Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 33
úr bæjarlífnu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 33 Mjög hvasst var á Akureyri í fyrri- nótt en skv. mæli lögreglunnar fór vindur upp í 30 metra á sekúndu í mestu hviðunum. Það er mun hvass- ara en fyrir skömmu er skemmdir urðu á nokkrum stöðum í bænum, en allt var með kyrrum kjörum að þessu sinni, nema nokkrar ruslatunnur og eitt trampólín. En engan sakaði.    Kristján Möller alþingismaður lýsti því yfir í vikunni að Samfylkingin vildi að ríkið kostaði gerð Vaðlaheið- arjarðganga svo ekki kæmi til veggjalds. Kostnaður við gerð gang- anna er nær sex miljarðar og kemur fram á heimasíðu Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi að Kristján telji að svigrúm hafi skapast eftir að stækkun álvers var felld í Hafn- arfirði. Ennfremur vill hann gera stórátak í samgöngumálum í stað stóriðju á höfuðborgarsvæðinu, segir á heimasíðunni.    Kennarar eiga meiri þátt í einelti gagnvart börnum en nemendur sam- kvæmt nýrri viðhorfskönnun sem gerð var meðal nemenda í grunn- skólum Akureyrar. Frá þessu er sagt á fréttavef N4. Könnunin var lögð fyrir nemendur í 4. til 10. bekk í desember sl. af skólaþróunarsviði Háskólans í sam- starfi við skóladeild. Meðal þess sem kom fram í könnuninni var að um 7,7% nemenda í 8. til 10. bekk sögðust oft hafa upplifað einelti af hálfu starfsmanna en þetta eru um 50 nem- endur af tæpum 700 sem eru í grunn- skólum á Akureyri. Hlutfall þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir einelti af hálfu samnemenda var mun lægra eða tæp 4%. Óalgengt er að spurt sé sér- staklega um einelti af hálfu starfs- manna skóla og því liggur engin nið- urstaða fyrir um önnur sveitarfélög, skv. N4.    Birna Bolladóttir, 18 ára Akureyr- armær, var kjörin Ungfrú Norður- land á dögunum og í öðru sæti varð Arna Dögg Gunnlaugsdóttir, átján ára, einnig frá Akureyri. Í þriðja sæti varð Elsa Guðrún Jónsdóttir, 21 árs Ólafsfirðingur.    Björn Snæbjörnsson verður áfram formaður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar, Matthildur Sigurjónsdóttir varaformaður og Halldóra H. Hösk- uldsdóttir ritari. Engar tillögur eða listar bárust um mótframboð gegn núverandi stjórn og verður hún því lýst sjálfkjörin fyrir starfsárið 2007– 2008 á aðalfundi félagsins sem hald- inn verður hinn 26. apríl. Fegurst Birna Bolladóttir frá Ak- ureyri, Ungfrú Norðurland 2007. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Friðrik Steingrímsson verður áÍtalíu yfir páskana ásamt karla- kórnum Hreimi úr Suður-Þing- eyjarsýslu: Ítalina ekkert þvingar anda páska fyllast sönnum þegar hafa Þingeyingar þrumað yfir heimamönnum. Stefán Vilhjálmsson las frétt í Morgunblaðinu um pillur til að draga úr vindgangi í kúm og þar með „útblæstri“ þeirra: Nú á tímum er mikið um mengunarvarnir, mér finnst þær vera að þokast á æðra svið. Spúandi reykháfar furðu víða eru farnir, svo fá ekki kussurnar lengur að reka við. Sigrún Haraldsdóttir sér fram á að rómantík sveitalífsins sé á undanhaldi: Búskapur var betri því bændur við það sluppu, þetta að troða töflum í tortuna á Huppu. Hreiðar Karlsson veltir fyrir sér hvað verði um grænmetisætur í mannheimum: Draga úr útblástursmengun má og margt sem stendur til bóta. Grænmetisæturnar ættu að fá úthlutað losunarkvóta. Sigurgeir Þorvaldsson „sláni“ orti um páska: Vorið kom hér viku eftir páska. Vildu margir reyna að trúa því. Að það mundi ekki skapa háska enda var þá tíðin lygn og hlý. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Páskar og útblástur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.