Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 41

Morgunblaðið - 05.04.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 41 ÞAÐ er til fyrirmyndar þegar fjölmiðlar flytja okkur sögur af daglegu lífi fólks, sem allajafna fer ekki hátt í opinberri umræðu. Fjölmiðlar velja venjulega sama fólkið sí og æ til að tjá sig. Fólk sem er „viðurkennt“ og hefur leyfi til að tjá sig um viðkomandi málefni í fjölmiðlum. Ég vil hvetja fjölmiðla til að gera meira af þessu og flytja okkur fréttir af aðstæðum fólks af öllum stéttum. Morgunblaðið flyt- ur slíka frétt á opnu sinni hinn 27. mars, sem varpar ljósi á sam- gönguvandann á höfuðborgarsvæð- inu. Þar er lýst dæmigerðri dag- legri ferð mæðgna til og frá vinnu á bíl. Þær eiga heima í Áslands- hverfinu í Hafnarfirði en vinna í Verslunarskólanum og á Suður- landsbraut. Þær eyða talsverðum tíma í ferðir til og frá vinnu líkt og margir úthverfabúar í þessu LA, sem hefur verið skapað á höf- uðborgarsvæðinu. Þær leggja af stað kl. 7.20 og eru gjarnan 35–45 mín. á leiðinni í vinnuna á sínum einkabíl. Á leiðinni eru umferð- artafir á hringtorgum og gatnamót- um og ef færð er slæm eða árekstrar á leiðinni tekur þetta allt lengri tíma. Greinilegt er að mæðg- urnar fá þarna ágætis samveru og veitir svo sem ekki af þegar kyn- slóðirnar lifa meira og minna að- skildar. Gallinn er að þetta tekur tíma, er stressandi, kostar mikið í rekstri á bíl og rýrir umhverfi okk- ar allra. Þessu fylgir slysahætta, loftmengun, hávaði og hreyfing- arleysi. Í þessu sambandi langar mig að benda þeim mæðgum á að gerast vinir einkabílsins og taka strætó! Ef slegið er inn í Ráðgjafa, leit- arvél Strætó bs. á vefnum www.bus.is, kemur í ljós að ferðin úr Áslandshverfinu með strætó í Verslunarskólann tekur um 33 mín. Þá er miðað við ferð kl. 7.37 frá Vörðutorgi í Áslandi með vagni nr. 22, skipt í vagn nr. 1 í Firði kl. 7.46 og farið úr honum á Kringlumýr- arbraut kl. 8.05 við Kringluna og gengið í Verslunarskólann. Ef farið er á Suðurlandsbraut er sama leið farin en skipt úr vagni nr. 1 í vagn nr. 2 í Hamraborg kl. 8.00 og kom- ið á Suðurlandsbraut um kl. 8.10. Þess má geta að skiptingin í Hamraborg kemur ekki upp í Ráð- gjafanum enda er hann ekki alveg 100% þótt hann gefi góðar vísbend- ingar. Ferðalag þeirra mæðgna í strætó mundi að öllu jöfnu ekki taka lengri tíma á annatíma en ferðalag í bíl og yrði ódýrara fyrir þær yfir árið með „skóla- korti“ Strætó. Fyrir þær tvær kostar skóla- kortið: 2 * 27.900 kr = 55.800 kr á ári. Ferða- lag í bíl árið um kring kostar miðað við eft- irtaldar forsendur u.þ.b.: 13 km * 60 kr/ km * 200 dagar = 156.000 kr. á ári. Þær gætu sem sagt sparað sér 100.000 kall yfir árið. Þær myndu líka sleppa við aftanákeyrsl- urnar og gætu gluggað í blöðin eða skólabækurnar á leiðinni heim en spjallað saman á leiðinni í bæinn. Í opnunni er einnig lýst núver- andi og fyrirhuguðum fram- kvæmdum við umferðarmannvirki á leið þeirra mæðgna sem eiga að leysa úr teppunni. Því miður mun það ekki stytta ferðatíma þeirra nema tímabundið því það er við því að búast að með meiri byggð í út- hverfunum verði þetta ástand við- varandi í fyrirsjáanlegri framtíð. Að bæta við umferðarmannvirkin endalaust er einfaldlega eins og að pissa í vettlinginn þegar manni er kalt á höndunum. Það er skamm- góður vermir. Ef flestir vilja búa í einbýlishúsi í úthverfi og aka langa leið í einkabíl á vinnustað og í mat- vörubúðina verður til samfélag sem fáum finnst áhugavert að búa í sbr. lýsingin á ferð mæðgnanna. Getum við enn snúið við blaðinu hjá okk- ur? ÁRNI DAVÍÐSSON líffræðingur. Mæðgur á leið í vinnuna Frá Árna Davíðssyni: Árni Davíðsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Björn S Ingólfsson. Sölufulltr. S 8600-299, bjorn@remax.is Björgvin Pétursson. Sölufulltr. S 8200-747, bjorgvin@remax.is Rúnar S Gíslason. Hdl og löggildur fasteignasali. STJARNAN RE/MAX Stjarnan kynnir tvö sumarhús að Lambholti 10 og 12 Opið hús í dag kl. 15-17 Leiðarvísir: Keyra eftir vegi nr. 35 Biskupstungnabraut. Fara inn á veg nr. 351 Búrfellsveg. Keyra framhjá Hitaveitu, þegar komið að Hæðarenda skal fylgja eftir RE/MAX merkingu. RE/MAX fána. Frá Þingvallavegi nr. 36. Fara inn á veg nr. 351 Búrfellsveg við Ásgarðsland. Fara fram hjá kirkjunni við Búrfell. Þegar komið að Hæðarenda skal fylgja eftir RE/MAX merkingu. RE/MAX fána. Takið auglýsinguna með ykkur. Vandað heilsárshús í landi Hæðarenda í Grímsnes- og Grafningshreppi á eins hektara eignarlóð 91,5 fm. Skilast full- búið að utan án verandar. Fjarri umferð á friðsælum stað með góðu útsýni til Ingólfsfjalls, Heklu og Eyjafjallajökuls. Hægt er að fá húsin afhent við kaupsamning og byrja að njóta þess í sumar að vera í sínu eigin sumarhúsi í fallegu veðri í hjarta suðurlands. Til sölu heilsárshús á eignarlandi í Miðengi í Grímsnesi. Húsið er um 70 fm með 35 fm svefnlofti. Stutt í alla þjónustu svo sem sund og golf. Verð 19,9 milljónir. Opið hús laugardaginn 7. apríl frá kl. 13.00 til 16.00. Nánari upplýsingar hjá Saga fasteignum eða hjá Markúsi í síma 895 1200. Opið hús í Grímsnesi Auglýst er eftir skemmti- og sýningaratriðum fyrir þjóðhátíðarskemmtun í Reykjavík. Dagskráin fer fram í miðborg Reykjavíkur og stendur hún frá morgni til kvölds. Gert er ráð fyrir barna og fjölskylduskemmtunum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum. Auk hefðbundinna skemmtiatriða er áhugi á hópatriðum og sýningum og er leitað að leik-, tónlistar-, dans- og öðrum listhópum til að troða upp á útisviðum og á götunni. Einnig er óskað eftir hópum, félagasamtökum og öðrum sem vilja standa fyrir eigin dagskrá á sviðum eða í samkomutjöldum í samráði við þjóðhátíðarnefnd. Umsóknir um flutning atriða, uppákomur og viðburði er hægt að fylla út á vefnum www.17juni.is en einnig er hægt að skila þeim í Hitt Húsið, Pósthússtræti 3-5, 101 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknar- frestur rennur út 7. maí n.k. Skemmtiatriði á 17. júní Hitt Húsið Sími: 520 4600 17juni@hitthusid.is 17juni.is www.17juni.is AUGLÝSING Frjálslynda flokksins gegn er- lendu launafólki á ekki að koma neinum á óvart. Þingmenn flokksins gáfu tóninn svo eftir var tekið í haust og þeir eru enn við sama heygarðs- hornið. Málflutningur þeirra kyndir undir fordómum, ýtir undir ótta og spillir fyrir velferð innflytjenda og flóttafólks hér á landi. En kjósendur vita þó að minnsta kosti fyrir hvað Frjálslyndi flokkurinn stendur. Í auglýsingunni er með stríðs- letri spurt hvort við „viljum sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning vinnuafls“. Spurningin er út í bláinn því Íslendingar leyfa ekki óhindraðan innflutning vinnu- afls. Árið 2004 býsnaðist Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjáls- lynda flokksins, mest yfir því á þingi að rík- isstjórnin hindraði innflutning um of. En nú kveður við nýjan og heldur ógæfulegan tón. Frjálslyndi flokk- urinn vill beita neyð- arúrræði EES- samningsins til að undanþiggja Ísland frjálsri för launafólks. Engin slík skilyrði eru fyrir hendi. Íslandi yrði taf- arlaust refsað fyrir einhliða aðgerð af þessu tagi sem ekki byggist á neyðarrétti. Mótvægisaðgerðir annarra aðildarríkja myndu bein- ast að öllum stoðum fjórfrelsisins, þ.e. frjálsum flutningi fólks, fjár- magns, vöru og þjónustu. Við gæt- um eins sagt upp samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og gengið til sjálfsþurftarbúskapar að nýju. Það yrði afleiðing stefnu þessara manna. Auðvitað hefur erlendum starfs- mönnum hér á landi fjölgað veru- lega undanfarin misseri. Atvinnu- lífið hefur þurft á því að halda. Erlendar ráðningar hafa breytt þenslu í hagvöxt. Innflytjendur hér á landi eru ekki atvinnulausir. Þeir eru ekki byrði á íslensku vel- ferðarkerfi. Þvert á móti. Erlendir ríkisborgarar greiddu samtals 6.253 milljónir króna í skatta og útsvar hér á landi í fyrra og lang- flestir þiggja lítið frá samfélaginu á móti. Í auglýsingu Frjálslynda flokks- ins segir réttilega að um 11 þús- und erlendir starfsmenn hafi kom- ið til landsins árið 2006. Þetta er tekið úr skýrslu frá Vinnu- málastofnun. En frjálslyndir setja punkt þar sem Vinnumálastofnun setur kommu. Ábendingu um að ekki séu „svo margir starfandi á hverjum tímapunkti“ er sleppt. Stjórnarflokkarnir hafa nú þeg- ar brugðist við ágöllum sem Frjálslyndi flokkurinn auglýsir að séu enn vandamál. Í sömu andrá og hann varar ranglega við koll- steypu velferðarkerfisins vegna innflytjenda bendir hann á að þrettán hundruð manns búi í óíbúðarhæfu atvinnuhúsnæði. Í fyrsta lagi eru þetta ekki allt út- lendingar. Í öðru lagi er húsnæðið engan veginn allt óíbúðarhæft þótt það sé ósamþykkt. Í þriðja lagi voru sett lög á síðasta degi þings- ins til að bæta úr þessum vanda. Enn fremur hefur verið brugðist við vísbendingum um að erlent launafólk njóti ekki réttinda sam- kvæmt kjarasamningum og lögum. Félagsmálaráðuneytið hefur haft forgöngu um lög um starfs- mannaleigur, atvinnuréttindi út- lendinga og útsenda starfsmenn. Eftirlit hefur verið hert með að þeir hafi viðunandi búsetu og kjarasamningar séu virtir í hví- vetna. Íslenskri þjóð stendur ekki ógn af innflytjendum. Þeir sem bera hag af því að halda öðru fram eru á atkvæðaveiðum í gruggugu vatni. Frjálslyndar tölur og staðreyndir Magnús Stefánsson skrifar um erlent vinnuafl og Frjálslynda flokkinn » Íslenskri þjóð stend-ur ekki ógn af inn- flytjendum. Þeir sem bera hag af því að halda öðru fram eru á at- kvæðaveiðum í gruggugu vatni. Magnús Stefánsson Höfundur er félagsmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.