Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 41
Olsen-bræður og
ICY í Höllinni
Morgunblaðið/Golli
Olsen Olsen Bræðurnir Jørgen og
Niels Olsen hafa áður heimsótt Ís-
land, þegar þeir spiluðu á Broad-
way fyrir fullu húsi árið 2001.
ÞAÐ MÁ með sanni segja að þema
kvöldsins hafi verið tekið alla leið á
árshátíð Kaupþings sem fram fór á
laugardagskvöldið. Þemað var Evró-
visjón og kom hver Evróvisjón-farinn
á fætur öðrum fram og skemmti þeim
tæplega 2.000 manns sem sam-
ankomnir voru í Laugardalshöllinni.
Fyrstur á svið steig sjálfur Eiki
Hauks – rauðhærður að því er gest-
um sýndist – og tók „Valentine Lost“
við mikinn fögnuð viðstaddra. Selma
var næst á sviðið og söng „If I had yo-
ur love“ en síðar um kvöldið flutti hún
svo að sjálfsögðu „All Out of Luck“.
Páll Óskar kom næstur með „Minn
hinsti dans“.
Allt brjálað
Það varð svo uppi fótur og fit þegar
sjálfir Olsen-bræður mættu með sig-
urlag sitt frá 2000, „Fly on the Wings
of Love“, sem þeir tóku einnig í
dönsku útgáfunni ásamt því að syngja
nokkur önnur lög.
Það ætlaði hins vegar fyrst allt um
koll að keyra þegar ICY-tríóið, með
þeim Eiríki Haukssyni, Pálma Gunn-
arssyni og Helgu Möller, flutti hinn
eina sanna „Gleðibanka“ frá 1986. Var
mál manna að Eiki Hauks væri ekki
sá eini af þremenningunum sem ætti
erindi í keppnina eftir öll þessi ár.
Margfaldir Evróvisjón-kynnar,
Sigmar Guðmundsson og Logi Berg-
mann Eiðsson, kynntu atriði kvölds-
ins til sögunnar og Páll Óskar spilaði
Evróvisjón-lög fram eftir nóttu.
Morgunblaðið/Eggert
Eiríkur rauði Sjónarvottum til mik-
illar ánægju skartaði Eiki Hauks
rauðum lokkum á ný.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Listamaður Hörður er vísnaskáld,
leikstjóri og baráttumaður fyrir
réttindum samkynhneigðra.
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
TÓNLISTARMAÐURINN og leik-
stjórinn Hörður Torfason vinnur nú
að ævisögu sinni ásamt rithöfund-
inum Ævari Erni Jósepssyni. Ljóst er
að margir gleðjast við þessi tíðindi en
Hörður á um margt merkilegan feril
að baki, sem tónlistarmaður, leik-
stjóri og baráttumaður fyrir mann-
réttindum samkynhneigðra.
„Þetta er mjög skrítið. Það kemur
ýmislegt upp þegar maður hverfur
svona aftur í tímann,“ svarar Hörður
aðspurður hvernig sé að horfa svona
staðfast um öxl. „Það hefur eðlilega
margt gerst á nærri 40 árum og það
er merkileg tilfinning að setjast niður
og segja frá sjálfum sér og því sem
maður hefur verið að vinna að í öll
þessi ár.“
Hörður hófst handa við heim-
ildasöfnun á síðasta ári. „Mér til mik-
illar undrunar er heilmargt fólk sem
man mikið. Sjálfur hef ég ekki hirt
um að halda heimildum til haga. Mað-
ur er ekki að hugsa mikið um sjálfan
sig þegar maður hefur einfaldlega
verið að vinna sína vinnu,“ útskýrir
hann og auglýsir eftir ljósmyndum,
vatnslitamyndum, ljóðum og lögum
eftir sig sem fólk kann að luma á.
Ævar miskunnarlaus
Það var ákvörðun Harðar að fá Æv-
ar Örn til samstarfs. „Hann er góður
rithöfundur og hefur fylgst vel með
því sem ég hef verið að gera í gegnum
tíðina. Hann er mjög athugull,
skemmtilegur og ekkert að hlífa mér,
enda væri ekkert gaman að þessu ef
maður fengi bara að mala um sjálfan
sig. Þá færi maður bara þessa mann-
legu leið, að segja hvað maður sé góð-
ur. Það er ekki tilgangurinn. Það þarf
að hafa mann sem er svona miskunn-
arlaus.“
Þeir félagar hafa unnið hörðum
höndum síðan í febrúar en taka smá
hlé núna þar sem Hörður verður með
svo kallaða Kertaljóstónleika í stóra
sal Borgarleikhússins 2. apríl næst-
komandi. Þráðurinn verður svo tekin
aftur upp að þeim loknum en Hörður
treystir sér ekki til að fullyrða hvenær
bókin er væntanleg.
„Þegar byrjað var að ræða þetta
fyrir rúmu ári var afstaðan einfald-
lega: þegar hún er búin þá er hún bú-
in. En ég hef það nú á tilfinningunni
að henni ljúki í ár.“
Snertir allt þjóðfélagið
Að sögn Harðar mun ævisagan
snerta fleiri en hann. „Margt segir
mikið um mig sem einstakling og
listamann en annað snertir allt þjóðfé-
lagið. Ég er ekki að leggjast í sólbað,
það er ekki tilgangurinn með þessu.
Þetta verður meira í þeim anda sem
ég hef unnið, að fást við þjóðfélagið.
Ég hef alltaf litið á það sem mitt starf.
Hér áður fyrr, þegar ég kom í eitt-
hvert bæjarfélag þá fór allt á hvolf –
þegar homminn mætti. Það var eins
og maður væri bara eina eintakið í
veröldinni og áttunda undur verald-
arinnar. En þetta hefur breyst mikið,
sem betur fer... og svo kannski ekki,“
bætir hann hlæjandi við. „Nú er mað-
ur allt í einu kominn yfir í það að vera
„virtur listamaður“ og þá breytist
svolítið inntakið í því sem ég hef verið
að gera.“
Ævisaga Harðar Torfa skrásett
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MARS 2007 41
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
SMOKIN' ACES kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i.16.ára
BREAKING AND ENTERING kl. 5:50 B.i.12 .ára
THE BRIDGE TO TERABITHIA kl. 4 - 6 LEYFÐ
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:50 LEYFÐ
300 kl. 5:30 - 8 - 9:15 - 10:30 B.i.16.ára
300 VIP kl. 5:30 - 8 - 10:30
BLOOD & CHOCOLATE kl. 8 - 10:30 B.i.12 .ára
MUSIC & LYRICS kl. 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ
/ ÁLFABAKKA / AKUREYRI
300 kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
BLOOD & CHOCOLATE kl. 10 B.i. 12 ára
MUSIC & LYRICS kl. 6 - 8 LEYFÐ
/ KEFLAVÍK
300 kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
THE LAST KING OF... kl. 10 B.i. 16 ára
NUMBER 23 kl. 8 B.i. 12 ára
STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í BANDARÍKJUNUM
eeee
V.J.V.
RÓMANTÍSK GAMANMYND SEM FÆR
ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI
eee
H.J. - MBL
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
eee
VJV, TOPP5.IS
eee
SV, MBL
eee
S.V. - MBL eeee
VJV, TOPP5.IS
eeee
L.I.B. - TOPP5.IS
HEILSÍÐA í nýjasta tölublaði
spænsku útgáfu Rolling Stone tón-
listartímaritsinns er tileinkuð söng-
konunni Hafdísi Huld Þrastardóttur.
Stór mynd þekur reyndar bróð-
urpart síðunnar (myndin hér að of-
an) en þrátt fyrir stuttan texta nær
skríbentinn Dario Vico að hlaða Haf-
dísi og tónlist hennar hástemmdu
lofi.
„Hin nýja Björk“ er fyrirsögn
greinarinnar, undirfyrirsögnin sú að
Íslendingurinn Hafdís Huld sé nýj-
asta „lostætið“ í evrópsku poppi.
Vico fullyrðir að Hafdís eigi ým-
islegt annað en íslenskt vegabréf
sameiginlegt með Björk, t.d. „þenn-
an gáskafulla súrrealisma“, sem ein-
kenni reyndar frekar tónlist Syk-
urmolanna en sólóferil „álfkonunnar
fallegu“, og þennan „lokkandi ynd-
isþokka“ sem sé hvorki nútímalegur
né klassískur heldur einfaldlega
kvenlegur.
Og Vico er ekkert að skafa utan af
því. Eftir að hafa hlustað og horft á
myndbönd Hafdísar er niðurstaðan
einföld: „Þessi stúlka er með það sem
þarf.“
Hafdís á Spáni
Sólóplata Hafdísar, Dirty Paper
Cup, kom út á Spáni í lok janúar á
vegum franska fyrirtækisinns Ocean
music. Í tilefni útgáfunnar fór hún
ásamt hljómsveit í vikulanga tón-
leika- og kynningarferð sem stóð
fram í byrjun mars.
Næstu tónleikar Hafdísar verða í
The Me-klúbbnum í London 28. mars.
Lostæti Blaðamaður hins spænska Rolling Stone er yfir sig hrifinn af Haf-
dísi Huld og segir hana nýjasta lostætið í evrópsku poppi.
Hafdís Huld hin nýja Björk
„EF ÞAÐ er til íslensk útgáfa af
Simon Cowell þá er það Einar
Bárðarson.“
Þannig hefst umfjöllun um ten-
órinn Garðar Thór Cortes sem birt-
ist á vefsíðu breska dagblaðsins
Daily Telegraph á laugardaginn.
Tilefni greinarinnar er að geisla-
diskur með söng Garðars, sem ber
einfaldlega heitið Cortes, verður
gefinn út í Bretlandi þann 26. mars
næstkomandi.
Þó nokkrum orðum er vikið að
Einari Bárðarsyni í upphafi grein-
arinnar, markaðsmanninnum á bak
við útgáfuna og Nylon-flokkinn.
„Og nú er Bárðarson í þann veginn
að herja á Bretland með nýjasta
verkefnið sitt, íslenska tenórinn
Garðar Thór Cortes,“ segir blaða-
maður Daily Telegraph og vindur
sér að því mæltu í að fjalla um
Garðar.
„Þetta er fjári erfitt!“
Stiklað er á stóru í ferli Garðars
og gerir blaðamaðurinn sér skilj-
anlega mat úr tónelskri fjölskyldu
Garðars: systkinum, móður og ekki
síst föður og nafna söngvarans.
Garðar segir meðal annars að hann
hafi á sínum tíma haft hug á að
leggja fyrir sig leiklistina. Söng-
urinn hafi hins vegar orðið ofan á
þrátt fyrir að faðir hans hafi varað
hann við því að líf söngvarans væri
enginn dans á rósum.
„Þegar horft er til baka sér mað-
ur að hann hafði á réttu að standa.
Þetta er fjári erfitt! Þú afsakar orð-
bragðið,“ er haft eftir Garðari að
lokum.
Garðar Thór
í Telegraph
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Tenór Í viðtalinu kemur fram að
Garðar hafi leikið í sjónvarpsþátt-
unum um Nonna og Manna.
Einar Bárðar
sagður íslenskur
Simon Cowell