Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 37

Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 37 sér heimilda fyrir útstreymi gróð- urhúsalofttegunda, sérstaklega koltvísýrings, í samræmi við ís- lenska ákvæðið svonefnda eða und- anþáguna sem var veitt í tengslum við Kýótó-bókunina.“ Árni segir að ný umhverfislög séu til bóta. „Nýju lögin eru ótví- ræð framför en þar skortir samt nokkuð á framtíðarsýn.“ Hann minnir á að þar sé t.d. ekki rætt um skuldbindingarmarkmið fyrir næsta tímabil rammasamningsins um losun sem hefst í janúar 2013. Árni segir enn óljóst hvort það sé stefna stjórnvalda að sækja um aukna losun þegar skuldbindingar- tímabili rammasamningsins lýkur í árslok 2012 eða fylgja fordæmi annarra Evrópuríkja og ákveða að minnka losun. Í nýju lögunum, sem samþykkt voru hér á landi í mars, komi fram að fyrirtækin sem séu fremst í röð- inni, eins og Alcoa sem hefur fram- leiðslu í haust á Reyðarfirði, sleppi við að gera grein fyrir losunar- heimildum þar sem miðað sé við tímabilið 2008–2012. Búist hafi verið við að Alcan í Hafnarfirði yrði fyrsta stórfyrir- tækið til að falla undir ákvæði nýju laganna en þá hefði álver Century í Helguvík getað lent í vanda vegna þeirra takmarkana sem alþjóðlegir samningar kveða á um, segir Árni. Nú geti farið svo vegna atkvæða- greiðslunnar í Hafnarfirði að Helguvík verði fyrst en Century verði að finna leiðir til að fá heimild til losunar. menn réttarkerfið fremur til að verja rétt sinn en sækja fram. Því finnst honum ósennilegt að um- hverfisverndarsinnar hérlendis reyni málshöfðun til að ýta undir að stjórnvöld gangi harðar fram gegn losun gróðurhúsalofttegunda. En ef menn álíti að væntanleg úthlutunarnefnd, sem á samkvæmt nýsettum lögum að úthluta losun- arkvóta fyrir koltvísýring, túlki lögin of frjálslega og veiti fyrir- tækjunum of mikið ráðrými, geti farið svo að nýjar leiðir til að verj- ast verði íhugaðar. Í Kýótó-samn- ingunum fengu Íslendingar átta milljóna tonna aukalosunarkvóta en ákvæðið gildir í fimm ár, til árs- loka 2012. Árni segir að þáverandi iðnaðarráðherra, Valgerður Sverr- isdóttir, hafi túlkað ákvæðið svo að nóg sé að meðaltalið á þessum fimm árum verði um 1.600 þúsund tonn á ári, ekki skipti máli þótt los- unin væri mun meiri á seinni hluta tímabilsins ef meðaltalið væri inn- an takmarkanna. Þetta telur Árni að myndi stangast amk. á við anda Kýótó-samningsins. Skortir framtíðarsýn í lögum „Í fyrra voru sett hér lög um að fyrirtæki skuli skrá hvað mikið þau losuðu og um daginn voru sett önn- ur lög um að fyrirtæki skuli afla heimilda til losunar. Þarna er auð- vitað fyrst og fremst verið að tala um stóriðjuna. Ég geri ráð fyrir að Century, sem vill reisa verksmiðju í Helguvík, verði að gera grein fyr- ir því hvernig fyrirtækið muni afla na sem erðlaun leiðir til úsaloft- r til að nig hafi i miðað minnki ig losun Land- ur fyrir r eru til æturlagi köldum ig elds- r Nátt- s, segir hér á hér noti shington u ótví- þar kkuð á að nota réttarkerfið í baráttu gegn gróð- ur í Bandaríkjunum loftið verði þrungið menningu í miðbænum. Þá má ekki gleyma að Akureyri er rómuð fyrir iðandi næturlíf sem gefur miðbæ Reykjavíkur lítið eftir, ef nokkuð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri verður ekki aukið við viðbúnað frá fyrri árum þrátt fyrir að búist sé við fjölda fólks, reiknað er með að mestur hluti ferða- fólks verði fjölskyldufólk og verði kröftum lögreglunnar því líklega beint frekar út á þjóðveginn. Bílaumferð var nokkuð þétt til höfuðstaðar norðursins í gær að sögn varð- stjóra en reiknað er með að mestur fjöldi komi í dag. Flug gekk vel í gær og lítil hætta er á að áætlun gangi ekki eftir í dag og á morgun. Samkvæmt Veðurstofu Íslands verður veðr- inu svipað og fyrir vestan. Góðar ferðareglur Slysavarnafélagið Landsbjörg sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem vakin var athygli á góðum ferðareglum fyrir þá sem ætla að leggja land undir fót, þá sérstaklega um há- lendi landsins. Kemur þar fram að sér- staklega þurfi að kynna sér þau svæði sem fara á um, ekki síst um þessar mundir þar sem mikill krapi er og hafa margir lent í vandræðum vegna hans að undanförnu. Þá er bent á hættuna á því að ferðast einbýla um hálendið og á illa búnum bílum. lægð sem kemur að landinu og með luverð úrkoma, strekkingsvindur og itastig. Hugsanlegt er að lægðin ygja anga sína fram á sunnudag. um að vera á Akureyri er reiknað með miklum fjölda ferða- á Akureyri um páskana enda mikið era á öllum sviðum mannlífsins. Hlíð- erður opið frá 9–17 alla páskana auk m þrjár leiksýningar verða í gangi félagi Akureyrar, og sundlaugin ð sjálfsögðu einnig opin. rða söfnin í bænum opin og kaffi- annig að búast má við að andrúms- est á g Akureyrar Ljósm Halldór Sveinbjörnsson ð sprettgöngu Núps og var keppnin nlega bætist enn frekar við í dag. Í HNOTSKURN »Fjölmargir nýta sér páskafríið tilferðalaga innanlands og skiptir þá veðrið sjaldnast sköpum. »Eftir eftirgrennslan er ljóst aðstraumurinn þetta árið liggur ann- ars vegar til Akureyrar og hins vegar til Ísafjarðar. »Þegar er mikið af fólki komið tilÍsafjarðar og var stöðug bílaum- ferð allan gærdag. Jafnara var yfir á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum á stöðunum. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MENNTASKÓLI Borgarfjarðar (MB) mun í byrjun bjóða upp á tvær brautir til stúdentsprófs, fé- lagsfræðabraut og náttúrufræði- braut, auk almennrar námsbrautar og starfsbrautar fyrir fatlaða. Skól- anum verður fyrst og fremst ætlað að sinna breiðum hópi nemenda á framhaldsskólastigi úr Borgarbyggð og er búist við að 50–60 nemendur hefji þar nám í haust. Menntaskóli Borgarfjarðar fékk vilyrði menntamálaráðherra fyrir viðurkenningu sem einkaskóli á framhaldsskólastigi 29. mars síðast- liðinn. Skólinn er einkaskóli og rek- inn af samnefndu einkahlutafélagi. Hluthafar eru um 160, fyrirtæki og einstaklingar. Þeir stærstu eru Sparisjóður Mýrasýslu, Borg- arbyggð, Loftorka ehf., Kaupfélag Borgfirðinga, Skorradalshreppur og Nepal-hugbúnaður ehf. Að sögn Ár- sæls Guðmundssonar skólameistara hefur stjórn MB ákveðið að ekki verði innheimt sérstök skólagjöld og þurfa nemendur ekki að bera meiri kostnað af námi í MB en væru þeir í opinberum skóla. Menntaskóli Borgarfjarðar ætlar að vera í fararbroddi hvað varðar notkun nýjustu tækni í námi og kennslu, að sögn Ársæls skólameist- ara. Unnið er að gerð samkomulags við Apple á Íslandi um notkun iTunes- og Podcast-tækni frá Apple. Nýlega fóru fulltrúar skólans og Apple til Svíþjóðar til að skoða Nils Fredriksson Utbildning-framhalds- skólann í Svedala sem notar þessa tækni. Ársæll segir að nýlega hafi t.d. Berkley-háskóli í Bandaríkj- unum tekið þessa tækni í notkun. „Nemendur skólans munu fá Apple-fartölvur til afnota sér að kostnaðarlausu þegar þeir hefja nám,“ sagði Ársæll. „Skólinn á tölv- urnar og mun ráða því hvaða hug- búnaður verður í þeim. Tölvubún- aðurinn verður einsleitur og getur skólinn farið inn á tölvurnar til að fylgjast með því hvað á þeim er.“ Ekki verður sérstakt tölvuver í MB, heldur munu tölvurnar fylgja nemendum í skólanum. Podcast og iTunes verða notuð til að taka upp fræðitíma sem nemendur geta síðan nálgast á Netinu. „Við verðum ekki með hefðbundnar kennslustundir, heldur verður t.d. þriðjungur kennslu hverrar viku í formi fræði- tíma. Þar mun kennari fara yfir námsefnið sem verkstjórnandi, út- skýra reglur og leggja inn náms- efnið. Það verður skylda að sækja fræðitímana og nemendur geta gert það í skólanum eða heima hjá sér. Þeir vinna einnig verkefni í hópum eða einir sér. Auk þess verða mál- stofur (seminarium) þar sem kenn- ararnir hitta litla hópa nemenda og fara yfir hvað einstakir nemendur hafa verið að gera í náminu,“ sagði Ársæll. Samskiptakerfið Náms- skjár, sem hugbúnaðarfyrirtækið Nepal í Borgarnesi, Háskólinn á Bif- röst og Fjöltækniskólinn eiga, verð- ur einnig notað og eins stuðst við samskiptaforritið MSN. Hugmyndin er að þróa svonefnt „flæðinám“ í MB. Þá taka nemendur einingu fyrir einingu í hverri náms- grein. Enginn fellur en nemendur geta verið mislengi að ljúka hverjum áfanga. Námið verður því algerlega einstaklingsmiðað. Kennarar munu sífellt framkvæma leiðsagnarmat og styðjast þar við frammistöðu nem- enda í málstofum, skriflegum skyndiprófum, munnlegum prófum og verkefnaskilum. Það kemur í stað hefðbundinna prófa. Nemendur munu þurfa að skrá sig inn í tölvu- kerfi menntaskólans um leið og þeir mæta á morgnana og skrá sig út að skóladegi loknum. Áskilin verður lágmarksviðvera í skólanum. Skóla- starfið verður þannig fært nær því sem gildir á vinnumarkaðnum. Skólaárið í MB mun byrja 20. ágúst og ljúka um miðjan júní. Kennsla fellur ekki niður vegna upp- lestrarfría eða prófa og verða 184 kennsludagar á hverju skólaári. Með þessu fyrirkomulagi ljúka nemendur námi til stúdentsprófs á þremur ár- um. Ársæll lagði áherslu á að þessi námshraði væri eðlilegur og krefðist ekki „afburðanemenda“. Eins vetrar almenn námsbraut verður fyrir nemendur sem ekki hafa náð tilskil- inni lágmarkseinkunn úr grunnskóla til að fara á stúdentsprófsbraut. Starfsbraut fyrir fatlaða nemendur verður fjögurra ára nám. Þar verður kennsla alveg einstaklingsmiðuð og markmiðið að námið auðveldi nem- endum að komast á vinnumarkað. Borgarfjarðarbrúin er þróun- arverkefni á vegum mennta- málaráðuneytisins, Menntaskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borg- arbyggðar. Ársæll sagði að í Borg- arfjarðarbrúnni ætti að innleiða nýja kennsluhætti frá byrjun grunnskóla og að háskólastigi. Þar koma flæði- nám, upplýsingatækni og flæðandi skólaskil mjög við sögu. Ársæll sagði stefnt að góðu samstarfi MB við Landbúnaðarháskólann á Hvann- eyri og Háskólann á Bifröst. Unnið er að byggingu skólahúss MB í Borgarnesi og verður hluti hússins tilbúinn í haust. Sá hluti mun nægja skólanum fyrsta árið. Næsta vetur verður boðið upp á skólaakstur fyrir nemendur MB í samvinnu við Grunnskóla Borg- arfjarðar og stefnt er að því að bjóða nemendum upp á heimavist í fram- tíðinni. Ljósmynd/MB Dugnaður Nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Borgarness mættu á lóð Menntaskóla Borgarfjarðar áður en jarð- vinna hófst og stöfluðu þökum á bretti. Hér er hluti þeirra og eiga þeir líklega eftir að sitja þarna á skólabekk. Framhaldsskóli fullur af nýjungum Menntaskóli Borg- arfjarðar hefur göngu sína í haust. Kennslan verður tæknivædd, allir nemendur fá fartölvur, engin hefðbundin próf og þriggja ára nám til stúdentsprófs. Ljósmynd/MB Yfirlýsing Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Ár- sæll Guðmundsson, skólameistari MB, með vilyrði ráðherrans. Tölvuteikning/Kurtogpí Arkitektastofan Kurtogpí hannaði hús MB sem nú rís í Borgarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.