Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 39

Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 39 FYRIR 25 árum þurfti ég að gangast undir skjaldkirtilsaðgerð. Ekki vildi betur til en svo að við- komandi skurðlæknir tók í leiðinni alla kalkkirtlana mína með. Ómeðhöndlaður kalkskortur er ban- vænn svo allar götur síðan hef ég daglega þurft á lífsnauðsyn- legum kalklyfjum að halda. Frá upphafi sótti ég oft um niðurgreiðslu kalks frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Í þau óteljandi skipti sem ég sótti um lyfja- skírteini fékk ég skír- teini sem E-merkti mér kalkið mitt. Það þýðir á mannamáli að fyrir 3 mánaða skammt af kalki þurfti ég að borga 4.700 krónur í stað 5.200 ella. Ég hef ekki nokkra tölu á öllum þeim skiptum sem ég talaði við lyfja- og lagadeild TR vegna þess að mér fannst þá og finnst enn að eðli málsins samkvæmt hefði ég aldrei átt að þurfa að borga krónu fyrir eitthvað sem opinber starfs- maður olli mér. Í lok árs 2004 fékk ég fyrir til- viljun upplýsingar um að það væri reyndar til reglugerð sem segði að fólk með mitt ástand ætti að fá öll slík lyf ókeypis. Jahá. Ég hringdi enn á ný til TR og spurði af hverju ég nyti ekki þessarar reglu- gerðarheimildar. Þar varð reyndar fátt um svör en þremur dögum síðar barst nýtt lyfjaskírteini upp á 100% afslátt inn um bréfalúguna heima, án nokkurra skýringa. Á fólk að flokka sig sjálft? Svo nú spurði ég af hverju TR hefði valið í 25 ár að stinga undir stól ákvæði sem löggjafinn setti mér til hagsbóta en spyrða mig þess í stað við flokk sem neyddi mig til umtalsverðra pen- ingaútláta. Þennan kostnað hefði ég sloppið við ef TR hefði hirt um að nýta þau úrræði sem löggjafinn var búinn að úthluta mér. Eina svarið sem ég fékk frá óskamm- feilnum starfsmönnum lög- fræðideildar TR var að mér væri nær, ég hefði aldrei kært þau og nú væri það hvort eð er of seint. Auk þess ætti fólk bara sjálft að kynna sér lögin sem giltu á hverj- um tíma. Hvort það þýðir að lagaheimildir gildi bara fyrir þá sem vita um þær læt ég öðrum eftir að ákveða. Hitt er annað að sé svo setur það veika, aldraða og fatlaða óneit- anlega í fremur vonlitla aðstöðu. Lyginni líkast Í hönd fóru þau ótrúlegustu samskipti sem ég hefði hreinlega aldr- ei haft hugmynda- flug til að sjá fyrir við lögfræðideild TR. Orðhengilshátturinn og útúrsnúningar þeirra voru með al- gjörum ólíkindum og af hörku sem hæfði eiginlega miklu verð- ugri andstæðingi en mér. Ég kærði TR til úrskurðarnefndar sem komst að þeirri niðurstöðu að ég hefði alltaf átt ótvíræðan rétt á fullri endurgreiðslu lyfjanna Ég kærði TR til umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri nið- urstöðu að TR hefði hugsanlega bakað sér skaðabótaskyldu vegna rangrar afgreiðslu. Ég leitaði til heilbrigðisráðherra sem sá sér þann auma kost vænst- an að senda mig í ratleitt í myrkv- iði kerfisins til nefndar um ágrein- ingsmál í heilbrigðiskerfinu sem komst að þeirri niðurstöðu í þriggja lína löngu svari eftir sjö mánaða þóf að eiginlega væri TR tæknilega séð ekki hluti af heil- brigðiskerfinu og þess vegna ætti nefndi ekki að taka afstöðu til þessa. Svo þá var ekkert eftir annað en að fara í dómsmál. Dómur féll á þá leið að TR hefði að sönnu skapað sér skaðabóta- skyldu en vegna þess að ég hefði á 4–5 ára tímabili sleppt því að sækja um lyfjaskírteini sem ég hvort eð er fékk ævinlega synjun á – nú, þá hefði ég kannski aldrei haft neina þörf á kalki og þess vegna þyrfti TR ekki að end- urgreiða mér útlagðan lyfjakostn- að. Mér hefði hugnast að hæstvirtur dómari hefði tekið sér tíma til að setja sig inn í mál sem hann greinilega hafði ekki hugmynd um hvort sneri upp eða niður. Þrátt fyrir að lögmanni TR hafi tekist fyrir dómi að flækja staðreyndir langt umfram allt sem eðlilegt er, þá eru þær svo ofur einfaldar: Ég átti allan tímann að fá fulla endur- greiðslu lögum samkvæmt en TR valdi að synja mér um lögboðinn rétt minn. Hvað er þá til ráða? Ég get vakið athygli fólks á ótrúlega harkalegum og ranglátum vinnubrögðum TR sem og að fara þá lagalegu leið sem fær er og áfrýja til hæstaréttar. Hann skipa svo sem líka breyskir menn en þetta hlaup verður samt að þreyta til enda þrátt fyrir það. Sumt er hægt að sætta sig við og annað ekki. Það er ekki réttlátt að opinber stofnun geti í krafti stærðar sinnar og valds svínað á þegnunum ef starfsmenn þar eru ekki í stuði til að flokka fólk rétt eða gleyma að lesa undirgögn umsækjenda. Hver í ósköpunum á þá að gæta réttar þeirra sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér? Hver gætir réttar hinna gömlu, geðfötluðu, veiku – hinna raunverulegu skjólstæðinga stofnunarinnar? Hversu mörgum venjulegum einstaklingum hafa fallist hendur í samskiptum við TR? Eða kannski bara tekið af- greiðslur þeirra trúanlegar án eft- irgrennslana? Það hefði verið miklu einfaldara að leiðrétta mistökin og end- urgreiða mér lyfin þegjandi og hljóðalaust en þess stað reis upp næsta illúðlegur her lögfræðinga til varnar TR. Stofnunin er örugg- lega búin að eyða miklu hærri fjárhæðum í lögfræðinga en sem nemur þeirri fjárhæð sem hún all- an tímann átti að greiða mér í formi endurgreiðslu kalklyfja svo óskiljanlegt sem það annars hljóm- ar. Ef staðan er þannig að TR tek- ur sér sjálfdæmi um hvaða ákvæði og heimildir löggjafans það notar og hver ekki þá verður skiljanlegt af hverju öryrkjar og eldri borg- arar eru blóðmjólkaðir og öðrum synjað þeirra hagsbóta sem ríkið hefur ætlað þeim. Það eru vond tíðindi og tæplega samkvæmt vilja kjörinna fulltrúa okkar á Alþingi Íslands. Hver ber ábyrgð á Tryggingastofnun ríkisins? Ragna Björk Þorvalds- dóttir segir frá samskiptum sínum við TR » Það hefði verið miklueinfaldara að leið- rétta mistökin og end- urgreiða mér lyfin þegj- andi og hljóðalaust en þess stað reis upp næsta illúðlegur her lögfræð- inga til varnar TR. Ragna Björk Þorvaldsdóttir Höfundur er fv. innkaupastjóri. ÞAÐ er stjórnmálamanna að ákveða tilgang og markmið laga á meðan það er lögfræðinga að finna skynsamlegar leiðir til að ná þeim mark- miðum sem að er stefnt. Grundvall- arhugtök í lögfræði skipta máli við gerð allra reglna og skiptir þá engu máli hvaða markmiðum reglusetn- ingin á að öðru leyti að þjóna. Eins og svo margt annað er reynsl- an ólygnust í því hvern- ig til hafi tekist við gerð einstakra lagafyr- irmæla. Margt bendir til þess að stjórnmálamenn hafi á sínum tíma viljað koma í veg fyrir að út- hlutanir heimilda til að stunda veiðar á nytja- stofnum sjávar yrðu bein eignarréttindi. Það er ágreiningur um hvort þetta hafi tekist, m.a. hvort hugtakið sameign þjóðar girði fyrir slíkt. Reynslan af hugtakinu sameign þjóðar hefur að mati margra lögfræðinga ekki verið góð og ekki er þjóðareign skárra þegar engum nánar ákveðnum aðila eru færðar heimildir til að fara með svokallaða eign þjóð- arinnar. Merking hugtaksins færist þá nær því að vera álíka áþreifanleg og sú yfirlýsing löggjafans að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomn- ustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og fé- lagslegri heilbrigði. Ófáir stjórnmálamenn sem og aðrir vilja kveða á um í stjórnarskrá að veiðiheimildir séu ekki háðar einka- eignarrétti. Enn aðrir vilja að þessi réttindi séu eign ríkisins á meðan til er hópur manna sem telur að þetta séu nú þegar orðin bein eignarrétt- indi og eigi að vera það. Formenn rík- isstjórnarflokkanna lögðu fram frum- varp til stjórnskipunarlaga um þjóðareign á náttúruauðlindum Ís- lands en það náði ekki fram að ganga. Skilja mátti þá sem voru hlynntir frumvarpinu þannig að markmiðið með því væri að kveða á um fullveld- isrétt ríkisins og að veiðiheimildir mynduðu ekki beinan eignarrétt. Þessi markmið eru tiltölulega ljós en margir lögfræðingar töldu að frum- varpstextinn væri óskýr og að frum- varpið næði þannig ekki tilgangi sín- um. Standi vilji manna til þess að ná þeim mark- miðum sem frumvarpið til stjórnskipunarlaga stefndi að, eru margar leiðir færar til að ná því án þess að blanda þjóð og eign við málið. Þann- ig mætti orða stjórn- arskrárákvæði um nátt- úruauðlindir með eftirfarandi hætti: ,, Fullveldisréttur ís- lenska ríkisins yfir landi, lofti og hafi ræðst af ákvæðum þjóðarréttar og landsréttar á hverj- um tíma. Með lögum skal kveðið á um nýting- arheimildir einstakra aðila á náttúru- auðlindum. Heimildir til að nýta náttúruauðlindir á svæðum sem eru ekki háð einkaeignarrétti og á svæðum utan lögsögu Íslands mynda eigi einkaeignarrétt.“ Hugmyndin að baki þessu orðalagi er að tengja það við þá stað- reynd að enginn á allt hafið eða loftið innan forráðasvæðis íslenska ríkisins. Einnig nær ákvæðið yfir þau tilvik þegar íslenskir aðilar hlíta íslenskum lögum við hagnýtingu á auðlindum sem eru utan lögsögu Ís- lands. Textinn og markmiðið sam- rýmast nokkurn veginn hvort öðru. Fullveldisréttur íslenska ríkisins er undirstrikaður ásamt því að almenn- ingur fær ekki þá tilfinningu að hann eigi nýtingarheimildirnar. Rétthafar slíkra heimilda myndu þá vita að rétt- indin eru ekki einkaeignarréttur. Thomas Jefferson Bandaríkja- forseti sagði eitt sinn að framkvæmd laga væri mikilvægari en setning þeirra. Svo virðist sem sumir stjórn- málamenn samtímans telji mikilvæg- ara að setja lög en að minna máli skipti hvernig þau virki í fram- kvæmd. Hæfir lögfræðingar hallast hinsvegar fremur að vísdómi 18. ald- ar mannsins Jeffersons og vilja að í upphafi skuli endinn skoða. Í upphafi skal endinn skoða Helgi Áss Grétarsson skrifar um auðlindaákvæði í stjórnarskrá Helgi Áss Grétarsson » Grundvall-arhugtök í lögfræði skipta máli við gerð allra reglna og skiptir þá engu máli hvaða markmiðum reglusetningin á að öðru leyti að þjóna. Höfundur er sérfræðingur í auðlinda- rétti við Lagastofnun H.Í. Arinn / kamína í öllum íbúðum. Álgluggar og svalahurðir úr áli. Húsið klætt með flísum að utan. 116 til 160 m2 íbúðir í lyftuhúsi Stórir bílskúrar + stæði í upph. bílageymslu. Afhending í sumar/haust. Miklar og vandaðar innréttingar. Í einum pakka, 160 m2 íbúð með bílskúr + 100 m2 heilsárshús fyrir austan fjall. www.stafnas.is StafnÁs Bygginga- og verkfræðifyrirtæki Sími: 534 6000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.