Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 31             Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r Hálfur mánuður í Kína, mjög vel skipulögð ferð þar sem það sem Kína er frægust fyrir verður skoðað. Hér má nefna Terrakotta herinn, einn merkilegasta fornleifafund veraldar, siglingu á skemmtiferðaskipi um Yangtze fljót sem er þekkt fyrir gljúfrin þrjú og að sjálfsögðu Kínamúrinn. Helstu borgir Kína, Shanghai og Beijing sóttar heim. Hér gefst tækifæri til að kynnast bæði hinu þjóðlega Kína en einnig þeim ótrúlega miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum. Sagan er heillandi og menningin ólík okkar, við kynnumst hefðum og smökkum á þjóðlegum réttum. Verð 288.200 kr. á mann í tvíbýli...allt innifalið! Aukagjald fyrir einbýli er 55.540 kr. A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R N á n a r i u p p l ý s i n g a r í s í m a 5 7 0 2 7 9 0 e ð a w w w . b a e n d a f e r d i r . i s 27. september – 12. október Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir 6. – 20. september Fararstjóri: Magnús Björnsson ævintýraheimur ENDALAUS ORKA! Hin sívinsæla metsölubók loksins komin aftur! Yfir 200 bráðhollir ávaxta- og grænmetissafar sem bæta, grenna og kæta. Bók um holla lifnaðarhætti, fagurfræði og lífsgleði. ÞEIM fjölgar stöðugt sem vilja eyða fríinu sínu á óvenjulegum stöðum fjarri hefðbundnum ferðamanna- slóðum. Og samtök tileinkuð um- hverfismálum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni hafa verið dugleg að bregðast við þessara vaxandi þörf með því að auglýsa og aðstoða við skipulag umhverfisvænnar ferða- mennsku – og í leiðinni náð að auka sýnileika sinn og bæta fjárhagsstöðu eigin málstaðar. Samkvæmt upplýsingum frá sam- tökunum International Ecotourism Society heldur markaðurinn fyrir umhverfisvæna ferðamennsku áfram að vaxa. Árið 2004 óx um- hverfis- og náttúruvæn ferða- mennska þrefalt hraðar en ferðaiðn- aðurinn í heild. Vinsældir þessarar gerðar ferðamennsku vaxa raunar svo hratt að Sameinuðu þjóðirnar sáu ástæðu til að halda sérstaka ráð- stefnu tileinkaða vistvænni ferða- mennsku og tileinka árið 2002 þess- um málstað. Sem frekara dæmi um vinsældir umhverfisvænnar ferða- mennsku má benda á að 55 milljónir Bandaríkjamanna sýna þessum ferðamáta áhuga samkvæmt könnun sem gerð var af Travel Industry Association of America samtökunum með aðstoð National Geographic Traveler. Að skipta máli „Þetta fólk er að leita að tvennu; aðgengi að óvenjulegum svæðum sem fæstir ferðamenn geta heimsótt og eins leiðum til að bæta lífskjör íbúanna á stöðunum sem það heim- sækir,“ hefur New York Times eftir Duane Silverstein, framkvæmda- stjóra Seacology – bandarískra nátt- úruverndarsamtaka sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. En í ár opn- aði Seacology styrktarferðir sínar, sem áður voru lokaðar öllum nema stærstu styrktaraðilum, fyrir al- menningi. Og ferðaiðnaðurinn getur reynst öflugur í umhverfisvernd, hefur blaðið eftir Alisdair Harris, stofn- anda og framkvæmdastjóra Blue Venture, breskra samtaka sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni en bjóða upp á þriggja til sex vikna ferðir fyr- ir vísindamenn og sjálfboðaliða í haf- rannsóknastöð sína á Madagaskar. Önnur umhverfisverndarsamtök, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, eins og Nature Conservancy, Sierra Club Outings og Earthwatch Insti- tute bjóða einnig upp á áhugaverðar ferðir þar sem unnið er að umhverf- ismálum. Þannig býður Nature Con- servancy í samstarfi við Mountain Travel Sobek upp á ferðir um hlykkjótt gljúfur Yangtze-árinnar áður en stíflan gleypir það árið 2009, á meðan síðarnefndu samtökin tvenn bjóða almenningi tækifæri til að starfa sem aðstoðarfólk í vís- indaleiðöngrum. „Fólk getur verið sjálfselskt í því að það vill að upplifanir sínar séu raunverulegar – það vill ekki nið- ursoðnar ferðir. Það vill hitta þjóð- garðsvörðinn, það vill rétta hjálp- arhönd á munaðarleysingjahælinu,“ segir Blue Magruder, almanna- tengslastjóri Earthwatch. „Þeim fer stöðugt fjölgandi sem vilja að tími þeirra á þessari jörð hafi eitthvað að segja.“ Fínleg og áhrifarík leið Ekki leggja þó allir upp með slík- ar hugsjónir. „Það gerist oft að við fáum fólk í okkar ferðir sem lítur ekki á sig sem umhverfisvernd- arsinna, það vill bara skemmta sér í fríinu,“ segir Tanya Tschesnok, tals- kona Sierra Club Outings. Kynni þeirra af umhverfisvænni ferða- mennsku verða hins vegar oft til þess að viðkomandi enda á að gerast styrktaraðilar. „Þetta er fínleg – sumir segja laumuleg – aðferð sem er verulega áhrifarík þegar kemur að því að vekja tilfinningatengsl gagnvart náttúrunni.“ Morgunblaðið/Einar Falur Yangtze Gljúfrin tilheyra brátt sögunni til. Ferðast til að bjarga heiminum www.seacology.org www.nature.org www.mtsobek.com wwww.blueventures.org www.earthwatch.org www.sierraclub.org/outings Kína og Tíbet Haustferð Kínaklúbbs Unnar er áformuð 26. ágúst til 16. september til Kína og Tíbet. Farið verður vítt og breitt um landið í fimm innanlands- flugferðum. Það helsta, sem er að sjá í höf- uðborg Tíbet, Lhasa, verður skoðað eins og Potala höllin, Jokhang klaustrið og Sera klaustrið. Í Beijing má m.a.nefna Forboðnu borginaog Garð sólarinnar. Stórborgin Xian verður heimsótt svo og Guilin í Suð- ur-Kína þar sem siglt verður á Lí- fljótinu til þorpsins Yangshou. Í Shanghai verður Búddahofið heim- sótt og ýmis merkileg söfn skoðuð. Farið verður á fjöllistasýningu og JuJuan garðurinn skoðaður. Farið verður til Suzhou til að skoða silki- iðnaðinn og í lok ferðarinnar verður gengið á Kínamúrnum. Ferðin kostar 370 þús. kr. á mann með öllu inni- földu, en þetta mun vera 25. hóp- ferðin sem Unnur Guðjónsdóttir skipuleggur og leiðir til Kína. Gönguferð um Færeyjar TREX-Hópferðamiðstöðin efnir til gönguferðar um gamlar þjóðleiðir í fjórum af átján eyjum Færeyja 23.- 30. maí nk. Einnig verður gengið upp á nokkur fjöll í leiðinni eftir því sem útsýni og veður bíður upp á. Gist verður í uppbúnum rúmum á farfugla- heimilum og gistihúsum með morg- un- verði. Ferðin kostar 115 þús. kr. á mann. Kvöldverður er innifallin í fimm skipti og nestispakki í sex skipti. Far- arstjóri verður Sigrún Val- bergs- dóttir. Meðal skemmtilegra staða og leiða má nefna gömlu póst- leiðina á eynni Vágar yfir í Gásadal sem lengi vel var einangruð byggð en er nýlega komin í vegasamband. Siglt verður í og gengið um vestustu eyju Færeyja Mykines sem er kletta- ey með lítilli byggð, rík af sögu og fuglalífi. Gengið verður um fornar þjóðleiðir á stærstu Eyjunni Straumi og annan dag farið yfir til Tjörnuvíkur. Stefnt er að Göngu á Slættaratind, hæsta fjall eyjanna (882m) og farið um fleiri leiðir á Austurey. Undir lokinn verður svo dvalið í Þórshöfn og m.a. gengið yfir fjallið til Kirkjubæjar sem er fræg- asti sögustaður Færeyja. VÍTT OG BREITT TENGLAR ..................................................... www.simnet.is/kinaklubbur www.trex.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.