Morgunblaðið - 05.04.2007, Qupperneq 52
52 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinna
0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 20 21 22 23 24 2519
Láttu okkur mæla með þér!
SKÓGARHLÍÐ 12 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 520 4700 • WWW.HAGVANGUR.IS
- við ráðum
Starfssvið:
Efla og auka samskipti við bandaríska ferðasala
Stjórna og hafa umsjón með ákveðnum þáttum í samstarsverkefninu
Iceland Naturally í Norður Ameríku
Skipuleggja viðburði í nafni Iceland Naturally
Hafa frumkvæði að, fylgja eftir og ljúka ýmsum mikilvægum samstarfsverkefnum
Skipuleggja fjölmiðlaherferðir og heimsóknir fjölmiðla til Íslands fyrir Ferðamálastofu í USA
Ábyrgð á markaðssetningu á netinu, umsjón með vefsíðum Ferðamálastofu
í USA, kynningum og viðburðum, samskiptum við ferðaþjónustu aðila í USA, bæklingagerð og annari útgáfu.
Þátttaka í stefnumótun og markaðsrannsóknum
Ábyrgð á tölvumálum skrifstofunnar í USA
Önnur verkefni á skrifstofunni
Kröfur til umsækjanda:
Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólamenntun, helst á viðskiptasviði frá erlendum háskóla, t.d. bandarískum
og hafi reynslu af hliðstæðu starfi. Kostur er ef viðkomandi hefur verið búsettur í USA.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu og hæfileika til að vinna í samstarfi ólíkra aðila að markaðs- og sölumálum.
Umsækjandi þarf að vera vel kunnur notkun internets og helsta hugbúnaðar sem við eiga í daglegu starfi.
Umsækjandi verður sem stjórnandi að geta unnið sjálfstætt að mörgum verkefnum á sama tíma og að vera
umhugað um að stunda skipuleg vinnubrögð.
Viðkomandi þarf að tala og skrifa góða íslensku og ensku svo og að hafa þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu.
Starfið er erilsamt og felur í sér búsetu í New York eða nágrenni. Búast má við talsverðum ferðalögum. Starfsstöð
er á skrifstofu Ferðamálastofu í New York sem ennfremur hýsir skrifstofur ferðamála hinna Norðurlandanna.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf 1. júlí n.k eða eftir nánara samkomulagi.
Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
thorir@hagvangur.is
Lækjargata 3 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is
Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 464 9990 | Fax 464 9991 I Netfang: upplysingar@icetourist.is
MARKAÐSSTJÓRI
FYRIR FERÐAMÁLASTOFU
Í BANDARÍKJUNUM
www.visiticeland.com www.icelandtouristboard.com www.ferdamalastofa.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is” fyrir 22.apríl nk.
Númer starfs er 6450.
Ferðamálastofa óskar að ráða á skrifstofu sína í New York áhugasaman og öflugan markaðsstjóra sem hefur
það meginverkefni að markaðsetja Ísland sem áfangastað fyrir ferðamenn. Bandaríkjamarkaður er einn af
meginmörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu og Ferðamálastofa vinnur markvisst að því að auka komur
Bandarískra ferðamanna til Íslands.
Bjarg Akureyri
Sjúkraþjálfara
vantar til starfa
Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar að Bjargi,
Akureyri, óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara sem
fyrst. Starfshlutfall er samkomulagsatriði.
Í boði eru góð laun og réttindi, góð vinnuað-
staða og samhentur starfshópur. Endurhæfing-
in er rekin í sama húsnæði og Líkamsræktin
Bjarg og að hluta í samstarfi. Á Bjargi starfa 12
sjúkraþjálfarar og 1 iðjuþjálfi.
Akureyri býður upp á öll lífsins gæði. Ef þú hef-
ur áhuga þá veitir Pétur Arnar Pétursson fram-
kvæmdastjóri allar nánari upplýsingar í síma
462 6888, 854 5475 eða petur@bjarg.is.
Sjálfsbjörg Akureyri.
Baader-maður
Baader-maður óskast á frystitogarann
Gnúp GK 11. Upplýsingar í síma 852 8205 eða
892 2502.
Atvinna
Tannsmiður óskast.
Sella ehf, tannlæknastofa, Hofsbót 4, 600 Akur-
eyri óskar eftir vönum tannsmið í fullt starf.
Þarf að geta byrjað sem fyrst.
Upplýsingar gefur Kristján í síma 462 6323.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2006.
Raðauglýsingar 569 1100
Atvinnuhúsnæði
Íbúð til leigu
Til leigu er 5 herbergja, um 135 m² íbúð stað-
sett í Hlíðunum í Reykjavík.
Um er að ræða langtímaleigu.
Áhugasamir sendi upplýsingar um fjölskyldu-
stærð, símanúmer og kennitölu til:
baldur@storeign.is - Baldur gsm 861 2535.