Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 20

Morgunblaðið - 19.03.2007, Page 20
gæludýr 20 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Yamaha píanó. Yamaha píanó og flyglar með og án SILENT búnaðar. Veldu gæði – veldu Yamaha! Samick píanó. Mest seldu píanó á Íslandi! Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 357.000 kr. Goodway píanó. Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný. Verð frá 238.000 kr. 15 mán. Vaxtalausar greiðslur. Estonia flyglar. Handsmíðuð gæðahljóðfæri. Steinway & Sons Fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Til sýnis í verslun okkar. H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5 Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Það er líf og fjör á heimili fimm mannafjölskyldu þar sem hundur og tveirkettir eiga sér samastað. Cavalier-hundurinn Krummi og „kattarparið“ Snæfinnur og Kamilla eru góðir félagar And- reu Daggar Sigurðardóttur, 14 ára stúlku, og fjölskyldu hennar á Seltjarnarnesinu. Andrea er mikill dýravinur og það kom sér vel fyrir tvo yfirgefna kettlinga sem móðir hennar, Dóra Arnardóttir, fann fyrir nokkru rétt hjá Mýrarhúsaskóla. „Þeir voru ósköp sætir, svartur og gul- bröndóttur, 8–10 vikna gamlir og kassavanir en það var eins og þeir væru ekki búnir að missa sogþörfina því að annar kettlingurinn saug sig á bringunni og hinn saug hann líka. Svo heyrði maður bara soghljóðin,“ lýsir Dóra. „Ég var úti að ganga með hundinn og kom auga á kettlingana í blómabeði alveg við gangstéttina. Ég tók þá ekki, var líka með hundinn, en dóttir mín var ekki ánægð með það þegar ég kom heim. Við keyrðum því upp eftir – á náttfötunum – og sóttum þá.“ Það vafðist ekkert fyrir Andreu hvað gera skyldi: „Við gátum ekki skilið þá eftir úti! Maður sá líka strax að þetta voru engir villukettir.“ Samt hafi litlu greyin auðvitað verið hvekkt. „Þeir voru nú ekki feitir og grétu í hvert skipti sem þeir fengu mat. Við fórum á lögreglustöðina og gáðum í allar búðirnar til að athuga hvort einhver saknaði þeirra, við vonuðum að fólk væri ekki svona grimmt,“ segir Dóra. „Örugglega hefur einhver læðan orðið kettlingafull fyrir slysni en fólkið ekki treyst sér til að halda þeim og losað sig við þá þannig að þeir rötuðu ekki heim,“ tjáir Andr- ea blaðamanni allhneyksluð á svip. Þeim mæðgum þykir þetta slæm meðferð á ósjálf- bjarga dýrum. „Það kostar nú ekki mikið að láta svæfa þá, það er a.m.k. mannlegra en láta þá kveljast úti – það var líka mjög kalt í veðri,“ segir Dóra. „Grunnskólakrakkarnir hefðu fundið þá þarna,“ segir Andrea og telur að það hljóti að hafa verið ætlunin. Þeir sem eru kunnugir dýrahaldi vita að það er ekki alltaf sól og sæla. Fjölskyldan býr rétt hjá umferðargötu og þrír kettir frá þeim hafa lent undir bílum, einn þeirra rétt við húsið, þær segja fólk líka keyra hratt framhjá. Maður er aldrei einn Eftir vikudvöl hjá fjölskyldunni höfðu kett- lingarnir náð sér vel á strik. Þau reyndu hvað þau gátu að koma þeim út en úr varð að fara með þá í Kattholt. Þrátt fyrir að einhverjir í fjölskyldunni hefðu viljað halda þeim þótti það erfitt við að eiga, sérlega þegar ferðalög eru í dagskrá. Að auki hefði farið að halla ansi mikið á hundinn á heimilinu með fjóra ketti til að hafa auga með. Stríðni kattarins er nefni- lega engin lygasaga í augum Krumma, læðan Kamilla er t.a.m. sýnd veiði en ekki gefin. „Það er enginn slagur á milli þeirra en Ka- milla á það til að slá aðeins til Krumma, hún sýnir sig og stælir fyrir framan hann og slett- ir svo loppunni,“ segir Dóra og Andrea heldur áfram: „Hún vill ekki alltaf láta klappa sér en kemur oft til manns þegar maður er að fara að sofa.“ Hún segist hafa mjög gaman af dýr- um. „Við höfum alltaf átt ketti en eftir að hundurinn kom finnst mér orðið skemmti- legra að eiga hund. Þeir eru meira með manni en kettirnir sem eru sjálfstæðari.“ Margir hafa lýst því hve gefandi það sé að eiga dýr og þær mæðgur taka undir það. „Maður er aldrei einn, m.a.s. þegar maður fer bara út með ruslið kemur hundurinn fagnandi á móti manni. Ég reyni líka að fara út að ganga með hann á hverjum degi og það er miklu skemmtilegra að hafa hann með sér,“ lýsir Dóra. Guttinn á bænum, Hilmar Þór, vill helst ekki festast á filmu. Hann unir sér greinilega vel með þríeykinu Krumma, Snæfinni og Ka- millu og skýst á milli þeirra en þau eru að sögn móður hans ósköp góð við hann, jafnvel þótt hann tuskist svolítið með þau. Vita sem er að blíðuhót eru æði misjöfn. Morgunblaðið/Sverrir Dýravinur Andrea með fangið fullt af köttum – Kamillu og Snæfinni – og Krummi þeim við hlið. Móðir hennar fann kalda kettlinga við Mýrarhúsaskóla sem fjölskyldan fóstraði um stund. Blíður Krummi „krúnkar“ alls ekki til félaga sinna, kattanna tveggja, frekar að læðan Ka- milla krúnki að honum. Kettlingar í köldu blómabeði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.