Morgunblaðið - 19.03.2007, Side 10
10 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
● ÁRNI Þór Sig-
urðsson segir í
Morgunpósti
Vinstri grænna
að ef samstjórn
Vg og Samfylking-
arinnar eigi að
verða að veru-
leika þurfi Sam-
fylkingin að ná
fylgi frá stjórn-
arflokkunum.
„Í vor er sögulegt tækifæri til
breytinga. Undanfarinn hálfan ann-
an áratug hefur verið við völd hér á
landi ríkisstjórn undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins, fyrst í samstarfi
við Alþýðuflokkinn heitinn en lengst
af með Framsóknarflokkinn í kjöltu
sinni. Margar vísbendingar eru um
að nú sé loks runninn upp tími
breytinga í íslenskum stjórnmálum.
Morgunblaðið hefur birt niðurstöður
könnunar sem Capacent Gallup ger-
ir fyrir blaðið og Ríkisútvarpið. Sam-
kvæmt könnuninni vilja flestir að
Samfylkingin og Vinstri græn myndi
næstu ríkisstjórn. Jafnframt kemur
fram að um 60% kjósenda vilja að
Vinstri græn verði í næstu stjórn,
álíka margir og nefna Sjálfstæð-
isflokkinn. Það er mikil eftirspurn
eftir Vinstri grænum áherslum í
næstu landsstjórn. Þessar nið-
urstöður eru um margt áhugaverðar.
Það er greinileg þreyta meðal þjóð-
arinnar með langa stjórnarsetu nú-
verandi stjórnarflokka og eftirspurn
eftir nýrri og kröftugri ríkisstjórn.
Kjósendur sjá það helst gerast með
því að Vinstri græn og Samfylkingin
nái meirihluta saman. Skoð-
anakannanir að undanförnu benda
til að slík stjórn gæti orðið að veru-
leika. Einkum ræður þar hin sterka
staða Vinstri grænna í hverri könn-
uninni á fætur annarri en jafnframt
er ljóst að Samfylkingin þarf að ná
betur vopnum sínum ef róttæk og
víðsýn velferðar- og jafnaðarstjórn á
að verða að veruleika. Til þess þarf
hún að sækja fylgi inn í raðir núver-
andi stjórnarflokka. Í mínum huga er
engum blöðum um það að fletta að
samstjórn Vg og Samfylkingar yrðu
mikil tíðindi í íslenskum stjórn-
málum og myndi valda mestum
straumhvörfum. Greinilegt er að það
er einnig sjónarmið flestra sem
svöruðu í þessari Gallup-könnun. Þá
er vitaskuld líka athyglisvert hversu
margir kjósendur vilja að við Vinstri
græn verðum þátttakendur í næstu
stjórn. Um það bil jafn margir vilja
Vg í stjórn og þeir sem vilja Sjálf-
stæðisflokkinn og hefðu það nú ein-
hvern tímann þótt tíðindi. Meira en
þriðjungi fleiri nefna Vg til sögunnar
en Samfylkinguna þegar spurt er
hvaða flokka fólk kýs helst í næstu
ríkisstjórn.“
Samfylkingin þarf
að sækja fylgi inn í
stjórnarflokkana
Árni Þór
Sigurðsson
114 frumvörp urðu að lögum og
29 þingsályktanir voru sam-
þykktar á Alþingi sem lauk á
laugardagskvöld. Þetta kom fram
í ræðu Sólveigar Pétursdóttur,
forseta Alþingis, en hún stýrði
Alþingi í síðasta sinn þar sem
hún óskar ekki eftir endurkjöri.
Sólveig sagði að þegar hún tók
við embætti hefði hún látið í ljós
vilja til að endurskoða þingsköp
Alþingis en ekki hefði náðst sam-
staða um jafn víðtæka endur-
skoðun og hún hefði viljað. Nýs
þings biði að taka ákvarðanir um
frekari breytingar, svo sem á
ræðutíma, þingnefndum og
starfstíma Alþingis.
Þá kom fram hjá Sólveigu, að
forsætisnefnd þingsins hefði sam-
þykkt að óska eftir breytingu á
gildandi deiliskipulagi fyrir Al-
þingisreitinn með það í huga að
fyrir liggi hvernig uppbyggingu
á reitnum verður hagað þegar
hafist verður handa við byggingu
skrifstofuhúsnæðis á lóðum Al-
þingis við Vonarstræti og Tjarn-
argötu.
Sagði Sólveig, að jafnframt
fælist í breyttu deiliskipulagi að
húsið Skjaldbreið við Kirkju-
stræti yrði tekið niður en fram-
hlið þess endurbyggð og að húsið
við Vonarstæti 12 yrði flutt og
sett við hlið Skjaldbreiðar. Þá
sagði Sólveig, að fyrirhugað væri
að ljúka utanhússviðgerðum á
þinghúsinu í sumar.
Morgunblaðið/Sverrir
Kveðjustund Jón Kristjánsson, Sólveig Pétursdóttir og Halldór Blöndal sátu sinn síðasta þingfund á laugardag.
114 frumvörp urðu að lögum
ALÞINGI sam-
þykkti á laug-
ardag þingsálykt-
unartillögu þess
efnis að íslenska
þjóðfánanum
verði fundinn
staður í þingsal.
Flutningsmaður
var Guðmundur
Hallvarðsson en þetta var í þriðja
sinn sem tillagan var flutt og að
þessu sinni stóð 31 þingmaður að
henni. Lagt er til að fáninn verði
sýnilegur við eða nærri forsetastól
enda yrði það bæði Alþingi og þjóð-
fánanum til sóma.
ALÞINGI hefur ályktað að fela
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, í samráði við landlækni, að
hefja undirbúning að skimun fyrir
krabbameini í ristli og endaþarmi
þannig að skipuleg leit hefjist ekki
síðar en 1. júlí. Drífa Hjartardóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, var
flutningsmaður tillögunnar ásamt
þingmönnum úr þremur öðrum
flokkum og í greinargerð segir:
„Krabbamein í ristli og endaþarmi
eru í dag orsök mikils heilsutjóns
og eru þriðja algengasta dán-
arorsök af völdum krabbameina
meðal Íslendinga.“
ALÞINGI hefur samþykkt þings-
ályktunartillögu frá Samfylkingunni
um að fela ríkisstjórninni að skil-
greina öll störf á vegum ríkisins sem
unnt er að vinna að mestu eða öllu
leyti óháð staðsetningu. Markmiðið
er m.a. að auka möguleika fólks af
landsbyggðinni til að gegna störfum
á vegum ríkisins.
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
ALÞINGI hefur nú lokið störfum í bili og þing-
menn fara að einbeita sér að kosningabaráttunni
enda ekki nema tæpir tveir mánuðir til kosninga.
Þingfundur stóð allan laugardaginn. Fyrst var
stefnt að því að klára dagskrána í björtu, síðan átti
að klára um kvöldmatarleytið en svo fór að lokum
að fundur stóð fram yfir miðnætti. Á þessum mara-
þonfundi samþykkti Alþingi fjölda frumvarpa sem
verða að lögum á næstu mánuðum. Samningar náð-
ust milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvaða
mál mættu bíða betri tíma sem og um breyting-
artillögur. Stjórnarandstaðan náði t.a.m. í gegn
breytingum á frumvarpi um íslensku friðargæsl-
una sem færa áhersluna alfarið á borgaraleg verk-
efni. Þá voru vegalögin samþykkt eftir að Vinstri
græn fengu í gegn breytingu á ákvæði um að Vega-
gerðinni bæri að leitast við að bjóða út alla hönnun,
nýbyggingar, viðhald, þjónustu og eftirlit.
Alþingi samþykkti m.a. á þessum síðasta fundi
sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla
Íslands, sauðfjársamningana, frumvarp um gróð-
urhúsalofttegundir sem felur í sér að fyrirtæki fá
úthlutað eða þurfa að fjárfesta í losunarkvótum,
breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt,
samgönguáætlun fyrir árin 2007–2010, þingsálykt-
unartillögu um að forsætisráðherra skipi nefnd til
að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir
börn og frumvarp um að fjármagnstekjuhafar
borgi einnig í framkvæmdasjóð aldraðra.
Þingmál sem ekki komust á dagskrá voru m.a.
frumvarp um vátryggingasamninga sem m.a. felur
í sér auknari heimildir tryggingafyrirtækja til að
leita upplýsinga um viðskiptavini, frumvarp um
sölu léttvíns í búðum, frumvarp um að eignarhlutur
ríkisins í Orkubúi Vestfjarða og Rafmagnsveitu
ríkisins gangi til Landsvirkjunar og samgöngu-
áætlun hin lengri fyrir árin 2007–2018.
Kjörtímabilið sem nú er að klárast hefur að
mörgu leyti verið sérstakt enda sjaldan eins mikil
„starfsmannavelta“ í þingsal, ef svo má að orði
komast. T.a.m. hættu formenn beggja stjórnar-
flokkanna störfum, þingmenn hafa farið út af þingi
og aðrir komið í staðinn, auk þess sem nokkrir
þingmenn hafa breytt um flokk.
Margir að hætta
Sá hópur þingmanna sem kemur saman að lokn-
um kosningum verður talsvert breyttur, að hluta til
vegna prófkjara og kosninga, en jafnframt hafa
þrettán þingmenn tilkynnt formlega að þeir ætli að
hætta afskiptum af pólitík. Það eru: Dagný Jóns-
dóttir, Drífa Hjartardóttir, Guðmundur Hallvarðs-
son, Guðrún Ögmundsdóttir, Halldór Blöndal,
Hjálmar Árnason, Jóhann Ársælsson, Jón Gunn-
arsson, Jón Kristjánsson, Margrét Frímannsdótt-
ir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigríður Anna Þórð-
ardóttir og Sólveig Pétursdóttir.
Síðasti fundur Alþingis í bili
Talsverð nýliðun verður á Alþingi þegar það kemur saman að nýju en nú þegar
hafa þrettán þingmenn tilkynnt að þeir ætli að hætta afskiptum af pólitík
ÞETTA HELST … ALÞINGI ÁLYKTAR
„FUNDI er slitið“ er líklega sú
setning sem fékk þingmenn til að
varpa öndinni léttar á aðfaranótt
sunnudags enda hefur Alþingi
fundað stíft undanfarið og þennan
daginn eina fjórtán tíma samfleytt.
Þingmenn féllust í faðma og hat-
römmustu andstæðingar breyttust
í vini og vinnufélaga til fjögurra,
átta, tólf, sextán, tuttugu ára.
Alþingi er stundum eins og
venjulegur vinnustaður, en ekki á
dögum sem þessum. Alþingismenn
ráða nefnilega ekki örlögum sín-
um, heldur kjósendur og eftir til-
vikum flokksfélagar. Þrettán þing-
menn af 63 hafa þegar tilkynnt
brotthvarf sitt úr stjórnmálum og
hugtakið „öruggt þingsæti“ á sann-
arlega ekki við í öllum tilvikum.
Vinnufélagarnir sem gengu út í
kosningavorið á laugardag munu
ekki allir snúa til baka að loknum
kosningum.
Einu sinni las ég bók í samn-
ingatækni sem heitir Getting to
Yes: negotiating agreement with-
out giving in (á íslensku: Já! Listin
að semja án þess að gefa eftir).
Þessi lesning kom oftar og oftar
upp í huga mér á síðustu dögum
þingsins. Deilur og plott undanfar-
inna mánaða runnu allar saman í
eitt. Komið var að uppgjörinu.
Frumvörp og þingsályktun-
artillögur hurfu. Sumt var svæft í
nefnd, annað komst ekki á dag-
skrá. Til að taka málin upp aftur
þarf að leggja þau fram að nýju á
næsta þingi, flytja ræðurnar aftur
og há sömu bardagana. Og fjöl-
miðlafólkið í bakherberginu segir
fréttirnar aftur.
Stjórnarandstaðan er líklega
aldrei eins valdamikil og á síðustu
dögum þingsins. Meirihlutinn vill
ljúka þingstörfum en líki stjórn-
arandstöðunni ekki við málalok
getur hún rætt málin fram og aft-
ur, og svo aftur og fram, ef svo
ber við. Stjórnarflokkarnir eru því
tilneyddir til að ganga til samn-
inga; láta einhver mál liggja milli
hluta og hleypa stjórnarandstöðu-
málum að. Flokkarnir hafa sín
markmið en það hafa líka einstaka
þingmenn sem og ráðherrar.
Í samningaviðræðunum völdu
stjórnarandstöðuflokkarnir sér mál
sem þeir höfnuðu að yrðu tekin
fyrir og lofuðu kannski að tala
ekki lengi um önnur mál í staðinn.
Frjálslyndi flokkurinn lagðist
t.a.m. gegn stofnfrumufrumvarp-
inu og Vinstri græn vildu ekki sjá
vegalögin í óbreyttri mynd. Sam-
fylkingin fékk á dagskrá þings-
ályktunartillögu um störf án stað-
setningar á vegum ríkisins og
fyrningarfrestur á alvarlegum kyn-
ferðisbrotum gegn börnum var af-
numinn á lokasprettinum.
Stóra stjórnarskrárdramað setti
sinn svip á síðustu daga þingsins.
Úr varð að engar breytingar verða
gerðar á stjórnarskrá þrátt fyrir
það samkomulag sem þó náðist í
stjórnarskrárnefnd um að stjórn-
arskrárbreytingar færu eftirleiðis í
þjóðaratkvæðagreiðslu, að gefnum
ákveðnum skilyrðum. Forsætisráð-
herra var ósáttur við ákvæðið eins
og það kom frá stjórnarskrárnefnd
og málið strandaði á rökræðum um
orðalag.
Ekki fór heldur svo að auðlinda-
ákvæðið rataði í stjórnarskrá. For-
menn stjórnarflokkanna sögðu
stjórnarandstöðunni um að kenna
en hún vísaði öllu til baka. Eftir
stóðu fjölmiðlamenn, og líklega
meirihluti þjóðarinnar, og veltu
fyrir sér hvað í ósköpunum átti sér
stað. Hvers vegna fór þetta mál af
stað, hver var tilgangurinn og hvað
nú? Allir hafa sínar tilgátur, jafn-
vel samsæriskenningar. Og blaða-
mennirnir reyna samviskusamlega
að „skrifa söguna“, sem síðar verð-
ur öll dæmd ýmist sönn eða ósönn.
Meðan samningaviðræður
standa yfir í þinghúsinu veit eig-
inlega enginn neitt. Fólk bara
heldur. Þingmenn halda, blaða-
menn halda, ráðherrar halda. Átök
eru milli flokka, innan flokka, milli
einstaklinga, milli ráðherra, milli
kjördæma, milli framkvæmdavalds
og þings og svo framvegis. Það
eina sem er alveg traust, og engin
átök um, er mötuneytið sem hlýtur
að vera með þeim betri á lands-
vísu.
„Getting to yes without giving
in“, hugsaði ég þegar ég horfði á
þreytulega þingflokksformennina
ganga til enn eins fundarins og
ímyndaði mér hvernig þeir næðu
já-inu. „Allt í lagi, við gleymum
þessu með léttvín í búðir og þið
talið ekki lengi um sameiningu HÍ
og KHÍ,“ og „tjah, ef þið viljið
koma þessum vegalögum í gegn
óbreyttum, þá skuluð þið muna að
við höfum mjög mikið að segja um
þau, og það getur tekið langan
tíma.“
En einhvern veginn náðu þau já-
inu. Samkomulag var í höfn, fundi
slitið, þingmenn féllust í faðma og
héldu svo út í kosningavorið.
Samningar, samsæri og kveðjustundir
ÞINGBRÉF
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is