Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
STYRKUR TIL
TÓNLISTARNÁMS
Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu
ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis
á næsta skólaári 2007-2008.
Veittur er styrkur að upphæð kr. 600 000.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og
framtíðaráform, sendist fyrir 1. júní nk.
til formanns sjóðsins:
Arnar Jóhannssonar,
pósthólf 8620,
128 Reykjavík.
Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna
verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda.
Ásmundarsafn lætur lítið yfirsér en þó er þar að jafnaðiskipt um sýningar. Nú hefur
verið sett upp sýningin Lögun lín-
unnar þar sem Yean Fee Quay, sýn-
ingarstjóri hjá Listasafni Reykja-
víkur, velur verkin. Hún hefur valið
óhlutbundin verk Ásmundar gerð
eftir 1945, verk úr járni og gleri og
höggmyndir Ásmundar sem byggj-
ast á mjúkum formum, oft á tíðum
tengdum mannslíkamanum og
hreyfingu hans eða náttúrunni.
Ásmundur var fæddur 1893 og
lést 1982. Í viðtölum við listamann-
inn er þó eins og hann hafi ekki að-
eins upplifað allar helstu breyt-
ingar og framfarir hjá íslensku
þjóðinni á sinni eigin ævi, heldur er
einna líkast því að hann hafi lifað
jafn lengi og þjóðin sjálf. Honum
varð tíðrætt um landnámsmennina
og trúskiptin yfir í kristni, hinir
gömlu guðir voru honum jafnan
hugleiknir. Hann var líka einn af
forvígismönnum óhlutbundnu list-
arinnar, fór til Parísar eftir nám
sitt í Svíþjóð og drakk þar í sig tíð-
arandann, kúbismann og ab-
straktið. Í list hans sameinast far-
sællega andstæður borgar og
sveitar, rætur hans voru sterkar en
hann var ávallt opinn fyrir nýj-
unum og mikill talsmaður þess að
listin fylgdi tækninni. Hann
hneykslaðist á fólki sem kom til
hans á nýtísku bílum, bjó í húsum
hönnuðum eftir nýjustu tísku en
vildi síðan ekkert nema áratuga
gamla list. Ætli margir listamann
kannist ekki við þetta hugarfar enn
í dag.
Yean Fee Quay nálgast list hans
fyrst og fremst á formrænan máta
en á texta í sýningarskrá má sjá að
hún hefur heillast af formum fjalla
eins og listamaðurinn gerði sjálfur
en hann hefur sagt frá því hvernig
hann upplifði sterkt form fjalla og
dala og þeirri skoðun sinni að form-
tilfinning sé sterkari hjá fólki sem
alið er upp við fjalllendi. Yean Fee
segir í sýningarskrá frá upplifun
sinni þegar hún eitt augnablik sá
form Vatnsberans bera við himinn,
rétt eins og form fjalls. Það eru því
línan og formið sem eru allsráðandi
á þessari sýningu á verkum Ás-
mundar, en í viðtölum lagði hann
ítrekað áherslu á það hvernig þess-
ir þættir voru ráðandi í sköpun
listaverka hans.
Ásmundi voru þjóðsögur og
sagnir í blóð bornar og vann hann
gjarnan út frá þeim. Teikningasýn-
ing sú sem Ólöf Sigurðardóttir,
einnig sýningarstjóri hjá Listasafni
Reykjavíkur, hefur sett upp í Ás-
mundarsafni er því í anda meist-
arans og hefði hann án efa haft
gaman af. Tólf okkar fremstu
myndskreyta sem öll eru þekkt fyr-
ir myndverk sín hafa hér gert
myndir við þjóðsögur úr munnlegri
geymd, valdar úr hljóðritum í þjóð-
fræðasafni Árnastofnunar. Hljóð-
ritunin er aðgengileg með símtali
og eykur það á nálægð sagnanna að
heyra rödd þess sem segir söguna
eins og viðkomandi hefur lagt hana
á minnið. Textinn er einnig sýni-
legur og vel við hæfi að halda hér
frásögninni orðréttri, fæstir hlusta
líklega á allar sögurnar.
Ásmundarsafn er jafnan
skemmtilegt heim að sækja, berg-
málið uppi í kúlunni skemmtir allri
fjölskyldunni, fígúrur Ásmundar
eru aðgengilegar öllum og högg-
myndagarður hans ekki síður, nú
lífga sögur og teikningar enn frek-
ar upp á heimsóknina.
Þar sem allt
er ein heild
»Hann hneykslaðist áfólki sem kom til
hans á nýtísku bílum,
bjó í húsum hönnuðum
eftir nýjustu tísku en
vildi síðan ekkert nema
áratuga gamla list.
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
Ásmundarsafn Skemmtilegt heim
að sækja og bergmálið uppi í kúl-
unni skemmtir allri fjölskyldunni.
ragnahoh@simnet.is
AF LISTUM
Ragna Sigurðardóttir
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
ÁSTIR, svik, afbrýðisemi og morð;
allt er þetta til staðar í óperunni Ca-
valleria Rusticana, sem verður
frumsýnd í Íslenzku óperunni á ann-
an í páskum. Þetta er samstarfs-
verkefni óperunnar og Óperukórs
Hafnarfjarðar og í fyrsta skipti sem
kórinn ræðst í sviðsetningu á óperu.
Elín Ósk Óskarsdóttir, stofnandi og
stjórnandi kórsins, syngur aðalkven-
hlutverkið í óperunni, en aðrir ein-
söngvarar eru Jóhann Friðgeir
Valdimarsson, Ólafur Kjartan Sig-
urðarson, Hörn Hrafnsdóttir og
Þórunn Stefánsdóttir. Yfir 60 manns
syngja í kórnum og 40 leika í hljóm-
sveit Íslenzku óperunnar. Hljóm-
sveitarstjóri er Kurt Kopecky og
leikstjóri Ingólfur Níels Árnason,
sem hefur einnig umsjón með sviðs-
mynd og búningum, en Jóhann
Bjarni Pálmarsson hannar lýsingu.
Óperan, sem er í einum þætti, er
sungin á ítölsku en íslenzkum texta í
þýðingu Önnu Hinriksdóttur er
varpað á tjald.
Fyrsta óperan
og sú frægasta
Cavalleria Rusticana er fyrsta
óperan sem Pietro Mascagni samdi;
1890, og hans þekktasta og vinsæl-
asta, þótt hann semdi 15 aðrar.
Óperan byggir á smásögu eftir sikil-
eyska rithöfundinn Giovanni Verga.
Hún gerist á páskadag og segir frá
Turiddo, sem er ótrúr Santuzza unn-
ustu sinni, því hann ber enn heitar
tilfinningar til fyrrverandi heitmeyj-
ar sinnar, Lolu, sem nú er gift Alfio.
Ekta jarðvegur fyrir tilfinningaríka
óperu! Í afbrýði segir Santuzza Alfio
frá ótryggð eiginkonu hans. Alfio
skorar Turiddo umsvifalaust á hólm
og fellir hann í einvíginu.
Flutt til heiðurs
konungshjónum
Tónlist úr Cavalleria Rusticana
hefur verið flutt við ýms tækifæri
hér á landi. Og í kvikmyndum hefur
hún líka heyrzt; þ. á m. Intermezzo í
Guðföðurnum III. En í heild var
óperan fyrst flutt hér á landi í Þjóð-
leikhúsinu; var jólasýning 1954. Þá
voru í einsöngshlutverkum Guðrún
Á. Símonar – María Markan söng
aðalkvenhlutverkið þrisvar sinnum,
Ketill Jensson, Guðmundur Jónsson,
Guðrún Þorsteinsdóttir og Þuríður
Pálsdóttir. Freysteinn Gunnarsson
íslenzkaði textann, Victor Urbancic
stjórnaði hljómsveitinni og leikstjóri
var Simon Edwardsen. Óperan var
flutt 22 sinnum, þar af tvisvar í út-
varpi. Sérsök hátíðarsýning var 11.
apríl 1956 vegna heimsóknar dönsku
konungshjónanna og var áhöfn
óbreytt frá fyrri sýningum.
Þrjátíu árum síðar var óperan aft-
ur flutt í Þjóðleikhúsinu og var sýnd
15 sinnum. Guðmundur Jónsson
hafði þá endurskoðað texta Frey-
steins Gunnarssonar. Stjórnandi var
Jean-Pierre Jacquillat og leikstjóri
Benedikt Árnason. Einsöngvarar
voru Ingveldur Hjaltested, Con-
stantin Zaharia, Maurice Stern og
Erlingur Vigfússon, sem skiptust á
um að syngja aðaltenórhlutverkið,
Halldór Vilhelmsson, Sólveig M.
Björling og Sigríður Ella Magn-
úsdóttir. Í september sama ár, dag-
ana 21.–28., var óperan æfð og sung-
in inn á hljómplötu, sem var tekin
upp í Háskólabíói og Háteigskirkju.
Þjóðleikhúskórinn stóð að þessu í til-
efni af 30 ára afmæli sínu.
ÓPERUKÓR Hafnarfjarðar var
stofnaður árið 2000 og hefur
stofnandinn; Elín Ósk Ósk-
arsdóttir, verið aðalkórstjóri hans.
Kjartan Ólafsson er aðstoðarkór-
stjóri og píanóleikari Peter Máté.
Félagar eru 70 talsins, þar á meðal
taka tvær fjölskyldur þátt í óp-
eruuppfærslunni nú og einnig eru
nokkur hjón og pör í kórnum. For-
maður kórsins er Björg Karítas
Jónsdóttir og verndari Þuríður
Pálsdóttir.
Kórinn hefur frá upphafi sér-
hæft sig í flutningi á óperu- og
Vínartónlist sem hann hefur flutt
samkvæmisklæddur bæði innan-
lands og utan, en einnig hefur kór-
inn íslenzka dagskrá á takteinum
og klæðast kórfélagar gjarnan ís-
lenzkum búningum við flutning
hennar.
Kórinn hefur gjarnan komið
fram með Elínu Ósk sem einsöngv-
ara, m.a. í maí 2006, þegar hún
hélt upp á 20 ára starfsafmæli sem
óperusöngkona. Kórinn hefur
komið fram bæði innanlands og er-
lendis; Gala-Vínarkvöld og jóla-
tónleikar í Hafnarborg og Víði-
staðakirkju eru fastir liðir á
dagskrá kórsins, en af tónleikum
erlendis má nefna flutning kórsins
og Fílharmóníuhljómsveitar Sofiu-
borgar á þekktum óperuverkum á
sviði Fílharmóníunnar þar í borg.
Cavalleria Rusticana er fyrsta
óperuuppfærsla kórsins á sviði.
Fjölskylduvænn kór
Cavalleria Rusticana frumsýnd í Óperunni á annan í páskum
Ástarharmleikur
páskadagsins
Gleði Það er létt yfir þessari stundu í Cavalleria rusticana.
Sorg En ástartreginn getur líka verið sár og þungur.
Morgunblaðið/Kristinn
Sagan Cavalleria rusticana gerist um páska í sveit.