Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 49

Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 49 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Það er stutt á milli bæjanna Fremstuhúsa og Gemlufalls í Dýra- firði. Fyrir nær 87 ár- um litum við Guðrún Guðjónsdóttir augum þennan jarð- neska heim. Frá þeirri stundu höfum við alltaf vitað hvor af annarri. Við fórum svo að segja samhliða til Reykjavíkur og höfum dvalið þar síð- an. Æskuárin áttum við báðar í for- eldrahúsum. Við vorum saman í barnaskóla, sem þá hét farskóli, því kennt var á þremur stöðum í Mýra- hreppi, þrjár vikur á hverjum stað. Við vorum líka samferða í boðun Guðs á þessari jörðu, fermdumst sama dag- inn hjá hinum mikla og góða fræði- manni, séra Sigtryggi Guðlaugssyni presti og prófasti og stofnanda hér- aðsskólans að Núpi í Dýrafirði, sem rauf einangrun dreifbýlisins í fræðslu og menntun. Guðrún var að því leyti vel borin að móðir hennar var Borgný Her- mannsdóttir sem var Núpsskóla- gengin og systir Guðmundar sem bar uppi alla barnamenntun í langan tíma. Faðir Guðrúnar, Guðjón Dav- íðsson var organisti og söngstjóri alla sína tíð í Mýrakirkju og leiddi söng þar sem fólk kom saman. Börn hans kvöddu föður sinn með söng í Mýra- kirkju þegar hann fór þangað sína síðustu ferð. Það var einstakt þegar börnin sungu saman þá tónlist sem hann einmitt hafði lagt fram krafta sína og færni við. Hún var ekki löng leiðin á milli æskustöðva okkar. Hún var jafnvel eitthvað lengri hér í Reykjavík, en við Guðrún Guðjónsdóttir ✝ Guðrún Guð-jónsdóttir fædd- ist í Fremstuhúsum í Dýrafirði 29. októ- ber 1920. Hún lést 14. febrúar síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskapellu 21. febrúar. vissum alltaf hvor af annarri. Allir dagar voru samt jafnir að því hvað vel fór á með okk- ur og nú vil ég þakka henni og hennar fólki gegnum æviferðina. Hún var góð og mörg gleðistund sem við átt- um saman við spila- borðið og þá oftast nær heima hjá henni. Hún hafði mjög gaman af að spila því lundin var svo létt að hún lét ekki á sig fá þótt hún næði ekki geiminu, en var vandvirk í því sem öðru. Það er mér vel kunnugt bæði í sjón og raun. Fremstuhúsaheimilið bar sinn sér- staka menningarblæ. Það var gott að eiga þar vina að fagna. Litli bróðir hennar Hermann Birgir hlaut þann mikla skaða að missa heyrnina. Á þeim tíma var ekki mikið um hjálp við því meini. Þó var tekinn til starfa hér í Reykjavík skóli fyrir heyrnarlausa og tók Guðrún þá ábyrgð að fylgja bróð- ur sínum í þann skóla. Þannig hóf hún frama sinn í vinnu við slíkar stofnanir sem fóru ört vaxandi frá þeirri tíð. Það varð snemma hennar helgidómur að gæta slíkra stofnana. Ég veit að það eru mörg tár sem hún þerraði af litlu börnunum í leikskólunum henn- ar. Ég sé þau glitra sem perlur er nú lýsa henni á nýjum brautum. Það er stór og fallegur hópur sem þakkar henni fyrir þær huggandi hendur og gleðjandi þegar hún söng fyrir þau og sagði margar sögur. Ég er ein eftir af fermingarhópn- um. Þótt stutt hefði verið á milli bæj- anna í æsku þá var enn styttra á milli okkar hér undir sama þaki þegar kveðjustundin kom. Hópinn frá Fremstuhúsum sem farinn er, kveð ég með kærri þökk fyrir samfylgdina. Minningin um ljúfa æskudaga og kæra vini gefur birtu inn á nýja braut. Ég votta fjölskyldu og vinum Guð- rúnar samúð á þessari stundu. Jónína Jónsdóttir. Í lífinu skiptast á skin og skúrir og óhætt er að segja að oft sé skammt stórra högga á milli. Í lok október síðastliðins dó Matti afi og nú, að- eins fjórum mánuðum síðar, kvaddi amma í Eyjum eftir snarpa og ójafna baráttu við krabbamein. Þegar horft er um öxl og lífshlaup hennar metið verður ljóst að líf ömmu var ekki alltaf dans á rósum. Hún varð ekkja með þrjú börn á fer- tugsaldri, barðist við lífshættulegt krabbamein um fimmtugt og mátti svo sætta sig við að þurfa að draga lífsandann síðustu ár ævinnar með tilstuðlan súrefniskúts, að nóttu sem degi. Heilsan var eflaust oft slæm, en ekki var annað að sjá og heyra en að hún tæki því með æðruleysi því aldrei varð ég var við að hún kvart- aði sérstaklega yfir hlutskipti sínu í lífinu. Henni fannst gaman að lifa og nefndi stundum að sér hugnaðist vel að fá jafnvel að verða níræð, líkt og Nína langamma. Því miður varð það ekki raunin og í dag verður hún jarðsett hjá mönnunum sínum tveimur í Fossvoginum. Við sitjum eftir með söknuð í hjarta en hún hef- ur fengið verðskuldaða hvíld. Amma var glæsileg og litrík kona sem einatt var vel til fara og bar Margrét Magnúsdóttir ✝ Margrét Magn-úsdóttir fæddist í Njarðvík 8. janúar 1932. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi fimmtudaginn 1. mars síðastliðinn. Útför Margrétar fór fram frá Að- ventistakirkjunni í Reykjavík 9. mars sl. mikinn þokka. Hún lagði sig fram um að vera vel förðuð og snyrt, og var líka einkar glæsilega til- höfð um hárið. Hún vakti því verðskuldaða athygli hvar sem hún kom. Heimili hennar spegluðu líka snyrti- mennsku hennar og alúð. Ég minnist hennar með klút á lofti jafnskjótt og kaffi- eða matartímum lauk, því henni var mikið í mun að halda öllu hreinu og fínu. Hún sá líka til þess að eiga allt- af til eitthvað gott að borða og í minningunni frá Vesturveginum voru oft og iðulega 2–4 sortir af tert- um tilbúnar þegar maður var kall- aður í kaffi og á matmálstímum var margréttað og yfirleitt allar tegund- ir af meðlæti. Ég skynjaði það ungur að aldri að ég naut sérstaks dálætis ömmu, enda fyrsta barnabarnið hennar og auk þess alnafni Þóris afa sem dó fjórum árum áður en ég kom í heiminn. Alltaf fannst mér jafn gaman að koma til hennar, maður fann sterkt fyrir væntumþykjunni og ekki skorti á varnaðarorðin þegar ég fór niður í bát til afa. Ég var signdur í bak og fyrir og á ég eflaust von á því að hún hafi farið með stutta bæn í hljóði, að biðja góðan guð um að láta nú ekkert koma fyrir forvitinn lítinn strák sem alls staðar vildi fá að vera og koma með. Það er mér sérstaklega ofarlega í huga á þessum tímamótum þegar Geir Logi, sonur minn, fékk afmæl- isgjöf frá henni á tveggja ára afmæli sínu í síðasta mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmföst á sjúkrahúsinu í Vest- mannaeyjum sá hún til þess að litli maðurinn yrði hvergi útundan og sendi honum veglega afmælisgjöf. Þeirri gjöf fylgdi fallegt afmæliskort sem nú, eftir á að hyggja, mætti lesa sem eins konar kveðjubréf. Að lík- indum grunaði ömmu í hvað stefndi og vildi nota tækifærið og kveðja á sinn sérstaka hátt. Það kort verður vel varðveitt. Við kveðjum ömmu með þakklátri eftirsjá og leyfum okkur að umorða hennar eigin kveðju úr kortinu góða: Elsku amma í Eyjum, njóttu þín á nýjum slóðum. Guð geymi þig alla tíð. Þórir Jóhannsson, Þórdís Geirs- dóttir og Geir Logi Þórisson. Það eru ekki nema fjórir mánuðir síðan ég skrifaði minningargrein um föður minn. Nú er það móðir mín sem er farin. Á þessum tímamótum koma margar spurningar upp í huga manns. Var maður nógu góður, gerði maður allt sem hún vildi, þakkaði maður henni nógu vel fyrir allt sem hún gerði fyrir mann? Mamma sagði mér oft hvað hún hefði saknað mömmu sinnar mikið og spurði hvort ég myndi sakna hennar þegar hún færi héðan. Já, það mun ég gera. En það er svo margt sem ég á eftir að þakka henni fyrir. Aðallega þakka ég henni fyrir að vera móðir mín, því ekkert í heimi hér er jafndýrmætt og móðir manns. Ég held að mamma hafi ekki kvið- ið dauðanum. Hún sagði svo oft að dauðinn væri eins og svefn, maður svæfi eina nótt og vissi ekkert af sér fyrr en Guð kæmi og sækti mann. Því kveð ég þig með þessum orð- um: Nú kyssi ég þig góða nótt því svefninn hefur að þér sótt og veikindin nú hverfa á brott elsku mamma, góða nótt. Magnús Þórisson. Elsku amma, ég kveð þig með harm í hjarta en á sama tíma með ákveðnum létti því nú ertu komin til Guðs sem þú elskaðir og dáðir allt þitt líf. Það var svo erfitt að horfa upp á hvernig Alz- heimers-sjúkdómurinn tók yfir huga þinn smám saman en nú ertu loksins frjáls. Sem barn fluttumst við mamma og systkinin endurtekið landshorna á milli. Á hverjum stað undum við okkur vel, enda bjartsýn og lífsglöð að eðlisfari. Við áttum okk- ur samt alltaf einn fastan punkt í til- verunni, einn stað þar sem við vorum alltaf velkomin. Þessi staður var heimili þitt og afa í Selbrekkunni. Hjá ykkur voru dyrnar alltaf opnar og alltaf tími til að setjast niður og tala María Pétursdóttir ✝ María Péturs-dóttir fæddist í Hovi á Suðuroy í Færeyjum 3. októ- ber 1929. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Kumbaravogi 9. febrúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Hafnarfjarð- arkirkju 15. febrúar. saman um lífið og til- veruna. Þú varst alla tíð svo ótrúlegur persónuleiki, svo sterk og ákveðin og aldrei nokkurn tíma hrædd við að segja þína skoðun. Í minn- ingunni ert þú eins og blíður hertogi sem einn síns liðs ber ábyrgð á því að allir þegnar rík- isins njóti sín til fulln- ustu. Þú fylgdist grannt með öllum við- burðum, og hrósaðir óspart þegar vel gekk. Þrátt fyrir að við höfum búið stærsta hluta ævi minnar úti á landi varstu alltaf mætt til að fagna með mér á gleðitímum. Ef eitthvað gekk ekki sem skyldi varstu ávallt tilbúin til þess að hlusta og koma með ráð til að bæta ástandið. Það var svo sann- arlega ekki að ástæðulausu sem þú varst kölluð stóra-Mæja, en ég litla- Mæja, þótt ég væri næstum höfðinu hærri! Ég mun sakna þín elsku amma mín en það er huggun harmi gegn að ég veit að þú munt halda áfram að fylgjast með mér og veita mér styrk, jafnt á gleði- sem sorgartímum. María. Það er gjarnan svo þegar litið er til baka til æskuáranna, þá er eins og alltaf hafi ver- ið sól og sumar, leikir og ærsl. Æskuheimilið var sannkallað fjöl- skylduhús. Foreldrar mínir Harald- ur og Þórunn og við tvö systkinin á efri hæðinni og föðursystir mín, Guðríður Eiríka, eða Budda, eins og hún var jafnan kölluð, og Rafn á neðri hæðinni með sín fjögur börn. Sambýlið í Nóatúni 19 var til fyr- irmyndar. Þar bar aldrei skugga á. Hún frænka mín var röggsöm, fyr- irmyndar húsmóðir og snjöll hann- yrðakona. Það veit ég með vissu, því henni tókst að kenna mér að handleika heklunál. Efnin voru kannski ekki alltaf mikil og kröf- urnar minni í þá daga en nú. Í af- mælum og fermingarveislum var stundum þröngt setinn bekkurinn en það var eins og húsnæðið stækk- aði er gestunum fjölgaði, enda er það svo að þar sem nóg er hjarta- rúm skortir ekki húsrými. Budda og Rabbi voru einstaklega náin, og mér fannst þau eiginlega alltaf eins og nýtrúlofuð og ástfangin. Milli þeirra ríkti alveg sérstakt og kær- leiksríkt samband. Á bernskuárunum var þeirra heimili mitt annað heimili og þaðan á ég margar og góðar minningar, sem mér er ljúft að minnast og þakka. Nú að leiðarlokum er hugurinn hjá Rafni og börnum þeirra Buddu og þeirra fjölskyldum. Þeim send- Guðríður Eiríka Gísladóttir ✝ Guðríður EiríkaGísladóttir fæddist í Reykjavík 7. október 1922. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 22. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 2. apríl. um við Eiður og fjöl- skyldan öll innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu góðrar konu. Eygló Helga Haraldsdóttir. Við andlát móður- systur minnar Guðríð- ar Eiríku, eða Buddu eins og hún var alltaf kölluð, rifjast upp minningar upppvaxt- aráranna. Hún var ung að árum þegar hún hitti ástina sína, hann Rafn og sú ást hélst alla tíð. Það var falleg sjón að sjá þrátt fyrir veikindi þeirra beggja síðari árin, þar sem þau voru búin að gleyma nöfnum hvors annars var ástin enn til staðar. Þau litu ást- leitnum augum hvort á annað og héldust í hendur. Börn þeirra urðu 6 en eitt lést nokkurra mánaða. Þau bjuggu mestan hluta ævinnar á neðri hæð í Nóatúni, í sambýli við Tótu og Halla bróður. Minningar mínar frá „Nóanum“ eru margar og alltaf var spennandi að koma og vera innan um fjörið því alltaf var nóg pláss þó fjölskyldan væri stór. Ég minnist gamlárskvölds þegar við mamma fórum niður í Nóa. Eftir að búið var að borða var farið gang- andi að brennu á Klambratúni með stjörnuljós og Jókerblys. Og þegar komið var til baka var hitað súkku- laði, borðuð randalína og hálfmánar og síðan sest við að spila. Árin liðu, Budda og Rabbi fluttu á Laugar- nesveginn, við krakkarnir eignuð- umst okkar börn. Þá varð þrett- ándinn veisludagur hjá Buddu og Rabba. Það var dagur sem enginn vildi missa af „annar í gamlárs- kvöldi“. Minningar frá því þegar Budda þurfti að fara til að leita bót- ar meina sinna í kóngsins Köben. Þar fór Rabbi með og hélt í hönd hennar, það var hennar styrkur. Þaðan voru send bréf og við hvött til að skila góðum árangri úr skól- anum. Minningar um þegar bíll var fenginn að láni og farið í berjamó, síðan sultað og saftað. Margar ferð- ir með saumaklúbbnum þegar leigð var rúta og allir drifnir að stað í ferðalag. Þær systur Budda og Erla voru ekki bara systur þær voru góðar vinkonur og áttu sama vina- hópinn. Var það til þess að við krakkarnir tengdumst sterkari böndum. Budda var ekki margmál né framhleypin kona. Hún hafði sterk- ar skoðanir og gat verið föst fyrir. Bækur voru hennar yndi enda var hún hafsjór af fróðleik og ættfræðin var hennar áhugamál. Já, það var gott að geta flett upp í Buddu ef ættfræðin þvældist fyrir manni, hún vissi það allt. Hún var vinnusöm, saumaði á börnin, prjónaði peysur, sokka og vettlinga á alla og heklu- nálin lék í höndunum á henni. Hún var ekki rík af veraldlegum auð- æfum en hún var rík af hlýju sem hún sýndi á sinn sérstaka hátt. Þeg- ar hún tók á móti manni, sagði hún: „Sæl, væna mín, ert þú komin.“ Ég kveð nú góða frænku og þakka fyrir samfylgdina. „Vertu sæl, væna mín.“ Ástvinum sendi ég samúðarkveðj- ur frá okkur Kjartani. Við biðjum um að ljósið megi lýsa ykkur öllum. Magnea Erludóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.