Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 33
úr bæjarlífnu
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 33
Mjög hvasst var á Akureyri í fyrri-
nótt en skv. mæli lögreglunnar fór
vindur upp í 30 metra á sekúndu í
mestu hviðunum. Það er mun hvass-
ara en fyrir skömmu er skemmdir
urðu á nokkrum stöðum í bænum, en
allt var með kyrrum kjörum að þessu
sinni, nema nokkrar ruslatunnur og
eitt trampólín. En engan sakaði.
Kristján Möller alþingismaður lýsti
því yfir í vikunni að Samfylkingin
vildi að ríkið kostaði gerð Vaðlaheið-
arjarðganga svo ekki kæmi til
veggjalds. Kostnaður við gerð gang-
anna er nær sex miljarðar og kemur
fram á heimasíðu Samfylkingarinnar
í Norðausturkjördæmi að Kristján
telji að svigrúm hafi skapast eftir að
stækkun álvers var felld í Hafn-
arfirði. Ennfremur vill hann gera
stórátak í samgöngumálum í stað
stóriðju á höfuðborgarsvæðinu, segir
á heimasíðunni.
Kennarar eiga meiri þátt í einelti
gagnvart börnum en nemendur sam-
kvæmt nýrri viðhorfskönnun sem
gerð var meðal nemenda í grunn-
skólum Akureyrar. Frá þessu er sagt
á fréttavef N4.
Könnunin var lögð fyrir nemendur
í 4. til 10. bekk í desember sl. af
skólaþróunarsviði Háskólans í sam-
starfi við skóladeild. Meðal þess sem
kom fram í könnuninni var að um
7,7% nemenda í 8. til 10. bekk sögðust
oft hafa upplifað einelti af hálfu
starfsmanna en þetta eru um 50 nem-
endur af tæpum 700 sem eru í grunn-
skólum á Akureyri. Hlutfall þeirra
sem sögðust hafa orðið fyrir einelti af
hálfu samnemenda var mun lægra
eða tæp 4%.
Óalgengt er að spurt sé sér-
staklega um einelti af hálfu starfs-
manna skóla og því liggur engin nið-
urstaða fyrir um önnur sveitarfélög,
skv. N4.
Birna Bolladóttir, 18 ára Akureyr-
armær, var kjörin Ungfrú Norður-
land á dögunum og í öðru sæti varð
Arna Dögg Gunnlaugsdóttir, átján
ára, einnig frá Akureyri. Í þriðja sæti
varð Elsa Guðrún Jónsdóttir, 21 árs
Ólafsfirðingur.
Björn Snæbjörnsson verður áfram
formaður Verkalýðsfélagsins Ein-
ingar, Matthildur Sigurjónsdóttir
varaformaður og Halldóra H. Hösk-
uldsdóttir ritari. Engar tillögur eða
listar bárust um mótframboð gegn
núverandi stjórn og verður hún því
lýst sjálfkjörin fyrir starfsárið 2007–
2008 á aðalfundi félagsins sem hald-
inn verður hinn 26. apríl.
Fegurst Birna Bolladóttir frá Ak-
ureyri, Ungfrú Norðurland 2007.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Friðrik Steingrímsson verður áÍtalíu yfir páskana ásamt karla-
kórnum Hreimi úr Suður-Þing-
eyjarsýslu:
Ítalina ekkert þvingar
anda páska fyllast sönnum
þegar hafa Þingeyingar
þrumað yfir heimamönnum.
Stefán Vilhjálmsson las frétt í
Morgunblaðinu um pillur til að
draga úr vindgangi í kúm og þar
með „útblæstri“ þeirra:
Nú á tímum er mikið um mengunarvarnir,
mér finnst þær vera að þokast á æðra
svið.
Spúandi reykháfar furðu víða eru farnir,
svo fá ekki kussurnar lengur að reka við.
Sigrún Haraldsdóttir sér fram á
að rómantík sveitalífsins sé á
undanhaldi:
Búskapur var betri því
bændur við það sluppu,
þetta að troða töflum í
tortuna á Huppu.
Hreiðar Karlsson veltir fyrir sér
hvað verði um grænmetisætur í
mannheimum:
Draga úr útblástursmengun má
og margt sem stendur til bóta.
Grænmetisæturnar ættu að fá
úthlutað losunarkvóta.
Sigurgeir Þorvaldsson „sláni“ orti
um páska:
Vorið kom hér viku eftir páska.
Vildu margir reyna að trúa því.
Að það mundi ekki skapa háska
enda var þá tíðin lygn og hlý.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Páskar og
útblástur