Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson,
bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson,
Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÉG er ótrúlega heppin að hafa komist lifandi frá
slysinu en mér skilst að þetta hafi staðið tæpt um
tíma,“ segir Vicki Smith sem lenti í alvarlegu um-
ferðarslysi 4. mars sl., aðeins ellefu dögum eftir að
hún fluttist búferlum frá Skotlandi til Íslands. Hún
var í bíl ásamt fimmtán ára dóttur sinni, Courtney
Jaffrey, á ferð um Suðurland skammt frá Hvols-
velli þegar bíll hennar er talinn hafa farið yfir á öf-
ugan vegarhelming en þar lenti hann í árekstri við
sjúkrabíl sem kom á móti. Beita þurfti klippum til
að koma Vicki Smith úr bílflakinu og var hún flutt
með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann
þar sem hún hefur dvalið síðan.
Vicki Smith slasaðist alvarlega í árekstrinum en
dóttir hennar slapp nánast ómeidd, fyrir utan hið
sálræna áfall sem eðlilega fylgir svona alvarlegu
slysi. „Ég hef mestar áhyggjur af dóttur minni og
vona að hún fái áfallahjálp til að takast á við þetta,
því hún fékk eðlilega mikið sjokk þegar hún þurfti
að horfa upp á mig svona mikið slasaða,“ segir
Vicki, sem er illa mjaðmagrindarbrotin, marg-
brotin á báðum fótum með þeim afleiðingum að
hún hlaut taugaskaða, brotin á hægri handlegg og
braut fimm rifbein.
Þetta er algjört áfall
„Það eina sem er óbrotið er vinstri handlegg-
urinn,“ segir Vicki, sem var strax við komuna á
spítalann send í aðgerð þar sem brotin bein í fót-
leggjum og mjöðm voru negld. Stuttu síðar féll
annað lunga hennar saman og þurfti Vicki að vera í
öndunarvél í níu daga. Aðspurð segist hún munu
dvelja á spítalanum í einhverjar vikur til viðbótar.
Þegar hún verður útskrifuð fer hún á endurhæf-
ingardeild spítalans við Grensás og er ljóst að
hennar bíður margra mánaða endurhæfing áður
en hún getur farið að vinna aftur.
Spurð um slysið segist Vicki muna ágætlega eft-
ir sumu þótt aðrir hlutir séu í móðu. „Við dóttir
mín vorum í sunnudagsbíltúr í því skyni að skoða
nýju heimkynnin okkar betur. Við vorum búnar að
aka um allan daginn. Ég einbeitti mér allan tímann
að því að passa upp á að halda mig hægra megin á
veginum,“ segir Vicki, en í heimalandi hennar er
vinstri umferð.
„Ég man alls ekki eftir því að hafa farið yfir á
rangan vegarhelming,“ segir Vicki og tekur fram
að hún muni hins vegar aldrei gleyma högginu sem
varð við áreksturinn. „Ég man næst eftir mér í
bílnum þar sem þurfti að beita klippum til að koma
mér út en ég man ekkert eftir flugferðinni og
óljóst eftir veru minni á gjörgæslu,“ segir Vicki og
tekur fram að hún sé alveg miður sín yfir slysinu.
„Ég hreinlega trúi ekki að þetta hafi gerst. Þetta
er algjört áfall. Ég hef aldrei áður lent í neinum
vandræðum í umferðinni og er ég þó búin að keyra
í meira en 25 ár,“ segir Vicki og tekur fram að
verst þyki sér að hafa lent í árekstri við sjúkrabíl.
Aðspurð segist Vicki sannfærð um að vakað hafi
verið yfir sér. „Ég er alveg viss um að mamma hef-
ur vakað yfir mér. Hún lést fyrir nokkrum árum
en hún var alla tíð afar hugrökk og sterk kona. Ég
trúi því að hún hafi veitt mér styrk,“ segir Vicki og
tekur fram að hún telji að allir búi yfir nauðsyn-
legum styrk þegar á reyni við alvarleg áföll í lífinu.
En hvernig sér hún framtíðina fyrir sér? „Ég er
staðráðin í að fara að vinna um leið og ég hef heilsu
til þess, því ég þarf að geta séð dóttur minni og
mér farborða. Stundum hvarflar að mér hvort ég
hafi gert rétt í því að flytjast með dóttur mína milli
landa en ég er sannfærð um að ég sé að gera rétt
og þetta verði okkur fyrir bestu,“ segir Vicki sem
hafði ráðgert að læra íslensku ásamt dóttur sinni
með því að sækja námskeið í kvöldskóla. Það verði
hins vegar að bíða betri tíma.
Heillaðist af Íslandi
En af hverju valdi Vicki að setjast að á Íslandi?
„Ég taldi mig geta boðið dóttur minni betra líf og
öruggara umhverfi hér á landi. Í Aberdeen, þar
sem við bjuggum, fer glæpum sífellt fjölgandi og
ég hafði stöðugar áhyggjur af dóttur minni í því
umhverfi,“ segir Vicki sem þekkir býsna vel til Ís-
lands og hefur heimsótt það nokkrum sinnum á sl.
árum. Ástæðan er sú, að yngri bróðir hennar,
Scott Smith, hefur sl. níu ár búið og starfað á
Hellu, þar sem hann býr með íslenskri konu. „Ég
heillaðist fljótt af landinu, enda er þetta yndislega
fallegt land. Auk þess sem öryggið er meira hér og
glæpatíðnin mun lægri.
Við systkinin höfum alltaf verið mjög náin. Scott
hjálpaði mér að útvega mér íbúð og vinnu á Hellu
og ég var nýbyrjuð að vinna hjá Reykjagarði við
pökkun kjúklinga þegar slysið átti sér stað,“ segir
Vicki og tekur fram að hún hafi þurft að segja upp
íbúðinni þar sem hún geti ekki staðið straum af
leigunni meðan hún hafi engar tekjur. Sökum
þessa dvelur dóttir hennar um þessar mundir hjá
móðurbróður sínum og konu hans. „Við Courtney
tölumst við daglega og erum afar nánar. Ég
hlakka til að komast aftur heim á Hellu og geta
verið til staðar fyrir hana. Ef eitthvað er, þá hefur
slysið gert mér enn betur ljóst, að hér á Íslandi vil
ég dvelja til frambúðar,“ segir Vicki og tekur fram,
að hún sé starfsfólki Landspítalans ævarandi
þakklát fyrir hlýhug þess og framúrskarandi
vinnu.
Lánsöm að vera á lífi
Morgunblaðið/RAX
Á Íslandi vil ég vera Vicki Smith segist lengi hafa verið heilluð af Íslandi og hún telur sig geta boðið
dóttur sinni upp á öruggara umhverfi hér en það, sem hún hefur vanist í Aberdeen.
Vicki Smith lenti í alvarlegu bílslysi aðeins 11 dögum eftir að hún fluttist bú-
ferlum til Íslands Hún vonast til þess að geta farið að vinna aftur sem fyrst
» „Ég er alveg viss um að
mamma hefur vakað yfir
mér. Hún var alla tíð afar hug-
rökk og sterk kona. Ég trúi því
að hún hafi veitt mér styrk.“
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
LÖGREGLAN á Hvolsvelli hyggst í
samstarfi við Flugbjörgunarsveitina
á Hellu og Landhelgisgæsluna stór-
efla eftirlit sitt á þeim hluta hálend-
isins sem tilheyrir umdæmi hennar.
Er þar m.a. um að ræða Laugaveg,
Fjallabaksleiðir, Veiðivötn, Sprengi-
sand og Landmannalaugar.
Í samtali við Svein K. Rúnarsson,
yfirlögregluþjón á Hvolsvelli, segir
hann síaukinn fjölda ferðamanna á
hálendinu allt árið um kring, hvort
heldur er fótgangandi eða akandi,
kalla á aukið eftirlit til frambúðar, en
mörg þúsund manns leggja leið sína
inn á svæðið á ári hverju.
„Því miður er töluvert um ölvun-
arakstur á hálendinu, sem hefur haft
í för með sér alvarleg slys,“ segir
Sveinn og tekur fram að ölvunar-
akstur sé ekki síður hættulegur á há-
lendinu í grennd við t.d. sprungu-
svæði og vötn en á þjóðvegum
landsins. Að sögn Sveins er einnig
ástæða til þess að hafa aukið eftirlit
með utanvegaakstri sem og búnaði
hálendisfara. Aðspurður segir hann
ráðgert að vera með um fimm manna
teymi í eftirlitinu hverju sinni. Ann-
ars vegar munu lögreglumenn taka
þátt í flugi yfir hálendinu í þyrlu
Landhelgisgæslunnar og hins vegar
munu lögreglumenn ásamt björgun-
arsveitarmönnum fara akandi í eft-
irlitsferðir inn á hálendið. Bendir
Sveinn á að lögreglan hafi aukið eft-
irlit sitt með þessum hætti um síð-
ustu páska með góðum árangri og
því hafi þótt ástæða til að endurtaka
leikinn, en eftirlitið hefst strax í dag,
skírdag. Tekur Sveinn fram að aukið
eftirlit nú sé hins vegar hugsað til
frambúðar.
Ölvunarakstur á hálendi
Töluvert er um ölvunarakstur á hálendinu Lögreglan
hyggst stórefla eftirlit sitt á svæðinu nú um páskana
Í HNOTSKURN
»Flugbjörgunarsveitin áHellu hefur útbúið einn
björgunarbíla sinna sem
fullbúinn sjúkrabíl og verður
hann á ferð um hálendið nú
um páskana. Með í för verður
hjúkrunarfræðingur.
»Markmiðið með auknu eft-irliti lögreglunnar á há-
lendinu er að fækka alvar-
legum slysum þar.
»Á ári hverju verður a.m.k.eitt dauðaslys á þeim hluta
hálendisins sem tilheyrir lög-
reglunni á Hvolsvelli.
»Lögreglan vill ekki sístkoma í veg fyrir ölvunar-
akstur á hálendinu.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
GÖTUSMIÐJUNNI stendur til boða
að flytja inn í húsnæðið á Efri-Brú
þar sem Byrgið var áður. Þetta til-
kynnti Magnús
Stefánsson félags-
málaráðherra
Götusmiðjunni í
gær. Á vegum
Götusmiðjunnar
er rekin meðferð
fyrir fíkniefna-
neytendur og hef-
ur starfsemin að
undanförnu verið í
húsnæði í Gunn-
arsholti sem orðið var lélegt. Treysti
Götusmiðjan sér ekki lengur til að
vera þar og hefur óskað úrbóta af
hálfu félagsmálaráðuneytisins frá því
í júní 2006.
Ráðuneytið kemur að málefnum
Götusmiðjunnar í gegnum samning
við Barnaverndarstofu.
Mikill munur á aðkomu ráðu-
neytisins vegna Byrgisins og
Götusmiðjunnar
Að sögn Magnúsar Stefánssonar
er mikill munur á aðkomu ráðuneyt-
isins annars vegar gagnvart Götu-
smiðjunni og hins vegar Byrginu á
sínum tíma. „Barnaverndarstofa er
með samning við Götusmiðjuna um
tiltekna þjónustu, en það var ekki um
slíkt [samning] að ræða varðandi
Byrgið, heldur eingöngu fjárstyrk.
Samkvæmt samningnum fylgist
Barnaverndarstofa með starfsemi
Götusmiðjunnar og Ríkisendurskoð-
un hefur einnig haft eftirlit með
henni. Á síðasta ári gerði stofnunin
úttekt á Götusmiðjunni og gaf henni
mjög góða einkunn,“ segir Magnús.
Eftir páska munu ráðuneytismenn
setjast niður með Götusmiðjunni og
ganga frá nánari atriðum varðandi
ráðstöfunina. Magnús segir að af-
skipti ráðuneytisins af Götusmiðjunni
muni verða á sömu lund og verið hef-
ur, þ.e. í gegnum Barnaverndarstofu.
„Ég er ánægður með að geta leyst
úr málum Götusmiðjunnar, og tel
starfsemi hennar mjög mikilvæga,
enda hefur hún sýnt það,“ segir
Magnús.
Götu-
smiðjan á
Efri-Brú
Barnaverndar-
stofa með eftirlitið
Magnús Stefánsson
Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás
Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur
Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður
Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður
www.lyfja.is - Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
36
81
2
03
/0
7
FÁÐU REYKLAUSA BÓK
Í NÆSTU VERSLUN
LYFJU
BETRI LEIÐTIL
AÐ HÆTTA
FRÍ BÓK