Morgunblaðið - 05.04.2007, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2007 65
!
" #$% &'! ( )!
AUSA STEINBERG
LEIKHÚSPÁSKAR
Á AKUREYRI!Fjölbreytt dagskráalla páskana
Skoðaðu sýningartímana í leikhúsdálki eða á netinu og tryggðu þér miða strax!
Miðasala LA opin alla virka daga frá kl. 13-17 og fram að sýningu á sýningardögum.
Miðsala á netinu allan sólarhringinn, www.leikfelag.is
Miðasala í síma 4 600 200
www.leikfelag.is
Best í heimi Lífið – notkunarreglur Ausa Steinberg
Rómuð gestasýning
„fólk ætlaði hreint vitlaust að verða
úr hlátri.” S.A. TMM
„Meinfyndið sprell í frábærri
sýningu” K.H.H. Fréttablaðið
„Menn verða ekki sviknir af því að
fara á þessa sýningu, hlæja að
sjálfum sér og hugsa kannski
svolítið um leið” M.K. Morgunblaðið
Allt að seljast upp!
s
n
a
Einstök og mannbætandi sýning
,,afar falleg og fáguð leikhúsperla”
A.B. Fréttablaðið
,,gullmoli og perla þar sem hvert
andartak er unun og hreif áhorf-
endur á öllum aldri”
E.B. DV
"óvenjuleg og áhrifamikil sýning...
sem hefur mikið að segja" ÞT Mbl
"forvitnilega og manneskjulega
sýningu sem skilur mikið eftir sig...
skondin og hrífandi sýning með
frábærri músík..." KHH Fréttablaðið
"tekst vel að skapa hlýlega og
innilega stemningu... einfaldlega
æðisleg" ÞES Víðsjá, RÚV
GESTIR þáttarins Orð skulu standa
á laugardaginn eru Arinbjörn Vil-
hjálmsson, skipulagsstjóri í Garða-
bæ, og Júlíus Þorfinnsson auglýs-
ingamaður. Þeir ásamt
liðsstjórunum Hlín Agnarsdóttur og
Davíð Þór Jónssyni fást við þennan
fyrripart, ortan um aðgerðir
Reykjavíkurborgar gegn sílamávin-
um og öðrum vargi:
Gísli Marteinn myrðir kalt
máva sem hérna lenda.
Í síðustu viku var fyrriparturinn
þessi:
Lóan er komin, hún léttir vort geð,
og lofar að senn komi spóinn.
Í þættinum botnaði Davíð Þór Jóns-
son:
Ég er handviss um þetta, því ég hef
séð
það sem að kötturinn dró inn.
Þórhallur Vilhjálmsson m.a.:
Við þekkjum samt Ísland og allt
getur skeð
og útséð er varla með snjóinn.
Með krókum og liljum nú lifnar
hvert beð
og leiðindin hverfa í sjóinn.
Gunnar Kristinn Sigurjónsson:
En hvort ætlar að hlýna er ófyrirséð
því enn vaða þó nokkrir snjóinn.
Úr hópi hlustenda orti Þorgils V.
Stefánsson:
Bernskunnar minning: barn get mig
séð,
er ber hann mig andstyggðar
kjóinn.
Hörður Þorleifsson:
Sem vella mun nefinu vel bogna
með
og vaknar þá sofandi flóinn.
Kristín Sigríður Guðjónsdóttir á
Hrafnistu í Reykjavík:
Ég bæli ekki lengur minn
leiðindabeð
en labba út og syng eins og kjóinn.
Jónas Frímannsson:
Krían og stelkurinn koma þeim
með, kveður af söng allur flóinn.
Ester Sveinbjarnardóttir:
Gróðurinn lifnar, grænkar beð,
gerir sér hreiður í blómstrandi mó-
inn.
Pálmi R. Pétursson:
Hún syngur í firði sólinni með
en situr í skugganum kjóinn.
Guðveig Sigurðardóttir:
Annað eins hefur nú oftsinnis skeð
og er ekki á leiðinni bévitans
kjóinn?
Valur Óskarsson:
Svo koma hettumávinum með
múkki, skúmur og kjóinn.
Auðunn Bragi Sveinsson:
Nú loks fara bændur að láta út féð;
það leysir burt ísinn og snjóinn.
Halldór Ármannsson:
Ljúfust um sumarið ljóðin ég kveð,
ljómar í sólinni flóinn.
Hallberg Hallmundsson:
Annað eins hefur nú áður skeð
að enn komi fugl í móinn.
Útvarp | Orð skulu standa
Hvers eiga
þeir að gjalda?
Hlustendur geta sent sína botna í
netfangið ord@ruv.is eða bréfleið-
is til Orð skulu standa, Rík-
isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150
Reykjavík.
Orðheppin Þáttastjórnandinn Karl
Th. Birgisson með þau Hlín Agn-
arsdóttur og Davíð Þór Jónsson á
hvora hlið.
Á HEIMASÍÐU tímarits-
ins Vanity Fair má sjá
þær myndir sem Annie
Leibovitz ljósmyndari
tók af Leonardo DiCap-
rio í Jökulsárlóni í byrjun
mars og þeirra á meðal
er forsíðumyndin af Di-
Caprio og ísbjarnarhún-
inum Knúti sem heillar
almenning í dýragarð-
inum í Berlín. Myndirnar
munu birtast í maíhefti
blaðsins sem verður til-
einkað umhverfismálum en annað
slíkt umhverfisblað kom út á síð-
asta ári og líkt og nú
prýddu umhverfis-„vænar“
stórstjörnur forsíðu blaðs-
ins.
Auk þess að vera einn
þekktasti leikari heims er
Leonardo DiCaprio mikill
umhverfisverndarsinni og
sést það glögglega á heima-
síðu hans sem er að stórum
hluta tileinkuð umhverf-
ismálum. Hann hefur þá ný-
verið lokið við heimild-
armynd um umhverfisvána
sem kallast Á 11. stundu (The 11th
Hour).
Svalur Leonardo DiCaprio á Jökulsárlóni
Umhverfisvænn DiCaprio