Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 37
Músíktilraunir hefj-ast í kvöld í Loft-kastalanum, enþetta verður í 25. sinn sem tilraunirnar eru haldnar. Líkt og verið hefur síðustu ár verður und- ankeppnin haldin á hverju kvöldi út vikuna, en útslitin síðan í lok næstu viku. Und- ankeppnin verður í Loftkast- alanum, en úrslitin haldin í Listasafni Reykjavíkur. Helstu verðlaun Músíktil- rauna eru hljóðverstímar að vanda. Þannig fær hljóm- sveitin í fyrsta sæti 20 hljóð- verstíma með hljóðmanni í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar. Fyrir annað sætið fást 20 hljóðverstímar ásamt hljóðmanni í Stúdíó sept- ember og þriðja sætið 20 hljóðverstímar ásamt hljóð- manni í Stúdíó Sýrlandi, en einnig fær athyglisverðasta hljómsveitin framleiðsla (upp- töku og frágang) á einu lagi hjá TÍMA – Miðstöð fyrir tímalistir, en eigendur Tíma velja þá hljómsveit. Til viðbótar við þetta fá sig- ursveitirnar ýmis verðlaun önnur, en einnig fá efnileg- ustu hljóðfæraleikarar verð- laun og veitt verða sérstök verðlaun fyrir textagerð á ís- lensku. Hestasveitin Sextettinn Hestasveitin kem- ur úr Reykjavík. Sveit- armenn, hestamenn, eru þeir Arnór Ýmir Guðjónsson bassaleikari, Bjarki Sigurðs- son píanóleikari, Guð- mundur Óli Norland trommuleikari, Gylfi Bragi Gunnlaugsson söngvari, Kristján Norland gítarleik- ari og Bergur Ástráðsson slagverksleikari. Þeir eru þrettán til sextán ára. 25. tilraunirnar Í kvöld hefst hljómsveitakeppnin Músíktilraunir í 25. sinn, Árni Matthíasson segir frá hljómsveitum kvöldsins, en tíu hljómsveitir víða að keppa um sæti í úrslitum. Davíð Arnar Fjölmennasta hljómsveit tilraunanna að þessu sinni er Davíð Arnar úr Hafnarfirði, þrettán manna sveit. Hún hefur nafn sitt frá píanóleik- aranum Davíð Arnar Sigurðssyni, en aðrir í sveitinni eru Anton Örn Árnason gítarleikari, Rúnar Steinn Rúnarsson trommuleikari, Egill Fabian Posocco túbuleikari, Guðmundur Hólm Kárason bassaleikari, Gígja Jónsdóttir fiðlu- leikari, Hlín Þórhallsdóttir hornleikari, Inga EldBorgir EldBorgir er ársgamall kvartett úr Reykjanesbæ. Sveitina skipa Hrói Ingólfsson trommuleikari, Konráð Sigurvinsson gítarleikari og söngvari, Jón Karl Halldórsson bassaleikari og Aron Jens Sturlusson gítarleikara og forsöngvari. Þeir eru allir fimmtán nema Aron sem er sextán, og leika melodískan metal. Fúx Frá Meðlimir Reykjavíkursveitarinnar Fúx Frá eru Sigurður Ingi Einarsson trommuleikari og söngvari, Magnús Ingvar Ágústsson bassaleikari, og Tómas Hrafn Ágústsson og Davíð Stefánsson gítarleikarar. Þeir eru á sextánda og sautjánda árinu og spila melodískt popprokk. Kynslóð625 Kynslóð625 frá Ólafsfirði tók einnig þátt í síðustu Músíktil- raunum. Sveitin kemur frá Ólafsfirði og er skipuð þeim Alex- ander Magnússyni trommuleikara, Atla Tómassyni gítarleik- ara, Helga Má Guðmundssyni gítarleikara, Hjalta A. Njálssyni bassaleikara, Jóni Má Ásbjörnssyni gítarleikara og Sonju Geirsdóttur hljómborðsleikara. Þau eru öll fimmtán nema Hjalti sem er fjórtán. Þess má geta að Sonja var valinn efni- legasti hljómborðsleikarinn á síðustu tilraunum. Loobyloo Reykvísku sveitina með skrýtna nafninu, Loobyloo, skipa Þórður Páll Pálsson gítarleikari og söngvari, Tómas Haraldsson bassaleikari, Ólafur Axel Kárason trommuleikari og Bergþór Frímann Sverrisson hljómborðs- og gítarleikari. Þeir eru ýmist fimmtán eða sextán ára og spila einhverskonar rokk að eigin sögn. Magnyl Úr Garðabænum kemur pön- krokktríóið Magnyl. Liðsmenn þess eru Ragnar Már Jónsson gítarleikari og söngvari, Guðjón Ragnarsson bassaleikari og söngvari og Helgi Einarsson trommuleikari. Ragnar er fimm- tán, en Guðjón og Helgi fjórtán. NoneSenze NoneSenze er úr Reykjavík, skipuð fimm fimmtán ára piltum. Þeir heita Matthías Ólafsson söngvari, Bergur Vilhjálmsson gítarleikari, Darri Snær Finnbogason bassaleikari, Leifur Daníel Sigurðsson gítarleikari og Aron Ingi trommuleikari, sem er reyndar úr Kópavogi. Þeir félagar hafa til þessa að- allega lagt áherslu á að spila lög sem gaman er að dansa við á böllum og nefna Bon Jovi, Leonard Cohen og Weezer sem áhrifavalda. NÓBÓ Hljómsveitin NÓBÓ kemur frá Höfn í Hornafirði og er skipuð þeim Óskari Haukssyni gítarleikara, Þorsteini Jó- hannssyni trommuleikara og Pálma Geir Sigurgeirssyni bassaleikara. Þeir Óskar og Þorsteinn eru fimmtán ára, en Pálmi fjórtán, en þeir félagar segjast kátir og hressir rokkarar. Burnin’ Crosses Kúrekarokktríóið Burnin’ Crosses er úr Grafarvoginum. Sveitina skipa Rúnar Þór Friðriksson trommuleikari, Stefán Örn Snæbjörnsson gítarleikari og ótilgreindur bassaleikari. Rún Sumarliðadóttir fiðluleikari, Rakel Þór- hallsdóttir sellóleikari, Róbert Steingrímsson trompetleikari, Rúnar Arnarson trompetleik- ari, Rúnar Steinn Rúnarsson trommu- og slag- verksleikari og Stefanía Svavarsdóttir söng- kona. Davíð Arnar semur öll lög og útsetur, en hann lýsir tónlistinni sem hrærigraut af indí, poppi, rokki, post-rokki, fönki með smá keim af suðrænni tónlist. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 37 músíktilraunir Í TILEFNI þess að í kvöld eru Músíktilraunir haldnar í 25. sinn verður opnuð sýn- ing í Loftkastalanum á ljós- myndum Bjargar Sveins- dóttur sem hún hefur tekið á Músíktilraunum í gegnum árin. Björg tók fyrst myndir á Músíktilraunum 1987 og hefur tekið myndir nánast öll tilraunakvöld upp frá því. Hún sýnir myndir frá 1987 til dagsins í dag, en myndunum verður varpað á vegg í anddyri Loftkast- alans. Björg hefur átt myndir í bókum, dagblöðum og tíma- ritum og einnig haldið þrjár einkasýningar á myndum sínum, í Reykjavík og Lundúnum, auk þess sem sýningin Humar eða frægð – Smekkleysa í 20 ár, sem sett hefur verið upp víða um heim, byggðist að stórum hluta á myndum hennar af tónlistarmönnum sem starfað hafa með Smekkleysu. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Skagarokk Þungarokksveitin Batterí af Akranesi tók þátt í Músíktilraunum 1989 og komst í úrslit en ekki lengra. 20 ár af Músíktilraunamyndum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.