Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 29 ✝ Jónas Davíðssonfæddist í Daða- gerði í Eyjafirði 31. desember 1911. Hann lést á dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Davíð Júlíus Jónasson og kona hans Anna Þorleifs- dóttir en þau bjuggu í Daðagerði í Eyjafirði. Eiginkona Jón- asar var Svanborg Magnea Sveinsdóttir, fædd 27. febrúar 1912. Hún lést 4. febrúar árið 2000. Þau hjónin bjuggu lengst af í Engimýri 3, Ak- ureyri. Börn þeirra eru: 1) Sveinn Jón- asson, f. 30.7. 1948, eiginkona hans er Guðný Anna Theo- dórsdóttir. 2) Anna Jónasdóttir, f. 10.2. 1951, eiginmaður hennar er Kristján Árnason. Barna- börnin eru fjögur og barnabörnin tólf talsins. Útför Jónasar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13:30. Það eru orðin mörg ár síðan ég vandi mig á að ávarpa afa sem ,,kónginn“ og það var ekki að ástæðulausu. Afi var alltaf eins og kóngur í ríki sínu, ekki síst þegar hann sat í vindlakófi í stólnum sínum inni í stofu og blaðaði í bókum. Eftir á að hyggja minnir margt í persónuleika afi á Bjart í Sumarhús- um. Hvorugur þeirra lét að stjórn annarra og hvorugur þeirra kærði sig um að vera upp á aðra kominn. Líf þeirra beggja snerist lengstum um að hafa í sig og á og sinna roll- unum eins og kostur var. Afi og amma unnu áratugum sam- an langa vinnudaga í skóverksmiðj- unum á Akureyri og þegar stimp- ilklukkan sló tók búskapurinn við. Uppskeran af öllu erfiðinu var rýr en hvorki fyrr né síðar heyrði ég afa kvarta yfir hlutskipti sínu. Hann tók öllum hlutum af miklu æðruleysi og tókst á við þau verkefni sem að höndum bar. Væntumþykju sína sýndi afi frek- ar í verki en orðum. Þegar amma fór að verða gömul og veikburða stóð afi við hlið hennar eins og klettur þar til hún kvaddi þennan heim fyrir 7 ár- um. Sömuleiðis sýndi afi mér ótví- ræðan hug sinn þegar ég flutti suður í framhaldsnám. Í kjölfarið myndað- ist nefnilega loftbrú milli Akureyrar og Reykjavíkur með sendingum af niðursoðnum kjötbollum frá KEA. Þar sem afi var orðinn 95 ára þeg- ar hann lést sá hann íslensku þjóðina breytast úr fátæku bændasamfélagi yfir í ríkt tækniþjóðfélag. Við afi höfðum báðir ánægju af að rifja sögu þjóðarinnar upp og ræddum oft um sveitamenninguna, hernámsárin á Akureyri og iðnvæðingu landsins. Afi var víðlesinn og þó formleg menntun hafi ekki verið mikil, þá var hann betur að sér á sviði hugvísinda en margir lærðir menn nútímans. Þessar gífurlegu breytingar sem urðu á íslensku þjóðlífi skýra eflaust að einhverju leyti hvers vegna afi var eins og hann var. Æska hans var ekki auðveld og innbyggður vilji til þrotlausra verka tók sinn toll af fjöl- skyldulífinu. Ég hugsa að það hafi því verið auðveldara að vera barna- barn afa en barn hans. Í seinni tíð gaf afi sér nefnilega tíma til að glett- ast við þá sem gáfu sér tíma til að heimsækja hann. Þá lét afi jafnan allt flakka. Sumt sem hann sagði hafði að geyma mikinn sannleika um menn og málefni en gat verið þess eðlis að aðrir töluðu ekki um það. Annað gat verið meira í takt við hefðbundna gamalmenna-þver- móðsku enda sagt til þess að hrista upp í viðmælandanum og hafa gam- an af. Þegar ég var strákgutti gekk þetta svo langt að við afi sammælt- umst um að hann þyrfti að fá sér af- ruglara. Afi hafði einstakt lag á að ljá dýr- um rödd sína og það var ekki ein- leikið hvernig hann setti sig inn í hugarheim þeirra dýra sem hann sinnti, hvort sem það voru hestar, kindur, kettir eða krummar. Á svip- stundu var hann búinn að ljá dýr- unum mannsvit þar sem hann túlk- aði hugsanir þeirra og talaði fyrir þeirra hönd. Afi kenndi mér sjálfstæði, æðru- leysi, glettni, hreinskilni, gæsku við dýr og virðingu fyrir bókum og fyrir það allt verð ég ævinlega þakklátur. Það var heiður að njóta nærveru þinnar svona lengi, elsku afi minn. Þinn, Guðmundur Freyr. Jónas Davíðsson dagsins í dag, hafa menn getað gengið að hollmetinu á sínum stað og við vægu verði. Fiskbúð Hafliða og Helgi Hafliða- son, sem tók við rekstri hennar af föður sínum 1953, eru því í reynd jafnaldrar. Fiskbúð Hafliða hefur verið í eigu fjölskyldunnar í þrjár kynslóðir allt til dagsins í dag. Þriðja kynslóðin tók smám saman við upp úr 1980 og hefur staðið fyrir rekstr- inum í 27 ár. En nú hafa orðið kafla- skil í sögu fjölskyldunnar, fyrirtæk- isins og reyndar í sögu borgarinnar, sem Fiskbúð Hafliða hefur þjónað til dagsins í dag. Ættarhöfðinginn er fallinn frá, og fyrirtækið hefur verið selt nýjum eigendum. Fiskbúð Haf- liða er ekki lengur í eigu fjölskyld- unnar. Framundan eru óvissutímar. Fiskbúð Hafliða var ekki bara venjuleg fiskbúð. Hún var að vísu besta fiskbúð á Íslandi og þó víðar væri leitað. En hún var annað og meira. Hún var sem fyrr segir fastur punktur í tilverunni og stofnun í bæjarlífinu. Og svo var hún tengd Alþýðuflokknum og verkalýðshreyf- ingunni ósýnilegum en órjúfanleg- um böndum. Því fékk ég að kynnast, þegar ég var kjörinn formaður Al- þýðuflokksins árið 1984. Þar með tók Fiskbúð Hafliða við því hlut- verki að halda formanninum á lífi og að halda lífi í formanninum. Þetta voru átakatímar. Atorkan hvergi spöruð. Og sjávarfangið brást ekki, spruðlandi af vítamínum og óþrjót- andi orkugjafi. Það má ekki seinna vera en á kveðjustundinni að þakka þeim frændum mínum fyrir vega- nestið. Reyndar héldu þeir frændur áfram að sjá Bryndísi fyrir veislu- kosti, jafnvel eftir að Alþýðuflokk- urinn hafði ruglað reytum sínum saman við aðra, og við Bryndís vor- um sest að um hríð í höfuðborg heimsins, Washington DC, á bökk- um Potomac-árinnar. Ekki veit ég, hvernig þeim tókst að koma sköt- unni, rammkæstri, á leiðarenda til þess að unnt væri að blóta heilagan Þorlák að vestfirskum sið. En það tókst þeim með eftirminnilegum ár- angri. Sendiherra hans heilagleika páf- ans, sem eitt sinn naut þeirra for- réttinda að fá að njóta krásanna, gaf út páfabréf, þar sem sagði, að það teldist refsivert athæfi af Íslands hálfu að hafa haldið þessu hnossi, kæstri skötu með vestfirskum hnoð- mör, leyndri fyrir hinum siðmennt- aða heimi í meira en þúsund ár. En nú teldist þetta fyrirgefið, þar sem gerð hefði verið iðrun og yfirbót, og sendimaður páfans hefði fengið að njóta herlegheitanna og gæti vottað fyrir heimsbyggðinni, að hnossið væri óviðjafnanlegt og ætti ekki sinn líka á byggðu bóli. Við Bryndís eigum margar og óforgengilegar minningar um sam- skipti okkar við ættarhöfðingjann, Helga Hafliðason, sem við kveðjum í dag með eftirsjá og söknuði. Hann var maðurinn, sem ævinlega hlýddi kalli, þegar mikið lá við. Hann var maðurinn, sem aldrei lét sig vanta, ef liðs var þörf. Og margar áttum við sameiginlegar gleðistundir, þegar stund var milli stríða, í mannfagnaði eða á ferðum á vit íslenskrar nátt- úru. Einlægni hans, hlýja og trygg- lyndi mun ylja okkur um hjartaræt- ur um ókomna daga. Jón Baldvin Hannibalsson, fv. formaður Alþýðuflokksins. Kveðja frá Samfylkingunni Flokksfélagi okkar, Helgi Hafliða- son, hefur verið kvaddur brott úr heimi. Við þessi leiðarlok vil ég þakka honum áratuga störf í þágu jafnaðarstefnunnar, einlægan áhuga hans á vexti og viðgangi Samfylking- arinnar og persónulega velvild og liðsinni á undanförnum árum. Með honum er genginn góður jafnaðar- maður. Fyrir hönd Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Látinn er móðurbróðir minn og vinur, Helgi Hafliðason fisksali. Helgi var sonur Hafliða Baldvins- sonar fisksala og konu hans Jóneu H. Fríðsteinsdóttur. Fjölskyldan bjó á Hverfisgötu 123, Reykjavík, þar sem Hafliði rak einnig fiskverslun sína. Þar ólst Helgi upp ásamt systkinum sínum, Hákoni og Hall- dóru, sem nú eru látin, og Ástríði sem lifir bróður sinn. Helgi var málarameistari að mennt en hann starfaði ekki lengi við iðngreinina. Skömmu eftir að Helgi hlaut réttindin féll faðir hans frá og Helgi tók við rekstri fiskbúð- arinnar. Með miklum dugnaði og natni rak Helgi fyrirtæki sitt. Var þetta mikil og erfið vinna, einkum hér á árum áður. Eiginkona Helga var Jóhanna Júlíusdóttir. Saman áttu þau fimm mannvænleg börn. Jóhanna var mikil húsmóðir og dugleg og studdi mann sinn vel og dyggilega. Var allt- af gott að koma á heimili þeirra. Jó- hanna lést árið 1994 og urðu þá mikil umskipti í lífi Helga. Börnin uxu úr grasi og fyrirtækið varð meira að vöxtum. Lét Helgi reisa veglegt hús á Fiskislóð 30 und- ir reksturinn, en rak jafnframt fisk- búðina á Hverfisgötunni. Þegar á leið tóku öll börnin að starfa við fyr- irtæki föður síns og tengdabörn einnig. Þegar Helgi hætti störfum tóku þau við fyrirtækinu og ráku það með myndarbrag. Ég hef þekkt Helga alla mína ævi og hefur hann alltaf skipað stóran sess í lífi mínu. Þegar litið er til baka eru ótal ánægjulegar minningar sem koma upp í hugann sem verða ekki raktar hér. Með árunum myndaðist milli okkar mikil og góð vinátta. Höfðum við oft samband hvort við annað og ræddum það sem var efst á baugi í einkalífi og í stjórnmálunum. Helgi var krati, jafnaðarmaður af lífi og sál. Tók hann þátt í starfi Alþýðu- flokksins af miklum áhuga. Þó að við værum ekki alltaf sammála í pólitík- inni stóð það ekki í vegi fyrir því að hann byði mér með sér í ferðalög sem farin voru á vegum Alþýðu- flokksins. Hafði ég mikla ánægju af þessum ferðalögum. Helgi var ein- staklega góður ferðafélagi. Hann hafði ferðast mikið á sínum yngri ár- um og þekkti landið sitt vel. Þá var hann alltaf glaður og hress og til í að taka lagið. Helgi var höfðingi en ljúfmennsk- an var hans aðal. Hann hafði mikla persónutöfra og var eftir honum tekið þar sem hann fór. Fylgdi hon- um ávallt hressileiki og glaðværð. Hann tók öllum áföllum og því sem út af bar í lífinu með einstöku æðru- leysi. Hann sá alltaf björtu hliðarnar og gerði lítið úr því sem úrskeiðis fór. Helgi lést á Landakotsspítala 9. mars. sl. Hann hafði átt við talsverð veikindi að stríða síðustu árin. Hann tók þeim með æðruleysi og reyndi, eins og heilsan leyfði, að taka þátt í því sem lífið hafði upp á að bjóða. En nú er farsælu lífi hans hér á jörð lok- ið og hann lagður af stað í nýtt ferðalag. Ég vil með þessum fátæk- legu orðum þakka Helga frænda mínum samfylgdina öll þessi ár og óska honum Guðs blessunar. Börn- um hans og fjölskyldum þeirra votta ég innilega samúð mína. Kristjana Jónsdóttir. Kær vinur okkar, Helgi Hafliða, er látinn. Helga kynntumst við fyrir um 5 árum á Kanaríeyjum og tókst með okkur góður vinskapur. Hann var mikill húmoristi og hvers manns hugljúfi. Hann ætlaði til Kanaríeyja í febrúar en varð að hætta við vegna veikinda. Er við heimsóttum hann á Landakot í byrjun mars sagðist hann þá vera orðinn það hress að hann gæti alveg farið út en raunin varð önnur. Honum fannst yndislegt að vera á Los Tilos, sitja í góðra vina hóp í sólinni, spjalla og hafa gaman. Ár hvert hittast Kanaríflakkarar í Árnesi og lét Helgi sig ekki vanta þar. Verður hans nú sárt saknað af félögunum. Elsku Helgi, við þökkum þér fyrir góða viðkynningu sem okk- ur er ógleymanleg. Hvíl í friði kæri vinur, guð geymi þig. Jóhanna og Bergleif í Árnesi. Ég kveð vin minn, Helga Hafliða- son, með ástúð og hlýju í hjarta. Þegar ég sem ungur maður þurfti á leiðsögn að halda framhjá ýmsum farartálmum í þjóðfélaginu kom Helgi fram eins og sá góði jafnaðar- maður sem hann var, sá sem aðstoð- ar samferðarmenn sína og með- bræður án þess að hugsa um eigin hag. Þegar allar dyr virtust lokaðar ungum manni vísaði hann mér veg- inn og aðstoðaði með þeim hætti, að án hans hefði ég ekki komist þangað sem ég er staddur í dag. Það lýsir Helga vel, að þakkir vildi hann engar og þótti öll aðstoð sjálf- sögð. Síðast þegar við hittumst á Umferðarmiðstöðinni eyddi hann enn slíku tali og kallaði lítilræði, en ég stend í ævarandi þakkarskuld við þennan góða jafnaðarmann. Það er með hlýhug og vinskap í hjarta sem ég kveð Helga Hafliða- son hinstu kveðju. Bjarni Geir Alfreðsson. Ég kveð vin minn, Helga Hafliða- son, með ástúð og hlýju í hjarta. Þegar ég sem ungur maður þurfti á leiðsögn að halda framhjá ýmsum farartálmum í þjóðfélaginu kom Helgi fram eins og sá góði jafnaðar- maður sem hann var, sá sem aðstoð- ar samferðamenn sína og meðbræð- ur án þess að hugsa um eigin hag. Þegar allar dyr virtust lokaðar ungum manni vísaði hann mér veg- inn og aðstoðaði með þeim hætti, að án hans hefði ég ekki komist þangað sem ég er staddur í dag. Það lýsir Helga vel, að þakkir vildi hann engar og þótti öll aðstoð sjálf- sögð. Síðast þegar við hittumst á Umferðarmiðstöðinni eyddi hann enn slíku tali og kallaði lítilræði, en ég stend í ævarandi þakkarskuld við þennan góða jafnaðarmann. Það er með hlýhug og vinskap í hjarta sem ég kveð Helga Hafliða- son hinstu kveðju. Bjarni Geir Alfreðsson. Þau veifuðu til mín af svölunum sínum, brosandi, glæsileg og sæl, böðuð Spánarsólinni, hjónin Helgi Hafliðason og Jóhanna Júlíusdóttir. Það var í ógleymanlegri ferð eldri borgara fyrir tæpum tveimur ára- tugum þar sem ég var fararstjóri. Ég kannaðist strax við Helga. Þarna var kominn Helgi Hafliðason, sem ég hafði svo oft hitt í Fiskbúð Haf- liða við Hlemm, þegar ég fór þangað með föður mínum lítil stúlka. Pabbi skipti alltaf við Helga frænda sinn og lagði lykkju á leið sína til þess, enda einstaklega vel tekið þar og ávallt nýr fiskur í boði. Fiskbúðin var eins og félagsmiðstöð. Þangað komu fastakúnnarnir og ræddu mál- in við fisksalann sinn og hver við annan. Helgi laðaði að sér fólk. Það gerði hann líka í sólarlandaferðinni forðum þar sem þau hjónin tóku virkan þátt í allri dagskrá, sungu, dönsuðu og ferðuðust víða. Það var mikill missir fyrir Helga þegar Jó- hanna féll frá á besta aldri, fáum ár- um eftir ferðina góðu. Fjölskyldan var honum mikils virði og ekki síst barnabörnin. Félagslyndi var ríkur þáttur í fari hans og var hann virkur í félagsstarfi eldri borgara hér í Reykjavík. Þegar leiðir okkar lágu saman þar, í heimsóknum þing- mannsins í félagsmiðstöðvarnar, lék hann ávallt á als oddi. Hann lét sig stjórnmálin mjög varða og missti helst ekki af slíkri umræðu. Helgi átti til að hringja í mig, ræða málin, biðja um álit mitt og lýsa viðhorfum sínum til stjórnmálaumræðu líðandi stundar. Hann var mikill jafnaðarmaður eins og hann átti kyn til, bróðurson- ur Jóns Baldvinssonar fyrrverandi formanns Alþýðuflokksins og for- seta ASÍ. Frá því að Samfylkingin var stofnuð var ekki sá fundur haldinn, samkoma eða sumarferð farin að Helgi væri ekki þar og hann var duglegur í að drífa félaga sína og vini með sér. Það er sjónarsviptir að Helga Hafliðasyni og með honum er genginn dyggur liðsmaður jafnaðar- stefnunnar. Hann hafði ráðgert ferð suður á bóginn í sól og sumar þegar kallið kom. Nú er hann farinn í aðra ferð og ég sé hann í anda með Jó- hönnu sinni eins og í Spánarsólinni forðum. Ég þakka Helga dyggan stuðning, ljúft viðmót og ánægulega samferð. Við jafnaðarmenn munum sakna hans. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Í dag 19. marz er til moldar bor- inn einn virtasti fiskkaupmaður í Reykjavík á seinni hluta síðustu ald- ar, Helgi Hafliðason. Hann tók við fiskbúð föður síns Hafliða Baldvins- sonar árið 1950 og stjórnaði henni til ársins 1998 eða í tæpa hálfa öld, er hann fékk börnum sínum og tengda- börnum reksturinn, en þau höfðu unnið að rekstrinum með honum um langan tíma og var fyrirtækið í örum vexti þar til það var selt úr ættinni sl.haust. Ég byrjaði í fisksölu 1. marz 1986. Stuttu seinna sá ég Helga Hafliðason fyrst. Við biðum þá eftir að fá fisk úr togara sem ver- ið var að landa úr í Hvaleyri í Hafn- arfirði. Við tókum tal saman og fór vel á með okkur eins og alla tíð síð- an. Hann var þá að mestu hættur að standa við flökun sjálfur en synir hans og tengdasonur sáu um vinnsl- una og eins búðina við Hlemm. Vinnslan var þá í verbúðum úti á Granda og tók Helgi þar við pönt- unum og handskrifaði allar nótur. Þá voru engar tölvur eins og síðar varð eftir að fyrirtækið flutti í nýja húsið á Fiskislóð 30. Þá fór hann að minnka við sig og lét strákana um störfin enda búinn að skila miklu ævistarfi. Það er annað að vera fisk- sali í dag eða fyrir 50–60 árum jafn- vel fyrir 20 árum, engir lyftarar, engar tölvuvogir, jafnvel engin kæli- borð og varla plastkör eins og nú. En við þetta starfaði Helgi mestan hluta ævinnar, að sækja fiskinn hingað og þangað á kannski hálf lé- legum pallbílum og allt unnið með handaflinu. En ævin hefur ekki verið eintómt puð hjá Helga, hann átti sín- ar gleðistundir. Hann á duglega af- komendur, tengdabörn og barna- börn sem honum þótti vænt um og þau hlúðu að honum á ævikvöldinu. Helgi ferðaðist seinni árin, bæði hér- lendis og erlendis og þegar ég vann hjá fiskbúð Hafliða, þá mætti hann alltaf í hádeginu á miðvikudögum ásamt vini sínum Skúla Skúlasyni í mat vestur á Fiskislóð og var þá margt spjallað og gert að gamni sínu. Þá var rifjaður upp gamli tím- inn og talað um stjórnmál, hann var mikill Alþýðuflokksmaður og lét aldrei af þeirri stefnu hvað sem á gekk og hringlaði ekki með sínar skoðanir. Helgi var mikið góðmenni sem ekki mátti vamm sitt vita, átti enga óvini og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Hann hafði gaman af söng og í góðra vina hópi tók hann lagið og söng ættjarðarlög með sinni miklu bassarödd. Ég tel okkur til tekna að hafa kynnst Helga Hafliða- syni fisksala og viljum við Ása Sig- urlaug þakka honum samferðina. Hann andaðist að morgni 9. marz eftir tiltölulega stutta sjúkrahús- legu. Við viljum votta öllum aðstand- endum innilega samúð. Guð blessi minningu Helga Hafliðasonar. Einar og Ása Sigurlaug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.