Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 62

Morgunblaðið - 05.04.2007, Side 62
62 FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ þarf enginn að velkjast í vafa um þann sess sem ofurspaugarinn Laddi skipar hjá íslensku þjóðinni. Ekki er nóg með að afmælissýn- ingin Laddi 6-tugur gangi fyrir fullu húsi hvert kvöldið á fætur öðru heldur er platan Hver er sinn- ar kæfu smiður í efsta sæti Tónlist- ans hverja vikuna á fætur annarri. Á hæla Ladda kemur hinn hæfi- leikaríki Mika með plötuna Life in cartoon motion þar sem meðal ann- ars er að finna smellinn „Grace Kelly“. GusGus skipar svo þriðja sætið með Forever en á eftir kemur safnplatan Söngvakeppni Sjón- varpsins 2007. Fimmta sætið er svo merkt Lovísu, Lay Low, og plötu hennar Please don’t hate me sem kemst á blað í 22. skiptið. Þrír nýliðar læða sér svo inn; safnplatan Ballöður - 38 vinsæl lög, Two’s company - The duets, með Ís- landsvininum Cliff Richard, og Grammy nominees 2007, sem, eins og nafnið gefur til kynna, hefur að geyma lög listamanna sem til- nefndir eru til Grammy-verðlauna.                              !                   " "#  $%&$'  #$ #( #$ %) *+ , # $ -"./ )#        !  " # $ !   % #"!&   '()*!+ , ! - )!#&.  !  /0!# ! ",! 1! 234 '&! !& !  ) ! 5-6#    7!&# & " &  !            !   "  #$% && '( &    )*  + ,  ! -  % .  /0 1**$ 2    * *$%  3  ) .4 1'$ %  5  # (67*'(   8 *9 :'(*$% #5*  ; < & *( = >'6 ?  " !> ?  < @  !  30 ,  &> 2 37 +  < >     1A  1*A B@ A  @           0 #   12 3   ./ )  4   (,5   ./ )   ./ )  ,  ,* (,5  1%,6 0 0            "#7/$%  $,89:$;<    81 + !  9 &9# 4 - )!#&. 81 ,44 :.   : 4& . 9#54& ;+& 4#&/  <  &5#& 5# 4!  = & " &  !  !  6 &:& 9&4  /0!;  >& ,-& ( *1  +(0  8&646 )#4?6#& 4 -$$&7  ",!", &>/!@$(! ! 7!&# & 2&4&'(!A"#! C% * 6 *( .6 < A D **> ) A C% % 7 *    E*@ ?7 * " 7 7  =F> @> ) A + , "  /> ! E%* % @5  D & 7  = %     @  *6  :G   6 7'  .4  @  7 #7 , !@  # % 4 H  D 0 I, < @  , **  J                5  2    5  %  % 7>? 2  ./ )   1%,6 (=   6#   1%,6 %,6  5  43-   Landanum líka lögin hans Ladda Morgunblaðið/Árni Sæberg Laddi Ekki bara fyndinn heldur lunkinn laga- og textasmiður. ÞAÐ ER lítið um sviptingar á Laga- listanum þessa 13. viku ársins – nánast hægt að ljósrita listann frá vikunni áður. Sömu fimm lögin skipa sér í sömu fimm efstu sætin og aðeins einn nýliði laumar sér inn. Það er lagið í 15. sæti, „Þú veist í hjarta þér“ með reggítöffurunum í Hjálmum sem héldu einmitt end- urkomutónleika í síðasta mánuði sunnan og norðan heiða. Eiríkur rauði virðist vera búinn að koma sér makindalega fyrir í toppsætinu með Evróvisjónframlag Íslendinga í ár í farteskinu, „Ég les í lófa þínum“. Er þetta fimmta vik- an í röð sem lagið trónir á toppnum og verður spennandi að sjá hvort það sitji þar jafnvel sem fastast fram yfir Evróvisjón. Það kemur heldur ekki á óvart að Mika heldur öðru sætinu. Landinn virðist ekki fá leið á lagi hans „Grace Kelly“ enda frábært lag á ferðinni sem kemur öllum í gott skap. Söngvakeppnislögin „Ég og heilinn minn“ og „Eldur“ halda svo sínum hlut. Eiki trónir sem fyrr á toppnum BLONDE Redhead spilar á NASA í kvöld ásamt Kristinu Hersh og er þetta í fjórða skipti sem sveitin sækir okkur heim. Ég fer ekki ofan af því að þetta er ein merkasta ný- rokksveit samtímans, og síðasta plata, Mi- sery is a Butterfly, hreint ótrúlegt meist- araverk. Það var því við ramman reip að draga á þessari plötu, væntingar mínar og annarra eðlilega orðnar gríðarlegar. Það er eins meðlimum hafi fundist þeir þurfa að hverfa frá töfrum slegnum hljóðheimi síðustu plötu og það tekst, en hins vegar tekst ekki nægilega vel að dýrka upp sömu hughrif og sú plata færði manni. 23 er losaraleg og dálítið tvístígandi. Alls ekki léleg plata, bara ekki alveg nógu góð. Gott, en... Blonde Redhead – 23  Arnar Eggert Thoroddsen SÍGANDI lukka er greinilega best í tilfelli Kristin Hersh, leiðtoga Throwing Muses og 50 Foot Wave. Auk starfa fyrir þessar tvær sveitir hefur hún gefið út átta sólóplötur og þessi nýjasta er hæglega ein sú besta, ef ekki sú allra besta (sú fyrsta, Hips and Ma- kers (1994) er reyndar þrusugóð líka). Já, Hersh er afkastamikil, og barátta við heilaæxli, geðsjúkdóma og sú staðreynd að hún er fjögurra barna móðir hefur ekki náð að halda aftur af sköpunarkraftinum sem virðist nú hafa losnað úr læðingi sem aldrei fyrr. Hvort sem Hersh er í rólegum eða rokkandi gír liggur einhvers konar ákefð undir öllu og hér stýr- ir raunveruleg tjáningarþörf ljóði og lagi. „Alvöru“ dæmi. Á flugi Kristin Hersh – Learn To Sing Like A Star  Arnar Eggert Thoroddsen ÞETTA átti nú ekki að vera eitthvert Ís- landsvinatema, en Low var nokkur tíður gestur hérna á tímabili, auk þess sem söngv- arinn og gítarleikarinn Alan Sparhawk hélt sólótónleika. Síðustu plötur Low hafa verið upp og ofan, aðallega ofan, þó þessi hér valdi vonbrigðum. Þessi „slowcore“ hljómveit toppaði á Secret Name (1999) og hefur verið að ströggla nokk- uð síðan, þó ofsagt sé að hún hafi misst það. En Drums and Guns er skrítin. Innan um stórgóð lög eins og „Breaker“ er að finna tómt rugl eins og „Hatchet“ og það er eins og þau hjóna- korn, Alan og Mimi, viti ekki alveg hvað þau eigi að gera við restina. Koma svo, þið getið fjandakornið betur en þetta! Ég skil þetta ekki... Low – Drums and Guns  Arnar Eggert Thoroddsen Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞESSI ferð hafði mikil áhrif á mig enda sá ég hluti sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir hvað eru hrylli- legir,“ segir Kristján Ingi Einarsson ljósmyndari sem heldur nú yfir páskana sýningu í Smáralindinni á 35 myndum sem hann tók í fátækra- hverfum á Suður-Indlandi í janúar. Þetta er ljósmyndasýning Hjálp- arstarfs kirkjunnar en þema páska- söfnunar hjálparstarfsins í ár er nauðsyn menntunar til að rísa upp úr fátækt. Á Indlandi er skólavist eina leiðin sem dugar til þess að forða fátækum börnum frá því að glata æsku sinni í þrælavinnu. „Börnin eru í ánauð því foreldrar þeirra hafa tekið lán og þurft að setja börnin í pant fyrir láninu. Hjálparstarf kirkjunnar er að borga börnin út úr ánauðinni til að koma þeim í skóla,“ segir Kristján og bæt- ir við að þrælabörnin vinni við vefn- að, fletji út deig í nanbrauð, sem fara síðan á hótelin, eða séu í grjótnámi þar sem þau sitja allan daginn á hækjum sér og höggva grjót. „Það er erfitt að koma því til skila á mynd sem ég sá þarna, því maður þarf að skynja umhverfið sem heild og finna lyktina.“ Á sýningunni má einnig sjá myndir af börnum sem komin eru í skóla og njóta alls sem þau þurfa. „Það er einstaklega gaman að taka myndir af Indverjum, þeir eru mjög myndrænir og hvert andlit segir mikla sögu. Andstætt við margar aðra þjóðir bregðast þeir mjög vel við myndavélinni, stoppa jafnvel og stilla sér upp fyrir mynda- töku enda eru þeir einstaklega gest- risnir og þægilegir heim að sækja,“ segir Kristján sem starfar sem sjálf- stætt sem ljósmyndari. Ljósmyndasýningin stendur fram yfir páska í Smáralindinni. Ljósmyndasýning Hjálparstarfs kirkjunnar Menntun er eina leiðin Morgunblaðið/RAX Indland Kristján Ingi Einarsson við eina mynd sína í Smáralindinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.