Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 60

Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 60
Börnin eru í ánauð því foreldrar þeirra hafa tekið lán og þurft að setja þau að veði fyrir láninu… 62 » reykjavíkreykjavík Á MÁNUDAGINN hefst tónleikaferðalag Bjarkar Guðmundsdóttur um heiminn, en þá heldur hún tónleika í Laugardalshöll, sína fyrstu hérlendis í sex ár. Tónleikaferðalagið er vegna nýrrar hljóðversplötu, Volta, sem kemur út 7. maí næstkomandi. Á tónleikunum nýtur Björk m.a. fulltingis blásarasveitar sem skipuð er tíu ungum stúlkum, svokallaðs blás- aradesetts (oktett, nónett, desett). Þær Brynja Guðmundsdóttir (túba) og Sylvía Hlynsdóttir (trompet) nýttu hádeg- ishléið í að ræða við blaðamann en desettinn, ásamt Björk og fleiri hljómveitarmeðlimum, er nú eðlilega við stífar æfingar. Aðrir með- limir desettsins eru þær Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Erla Axels- dóttir, Særún Ósk Pálmadóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Valdís Þorkelsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Björk Níelsdóttir. Það var í nóvember síðastliðnum sem Björk og hennar fólk fór að safna hópnum saman, sem er á aldursbilinu átján upp í tuttugu fimm. Þær stöllur Brynja og Sylvía segja að sá hópur sem mætir þessum kröfum (ungar íslenskar stúlkur sem leika á blásturshljóð- færi) sé lítill og flestar hafi þær þekkst eitt- hvað áður. Þær rifja upp að viðbrögð við símtölunum upprunalega voru á ýmsa vegu, og sumar stúlknanna skelltu óðar á, töldu að það væri verið að gera at í sér. „Ég man að ég öskraði í símann JÁ! ÉG ER TIL!" segir Sylvía og hlær. „Það var auð- vitað ekki hægt að segja nei við svona tæki- færi. Hmmm … hvort á ég að klára 7. stigið eða fara í tónleikaferð um allan heim með Björk? Þessi ákvörðun var ekkert sérstaklega erfið. Það verður ekki amalegt að hafa þetta á ferilskránni og svona nokkuð býðst ekki á hverjum degi. Ég myndi segja að þetta væri algerlega einstakt tækifæri, og ég hefði séð eftir því alla ævi ef ég hefði ekki stokkið á þetta.“ Brynja samsinnir þessu og viðurkennir að þetta sé alveg ný reynsla fyrir sig. Hún hafi ekkert unnið með fólki úr dægurlagaheim- inum áður, hafi mest verið að spila með lúðra- sveitum og vinna hennar til þessa hafi verið svo gott sem rígbundin við hinn klassíska heim. „Ég upplifi þetta mjög svart og hvítt.“ Sylvía hefur hins vegar aðra sögu að segja, hefur starfað nokkuð við djass og hefur leikið með Benna Hemm Hemm t.d. En vissulega er það vinnuferli sem hún og stúlkurnar eru að ganga í gegnum núna sem nýr heimur. Hjálpast að Desettinn hefur nú starfað náið saman í fimm vikur. Hópurinn er að þéttast en á ýmsu hefur gengið segir Sylvía og glottir. „Þú getur rétt ímyndað þér, tíu stelpur í hóp, mikil samvera, spenna og pressa. Mér finnst þó einkennandi að við erum allar sem ein staðráðnar í að standa okkur og hjálpast að við þetta.“ Stúlkurnar eru búnar að skuldbinda sig í rúmt ár og eiga eftir að ferðast til allra heims- álfanna, utan Suðurskautslandsins. Brynja og Sylvía eru nánast hlessa yfir því að Björk skuli hafa valið að nota þær, því að hún er í þeirri stöðu að geta fengið nánast hvern sem er til liðs við sig. „Þetta gerir mikið fyrir okkur og maður er þakklátur að eiga kost á að taka þátt í þessu,“ segir Brynja. „Björk sjálf hefur sagt okkur að við séum að láta draum hennar rætast. Það er líka merkilegt að hún skuli hafa sett sér þetta viðmið hvað hópinn varðar, og sumir blásturs- strákar sem ég þekki eru hálfabbó út í okkur (hlær).“ Báðar eru þær sýnilega í skýjunum yfir því að vera að vinna með Björk. „Hún er með einstaka nálgun á tónlist, og sem ungur tónlistarmaður er maður að læra mjög mikið,“ segir Sylvía. „Hún er sömuleiðis mjög sveigjanleg og opin fyrir nýjum hug- myndum og uppástungum frá okkur.“ Þær segjast ekki kvíða ferðalaginu, segjast bara spenntar og tilhlökkun sé mikil. Þá hjálpar það til að þær verða ekki stanslaust á túrnum, skroppið verður heim á milli. Sylvía segir að margar þeirra séu ábyggilega að færa einhverjar fórnir en reikningsdæmið er einfalt; svo miklu miklu meira komi í staðinn. „Það er mikill hugur í hópnum … og ég veit að þetta verður brjáluð reynsla.“ Tíu blásarar Brynja, Sylvía, Sigrún Kristbjörg, Harpa, Erla, Særún Ósk, Bergrún, Valdís, Sigrún og Björk. Tíu stúlkna her Á nýrri plötu sinni, Volta, og á meðfylgjandi tónleikaferða- lagi um heiminn styðst Björk Guðmundsdóttir m.a við blás- aradesett, skipaðan ungum ís- lenskum stúlkum. Arnar Egg- ert Thoroddsen ræddi við tvær stúlknanna um ævintýr- ið framundan. Miðasala á tónleikana fer fram í verslunum Skífunnar (Kringlunni, Smáralind og Lauga- vegi 26), BT Egilsstöðum, Selfossi og Ak- ureyri og á www.midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur í stæði en 6.900 krónur í stúku. Húsið er opnað 18.30 og Björk fer á svið 20.00. Einnig leikur breska rafpoppsveitin Hot Chip. arnart@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.