Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 46
46 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Híf opp æpti karlinn inn með trollið inn. Hann er að gera haugasjó inn með trollið inn. (Jónas Árnason) Að leiðarlokum vil ég þakka svila mínum Trausta Jónssyni trygga samfylgd í rúm 40 ár. Ég sá og kynntist honum fyrst þegar við Dóra komum í heimsókn til hans til Ólafs- víkur. Þar bjó hann með konu sinni Engilgerði (Gerðu) Sæmundsdóttir og Ásdísi dóttir þeirra. Þar sá ég einnig í fyrsta skiptið tengdamóður mína Ríkey Eiríksdóttur, þá glæsi- legu baráttukonu. Blessuð sé minn- ing hennar. Fyrir ungan mann, sem var að stíga óvænt um borð í stóra samhenta fjölskyldu fann ég þarna Trausti Jónsson ✝ SkarphéðinnTrausti Jónsson fæddist á Arn- arstapa á Snæfells- nesi 25. október 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 24. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 7. mars, í kyrrþey. strax traustan vin og sú vinátta hélst alla tíð. Samverustundirnar síðan hafa verið marg- ar og ánægjulegar. Á síldarárunum, fyrst á Siglufirði og síðar á Seyðisfirði, var Trausti farsæll vél- stjóri á Jökli, Stapa- fellinu og Jóni á Stapa frá Ólafsvík hjá bróð- ur sínum Tryggva skipstjóra, þeim mæta manni. Þeir bræður lönduðu oft á Seyðisfirði hjá söltun- arstöðinni Hrönn og Borgum. Gerða saltaði síld á Borgum. Sumrin sem þau hjón voru með okkur á Seyð- isfirði voru hlaðin ævintýrum í síld- arstemmningunni. Minnist ég m.a. ferða okkar með þeim systrum um Héraðið, Mjóafjörð, Borgarfjörð, Vopnafjörð og víðar. Heimsóknir okkar Dóru til ykkar suður, þegar þið eruð flutt á Skeiðarvoginn, síðan í Ljósheimana, voru árvissar og ekki má gleyma uppáhaldsstaðnum henn- ar Dóru, Nónhól á Arnarstapa. Þar sóttir þú sjóinn á þinni trillu. Þær systur dunduðu sér sælar í garðinum og fallegri náttúrunni á meðan þær biðu eftir þér úr róðri. Þar leið henni og ykkur svo vel. Einnig minnist ég góðra stunda sem við áttum saman á Kanarí . Þær systur voru í raun aldr- ei langt frá hvor annarri þó að önnur væri búsett á Seyðisfirði en hin í Reykjavík. Þegar Dóra settist með gítarinn sinn, þú búinn að fá þér í pípu og tókst nikkuna í kjöltuna, textabókin komin á sinn stað, ég og Gerða búin að koma okkur þægilega fyrir, þá mátti sko bóka frábæra tón- leika. Ekki skemmdi það nú fyrir þegar þær systur (Stína, Gullý, Est- er og Ella) og bræðurnir (Steini og Haddi) mættu á tónleikana með sína ágætu maka. Ekki má gleyma stuð- boltunum Rikka og Binnu, þá var nú gefið vel í. Ég þakka þér, Trausti minn, fyrir samfylgdina öll þessi ár. Þakka þér fyrir að vera eins og þú varst. Þó að samverustundum okkar hafi fækkað nú allra síðustu árin þá hefur þú alla tíð átt vissa „hillu“ hjá okkur fjöl- skyldunni á Seyðisfirði. Bodda og Óli í Danmörku þakka þér allt sem þú varst þeim. Inga sendir þér innilegar þakkir fyrir „samveruna“ 1971-72 og Ester, Jói, Steini og Didda senda kveðjur og þakkir. Þegar þú nú hverfur yfir móðuna miklu, kæri vinur, og hittir þær systur, skilaðu þá kveðju. Ég sakna ykkar. Sjáumst síðar. Rikki, Binna, börn og barnabörn, minning um frábæran pabba, tengdapabba og afa lifir. Þorvaldur Jóhannsson (Valdi). Látinn er í Dan- mörku vinur minn Jón Jónsson eftir löng veikindi, langt um ald- ur fram, 63 ára. Ég kynntist Jóni fyrir allmörgum árum, við náðum fljótt saman enda höfðum við sama áhugamál, sem var sölumennska og unnum við hjá sama fyrirtæki, sem vinur og félagi okkar átti. Jón var afbragðs sölumaður, ég leyfi mér að segja snillingur á því sviði. Hann gat farið í hvaða gervi sem var sem aðrir gátu ekki. Honum var lagið að fá aðra til að vinna í sína þágu. Til dæmis fékk hann ráðherra til að koma fram í auglýsingu fyrir af- bragðs spil, sem hann fann upp Jón Jónsson ✝ Jón Jónssonfæddist í Reykjavík 7. júní 1943. Hann andaðist á Sjúkrahúsi Hró- arskeldu í Dan- mörku 5. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 9. mars. ásamt öðrum. Ég held að engum hefði tekist að gera þetta á þeim tíma. Þetta vakti gíf- urlega athygli. Jón var mikill uppfinn- ingamaður og það leið varla sá dagur sem hann kom ekki með einhverjar nýjar hug- myndir. Jón fór í nám til Noregs og lærði lag- metisiðju. Hann reyndi fyrir sér með ýmsar nýjungar eftir að hann kom heim úr námi, sumar alveg frábærar. Hann var að mörgu leyti langt á undan sinni samtíð. Jón var traustur vinur og félagi. Það stóð ekki á honum ef vinir hans og félagar áttu ekki pening, það skipti ekki máli, hans viðmót var ætíð; ég á peninga, ég borga. Svo var aldrei minnst á það meira. Þann- ig var Jón. Leiðir okkar Jóns skildu þegar hann og fjölskylda hans fluttust bú- ferlum til Danmerkur. Eftir það hittumst við sjaldnar. Hann kom þó ávallt til Íslands í lengri eða skemmri tíma. Þá voru rifjaðir upp gömlu góðu dagarnir, sem við héld- um að yrðu alltaf ein hamingja og gleði, en þeir hurfu eins og aðrir dagar og nýir komu í staðinn. Þann- ig er lífsins saga. Það er mikill söknuður að Jóni. Hann gekk alltaf hreint til verks. Hann skapaði sína eigin tísku, sem allir tóku eftir, hann var sjálfstæður og setti það ekki fyrir sig hvað aðrir sögðu. Maður vissi alltaf hvar maður hafði hann. Slíkum manni er ekki hægt annað en að bera virðingu fyr- ir. Ég vil þakka forsjánni fyrir að hafa kynnst þessum góða dreng. Með þessum fátæklegu orðum mínum vil ég þakka honum tryggð og góða vináttu. Megi Guðs blessun fylgja fjölskyldu hans á þessum erf- iðu tímum. Ég sendi þeim mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Baldvin E. Albertsson. Ingvar Ásmundsson var þéttur á velli og enginn veifiskati. Hann var oft býsna þungbúinn á svip, setti í brýnnar og horfði ódeigur á veröldina, hvernig sem hún lét. Mörgum þótti hann harður í horn að taka; skapmikill og örlyndur nokkuð, hugmyndaríkur og óvæginn, oft þver. Hann var stærðfræðingur góður, öflugur kennari, vinfastur og tryggur, ráða- góður og skemmtilegur í góðum hópi. Hann tók oft stórt upp í sig og var hreinskiptinn í samskiptum og viðræðum og oft hrjúfur í deilum svo að undan sveið. Hann var öflugur skákmaður og mér er ekki grunlaust um að hann hafi að nokkru leyti litið á lífið sem flókna skák. Hann var Ingvar Ásmundsson ✝ Ingvar Ás-mundsson fædd- ist í Reykjavík 10. júlí 1934. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 21. febrúar síðaslið- inn og var útför hans gerð frá Hall- grímskirkju 1. mars. árásargjarn í tafli og stundum þótti sam- ferðamönnum að í fasi sínu tæki hann mið af því. Það hæfir honum sem Hannes Hafstein segir í ljóði: Klíf í brattann! Beit í vind- inn,/ brotin þræð og hika ei!/ Hik er aðal erfðasyndin. Atvikin höguðu því svo að við Ingvar unn- um náið saman um hríð í Félagi áfanga- skóla og hittumst auk þess oft á margvíslegum fundum þar sem málefni framhaldsskóla voru til umræðu. Við töluðumst oft við í síma um einstök mál, ekki síst ef nemendur höfðu gerst brotlegir. Hann bar hag nemenda fyrir brjósti, og ég veit með vissu að hann tók nærri sér að beita þá hörðu og gerði það ekki nema í nauðir ræki. Hryss- ingslegt orðalag var ekki vottur um eðli hans, heldur skel eða skrápur um tilfinningaríkt lunderni. Ingvar Ásmundsson sigldi aldrei lygnan sjó í störfum sínum og stund- um voru athafnir hans umdeildar eins og títt er um menn sem ekki binda bagga sína sömu hnútum og fjöldinn. Hann sætti oft gagnrýni en svaraði jafnan fullum hálsi. Mér fannst gott að eiga hann að þegar ég var í vafa um hvaða ákvörðun skyldi tekin. Í skólastarfi þurfa menn að taka margar ákvarðanir og flestar án mikillar umhugsunar, og ég lærði af Ingvari að betra er að taka vit- lausa afstöðu – og biðjast þá afsök- unar – heldur en láta skeika að sköpuðu. Síðustu ár barðist Ingvar við krabbamein af því afli sem honum gafst, og á sama tíma blómstraði skákgáfan; hann stóð sig með ólík- indum vel á mótum og naut þess að tefla sem aldrei fyrr. Nú hefur hann lotið í lægra haldi í þeirri skák sem enginn vinnur. Grímur Thomsen segir í ljóði að sálin sljóvgist í stöð- ugum meðbyr, að hjartablóðið storkni sömuleiðis og viljans dignar verkastál, visnar hjartans gróði; vanti bæði beizkt og salt, bragð á sætu dofnar, ljúffengt verður leitt, í allt löngun út af sofnar. Þetta verður sízt sagt um Ingvar Ásmundsson, hugur hans var vökull og samur við sig til lokadægurs. Eiginkonu hans og öðrum ástvinum sendi ég samúðarkveðju. Sölvi Sveinsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, stjúpsonur, vinur okkar og bróðir, BJARNI ÞÓRÐARSON frá Hellissandi, sem lést laugardaginn 31. mars, verður jarðsung- inn frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 7. apríl kl. 14.00. Jarðsett verður á Ingjaldshóli. Hrefna Bjarnadóttir, Shaun Oliver, Eggert Bjarnason, Helen Billington, Katla Bjarnadóttir, Sigmundur Heiðar Árnason, Bjarney Vigdís, Tanja, Svava, Matthías, Dádi, Kristófer, Anton, Alyssa og Aletta, Sigurlaug Sigurjónsdóttir, Svava Eggertsdóttir, Lúðvík Kemp og systkini hins látna. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI ÁSMUNDUR GÍSLASON, lést á heimili sínu þriðjudaginn 3. apríl síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jónína Halldóra Einarsdóttir, Rósamunda Gerður Bjarnadóttir, Skúli Skúlason, Guðrún Hildur Bjarnadóttir, Gísli Jón Bjarnason, Guðbjörg Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar kæra vinkona, ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Miðtúni 78, Reykjavík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd vina hennar, Guðbjörg Benediktsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Eystri-Skógum, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, laugardaginn 31. mars. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. apríl kl. 11.00. Sólveig Guðmundsdóttir, Sigþór Sigurðsson, Ólafur Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Guðmundsson, Jóhanna Hannesdóttir, Pétur Guðmundsson, Alda Guðmundsson, Gunnar Guðmundsson, Sigurjóna Björgvinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Frænka okkar og systir, EMMA CORTES, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund að morgni miðvikudagsins 4. apríl. Garðar Cortes, Jón Kristinn Cortes, Anna Margrét Cortes og fjölskyldur. ✝ Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, ÞORVARÐUR STEFÁN EIRÍKSSON, Hörgsholti 9, Hafnarfirði, lést laugardaginn 31. mars sl. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 13. apríl kl. 15.00. Eiríkur Rúnar Þorvarðarson, Svanhildur Ladda Þorvarðarson, Gunnar Kiatkla Eiríksson, Ásgerður Ólína Jónasdóttir, Ingimundur Vigfús Eiríksson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.