Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VESTURLAND
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
„ÉG hef gengið með þessa hugmynd
í fjögur ár eða frá því ég flutti á
Akranes. Það voru nokkrir staðir
sem komu til greina en þegar þetta
húsnæði var laust þá var valið einfalt.
Að mínu mati hefur vantað slíkan
stað hér á Akranesi og miðað við þær
viðtökur sem við höfum fengið frá
opnun staðarins þá sýnist mér að það
hafi verið rétt hjá mér,“ segir María
Nolan veitingamaður í Skrúðgarð-
inum á Akranesi en nýverið opnaði
hún kaffihús og upplýsingamiðstöð
fyrir ferðamenn í gamla miðbænum á
Akranesi.
„Ég held að það sé vakning á með-
al þeirra sem búa hérna að það sé í
raun verkefni bæjarbúa að sjá til
þess að bærinn okkar blómstri.
Kaffihúsið er bara viðbót við þá
ágætu þjónustu sem er til staðar
hér.“ Þegar tekið var hús á Maríu á
nýja staðnum á laugardaginn mátti
hún ekkert vera að því að ræða við
blaðamann. Hópur Norðmanna
stormaði prúðbúinn inn í Skrúðgarð-
inn og staðurinn fylltist á auga-
bragði.
„Strætisvagnar Reykjavíkur eru
með endastöð hérna fyrir utan stað-
inn. Flestir nota Strætó áður en
kaffihúsið opnar á morgnana en ég
tel að það sé mjög gott fyrir bæj-
arfélagið að upplýsingamiðstöð fyrir
ferðamenn sé staðsett í hjarta bæj-
arins.“
Gamalt fangelsi
Á veggjum kaffihússins eru mynd-
ir frá ýmsum tímum sem tengjast
húsinu og sögu þess. Bæjarskrif-
stofur Akraness voru lengi til staðar
á efri hæðinni, tónlistarskóli, bóka-
safn, lögreglustöð og fangelsi. Mynd-
irnar eru því fjölbreyttar og segja frá
ýmsum atvikum sem tengjast staðn-
um. „Það er fólk á öllum aldri sem
kemur hingað. Ég hafði svo sem ekki
hugmynd um hverjir myndu koma en
miðað við fyrstu vikurnar í þessum
rekstri þá get ég alveg fullyrt að fólk
á öllum aldri er að heimsækja okkur.
Kaffihúsamenning á Íslandi er alltaf
að sækja í sig veðrið og þeir sem hafa
búið erlendis vilja flestir geta gengið
að því vísu að slíkir staðir séu í þeirra
bæjarfélagi.“ María á íslenska móður
en faðir hennar er enskur, John Nol-
an, og kenndi íslenskum kylfingum
golfíþróttina á árum áður.
„Ég er fædd og uppalin hérna á Ís-
landi og ég lít á mig sem Íslending.
Ég hef búið um tíma í Manchester á
Englandi og ég á fjölmarga ættingja
og vini á Englandi. Ég hugsa kannski
aðeins öðruvísi en venjulegir Íslend-
ingar enda hef ég verið mikið á flakki
um veröldina. Eigum við ekki að
segja að ég sé Íslendingur með
enskri slettu. Ég hef ferðast mikið og
um tveggja ára skeið bjó ég í Tyrk-
landi þegar ég var 19 ára gömul. Það
var mikil lífsreynsla og á þeim tíma
var Tyrkland ekki búið að ganga í
gegnum þær breytingar sem hafa
orðið þar í landi á undanförnum ár-
um. Ég var að vinna við að taka á
móti ferðamönnum í Tyrklandi og ég
hef því alltaf haft mikinn áhuga á því
að fá að umgangast fólk og starfið
hér á kaffihúsinu er því kjörið tæki-
færi fyrir mig að halda því áfram.“
Á meðan rætt er við Maríu kemur
unglingur inn á kaffihúsið til þess að
leita sér skjóls úr nepjunni utandyra.
„Ertu að bíða eftir Strætó vinur,“
spyr María og ungi maðurinn svarar
því játandi. „Þú getur fengið þér sæti
ef þú vilt,“ svarar veitingamaðurinn
en drengurinn er eitthvað feiminn.
Breyttir tímar
„Ég held að Íslendingar séu smátt
og smátt að breyta venjum sínum.
Það virtist vera þannig að fólk drakk
bara kaffi í eldhúskróknum heima
hjá sér og braut kannski saman þvott
á meðan. Ég sé mikið af pörum og
hjónum sem koma hingað til okkar,
fá sér einn kaffibolla og köku, ræða
málin við aðrar aðstæður en heima
hjá sér. Og kannski fara þau að
brjóta saman þvott þegar heim er
komið. Barnafólk er líka duglegt að
koma á kaffihúsið enda er staðurinn
reyklaus og við erum með fína að-
stöðu fyrir börnin.“
Kraftur og ákefð einkennir allt fas
Maríu og hún er staðráðinn í því að
vera með kröftuga dagskrá fyrir
bæjarbúa og gesti bæjarins á næstu
misserum.
„Hugmyndirnar eru óþrjótandi en
nú þegar er þéttskipuð dagskrá.
Blústónleikar, ljóðalestur, bókalest-
ur og sýningar af ýmsum gerðum,“
sagði María Nolan.
Íslendingur með enskri „slettu“
„Það er verkefni
bæjarbúa að sjá til
þess að bærinn okkar
dafni vel og blómstri,“
segir Skaga- og
veitingamaðurinn
María Guðrún Nolan.
Kraftur María Guðrún Nolan ætlar að krydda menningarlífið á Akranesi á næstu misserum.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Eftir Eyþór Árnason
ÞORVALDUR Árni Þorvaldsson á
Rökkva frá Hárlaugsstöðum lenti í
fyrsta sætinu á móti í gæðingafimi
í Meistaradeild VÍS, en mótið fór
fram á fimmtudag.
Gæðingafimi byggist þannig upp
að hver keppandi ríður frjálst um
reiðgólfið við tónlist að eigin vali.
Keppandinn þarf að sýna minnst
þrjár gangtegundir og fimm fimi-
æfingar og hefur hann fjórar mín-
útur til þess. Þessi grein er gríð-
arlega krefjandi á samspil hests og
manns og reynir mjög á hæfileika
hestsins, ekki eingöngu gangteg-
undahæfileika heldur einnig kunn-
áttu hans í hinum ýmsu fimiæf-
ingum. Þrjú dómarapör dæma
hversu vel fimiæfingarnar eru út-
færðar, hreinleika gangtegundanna
og flæði og fjölhæfni sýningarinn-
ar.
Í forkeppninni voru sýningarnar
misgóðar og tókst ekki mörgum
keppendum að halda fullkomlega
athygli áhorfenda. Hefðu mjög
margir mátt huga betur að hvernig
tónlistin var valin. Það hefði verið
gaman að sjá einhvern vera með
samsetta tónlist sem væri sett
saman eftir því hvernig æfingar
væri verið að gera og þannig
byggja upp spennu í sýningunni.
Viðar Ingólfsson og Tumi frá
Stóra-Hofi voru áberandi bestir.
Þeir félagar sýndu hvers þeir voru
megnugir og voru með kraftmikla
og skemmtilega sýningu með
óvæntum fimiæfingum. Fóru þeir
inn í úrslit með langhæstu ein-
kunnina, 7,43. Næstur kom svo
Atli Guðmundsson á Dynjanda frá
Dalvík með 7,10.
Í úrslitum var augljóst að allt
var lagt undir hjá knöpunum og
komu þeir flestir enn einbeittari til
leiks. Þorvaldur Árni Þorvaldsson
sem kom inn í fjórða sæti í úrslit
og ætlaði sér augljóslega ekki að
gefa eftir toppsætið í Meistara-
deildinni. Það var allt annað að sjá
til hans og Rökkva í úrslitunum en
í forkeppninni fyrr um kvöldið.
Sýningin var mun hnitmiðaðri og
ákveðnari og Rökkvi var líflegri og
sáttari. Ekki er vitað hvað Þor-
valdur hefur hvíslað að Rökkva í
hléinu en það hreif augljóslega.
Með einkunnina 7,53 unnu þeir
keppnina sem fyrr segir. Viðar
Ingólfsson, sem allir höfðu gengið
útfrá að ynni, var ekki nálægt því
sem hann hafði sýnt í forkeppn-
inni. Það mikla öryggi sem hann
sýndi í forkeppninni var horfið og
náðu þeir engan veginn sama flugi
og því sem kom þeim í efsta sætið í
forkeppninni. Enduðu þeir í þriðja
sæti og máttu vel við una. Annar
varð Sigurður Sigurðarson á
Sporði frá Höskuldsstöðum eftir
feikilega vel heppnaða sýningu.
Athyglisvert var að þrír efstu
voru þeir sömu þrír efstu í stiga-
keppni knapa í réttri röð. Þannig
að sem fyrr er Þorvaldur Árni
efstur með 32 stig og jók þar með
forskot sitt á aðra með þessum
sigri. Annar er Sigurður Sigurð-
arson með 25 stig og þriðji er Við-
ar Ingólfsson með 22 stig.
Í liðakeppninni heldur lið Kaup-
þings efsta sætinu með 325 stig en
lið Málningar náði að vinna sig upp
um eitt sæti og er nú í öðru sæti
með 319 stig. Næst kemur svo lið
Icelandair og restina rekur sem
fyrr lið IB.is
Næsta mót fer fram 29. mars en
þá verður keppt í fimmgangi.
Þorvaldur Árni eykur forskotið
Ljósmynd/Eyþór
Sigur Þorvaldur Árni og Rökkvi komu ákveðnir inn í úrslit og sigruðu.
Það var spenna á
móti í gæðinga-
fimi í Meistara-
deild VÍS
HESTAR
Úrslit í Gæðingafimi
1. Þorvaldur Árni Þorvaldsson
Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
7,53
2. Sigurður Sigurðarson
Sporður frá Höskulds-
stöðum 7,40
3. Viðar Ingólfsson Tumi frá
Stóra-Hofi 7,27
4. Atli Guðmundsson Dynjandi
frá Dalvík 6,87
5. Hulda Gústafsdóttir Tónn
frá Hala 6,77
6. Sævar Örn Sigurvinsson
Þota frá Efra-Seli 6,67
7. Valdimar Bergstað Leiknir
frá Vakursstöðum 6,50
8. Sölvi Sigurðsson Óði-Blesi
frá Lundi 6,40
9. Hinrik Bragason Völsungur
frá Reykjavík 6,27
10. Sigurbjörn Bárðarson Mark-
ús frá Langholtsparti 6,27
Staðan í stigakeppni knapa
1. Þorvaldur Á. Þorvaldss. 32
2. Sigurður Sigurðarson 25
3. Viðar Ingólfsson 22
4. Atli Guðmundsson 16
5. Sölvi Sigurðarson 14
6. Jóhann G. Jóhannesson 13
7. Sigurbjörn Bárðarson 9
8. Hulda Gústafsdóttir 8
9. Hinrik Bragason 5
10. Ríkharður Fl Jensen 4
11. Sævar Örn Sigurvinsson 3
12. Sigurður V. Matthíasson 2
13. Valdimar Bergstað 2
14. Elsa Magnúsdóttir 1
Staðan í liðakeppninni:
Lið Kaupþings: 325 stig.
Lið Málningar: 319 stig.
Lið Icelandair: 300 stig.
Lið IB.is: 256 stig.
Úrslit