Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 17
Reuters Hljómsveitarmeðlimir Söngvarinn Bono og gítarleikarinn The Edge eru hér saman í góðri sveiflu. |mánudagur|19. 3. 2007| mbl.is daglegtlíf Daglegt líf kíkir í heimsókn til fimm manna fjölskyldu á Sel- tjarnarnesi þar sem hundur og tveir kettir búa líka. » 20 gæludýr Unnur H. Jóhannsdóttir veltir fyrir sér ánægju, sektarkennd og aðskilnaðarótta í fjármálum heimilanna. » 18 fjármál Ellen Ruth Ingimundardóttir, Steinunn Geirsdóttir og Sif Traustadóttir ákváðu að byggja dýralæknamiðstöð. » 21 dýralæknar Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is R okkhundarnir í U2, sem gjarnan klæðast leður- buxum og hylja augu sín með svörtum sól- gleraugum, eru mjög trúaðir menn og ófeimnir við að koma boðskapnum á framfæri í gegnum tónlist sína. Guðni Rúnar Agnarsson hóf fjög- urra þátta röð á Rás 2 síðastliðinn sunnudag þar sem hann fjallar um guðfræðina hjá þeim félögum í U2, en hann segir að tónlist sveitarinnar bergmáli orð Jesú Krists. „U2 er frábært rokkband sem hægt er að hlusta á og njóta á svo marga vegu. Það er ákveðin dýpt og vídd í þeirra tónlist sem mig langar að vekja athygli á í þessum þáttum. Ég ætla ekki að kryfja textana þeirra og segja að svona eða hinsegin sé trú þeirra, heldur ætla ég að reyna að opna leiðina inn í tónlist þeirra, þann- ig að fólk geti séð ákveðinn boðskap í textunum og líka til að gefa fólki tækifæri á að verða snortið af guð- spjallinu í tónlistinni.“ Fá kraft sinn í tónlistar- flutningnum frá Guði Guðni Rúnar verður að sjálfsögðu með tóndæmi í þáttunum. „Ég ætla að spila lög þar sem eru greinilegar skírskotanir í Biblíuna. Til dæmis er lagið 40 á skífunni War í raun fertugasti Davíðssálmur sem þeir hafa klætt í nýjan búning og gert að flottri rokktónlist. Eins er lagið „I will follow“ játning þeirra á því að þeir fylgja Guði, því þetta er bein til- vitnun í orð Krists þegar hann kallaði lærisveinana til sín og sagði: Fylg þú mér.“ Í upphafi ferils U2, áður en þeir urðu frægir, þá skrifaði Bono föður sínum bréf og sagði að það væri Guð sem gæfi þeim þennan kraft til tón- listarflutnings og hann sagðist sann- færður um að sá kraftur myndi koma þeim á toppinn í tónlistarbransanum, sem og varð raunin. Vekja fólk til að taka afstöðu „Við sjáum á tónleikum hjá U2 að þeir kunna messuna. Þeir eru með öll táknin á hreinu og bjóða upp á þessa opnun án þess að segja of mikið. Það er ekkert mál fyrir fólk að njóta tón- leika þeirra án þess að því finnist það vera komið til kirkju. Mér finnst það einmitt vera hið stóra í tónlist þeirra að þeir eru ekki að reyna að þröngva upp á fólk hvernig það eigi að trúa. Þeir vilja miklu frekar vekja fólk og fá það til að hugsa og taka afstöðu.“ Það hefur varla farið fram hjá þeim sem eitthvað hafa hlustað á U2 að þeir eru talsmenn kærleikans og rétt- lætisins enda hefur Bono sjálfur sagt að kristin trú sé ekkert án samkennd- arinnar og þess að láta sér annt um þá smæstu. „En trúin er ekki einfalt mál og Bono og félagar hans í hljómsveitinni eru stundum ráðvilltir rétt eins og aðrir og vita ekki alltaf hver svörin eru við lífsins spurningum. Þeir nota Davíðssálmana til dæmis mikið í tón- listinni en þar er einmitt þó nokkuð um örvæntingu og vegvillur, en hann tapar aldrei trúnni.“ Voru í trúarhreyfingu Yfir 90% Íra eru kaþólikkar og þar eru trúmálin mikið hitamál. „En Bono var ekki alinn upp á ströngu kaþólikkaheimili heldur var annað foreldri hans mótmælenda- trúar og reyndar eru fimm af átta foreldrum hljómsveitarmeðlima mót- mælendatrúar. Það hefur ábyggilega gefið þeim ákveðið frelsi og svigrúm að Guðsmyndin er ekki njörvuð niður heldur opin,“ segir Guðni Rúnar og ítrekar að trúmál séu ekki einfalt fyr- irbæri um að tala. „Þetta er jú það sem hefur sundr- að fólki og heilu þjóðunum og þeir fé- lagarnir í U2 þekkja það manna best hjá írsku þjóðinni.“ Bono, gítarleikarinn The Edge og trommarinn Larry eiga sameigin- legan hinn sterka kristna bakgrunn og þeir voru á tímabili í trúarhreyf- ingu á Írlandi. „En bassaleikarinn Adam stóð utan við þetta og þá var meiri togstreita hjá þeim. Tog- streitan snerist líka um hvort þeir gætu verið kristnir og verið rokk- arar á sama tíma. En þeir komust yfir þetta og Bono fékk Adam til að vera svaramann hjá sér þegar hann gifti sig og það segir allt um gott samband þeirra. Bono hefur líka sagt að Adam sé sá andlegasti af þeim öllum.“ Guðni Rúnar er lærður prestur og starfar sem slíkur í Svíþjóð en hann segist ekki alltaf ganga á Guðs veg- um. „En ég reyni, rétt eins og Bono og félagar.“ Á bæn? Það er engu líkara en Bono sé að biðja til Guðs almáttugs. Trú og tónlist Guðni Rúnar við prestsstörf í Svíþjóð. Friður Bono hefur löngum barist fyrir friði á jörð, rétt eins og Kristur. Trúaðir rokkhundar Þeir bera það ekki beinlínis utan á sér svölu kapparnir í írsku hljómsveitinni U2 að vera mjög trúaðir. Þættirnir Áfram gakk verða á dag- skrá Rásar 2 á sunnudögum kl. 15. www.U2.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.