Morgunblaðið - 19.03.2007, Qupperneq 44
MÁNUDAGUR 19. MARS 78. DAGUR ÁRSINS 2007
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Óveður og snjóflóð
Það var ekki vor á Íslandi í gær.
Vegum var lokað víða um landið,
tugir bíla festust og starfsmaður
Vegagerðarinnar lenti í snjóflóði.
» Forsíða
Skellt í lás á Alþingi
Þingmenn gengu út í kosningavorið í
fyrrinótt. 114 frumvörp urðu að lög-
um þetta árið og 29 þingsályktanir
samþykktar. 13 þingmenn hafa nú
ákveðið að hætta afskiptum af
stjórnmálum. » 10
Brotin fyrnast nú ekki
Kynferðisbrotakafla almennra
hegningarlaga hefur verið breytt
mikið og m.a. eru kynferðisbrot
gegn börnum orðin ófyrnanleg.
Ágúst Ólafur Ágústsson fagnar, en
hann hefur barist fyrir þessu. » 2
Alcan-málið óklárað
Frumvarp um að Alcan á Íslandi
gangi inn í almenna skattkerfið var
eitt af þeim málum sem stóðu út af
hjá fráfarandi Alþingi. » Forsíða
Grátt eða grænt Ísland
Framtíðarlandið býður ráðamönn-
um jafnt og íslensku þjóðinni að
staðfesta sáttmála um framtíð-
arlandið Ísland. » 6
Finnsk þungamiðja
Miðjuflokkur Matti Vanhanen, for-
sætisráðherra Finna, vann nauman
sigur í þingkosningum í Finnlandi.
Kosningabaráttan þótti fremur
daufleg í ár. » 14
Hærra fasteignaverð
Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs á
höfuðborgarsvæðinu er nú um 5% og
hækkaði það um 0,3% í febrúar.
Kaupþing segir húsnæðisverð á
landsbyggðinni líka hafa hækkað.
» 13
SKOÐANIR»
Ljósvakinn: Spennan magnast
Staksteinar: Slúður formannsins
Forystugreinar: Réttur heyrnar-
lausra og bót í kynferðisbrotamálum
UMRÆÐAN»
Rokkið lifir á X-inu
Slúður í Mogga
Mun evrusvæðið liðast í sundur?
Laugardalurinn
Kaffihúsið hjá Eymundsson
Bráðum fer að vora
Að hengja bakara fyrir smið
Sérbýli lækkar að raungildi
FASTEIGNABLAÐIÐ »
Heitast 0 °C | Kaldast -10 °C
Norðan 10–15
metrar á sekúndu og
él með austurströnd-
inni, annars mun hæg-
ari og bjartviðri. » 8
Músíktilraunir hefj-
ast í kvöld í tutt-
ugasta og fimmta
skiptið er tíu sveitir
keppa um sæti í úr-
slitum. » 37
TÓNLIST»
Tilrauna-
mennska
LEIKLIST»
Gagnrýnandi er hrifinn
af Draumalandinu. » 38
Það var mikil stemn-
ing þegar Reykja-
vík! og Bang Gang
spiluðu á tónlistar-
hátíðinni South by
South West. » 36
TÓNLIST»
Stútfullt og
stuðið mikið
FÓLK»
Börn stjarnanna bera
mörg skrítin nöfn. » 38
FÓLK»
ICY og Olsen-bræður
spiluðu í Höllinni. »41
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
Eftir Gísla Árnason og Önnu Pálu Sverrisdóttur
SÁTTMÁLI um framtíð Íslands var kynntur af
forsvarsmönnum Framtíðarlandsins í Þjóðmenn-
ingarhúsinu í gær. Ráðamönnum og öðrum er boð-
ið að skrifa undir sáttmálann „grátt eða grænt“.
Andri Snær Magnason og María Ellingsen
kynntu verkefnið og meðal þess sem Andri Snær
sagði var að ein kynslóð væri að taka risavaxnar
ákvarðanir á gríðarlegum hraða. Eitt af því sem
sáttmálinn byggist á er að áætlanir um náttúru-
vernd séu lögfestar áður en nokkuð verði frekar
aðhafst í orkuvinnslu.
Framtíðarlandsfólk segir að virkja þurfi sem
nemur orku frá þremur Kárahnjúkavirkjunum á
25–30 nýjum svæðum á Íslandi, gangi núverandi
áætlanir um stóriðju eftir.
Reynt að gera þingmennina græna
Um ellefuleytið í gærkvöldi höfðu tæplega 600
manns skrifað undir sáttmálann á framtidarland-
id.is, m.a. nokkrir þingmenn. „Ég vil að komandi
kynslóðir hafi sömu tækifæri og mín kynslóð,“
skrifar Sigurrós Jónsdóttir sem er ein þeirra sem
þegar hafa undirritað.
Á síðu Framtíðarlandsins er auk þess hægt að
„gera þingmann grænan“ og fær þá viðkomandi
skilaboð með áskorun um að skrifa undir.
Bjóða stjórnmálamönnum | 6
Frekar grænt en grátt
Framtíðarlandið býður almenningi og ráðamönnum að skrifa undir sáttmála
um framtíð Íslands Vigdís Finnbogadóttir er verndari verkefnisins
Morgunblaðið/Sverrir
Áskorendur Framtíðarlandsfólk hélt blaða-
mannafund í gær til að kynna sáttmálann.
ÞEGAR Alex Rafn, sjö ára, fór á
sjóinn með Guðlaugi Rafnssyni
pabba sínum um daginn, þá var sól
um alla jörð, eða svona næstum því.
Alex segir að sólin hafi í það
minnsta skinið skært og öldurnar,
sem hann segist ekki vitund hrædd-
ur við, aðeins verið litlar.
„Ég fór fyrst á sjóinn með pabba
þegar ég var þriggja ára,“ segir
Alex, en hann er í fyrsta bekk í
grunnskólanum á Hellissandi á
Snæfellsnesi. Alex þekkir flesta
fiska með nafni, enda duglegur að
fara á sjóinn, en viðurkennir að það
hafi verið nokkuð strembið að lofta
stóru golþorskunum sem hann og
pabbi hans veiddu í fengsælli veiði-
ferð nýverið. Þorskarnir geti verið
mjög þungir og eigi það til að
sprikla svo erfitt getur verið að ná
á þeim taki.
„Neibb, ég er ekkert hræddur á
sjónum og alls ekkert hræddur við
að detta í sjóinn,“ segir Alex. Hann
segist þó þurfa að passa sig vel. Og
veit nákvæmlega hvert hlutverk
hans er um borð í Katrínu SH 575:
„Ég tek fiskana og hendi þeim ofan
í karið.“
Pabbi hans segir að það fiskist
alltaf vel þegar Alex fer með á sjó-
inn og því má segja að hann sé
nokkurs konar lukkudýr um borð,
þó hann kalli sig nú sjálfur frekar
háseta.
Golþorskarnir sem Alex veiddi
voru um 30 kíló hvor, álíka þungir
og hann sjálfur! „Það getur verið
svolítið erfitt að lyfta þeim þegar
þeir eru svona stórir,“ viðurkennir
hann. „Þeir ná mér alveg upp að
hálsi!“
En ætlar Alex að verða sjómaður
þegar hann verður stór? „Ég ætla
að verða lögga,“ segir hann ákveð-
inn, en bætir við að hugsanlega fari
hann í nokkra róðra inn á milli.
„Stundum bragðast þeir vel“
Ljósmynd/Guðlaugur Rafnsson
HINN ungi fiðlu-
leikari Elfa Rún
Kristinsdóttir
fékk verðlaun úr
evrópska menn-
ingarsjóðnum
Pro Europa sem
veitt eru ungu og
efnilegu tónlistar-
fólki í álfunni.
Margir frægir
fiðluleikarar hafa
áður hlotið verðlaunin, s.s. Anne-
Sophie Mutter, Nikolaj Znaider og
Julia Fischer. Elfa Rún var nýlega
valin „bjartasta vonin“ við afhend-
ingu íslensku tónlistarverðlaunanna.
Elfa Rún hlýt-
ur verðlaun
Elfa Rún
Kristinsdóttir
FIMM bræður voru samtímis inni á
vellinum í blakliði Stjörnunnar sem
fagnaði sigri í bikarkeppninni í í gær
gegn ÍS. Vignir Hlöðversson, einn af
bræðrunum fimm, segir að aðeins
vanti elsta bróðurinn með þeim inn á
völlinn. Og er það næsta markmið
þeirra bræðra. Stóra vandamálið er
að sá elsti, Ólafur Ómar, hefur aldrei
æft né spilað blak. | Íþróttir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bræður keppa
saman í blaki
♦♦♦