Morgunblaðið - 19.03.2007, Síða 28
28 MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Helgi Hafliða-son fæddist 10.
nóvember 1922 á
Bergþórugötu 43 í
Reykjavík. Hann
lést á Landakots-
spítala föstudaginn
9. mars sl. For-
eldrar hans voru
hjónin Hafliði Bald-
vinsson, fæddur í
Laugabóli við Ísa-
fjarðardjúp 5.5.
1888, d. 10.4. 1949,
fiskkaupmaður í
Reykjavík, og Jó-
nea Hólmfríður Fríðsteinsdóttir,
fædd í Valgerðarbæ við Grund-
arstíg í Reykjavík 24.8. 1889, d.
18.5. 1967. Systkini Helga eru Há-
kon, f.1918, d. 1981, Halldóra, f.
1920, d. 1992, og Ástríður, f.
1926. Hálfsystir Helga, samfeðra,
er Baldvina H. Hafliðadóttir, f.
1908, d. 1991. Móðir hennar var
Ágústína M. Aradóttir, f. 1883, d.
1954.
Eiginkona Helga var Guðmund-
ína Jóhanna Júlíusdóttir, f. 4.2.
1934, d. 28.2. 1994. Þau gengu í
hjónaband 26.12. 1953. Foreldrar
hennar voru Karel Júlíus Jak-
obsson, fæddur á Kvíabryggju
29.7. 1896, d. 7.7. 1968, ávallt
kenndur við Sæból í Grundarfirði,
og kona hans, Dagbjört I. Jóns-
Anna Kristín Hannesdóttir, f. 4.1.
1966. Börn þeirra eru Auður, f.
1999, Helgi Ari, f. 2002, Jóna Lísa
og Þorbjörn, f. 2003.
Helgi ólst upp á Bergþórugöt-
unni til fimm ára aldurs, síðan við
vatnsþróna, þar sem Hverfisgata
og Laugavegur koma saman, þ.e.
á Hverfisgötu 123 í Reykjavík.
Helgi gekk í Austurbæjarbarna-
skólann, síðan í Iðnskólann í
Reykjavík og útskrifaðist þaðan
1943. Hann fékk meistararéttindi
í málaraiðn 1950. Hann starfaði
við málaraiðn en tók svo við fyr-
irtæki föður síns, Fiskverslun
Hafliða Baldvinssonar við Hlemm,
árið 1953 og starfaði við það þar
til hann hætti störfum 1994 og
synir og tengdabörn tóku við
rekstrinum. Þá höfðu stjúpsonur
og synir Helga rekið fyrirtækið
með honum frá því í byrjun ní-
unda áratugarins. Um 1986 flutt-
ist meginstarfsemi fyrirtækisins,
sem þá var orðin heildsala og
fiskverkun, í Örfirisey og árið
1992 flutti fyrirtækið í nýtt hús
þar sem reist var yfir starfsem-
ina. Verslunin við Hlemm var þó
starfrækt áfram fram til ársins
2005. Helgi bjó á Hverfisgötu 123
allt þar til hann fluttist í íbúð hjá
yngsta syni sínum árið 1994, er
hann var orðinn ekkill. Helgi tók
alla tíð mikinn þátt í félagsstörf-
um.
Útför Helga fer fram frá Hall-
grímskirkju mánudaginn 19.
mars kl. 13.00.
dóttir úr Hergilsey,
f. 28.6. 1881, d. 3.8.
1959.
Helgi og Jóhanna
eignuðust fjögur
börn saman en Jó-
hanna átti son áður
er Helgi ól upp,
Ragnar Hauksson, f.
26.5. 1951, kona
hans er Josephine C.
Tangolamos, f. 22.6.
1970. Börn þeirra
eru Rakel Jóhanna,
f. 1994, og Ragnar
Jósef, f. 1997. Börn
Helga og Jóhönnu eru: Hafliði, f.
11.2. 1953, kona hans er Barbara
Helgason, f. 27.10. 1961. Börn
þeirra eru Dagbjört Eva, f. 1988,
og Helga f. 1991. Júlíus Baldvin,
f. 10.4. 1955, kona hans er Hildur
Sverrisdóttir, f. 11.12. 1955. Börn
þeirra eru Ívar Baldvin, f. 1985,
og Ragnhildur Jóhanna, f. 1988.
Dagbjört, f. 17.11. 1958, maður
hennar er Þorkell G. Hjaltason, f.
30.3. 1957. Börn þeirra eru Hjalti,
f. 1980, og Jóhanna Helga f. 1991.
Sonur Dagbjartar frá fyrra sam-
bandi og fóstursonur Þorkels er
Ragnar Karel, f. 1.11. 1977, sam-
býliskona hans er Unnur Berglind
Reynisdóttir, f. 13.1. 1981, og
eiga þau Helenu Karen, f. 2006.
Helgi, f. 22.9. 1961, kona hans er
Ég fæ mér sæti að kvöldlagi og
tek penna í hönd og ætla að skrifa
fáein orð um föður minn. Hann
pabbi var gæðablóð fram í fingur-
góma, mikill gleðimaður og fé-
lagsvera. Hann var hreykinn af sín-
um uppruna og kom fram við aðra af
fullri jafnaðarmennsku. Ég minnist
pabba þegar ég var barn sem vinnu-
sams manns og hafði hann ekki mikil
samskipti við okkur börnin, enda var
gríðarleg vinna sem tengdist fisk-
búðinni á þeim tíma. Þegar móðir
mín deyr 1994 og pabbi flytur til
okkar Önnu í Hátúnið þá kynnist ég
honum fyrir alvöru. Öðru eins gæða-
blóði hef ég ekki kynnst um ævina.
Svo komu börnin og þá varð kátt í
höllinni. Hann passaði fyrir okkur,
hló og kættist og punktaði niður af-
mælisdagana. Hann vildi hafa allt í
röð og reglu í kringum sig og lét mig
vita ef málningin var farin að láta á
sjá á húsinu, eða ef vantaði stöku
peru einhvers staðar. Mér er minn-
isstætt þegar pabbi kallaði á mig
„Helgi, taktu þessa happadrætt-
ismiða, ég hef ekkert með þá að
gera“. Þetta var þykkur bunki. Þá
hafði hann keypt alla happadrætt-
ismiða af flestöllum líknarfélögum
sem sendu honum miða. Það var
ekki í hans huga að líta á númerin,
enda voru sumir miðarnir útrunnir.
Þetta var týpískt fyrir pabba.
Ég þakka þér fyrir allt sem við
höfum brallað saman, það er mikill
söknuður í Hátúninu, en við vitum
að þú ert kominn á góðan stað. Guð
bessi minningu pabba.
Helgi Helgason.
Tengdafaðir minn Helgi Hafliða-
son fisksali er fallinn frá. Fyrir rúm-
um tuttugu árum kynntist ég yngsta
syni hans, Helga. Ég var þá tvítugur
unglingur og full óöryggis við ný
kynni. Strax fann ég að það var
óþarfi að vera með einhver látalæti
fyrir framan þennan væntanlega
tengdaföður minn, hann tók mér
ákaflega vel. Það var augljóst að hér
var á ferðinni umburðarlyndur og
réttsýnn maður og góð tilhugsun að
tengjast honum fjölskylduböndum.
Ekki löngu eftir að við Helgi sonur
hans hófum sambúð fór ég að að-
stoða tengdapabba við bókhaldið í
fiskbúðinni sem hann rak, Fiskbúð
Hafliða við Hlemm. Þá var ekki búið
að innleiða tölvu í fyrirtækið og heil-
mikil vinna var fyrir tengdapabba að
handskrifa allar færslur í þar til
gerðar sjóðbækur. Þótt ég hafi verið
ráðin til að aðstoða við færslurnar
man ég helst eftir skottúrum út í
sjoppu eftir appelsíni og súkkulaði
handa okkur, með viðkomu í Bún-
aðarbankanum sem yfirvarp. Svo
settist ég gegnt honum við stóra
skrifborðið á skrifstofunni og sorter-
aði bréfaklemmur og nagaði
blýanta. Fyrir þetta fékk ég töluvert
hærra tímakaup en ég þekkti áður.
Alltaf var hann brosmildur og léttur
í lundu og vart hægt að hugsa sér
betri vinnufélaga. Það er auðvelt að
gleyma sér í upprifjun á liðnum
tíma. Tengdamóðir mín og kona
Helga, hún Jóhanna, var jafnsam-
tvinnuð þessum árum í fiskbúðinni
og Helgi sjálfur. Snemma árs 1994
urðu umskipti í lífi Helga þegar Jó-
hanna lést langt fyrir aldur fram, að-
eins sextug að aldri. Á haustmán-
uðum það ár flutti Helgi til okkar
hingað í Hátúnið og bjó um sig í
kjallaraíbúðinni. Það fjölgaði í fjöl-
skyldunni á efri hæðinni og fæddust
4 börn á árunum 1999–2003. Helgi
samgladdist okkur af alhug í hvert
sinn sem nýr einstaklingur bættist í
hópinn. Mér fannst það sérstakt að
maður á hans aldri tæki svona mik-
inn þátt í lífi smákrílanna og af svo
miklum áhuga. Börnin okkar öll hafa
notið þess að eiga Helga afa að í
kjallaranum. Þeim fannst gott að
rölta niður stigann og sækja sér einn
mola í sælgætisskálina eða litla blá-
berjaskyrdós. Rukka svo inn einn
koss á ennið á leiðinni upp aftur. Af-
inn var boðinn og búinn að gæta
barnanna stund og stund. Það var
ómetanlegt að fá slíka aðstoð í erli
dagsins. Helgi var líka ákaflega til-
litssamur. Ekki var alltaf hægt að
segja það sama um okkur, það gat
stundum verið erfitt fyrir hann að ná
heilum fréttatíma í sjónvarpinu ef
allir lögðust á eitt við að búa til há-
vaða í stofunni hans. En aldrei
fannst honum hann þurfa að brýna
raustina, hann bað afabörnin blíð-
lega um að hætta að fikta í rofunum.
Stundum enduðu leikar með því að
hann eftirlét börnunum hæginda-
stólinn og fór að gera eitthvað ann-
að. Undanfarna mánuði hrakaði
heilsu Helga mikið. Hann kvaddi líf-
ið saddur lífdaga á líknardeild
Landakots. Sú hugsun hefur gerst
ágeng í kolli mér að ef ég gæti óskað
mér einhvers væri það að líkjast
tengdaföður mínum í því æðruleysi
sem einkennt hefur hann í veikind-
um hans. Ég kveð minn kæra
tengdaföður með ómældri virðingu
og þökk fyrir samfylgdina.
Anna Kristín Hannesdóttir.
Í dag fylgjum við til grafar Helga
Hafliðasyni tengdaföður mínum.
Við leiðarlok kemur margt upp í
hugann en upp úr stendur samferð
sem engan skugga hefur borið á og
hefur einkennst af umhyggju og
væntumþykju við okkur
fjölskylduna. Helgi hafði frá
mörgu að segja og víðförull var hann
um óbyggðir landsins, en hann hafði
ásamt vinahópi keypt Dodge-kariól
af Sölu varnarliðseigna eftir seinni
heimsstyrjöldina og ferðast víða um
landið. Meðal annars fóru þau inn
að Snæfelli og í Kringilsárrana og
víðar um Fljótsdalsöræfin. Ferðir
fór hann einnig með Páli Arasyni og
fleirum. Myndir átti hann úr mörg-
um þessara ferðalaga af upphafi
jeppaferða sem gefa skemmtilega
innsýn í þessi ferðalög. Einnig
fór hann hjólandi um Vestfirði
ásamt nokkrum félaga sinna.
Ógleymanlegar eru heimsóknir hans
ásamt Hjalta föður mínum sem voru
orðnar árvissar um verslunar-
mannahelgina í sumarbústað okkar
og þá ómaði söngur þeirra um Hval-
fjörðinn, hvort sem það var Hamra-
borgin eða Ég er þreyttur. Ekki er
ólíklegt að þeir syngi nú saman á
nýjum slóðum. Með þakklæti fyrir
samstarfið, vináttuna og umhyggj-
una. Farðu í friði.
Þorkell Hjaltason.
Elskulegur tengdafaðir minn er
látinn. Frá fyrstu tíð tók hann mér
opnum örmum. Það tók ekki langan
tíma að átta sig á því hvern mann
Helgi hafði að geyma. Heilsteyptur
og vel gefinn, jákvæður og glaðlynd-
ur og vildi öllum vel. Hann var fé-
lagslyndur og vinmargur. Helgi var
málarameistari og starfaði við það,
en tók svo við fyrirtæki föður síns,
Fiskverslun Hafliða Baldvinssonar,
1953. Hann rak fyrirtækið að mestu
einn í mörg ár. Það var mikil vinna,
allur fiskur keyptur, sóttur og verk-
aður, svo farið með sendingar og
loks staðið við búðarborðið. Versl-
unin var í sama húsi og Helgi bjó í
frá fimm ára aldri. Þar ólst hann
upp, þar stofnaði hann sína fjöl-
skyldu og þar fæddust börnin. Júlíus
sonur hans minnist þess hve gott
það var að geta farið niður í búð til
pabba og hjálpa til. Einnig var oft
reynt að vakna snemma til að fara
með pabba í útkeyrslu með send-
ingar. Þá var farið um Þingholtin, á
Hvítabandið, Matstofu Austurbæjar
og fleiri staði, það var hlýtt í bílnum
og margt spjallað og á mörgum stöð-
um var þeim feðgum boðið upp á ný-
steiktar kleinur! Þegar synirnir uxu
úr grasi unnu þeir ýmis störf en fóru
svo að vinna með föður sínum einn af
öðrum eftir því sem fyrirtækið
stækkaði. Síðar komu tengdabörnin
til starfa og loks barnabörnin. Þetta
var sannkallað fjölskyldufyrirtæki.
Það orð fór af Helga að hann væri
duglegur og heiðarlegur og hann var
mjög vel liðinn af viðskiptavinum.
Hann var elskulegur og hjálpsamur
við alla og eftirminnilegur þeim sem
kynntust honum. Helgi svaraði
þannig í síma að eftir var tekið.
Margir kynntust honum fyrst í
gegnum síma og fannst sem þeir
hefðu alltaf þekkt hann. Helgi var
þekktur undir nafninu Helgi Haf-
liða. Svo mjög að Helgi og strák-
arnir hans, synirnir og tengdason-
urinn, voru oft kallaðir
„Hafliðarnir“. Margir þekkja þá að-
eins undir því nafni. Oftlega kom
það fyrir að sagt var í símann: Get
ég ekki fengið að tala við Hafliða
sjálfan! Á síðustu árum áttaði hann
sig á því að gamla verklagið og saga
fiskverkunar og viðskipta með fisk á
árum áður var að glatast. Þá hóf
hann að skrifa endurminningar sín-
ar og jafnframt sögu fiskverkunar
og fiskviðskipta í Reykjavík á síð-
ustu öld Allt er þetta handskrifað og
einstaklega skemmtilegt aflestrar.
Árið 2002 birtist einnig skemmtilegt
viðtal við Helga í Mbl. þar sem hann
sagði frá fyrri tímum. Helgi var góð-
ur afi og tengdafaðir. Hann lagði
áherslu á að muna eftir afmælisdög-
um og lagði oft mikið á sig í því
skyni, sérstaklega síðustu árin þeg-
ar hann átti orðið erfitt um gang. Í
mörg ár kom hann alltaf til mín með
blóm á afmælisdeginum, sem gladdi
mig mikið. Helgi var lífið og sálin í
öllum fjölskylduboðum. Minnisstæð-
ir eru sumardagar í sumarbústað
dótturinnar inni í Hvalfirði, þegar
fjölskyldan safnaðist þar saman. Þá
tóku þeir oft lagið saman, Helgi og
Hjalti á Kiðafelli. Nú eru þeir báðir
farnir. Það eru forréttindi að hafa
kynnst Helga og orðið honum sam-
ferða um stund. Ég kveð elskulegan
tengdaföður minn með virðingu og
söknuði. Blessuð sé minning Helga
Hafliðasonar.
Hildur Sverrisdóttir.
Elsku tengdafaðir.
Mér þykir svo vænt um þig að það
er erfitt að hugsa að þú sért farinn
elsku tengdafaðir. Það var ríkidæmi
að fá að kynnast þér, frá því að ég
kom til Íslands og til enda. Þú varst
mér alltaf svo góður að svona góðan
vin eins og ég kalla þig er hvergi
hægt að fá. Ég vil þakka þér fyrir
þær minningar, sem munu lifa
áfram í hjarta mínu, ég mun sárt
sakna þín.
Megi Drottinn Jesús blessa þig.
Þín tengdadóttir
Barbara.
Elsku afi okkar,
það er svo skrítið að sjá þig ekki
aftur, það er mjög sárt og erfitt að
þurfa að kveðja þig, svona sprækan
og góðan afa eins og þú varst,
það var alltaf svo notalegt að
heimsækja þig í Hátúni.
Alltaf tókstu vel á móti okkur
systrum með hlýjum orðum,
og brosmildur eins og þú varst, og
alltaf var til hjá þér, eins og þú kall-
aðir, moli í skálinni þinni.
Við viljum þakka þér fyrir dýr-
mætar samverustundir sem við átt-
um með þér.
Þín verður sárt saknað og okkur
þykir svo vænt um þig að
minningarnar um þig munu lifa
áfram og verða alltaf til í hjörtum
okkar.
Megi góði Guð blessa þig og varð-
veita. Þínar afastelpur,
Dagbjört Eva og Helga
Hafliðadætur
Afi var einn sá yndislegasti maður
sem ég hef kynnst. Hann var ráða-
góður, tillitssamur, góður og hrein-
lega fyrsta flokks afi! Helgi afi var
tíður gestur heima hjá mér og spil-
uðum við mikið saman. Oftast spil-
uðum við Ólsen ólsen, en þó líka
stundum önnur spil. Í hvert sinn
sem hann vann hrósaði hann sigri
með háværum og smitandi hlátri og
með því að hrópa: ,,Yess! Yess!“
þannig að maður gat ekki annað en
brosað. Mér finnst ég enn heyra
hláturinn og ég sé hann enn bros-
andi fyrir mér. Ég var heppin að fá
að þekkja svona yndislegan mann.
Jóhanna Helga.
Kæri elskulegi afi, við þökkum
þér allar góðu stundirnar sem við
áttum saman. Þú varst alltaf glaður
og góður og það var gott að sitja í
fanginu þínu. Við borðuðum saman
kvöldmatinn og þá sneru andlit okk-
ar barnanna oftar en ekki í átt að
sjónvarpstækinu þar sem teikni-
myndirnar drógu til sín athyglina.
Þá gerðir þú þér að leik að reyna að
ná sambandi við okkur og jafnvel í
bjartsýni þinni að halda uppi sam-
ræðum, spyrja hvernig hefði verið í
leikskólanum þann daginn. Svo
hlóstu bara að okkur og hristir haus-
inn. En þegar þú ætlaðir að fara aft-
ur niður til þín að lokinni máltíð kom
eitt stórt „Jæja“ (endurtekið eftir
þörfum) þar til þú fékkst þau við-
brögð frá okkur sem þú vildir, að við
vinkuðum þér bless. Eftir matinn
eltum við mömmu gjarnan niður í
þvottahús og þaðan beint inn í stofu
til þín og að nammiskálinni. „Meg-
um við fá mola?“ „Spyrjiði mömmu.“
„Mamma, megum við fá einn mola?“
„Ef afi leyfir.“ „Já, við megum.“
„Fáiði ykkur þá.“ Og ef maturinn
uppi var ekkert spes var kríuð út
skyrdolla til að fylla upp í tómið. Eða
banani. Þú passaðir upp á að eiga
nóg til. Og þú áttir nóg til af bæði
mat og hlýju. Og þú passaðir okkur
og rabbaðir við okkur og varst okkur
svo góður, en nú verðum við að
kveðja þig. Vertu blessaður, kæri
afi.
Takk fyrir samfylgdina.
Auður, Helgi Ari, Jóna
Lísa og Þorbjörn
Á árunum upp úr fyrra stríði stóð
opinn fiskmarkaður Reykvíkinga,
þar sem nú er vinsælasti veitinga-
staður borgarinnar – Bæjarins
bestu – við Tryggvagötu. Árið 1922 –
árið sem Helgi frændi minn, Haf-
liðason, fæddist fyrir áttatíu og fjór-
um árum – byrjaði faðir hans að
selja reykvískum húsmæðrum
ferskan fisk beint af kerrunni. Þetta
var upphafið að Fiskbúð Hafliða,
sem alla tíð síðan hefur verið stofn-
un í bæjarlífinu, hvernig svo sem allt
annað hefur velkst og horfið í tímans
ólgusjó. Fiskbúð Hafliða var einn af
þessum föstu punktum í tilverunni,
sem stóð af sér áreiti tímans.
Faðir Helga var Hafliði Baldvins-
son, bróðir Jóns Baldvinssonar, sem
var forseti Alþýðusambandsins og
þar með formaður Alþýðuflokksins
fyrstu tvo áratugina og rúmlega það.
Þeir skiptu með sér verkum, þessir
bræður að vestan. Annar sá alþýðu
manna fyrir hollri næringu við vægu
verði; hinn barðist fyrir bættum
kjörum hins stritandi lýðs sam-
kvæmt boðorðinu, að verður væri
verkamaðurinn launanna.
Eftir að Jón Baldvinsson féll frá,
skildi leiðir milli Alþýðusambands-
ins og Alþýðuflokksins. Þá upphóf-
ust flokkadrættir, þar sem bræður
börðust, og sér ekki fyrir endann á
þeim viðsjám enn í dag. En Fiskbúð
Hafliða hélt sínu striki. Allt frá því
að byrjað var að selja nýmetið beint
af kerrunni upp úr fyrra stríði og til
Helgi Hafliðason
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda
efni til Morgunblaðsins – þá birt-
ist valkosturinn Minningargreinar
ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar séu
ekki lengri en 3.000 slög (stafir
með bilum - mælt í Tools/Word
Count). Ekki er unnt að senda
lengri grein. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta
þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar