Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 43 EIN stærsta ástæða þess að það er svo gott að búa á Íslandi er vel- ferðarkerfið. Satt að segja var það velferðarkerfið sem heillaði mig mest þegar ég flutti fyrst hingað til lands, sérstaklega sem Banda- ríkjamaður sem hefur aldrei lifað í landi með heilbrigð- iskerfi eins og hið íslenska. Það er gulls ígildi að vita að ég og fjölskyldan mín gætum fengið góða almannaþjón- ustu fyrir lítinn eða engan pening. Mér þótti það sjálf- sagt mál að borga aðeins hærri skatta til að halda uppi almennri heilbrigðisþjónustu. Kerfið er auðvitað ekki fullkomið – þar er bæði mannekla og fjárskortur. Flestir eru sammála því að við ættum ekki henda út velferðarkerfinu okkar, en sumir hafa talað um „ameríska kerfið“ sem fyrirmynd, annaðhvort í bland við opinbert velferðiskerfi eða jafnvel sem allt aðra leið í þessum málaflokki. Ég tel að það væri mikil mistök – ekki bara út frá minni eigin reynslu af því hvernig er að búa við bandarískt heilbrigðiskerfi, heldur líka út af því sem margir Bandaríkjamenn benda sjálfir á. Það er satt að Bandaríkin bjóða upp á glæsilega heilbrigðisþjónustu, fyrir þá sem eiga efni á því. En árið 2005 voru tæpar 46 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistrygginga – eða tæp 15% landsmanna – af því að stór hluti af heilbrigðikerfi Bandaríkjanna er á höndum einkafyrirtækja. Þeir sem geta borgað fá góða þjónustu, en hinir sem geta það ekki sitja í súpunni. Fólkið sem ekki getur borgað fyrir heilbrigðistryggingu sleppur ekki létt ef eitthvað kemur upp á. Ef maður veikist eða lendir í slysi er alls ekki skýrt hvort og hvað heilbrigðistryggingin nær utan um. Í Bandaríkjunum er heilbrigðisþjónusta fólks fyrst og fremst viðskipti og þau reyna sitt besta til að heilbrigðisfyrirtækin borgi sem allra minnst og láta svo neytandann borga afganginn. Og ef maður er svo heppinn að tryggingarnar borgi einhvern hluta, þá hækka fyrirtækin mánaðargjöldin í staðinn. Þannig er fólki refsað fyrir að biðja um hjálp sem það er nú þegar búið að borga fyrir. En hvað með að blanda einkarekinni heilbrigðisþjónustu við op- inberu velferðarþjónustuna okkar? Augljóst er að það myndi draga peninga, mannafl og þjónustu frá opinberu heilbrigðisþjónustunni, og þannig breikka bilið á milli þeirra sem fá mest og þeirra sem fá minnst. Það viljum við ekki á Íslandi. Greinilega vilja þau það ekki í Banda- ríkjunum heldur – skoðanakönnun frá því í febrúar bendir til þess að 64% Bandaríkjamanna telji að ríkisstjórnin eigi að bera ábyrgð á heil- brigðisþjónustunni. 55% finnst það vera fyrsta forgangsverkefni bandaríska löggjafarþingsins og 59% sögðust vera tilbúin að borga hærri skatta ef það tryggði aðgang að almennri heilbrigðisþjónustu (New York Times, „Most Support U.S. Guarantee of Health Care“, 12. mars 2007). Ef Bandaríkjamenn eru sjálfir ósáttir við amerísku leiðina, af hverju ættum við að vilja fara þá leið hér? Eigum við ekki frekar að læra af mistökum annarra? Bandaríkjamenn hafna „amerísku“ leiðinni“ Eftir Paul F. Nikolov: Höfundur skipar þriðja sætið á lista Vinstri grænna í Rvk norður. Í NIÐURSTÖÐUM Þjóðarpúls Gallup, sem birtust þann 1. mars sl. kemur fram að aðeins 29% þjóð- arinnar bera traust til Alþingis. Færri en nokkru sinni frá því mælingar hófust fyrir um 14 ár- um. Þetta hlýtur að vera okkur áhyggjuefni og umhugsunarefni núna á lokadögum þingsins. Traust almenn- ings á þinginu fer þverrandi. Það koma ýmsar ástæður upp í hugann, þegar maður veltir þessu fyrir sér, eins og t.d. starfstími þingsins. Starfstíminn nær einungis yfir hluta úr árinu. Og þrátt fyrir að þingmenn viðurkenni að þinghaldið sé of stutt þá flýja stjórnarliðar af hólmi þegar fram koma tillögur frá stjórnarandstöðunni um að lengja starfstímann. Togstreita og valdaþreyta Með hverju ári sem líður eykst togstreitan milli ráð- herranna í ríkisstjórninni og milli ríkisstjórnarinnar og ákveðinna þjóðfélagshópa, t.d. aldraða og öryrkja. Svo mikil er togstreitan orðin að aldraðir og öryrkjar telja sig þurfa að fara í eigið þingframboð til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Togstreitan milli ráð- herranna í þessari þreyttu ríkisstjórn bitnar á mála- flokkum þeirra og þjónustu við almenning. Svikin kosningaloforð eru hluti af ástæðunni fyrir minnkandi trausti á Alþingi. Korteri fyrir kosningar er ýmsu lof- að en korteri eftir kosningar er svo flest svikið í skjóli stjórnarsáttmála meirihlutans. Stjórnarfrumvörp eru oftar en ekki lögð fram seint og keyrð af offorsi í gegnum þingið. Og þegar það er orðin regla frekar en undantekning að þingmannamál séu ekki afgreidd frá Alþingi þá minnkar traustið. Þegar ráðherrar láta svæfa mál í nefndum eða stinga þeim undir stól þá minnkar traustið á Alþingi. Þegar ójöfnuðurinn eykst í þjóðfélaginu þá minnkar traustið. Þegar fátækt er orðin viðvarandi þá minnkar traustið. Þegar ráð- herrar og stjórnarliðar neita að axla ábyrgð í málum eins og Byrgismálinu, þá minnkar traustið. En í því máli var skýrslu um slæmt ástand stungið undir stól og allir sem komu að málinu firra sig ábyrgð og ráð- herrarnir vísa hver á annan. Endurheimtum virðingu Alþingis Það þarf að færa löggjafarvaldið frá ráðherrunum aftur til þingsins. Þegar formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fá sektarkennd tuttugu og þremur árum eftir að forverar þeirra gáfu kvótann okkar og reyna að keyra í gegn á örfáum dögum illa ígrund- aðar breytingar á stjórnarskrá þjóðarinnar þá er Al- þingi endanlega rúið öllu trausti. Alþingi er að glata trausti þjóðarinnar Eftir Valdimar Leó Friðriksson: Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. Í VETUR hafa málefni innflytjenda mikið verið í umræðunni, enda löngu kominn tími til. Í um- ræðunni hefur verið lögð áhersla á mikilvægi ís- lenskunnar sem grunnforsendu þátttöku í íslensku samfélagi. En á sama tíma gleymist gjarnan sá hópur innfæddra Íslend- inga sem á sér annað fyrsta mál en ís- lensku. Samfélag heyrnarlausra á Ís- landi á sér nefnilega annað fyrsta mál, íslenskt táknmál. Á landsfundi Vinstri grænna sem haldinn var helgina 23.–25. febrúar sl. var sam- þykkt ályktun þess efnis að stjórnvöld skyldu við- urkenna íslenskt táknmál sem móðurmál heyrn- arlausra, heyrnarskertra og daufblindra. Einnig liggur fyrir á Alþingi frumvarp til laga sama efnis. Fyrir þessa samfélagshópa er viðurkenningin á táknmálinu sem fyrsta máli þeirra einnig viðurkenn- ing á tilverurétti þeirra í íslensku samfélagi. Með þessari viðurkenningu skuldbinda stjórnvöld sig til að virða rétt hvers einstaklings til mismun- andi þarfa og koma til móts við þá af virðingu. Til þess að þetta verði raunin þarf að stórefla þá túlka- þjónustu sem er í boði til þess að tryggja heyrn- arlausum fullan þátttökurétt í samfélaginu. Full þátttaka ríkisins í greiðslu táknmálstúlkakostnaðar verður því sjálfsögð. Að mínu mati er þátttaka í samfélaginu lykill að lýðræði og á meðan við útilok- um samfélag heyrnarlausra frá fullri þátttöku í sam- félaginu getur þessi hópur ekki tekið þátt í lýðræð- islegri umræðu á Íslandi á fullnægjandi hátt. Ef við viðurkennum ekki íslenska táknmálið sem móðurmál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra í landinu erum við að stuðla að málleysi þessa hóps í sínu eigin heimalandi. Þetta mál er ekki einungis sjálfsagt mannréttinda- mál, heldur myndu aðgerðir að þessu tagi stuðla að því að efla sjálfstraust heyrnarlausra og heyrn- arskertra til muna þar sem þessar aðgerðir ryðja úr vegi mörgum hindrunum sem hamla þátttöku þeirra í samfélaginu. Daglegt líf heyrnarlausra, heyrn- arskertra og daufblindra mun breytast til mikils batnaðar með viðurkenningu á íslenska táknmálinu sem fyrsta máli þeirra. Sjálfsagðir hlutir eins og að tala við fasteignasala, fara á matreiðslunámskeið, í foreldraviðtal í skóla, á fund eða í jarðarför, eru hlutir sem heyrnarlausir þurfa að gera með túlk sér við hlið, túlk sem oft fæst ekki vegna þess að Sam- skiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra fær ekki nægilegt fjármagn. Heyrnarlausir og heyrnarskertir eiga ekki að þurfa að vera þjakaðir af áhyggjum um hvernig þeir geta notið sama aðgengis og við sem heyrandi erum og hver á að borga fyrir það. Það er ótrúlegt að heyrnarlausir og heyrnarskertir þurfi enn að vera betlandi um sín eigin mannréttindi. Þetta er sam- félaginu náttúrulega til skammar! Bætt túlkaþjón- usta leiðir til þess að sjálfsmynd og sjálfstraust heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra mun eflast til muna. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta sinnt daglegum félagslegum þörfum hindr- unarlaust og rofið þá samfélagslegu einangrun sem þessar manneskjur hafa búið við í langan tíma. Heyrnarlausir eiga sér sitt eigið mál, táknmálið, og þeir eru stoltir af því. En þeir eru rændir tæki- færum til að nota sitt eigið mál í heimalandi sínu, því réttindi þeirra eru ekki lögbundin. Þess vegna er mjög mikilvægt að frumvarp um að táknmál verði gert að fyrsta máli heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra, verði að lögum sem allra fyrst! Mállaus í eigin landi? Eftir Elínu Sigurðardóttur: Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík og skipar 7. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík suður. Í þekktri barnabók Guðrúnar Helgadóttur um Pál Vilhjálmsson ákvað Palli að stofna Samtök krakka til að berjast gegn kúgun krakka. Samtökin létu margt gott af sér leiða og bókinni lauk á spá- dómi um framtíðina þar sem því er spáð að Palli og Varði vinur hans haldi áfram að batna alla ævi og leiði þá samtök sem verði Samtök fullorðinna og þeir sem verði fullorðnir þá líkist þá meira börn- um nútímans en fullorðnum nútímans. Palli kom út fyrir 30 árum en enn er full ástæða til að huga að réttindum barna. Hér á landi hefur tilkynningum til Barnavernd- arstofu fjölgað mjög á undanförnum fjórum árum án þess að auknum fjármunum hafi verið varið til mála- flokksins. Ný barnaverndarlög voru sett 2002 og sam- kvæmt þeim á að móta heildstæða stefnu í málaflokkn- um og leggja fyrir framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn að loknum sveitarstjórnarkosningum. Það hefur ekki verið gert þó að talsvert efni liggi fyrir frá fjölda nefnda og hópa sem hafa unnið mikið starf um málið. Samt sem áður snýst þetta um þá sem minnst mega sín í samfélaginu og það eru börn sem standa höllum fæti af einhverjum orsökum, hvort sem það er vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna, fátæktar eða einhvers annars. Það er brýnt að forgangsraða börnunum ofar í stjórnmálum þessa lands. Það skiptir miklu að móta heildstæða stefnu um málefni allra barna, réttindi þeirra og aðbúnað. Það skiptir líka miklu að grípa þeg- ar í stað til aðgerða. Við Vinstri-græn höfum barist fyr- ir gjaldfrjálsum leikskóla og grunnskóla undanfarin ár en hluti af því er að tómstundastarf og skólamáltíðir barna í grunnskólum verði gjaldfrjálsar. Þetta er lyk- ilatriði í því að skapa ekki stéttskiptingu hjá börnum en meðal þess sem hefur komið fram í rannsóknum á fá- tækt er að fátæk börn sitja ekki við sama borð og önnur einmitt í þessum efnum. Það er hlutverk samfélagsins að skapa öllum jöfn tækifæri, t.d. þannig að öll börn geti stundað tómstundir óháð efnahag. Margt gott hefur auðvitað verið gert í barnavernd- armálum hér á landi, eins og t.d. Barnahús þar sem lögð er áhersla á að börn sem sætt hafa kynferðislegu ofbeldi fái alla aðstoð á einum stað. Þessi aðferðafræði hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og var mikið framfaraspor á sínum tíma. Og fleira mætti nefna enda margt gott fólk sem vinnur innan íslenska velferð- arkerfisins. En það eru fleiri mál brýn. Meðal þess er að veita meðferð og hjálp í auknum mæli inni á heim- ilum barna og aðstoða þannig fjölskyldur heildstætt í stað þess að setja börn inn á stofnanir. Ennfremur skiptir máli að veita aukið fé til rannsókna á mála- flokknum til að börnin okkar búi við bestu mögulegu aðstæður. Síðast en ekki síst, sem er auðvitað grund- vallaratriði, þarf að móta heildstæða stefnu um málefni barna þannig að allir, hvort sem er innan skólakerfis, heilbrigðiskerfis eða félagslega kerfisins, hafi skýra sýn í þessum málaflokki. Öll börn eru mikilvæg og það er okkar hlutverk að búa þeim öllum sem best lífsskilyrði. Bíðum ekki eftir að stofnuð verði Samtök krakka til að minna okkur á þennan sjálfsagða hlut. Breytum forgangsröðuninni í stjórnmálum. Kjósum nýja ríkisstjórn í vor. Bíðum ekki með að breyta Eftir Katrínu Jakobsdóttur: Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna. Lögg. fasteignasali Hrafnhildur Bridde Sigurberg Guðjónsson hdl. Skógarhlíð 22 • 105 Reykjavík • Sími 534 2000 • Fax 534 2001 534 2000 www.storhus.is NORRÆNAR HÓTELÍBÚÐIR Í KAUPMANNAHÖFN Við höfum hafið sölu á norrænum hótelíbúðum í miðbæ Kaupmannahafnar. • Um er að ræða 56 hótelíbúðir. • Hægt er að velja mismunandi stærðir íbúða. • Íbúðir skilast fullbúnar með húsgögnum. • Fundaraðstaða til að hitta gesti eða viðskiptavini. • Íbúðin er í hótelútleigu þegar þú notar hana ekki. • 500 m til Fisketorvet, ný og glæsileg verslunarmiðstöð. • Um 5-10 mínútna gangur er í Tivolí og á Ráðhústorg. • Nokkrar íbúðir óseldar. • 90 % lán fæst á hverja íbúð ef óskað er. • Afhending íbúða vor/sumar 2008 • Arðbær fjárfesting sem þú mátt ekki missa af. Agnar Agnarsson, lögg. fasteignasali 820 1002 Ísak V. Jóhannsson, sölustjóri 822 5588 Sérhæfð fasteigna- og fyrirtækjasala með áratugareynslu starfsmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.