi. Hvernig stendur á því að Ingi- björg Sólrún fer með svona slúður? Hvernig stendur á því að Ingibjörg Sólrún fer með rakalaus ósannindi? Hvernig stendur á því að Ingibjörg Sólrún heldur uppi „ómálefna- legum árásum“ á starfsfólk Morg- unblaðsins? STAKSTEINAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Slúður Ingibjargar Sólrúnar SIGMUND                      !  "#   $ %&  ' (                     )'  *  +, -  % . /    * ,            !     "## !   !     $ %%# %!% &% &    01     0  2   3 1, 1  ) ,  4  0  $ 5 '67 8 3 #  '                    !   9  )#:; %%%%                   !      "      )  ## : )   '!()%  %(%    * <1  <  <1  <  <1  ' ) %+ # ,%-  .  =          <  >76  / (%  )%! % % % %(  # 0%%  %  %  %  & 1 %  ( &    1( %$ " % % $ %  0%% %  %  # & 1 %! ) %  & 5  1  ' %% , % % "## % % %!%( ( # 0%% %)% % "  22% %  &%%1 #%( & 3" %!% 22   %!%4   %+ # 2&34 ?3 ?)<4@AB )C-.B<4@AB +4D/C (-B &  & 5 0 60 0 &  &  &  &  5&  &  5& 5& 5&  5&   & 5 & & 0 0 0 0 60 60 60 0 0 0 0 0 60            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Helgi Jóhann Hauksson | 17. mars Afhverju ekki 16 ár? Það hefur verið sví- virða lengi á Íslandi að 14 ára eigi börn að telj- ast kynferðilega sjálf- ráða, þannig að þegar þeim aldri væri náð frí- aði það fullorðið fólk ábyrgð á kynathöfnum sínum með börnunum [...]. Í USA er þessi aldur 18 ára en víðast í Evrópu 16 ára. Af- hverju hækkuðu þeir það ekki í 16 ár nú í stað 15? Það er enginn að tala um að þessi mörk séu notuð gegn jafnöldrum [...]. Meira: hehau.blog.is Gunnar Pétur Garðarsson | 17. mars Skref í rétta átt Þetta er skref í rétta átt og mikið er ég feg- inn, það var ótækt að brot gegn börnum gátu yfir höfuð fyrnst en með þessu frumvarpi er komið í veg fyrir það. [...] ég er nú ekki löglærður en mér finnst það ekki vera brot á mannréttindum eins eða neins ef hann er lögsóttur fyrir brot sem hann framdi, óháð því hvað langt er um liðið síðan brotið var framið. En svona er þetta nú, [...]. Meira: gunnarpetur.blog.is Ágúst Ólafur Ágústsson | 18. mars Uppskeran Mitt fyrsta þingmál laut að því að afnema þessa fyrningarfresti. Á hverju ári þessa kjörtímabils hef ég svo lagt frumvarpið fram og það var þess vegna sérstaklega ánægjulegt að kjör- tímabilið skyldi enda á því að þessi mikilvæga réttarbót næðist fram. Mjög margir hafa tekið þátt í bar- áttunni fyrir afnámi fyrningarfrests í kynferðisafbrotum gegn börnum. Meira: agustolafur.blog.is Ingibjörg Elsa Björnsdóttir | 18. mars Trúin á hagvöxtinn Ef við gerum ráð fyrir því að stjórnmálamenn trúi á það sem skiptir þá mestu máli þá ligg- ur fyrir að þeir trúa margir á hagvöxtinn. Þjóðin og samfélagið á að fórna öllu á altari hagvaxtarins til þess að hann megi vaxa. Karl Marx og Margaret Tatcher áttu það sam- eiginlegt að þau trúðu því (og athug- ið þetta eru trúarbrögð) að efna- hagsleg gæði væru það eina sem skipti máli í samfélaginu. Ef efna- hagsleg gæði væru tryggð þá myndi allt annað fylgja í kjölfarið. En er það svo ? Nú hefur efnahagsleg vel- sæld verið lengi há á Íslandi. Samt sem áður virðist tillitsleysi í sam- félaginu hafa aukist og harkan í dag er meiri en nokkru sinni fyrr. Hvað gerist ef ofuráhersla er lögð á efn- isleg gæði en aðrar þarfir mannsins, samfélagslegar, lýðræðislegar og trúarlegar eru virtar að vettugi ? Í kapítalískum samfélögum nútímans er hagvöxturinn guð, hagspeking- arnir prestarnir og altarið í banka- kerfinu. Er nema von að fólk sé óhamingjusamt ? Okkur er einnig sagt að við neyðumst til að fórna náttúrunni á altari hagvaxtarins. Þjóðin skal gera allt til þess að auka hagvöxt, einnig selja landið í hendur erlendum stórfyrirtækjum. Er ekki kominn tími til þess að fólk spyrji: Hvað er það sem raunverulega skiptir mestu máli ? Meira: ingibjorgelsa.blog.is Sigurlín Margrét Sigurðardóttir | 16. mars Kom ekki á óvart Það fór eins og við var að búast að tákn- málsfrumvarpið kæm- ist ekki í gegn, ég ótt- aðist einmitt að þessi staða kæmi upp. Þetta ber vissulega að harma og það letur mig ekkert í að ná þessu fram í fjórða skiptið á næsta kjör- tímabili, það eflir mig frekar en let- ur. Það er bara svona og var vitað fyrirfram að bætt aðgengi og vel- ferðarmál í bland sem sögð eru sjálf- sögð mannréttindi er ekki að finna í stjórnsáttmála þessarar rík- isstjórnar. Meira: sms.blog.is BLOG.IS BIRGIR Há- konarson fram- kvæmdastjóri umferðaröryggis- sviðs Umferðar- stofu hefur verið ráðinn til að vera samhliða starfi sínu fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs. Óli H. Þórðarson lét af störfum sem formaður og framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs 1. október sl. eftir ára- tuga störf í þágu umferðaröryggis á Íslandi. Birgir mun ásamt Kjartan Magn- ússyni borgarfulltrúa, formanni Um- ferðarráðs, hafa umsjón með þeim störfum sem varða Umferðarráð. Umferðarráð er skipað 24 fulltrúum, sem tilnefndir eru af ýmsum aðilum sem rétt eiga til að velja fulltrúa til að hafa áhrif á málaflokkinn. Umferðarráð sendi á síðasta fundi frá sér ályktun þar sem fagnað er þeim fyrirætlunum, sem fram koma í tillögu samgönguráðherra til þings- ályktunar um samgönguáætlun, að haldið verði áfram kerfisbundnum aðskilnaði akstursstefna á fjölförn- ustu þjóðvegunum í nágrenni Reykjavíkur. „Þrátt fyrir að breikkun Reykja- nesbrautar sé ekki lokið, hefur sú framkvæmd þegar fækkað alvarleg- um slysum á brautinni og sannað gildi sitt í þágu umferðaröryggis. Í tillögunni er kveðið á um að aksturs- stefnur verði einnig aðskildar á um- ferðarþungum köflum Suðurlands- vegar og Vesturlandsvegar út frá Reykjavík. Umferðarráð telur að aðskilnaður akstursstefna á Suðurlandsvegi milli Reykjavíkur og Selfoss og á Vest- urlandsvegi milli Reykjavíkur og Borgarness séu einhverjar brýnustu aðgerðir í umferðaröryggismálum hérlendis um þessar mundir og hvet- ur Alþingi til að flýta þeim eins og kostur er. Rannsóknir sýna að óverulegur munur sé á umferðarör- yggi svonefndra 2+1 og 2+2 lausna en kostnaðarmunur er hins vegar mikill 2+1 lausninni í hag. Það er því skoðun Umferðarráðs að heppileg- ast sé að hefja sem fyrst fram- kvæmdir við breikkun umræddra vegarkafla með 2+1 framkvæmd með þeim valkosti að unnt verði síð- ar að breikka þá enn frekar í 2+2 vegi. Með því móti nýtist fjármagnið best í því skyni að hámarka umferð- aröryggi umræddra vegarkafla á sem skemmstum tíma auk þess sem unnt verði að fara í nauðsynlegar umferðaröryggisaðgerðir annars staðar í vegarkerfinu,“ segir í álykt- un Umferðarráðs. Framkvæmdastjóri Umferðarráðs Birgir Hákonarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.